Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 18
18 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þ
ví verður ekki haldið fram eftir
fyrstu sjónvarpskappræður þeirra
George W. Bush, forseta Banda-
ríkjanna og frambjóðanda Repú-
blikanaflokksins, og demókratans
Johns Kerrys, öldungadeildarþingmanns frá
Massachusetts, að valið sé erfitt, enginn munur
sé nefnilega á frambjóðendunum. Rimma Kerr-
ys og Bush í Coral Gables í Flórída í fyrrakvöld
dró þvert á móti fram hversu mikill munur er á
frambjóðendunum og áherslum þeirra og beitt-
ur tónninn í orðaskiptum þeirra gaf líka til
kynna hversu mikið er í húfi.
Hvorugum frambjóðendanna tókst að koma
sannkölluðu rothöggi á hinn, um það eru frétta-
skýrendur sammála. Hins vegar var frammi-
staða Kerrys nægilega góð til þess að líkur séu
til þess að heldur muni draga saman með þeim
Bush í skoðanakönnunum. Örugg framkoma
hans rímaði ekki við þá mynd sem margir hafa
af honum sem langorðum og leiðinlegum og
Kerry getur talist hafa beitt sverði sínu fimlega
á stundum þegar hann gagnrýndi Bush fyrir
framgöngu hans í Íraksmálunum.
Demókratanum tókst semsé að virka „for-
setalegur“, eins og það er kallað, við hlið Bush
forseta en margir þeirra kjósenda, sem enn
hafa ekki gert upp hug sinn, hugðust án efa
fylgjast grannt með því í þessum kappræðum
hvort áskorandinn stæðist forsetanum snúning,
hvort hann væri jafnoki Bush þegar þeir mætt-
ust augliti til auglitis.
Sagði Kerry senda röng skilaboð
til hermanna í Írak
Hér er vikið sérstaklega að frammistöðu
Kerrys í upphafi vegna þess að engum blöðum
er um það að fletta að meira var í húfi fyrir
hann en Bush í þessum kappræðum, þeim
fyrstu af þrennum í aðdraganda forsetakosn-
inganna. Bush hefur haft tiltölulega afgerandi
forystu í skoðanakönnunum undanfarið og nú
þegar aðeins mánuður er til kosninga þarf
Kerry að fara að byrja að brúa bilið, ætli hann
sér að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna 2.
nóvember.
Bush átti heldur undir högg að sækja framan
af kappræðunum en hann sótti hins vegar í sig
veðrið eftir því sem á leið og besta tilsvar hans
var líklega þegar hann ræddi á einlægum nót-
um um það hversu erfitt væri fyrir forseta að
þurfa að senda bandaríska hermenn til Íraks,
þar sem þeirra biði hugsanlega dauði.
Kerry og Bush voru raunar báðir á grafalvar-
legum nótum í sjónvarpskappræðunum á
fimmtudagskvöld. Utanríkismál voru til um-
ræðu að þessu sinni og Íraksmálin, baráttan
gegn hryðjuverkum, spiluðu stærsta rullu af
skiljanlegum ástæðum.
Bush varði framgöngu sína í þeim efnum af
festu allt kvöldið og sagði ítrekað að forseti
Bandaríkjanna yrði að sýna staðfestu við þær
aðstæður sem nú væru uppi. Ógn steðjaði að
Bandaríkjunum og hinum frjálsu þjóðum
heimsins og sækja þyrfti fram í þeirri baráttu,
ekki leggjast í vörn eða sýna á sér veikleika.
Gagnrýndi hann Kerry ítrekað fyrir að hafa
sent misvísandi skilaboð frá sér um Íraksmálin,
slíkt veikti Bandaríkin í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum og sendi röng skilaboð til
vina sem óvina.
