Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 17
ÚR VERINU
Fylltu þennan mi›a út og komdu með hann í happ-
drættisbásinn á Ostadögum – flú gætir unnið flugfer›
fyrir tvo me› Iceland Express til Kaupmannahafnar
e›a London. Haft verður samband við vinningshafann.
Happdrættismi›i
Já takk, ég vil fá sendar uppl‡singar
frá Osta- og smjörsölunni um eftir-
farandi atri›i á tölvupóstfang mitt:
Uppskrift mána›arins
Tilbo› og n‡jungar
Námskei› á vegum
Osta- og smjörsölunnar
Uppákomur og s‡ningar
Fullt nafn:
Heimilisfang:
Tölvupóstfang:
Póstnúmer: Sveitarfélag:
Sími:
Vetrargarðinum í Smáralind
2. og 3. október
2004
Dagskrá
2. október
- Beinvernd b‡›ur beinfléttnimælingar frá kl. 12–14 og 15–17.
- Vínfljónasamtök Íslands veita rá›gjöf frá kl. 14–16.
- Landsli› matrei›slumeistara stillir upp keppnisbor›i me›
köldum réttum fyrir Ólympíuleikana.
- Klúbbur matrei›slumeistara s‡nir listir sínar og veitir rá›gjöf.
3. október
- Beinvernd b‡›ur beinfléttnimælingar frá kl. 14–17.
- Vínfljónasamtök Íslands veita rá›gjöf frá kl. 14–16.
- Íslandsmeistararnir í Fitness, Kristján og Aðalheiður, reyna við
Íslandsmet í upphífingum, armbeygjum og dýfum kl. 15.
- Klúbbur matrei›slumeistara s‡nir listir sínar og veitir rá›gjöf.
S‡ningin er opin:
2. október kl. 11–18 og 3. október kl. 13–18
Vi› bjó›um flér a› koma á Ostadaga 2004
Kynntu flér íslenska ostaframlei›slu og n‡justu ostadómana.
Smakka›u á íslenskum ostum og sjá›u hva›a spennandi
ostan‡jungar vi› bjó›um upp á!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ÖNNUR þyrla kæmi að meira
gagni fyrir öryggi sjómanna en nýtt
varðskip, að mati Ásbjarnar Óttars-
sonar skipstjóra. Þetta kom fram í
hugleiðingu hans um öryggismál
sjómanna sem hann flutti á ráð-
stefnu um málefnið í gær.
Ásbjörn sagði að eins og málum
væri háttað í dag væri fylgst með
hverju einasta fiskiskipi sem stund-
aði veiðar á Íslandsmiðum með hinu
svokallaða sjálfvirka tilkynninga-
skyldukerfi. Þannig væri nánast bú-
ið að eyða óvissunni sem felst í leit
að skipum sem lenda í hrakningum.
Þegar kæmi síðan að björgunar-
þættinum væri það staðreynd að sá
aðili sem kemur fyrstur á sjóslysa-
vettvang er í langflestum tilfellum
nærliggjandi fiskiskip. Þannig sagð-
ist Ásbjörn þeirrar skoðunar að
þegar fjármunir væru naumt
skammtaðir væri nær fyrir Land-
helgisgæslu Íslands að fjárfesta í
annarri þyrlu í stað þess að láta
smíða nýtt og öflugt varðskip.
Nauðsyn öflugrar þyrlusveitar hefði
oft sannað sig og sagði Ásbjörn
skömm að því hvernig staðið væri
að rekstri þyrlusveitar Landhelg-
isgæslunnar. Til dæmis væri sveitin
ekki á vakt allan sólarhringinn.
Taldi hann að jafnvel mætti nýta
hafrannsóknaskipið Árna Friðriks-
son RE til að sinna landhelgis-
gæslu, enda lægi skipið hvort sem
er bundið við bryggju marga mán-
uði á ári. Þá mætti einnig nýta
björgunarskip víðsvegar um landið
til að sinna skyndiskoðunum sem
framkvæmd eru af varðskipunum í
dag.
