Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 19

Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 19 ERLENT Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn EKKERT lát hefur verið á skjálfta- virkni í eldfjallinu St. Helens í Wash- ingtonríki í Bandaríkjunum og telja jarðfræðingar miklar líkur á að gos verði í fjallinu á næstu dögum. Þrír til fjórir litlir skjálftar hafa mælst á hverri mínútu alla þessa viku og 3.–4. hverja mínútu hafa mælst skjálftar yfir 3 stig á Richter. Þá sýna nýjar mælingar að hraun- hellan í gíg fjallsins hefur færst um nærri 8 sentimetra til norðurs frá því á mánudag. Í gær kváðust jarðvísindamenn telja 70% líkur á eldgosi en bættu við að ógerlegt væri að segja til um hvort slíkar hamfarir hæfust á næstu dögum eða næstu mánuðum. Litlar líkur á stórgosi Vísindamenn búast ekki við að gosið verði í líkingu við sprengigosið sem varð árið 1980 en þá létu 57 manns lífið og aska lagðist yfir þorp í allt að 400 km fjarlægð. Hins vegar vara jarðfræðingar við því, að lítið gos úr fjallinu gæti þeytt grjóti og ösku allt að 5 km fjarlægð frá gígn- um. Fáir búa nálægt fjallinu, sem er í þjóðgarði um 170 km suður af Seattle. Margir ferðamenn hafa hins vegar gert sér ferð til útsýnisstaða í nágrenni fjallsins eftir að fréttir bár- ust af skjálftavirkninni. St. Helens-eldfjallið Telja 70% líkur á gosi Seattle. AFP. MIKIL sprenging varð í gær við föstudagsbænir í mosku sjíta í borginni Sialkot í Norðaustur- Pakistan. Varð hún að minnsta kosti 30 að bana og særði tugi manna en talið er, að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða. Hundruð manna voru í mosk- unni er sprengingin varð og er haft eftir vitnum, að skelfilegt hafi verið um að litast á eftir. Lík, líkhlutar og blóð um allt auk mikilla skemmda á byggingunni. Sagði talsmaður lögreglunnar, að um hryðjuverk hefði verið að ræða en mikið er um blóðug átök milli súnníta og sjíta í Pakistan. Eftir sprenginguna kom til uppþota í borginni og átaka milli sjíta og lögreglumanna og voru þá nokkrar lögreglubifreiðar brenndar. Linnti látunum ekki fyrr en hermenn skökkuðu leik- inn. Farooqis hefnt? Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, fordæmdi hryðjuverkið í gær og sagði það sýna, að hryðjuverkamenn ættu sér enga trú og væru óvinir alls mann- kyns. Fyrir fimm dögum felldu pakistanskir öryggissveitamenn súnnítann og al-Qaeda-liðann Amjad Farooqi en hann er talinn hafa lagt á ráðin um nokkrar morðtilraunir, sem gerðar hafa verið við Musharraf. Þá eru hann og menn hans sagðir hafa myrt bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl. Ekki er talið ólíklegt, að hryðjuverkið í sjítamoskunni í Si- alkot sé hefnd fyrir dauða Faro- oqis. Hryðjuverk í sjítamosku Islamabad. AFP. „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Hausthátíð Ljósaseríur -nýjar gerðir 790 kr. Heimilisvendir 499 kr. Tilboð á haustlaukum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 60 48 1 0/ 20 04 Erikur 4 stk. 99 9 kr. Aldrei betra verð 10 túlipanar (rauðir) 99 kr. 10 krókusar (bland) 139 kr. Tilbúnir laukabakkar, plantað beint í jörð 999 kr. Nýtt! HÁTTSETTUR maður í samfélagi súnníta í Írak fordæmdi í gær hryðjuverkið í Bagdad í fyrradag en þá varð bílsprenging tugum barna að bana. „Hver ber ábyrgð á þessu hryðju- verkið? Því kann að hafa verið beint gegn hernámsliðinu en tortímdi börnum, konum og öldruðu fólki,“ sagði Abdel Ghafur al-Samarrai við föstudagsbænir í mosku í Bagdad. „Megi þeir fara beinustu leið til helj- ar, sem fyrir því stóðu.“ Liðsmenn Abu Mussab al-Zarqawis, sem er tal- inn stjórna aðgerðum al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í Írak, hef- ur lýst yfir ábyrgð á bílsprenging- unni. Barna- morðin í Bagdad fordæmd Bagdad. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.