Sagði Bush að heimurinn væri betri staður án
Saddams Husseins við völd í Írak og bætti við
að Kerry hefði eitt sinn sagt hið sama. „Ég er
sammála þeirri afstöðu hans,“ sagði Bush. Und-
irstrikaði hann jafnframt það sem hann kallaði
tilhneigingu Kerrys til að hafa tvær skoðanir í
hverju máli. „Hann greiddi atkvæði með innrás-
inni og núna segir hann að stríðið sé röng orr-
usta á röngum tíma … ég held að það sé ekki til
marks um forystuhæfileika að segja að þetta sé
vitlaust stríð á vitlausum tíma. Hvaða skilaboð
sendir það hermönnum okkar í Írak?“
Kerry sakaði Bush aftur á móti um „stór-
felldan dómgreindarbrest“ í Íraksmálunum,
innrásin hefði verið ótímabær og engar áætlanir
hafi verið fyrir hendi um það hvernig „vinna
ætti friðinn“ þegar búið væri að steypa Saddam
af stóli. Sagði Kerry að innrásin í Írak og átökin
þar nú beindu orku Bandaríkjamanna í stríðinu
gegn hryðjuverkum í rangan farveg. Þeir ættu
að einbeita sér að því að finna Osama bin Lad-
en, höfuðpaur al-Qaeda.
Kerry var sammála Bush hvað það varðar að
Bandaríkin gætu ekki dregið sig frá Írak eins
og sakir stæðu. En þeir voru sammála um fátt
annað. Þeir voru til að mynda algerlega á önd-
verðum meiði í málefnum Norður-Kóreu en
Bush taldi ekki koma til greina að efna til tví-
hliða viðræðna við stjórnvöld í Pyongyang um
viðleitni þeirra til að koma sér upp forða af
kjarnorkuvopnum. Kerry sagði þetta hins vegar
nauðsynlegt og gagnrýndi Bush fyrir að hafa
horft aðgerðalaus upp á Norður-Kóreu koma
sér upp fjórum til sjö kjarnorkusprengjum.
Athygli vakti þegar Kerry viðurkenndi að
hann hefði gert mistök þegar hann ræddi fjár-
veitingar til Íraksstríðsins á sínum tíma. „Ég
gerði mistök í því hvernig ég talaði um stríðið.
En forsetinn gerði mistök þegar hann réðst inn
í Írak. Hvort er verra?“ sagði Kerry. Sagði
hann mikilvægt að menn viðurkenndu þegar
þeir hefðu gert mistök, og var þá að vísa til
Íraksmála forsetans, að þeir breyttu í kjölfarið
um kúrs.
Kerry hjó sérstaklega eftir því þegar Bush
réttlætti ákvörðun sína um að leggja út í „fyr-
irbyggjandi“ stríð með því að vísa til þess að
„óvinurinn hefði ráðist á Bandaríkin“ 11. sept-
ember 2001. Benti hann á að Saddam Hussein
hefði ekki ráðist á Bandaríkin heldur Osama bin
Laden. „Auðvitað veit ég að það var Osama bin
Laden sem réðst á okkur,“ svaraði Bush og virt-
ist argur út í andstæðing sinn.
Jafntefli í fyrstu lotu?
Raunar gaf látbragð Bush til kynna að hann
væri hneykslaður á tilsvörum keppinautarins í
kappræðunum. Sjónvarpsstöðvar virtu að vett-
ugi þá reglu, sem demókratar og repúblikanar
höfðu samið um, að ekki skyldi sýna myndir af
öðrum frambjóðandanum þegar hinn væri að
tala og sást Bush því ítrekað gretta sig eða
hrista höfuðið þegar Kerry var með orðið.
Kerry fyrir sitt leyti virtist á stundum einum
of kappsamur þegar Bush var að tala, hann sást
brosa nokkuð yfirlætislega líkt og sá sem býr
yfir fullvissu um vitsmunalega yfirburði sína.
Hvorugur frambjóðenda gerði sig sekan um
alvarlegar rangfærslur þó að nokkurrar óná-
kvæmni hefði gætt á stundum. Eru slíkir út-
reikningar bandarískra fjölmiðla til marks um
hversu nákvæmlega menn rýna í frammistöðu
Kerrys og Bush í þessum kappræðum. Flestir
eru þó sammála um að endanlegt mat á því
muni ekki liggja fyrir fyrr en að nokkrum dög-
um liðnum.