Í pallborðsumræðum velti Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands, því fyrir sér
hvort lengur væri þörf á Fokker-
flugvél Landhelgisgæslunnar, nú
þegar leit væri minni þáttur í starfi
hennar en áður. Sagði Sævar að
jafnvel mætti selja mætti Fokker-
vélina til að styrkja þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar en nýta til
dæmis flugvél Flugmálastjórnar til
að sinna þeim verkefnum sem
Fokkerinn sinnir í dag.
Sjóveiki slysavaldur í landi?
Fjölmörg erindi voru haldin á
ráðstefnunni og vakti erindi Hann-
esar Petersen læknis um sjóveiki
sérstaka athygli. Sagði hann sýnt að
sjóveiki eða heyfiveiki drægi úr
starfsgetu og rannsaka þyrfti hvort
tengsl væru á milli sjóveiki og slysa
til sjós. Þá væri einnig vert að rann-
saka hvort sjóveiki ylli slysum í
landi en það tæki menn jafnan
nokkra daga að jafna sig á sjóveiki
eftir að þeir koma í land, en slíkt er
jafnan kallað sjóriða.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Slysavarnir Sjómenn við æfingar í Slysavarnaskóla sjómanna.
Aðra þyrlu
frekar en nýtt
varðskip
HB GRANDI undirritaði í gær
samning um kaup á skipi til veiða
og vinnslu á uppsjávarfiski. Samn-
ingurinn er með fyrirvara um að
skipið standist endanlega úttekt
sem verður framkvæmd næstu
daga.
Skipið er smíðað á Spáni 1994 og
er 105 metra langt og 20 metra
breitt. Nýja skipið er um 9.000
brúttótonn og verður stærsta skip-
ið í íslenska fiskiskipaflotanum.
Frystiafköst skipsins verða um
200 tonn á sólarhring. Um borð er
fiskimjölsverksmiðja með afköst
upp á 150 tonn á sólarhring af hrá-
efni. Skipið er væntanlegt til lands-
ins í byrjun næsta árs. Tilgangur
félagsins með þessum kaupum er
að geta í ríkari mæli en verið hefur
unnið uppsjávarfisk til manneldis,
sérstaklega síld, loðnu og kol-
munna, sem hefur að mestu verið
unninn í fiskimjöl og lýsi hjá fyr-
irtækinu. Kaupverð skipsins er
rúmlega 14 milljónir dollara, eða
rétt tæpur milljarður króna, en að
auki þarf að kosta verulegar breyt-
ingar á vinnslubúnaði skipsins.
Skipið hefur verið gert út frá
Kóreu og var gert út á alaskaufsa
við Rússland. Fulltrúar frá HB
Granda hafa skoðað skipið og virð-
ist það henta vel til veiða á upp-
sjávarfiski. Standist skipið endan-
lega skoðun heldur það af stað
áleiðis til Íslands í næstu viku.
Sturlaugur Sturlaugsson, forstjóri
HB Granda, segir að bjartsýni og
tilhlökkun séu samfara því að fá
svona stórt skip til fyrirtækisins.
Hann segir enn ekki hafa verið
ákveðið hvort gerðar verði breyt-
ingar á fiskiskipaflota HB Granda í
kjölfarið. „Við viljum með kaup-
unum styrkja okkur í uppsjávar-
geiranum. Eins og staðan er núna
liggja tekjurnar fyrst og fremst í
frystingu á síld en við munum að
sjálfsögðu einnig horfa til fryst-
ingar á loðnu og kolmunna. Við
munum meðal annars leggja í þró-
unarvinnu í manneldisvinnslu á
kolmunna en flestir eru sammála
um að þar liggi ótal tækifæri á
komandi árum,“ segir Sturlaugur.
HB Grandi
kaupir nýtt skip