Skyndikannanir sem bandarísku sjónvarps-
stöðvarnar gerðu eftir kappræðurnar sýndu að
vísu að fleiri töldu að Kerry hefði haft betur en
Bush. Samkvæmt könnun CNN-USA Today-
Gallup sögðu 53% þeirra sem horfðu á kapp-
ræðurnar að Kerry hefði staðið sig betur, 37%
nefndu Bush. Niðurstaða CBS var svipuð, 44%
sögðu Kerry hafa haft betur en 26% Bush.
Könnun ABC sýndi Kerry með 45%, Bush
36% en 17% sögðu að um jafntefli hefði verið að
ræða.
Eru þessar niðurstöður nokkuð í samræmi
við mat helstu dagblaða vestra í gær, sem töl-
uðu þó um að jafntefli teldist líklega niðurstað-
an. Flestir virtust sammála um að kappræð-
urnar myndu hafa þau áhrif að bandarískur
almenningur fylgdist einnig grannt með næstu
kappræðum og að staðan í kosningabaráttunni
væri því í reynd óbreytt í grundvallaratriðum.
Leiðarahöfundur The New York Times lýsti
síðan almennri ánægju með kappræðurnar,
sagði þær hafa „virkað sem ferskur andblær“ í
kosningabaráttu sem nauðsynlega skorti efn-
islega umræðu um helstu álitaefni.
Fréttaskýring|John Kerry
náði því markmiði sínu að
virka „forsetalegur“ við hlið
George W. Bush í fyrstu
sjónvarpskappræðum þeirra
vegna forsetakosninganna í
Bandaríkjunum. Eins og
Davíð Logi Sigurðsson rek-
ur í grein sinni varði Bush
hins vegar framgöngu sína í
embætti af mikilli festu.
Engin rothögg
en Kerry rétti
heldur sinn hlut
AP
John Kerry og George W. Bush heilsast við upphaf kappræðnanna í gær.
david@mbl.is
AÐ minnsta 90 manns féllu og um
180 særðust er nokkrar þúsundir
bandarískra og íraskra hermanna
réðust á borgina Samarra í Írak í
gær. Segjast Bandaríkjamenn hafa
náð á sitt vald ráðhúsi borgarinnar
og lögreglustöðvum en borgin hef-
ur hingað til verið á valdi upp-
reisnarmanna. Árásin er liður í til-
raunum Bandaríkjamenna og
írösku bráðabirgðaríkisstjórnar-
innar til að ná undir sig sem mestu
landsvæði fyrir væntanlegar kosn-
ingar í Írak í janúar næstkomandi.
Margir borgarbúar og raunar sum-
ir embættismenn Íraksstjórnar
héldu því hins vegar fram, að árás-
in hefði verið óþarfi þar sem við-
ræður hefðu verið í þann veginn að
skila samningi um friðsamlega
lausn.
Árásin var gerð úr loft sem á
landi og voru átökin einna hörðust
í miðborginni, rétt við einn af
helgidómum sjíta, en borgin er þó
að mestu byggð súnnítum. Þótt
Bandaríkjamenn segðust hafa náð
borginni á sitt vald var barist þar
áfram fram í myrkur og frá gjall-
arhornum moskanna bárust áskor-
anir frá klerkum um heilagt stríð
gegn Bandaríkjunum.
Yfirvöld í borginni sögðu í gær,
að 90 manns hefðu fallið í árásinni
og 180 særst en Bandaríkjamenn
sögðust hafa fellt 109 og sjálfir
misst einn mann. Þá skýrðu þeir
frá því, að þeir hefðu frelsað tyrk-
neskan gísl, sem verið hefði í haldi
mannræningja í borginni.
Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin í
Dubai flutti í gær ávarp og áskor-
un frá Ayman al-Zawahiri, æðsta
manni al-Qaeda-hryðjuverkasam-
takanna í Írak. Skoraði hann þar á
alla unga múslíma að rísa upp
gegn „krossförunum“, og sagði, að
hagsmunaþræðir þeirra ríkja, sem
stutt hefðu hernaðinn í Afganistan
og Írak, lægju víða.
Um 100 manns féllu
í árás á Samarra
AP
Írösk kona formælir Bandaríkja-
mönnum í rústum húss síns í Sadr-
hverfinu í Bagdad. Voru gerðar
loftárásir á það auk árásarinnar á
Samarra.
Al-Zawahiri skorar á unga múslíma
að rísa upp gegn „krossförunum“