Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 19 ERLENT Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn EKKERT lát hefur verið á skjálfta- virkni í eldfjallinu St. Helens í Wash- ingtonríki í Bandaríkjunum og telja jarðfræðingar miklar líkur á að gos verði í fjallinu á næstu dögum. Þrír til fjórir litlir skjálftar hafa mælst á hverri mínútu alla þessa viku og 3.–4. hverja mínútu hafa mælst skjálftar yfir 3 stig á Richter. Þá sýna nýjar mælingar að hraun- hellan í gíg fjallsins hefur færst um nærri 8 sentimetra til norðurs frá því á mánudag. Í gær kváðust jarðvísindamenn telja 70% líkur á eldgosi en bættu við að ógerlegt væri að segja til um hvort slíkar hamfarir hæfust á næstu dögum eða næstu mánuðum. Litlar líkur á stórgosi Vísindamenn búast ekki við að gosið verði í líkingu við sprengigosið sem varð árið 1980 en þá létu 57 manns lífið og aska lagðist yfir þorp í allt að 400 km fjarlægð. Hins vegar vara jarðfræðingar við því, að lítið gos úr fjallinu gæti þeytt grjóti og ösku allt að 5 km fjarlægð frá gígn- um. Fáir búa nálægt fjallinu, sem er í þjóðgarði um 170 km suður af Seattle. Margir ferðamenn hafa hins vegar gert sér ferð til útsýnisstaða í nágrenni fjallsins eftir að fréttir bár- ust af skjálftavirkninni. St. Helens-eldfjallið Telja 70% líkur á gosi Seattle. AFP. MIKIL sprenging varð í gær við föstudagsbænir í mosku sjíta í borginni Sialkot í Norðaustur- Pakistan. Varð hún að minnsta kosti 30 að bana og særði tugi manna en talið er, að um sjálfs- morðsárás hafi verið að ræða. Hundruð manna voru í mosk- unni er sprengingin varð og er haft eftir vitnum, að skelfilegt hafi verið um að litast á eftir. Lík, líkhlutar og blóð um allt auk mikilla skemmda á byggingunni. Sagði talsmaður lögreglunnar, að um hryðjuverk hefði verið að ræða en mikið er um blóðug átök milli súnníta og sjíta í Pakistan. Eftir sprenginguna kom til uppþota í borginni og átaka milli sjíta og lögreglumanna og voru þá nokkrar lögreglubifreiðar brenndar. Linnti látunum ekki fyrr en hermenn skökkuðu leik- inn. Farooqis hefnt? Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, fordæmdi hryðjuverkið í gær og sagði það sýna, að hryðjuverkamenn ættu sér enga trú og væru óvinir alls mann- kyns. Fyrir fimm dögum felldu pakistanskir öryggissveitamenn súnnítann og al-Qaeda-liðann Amjad Farooqi en hann er talinn hafa lagt á ráðin um nokkrar morðtilraunir, sem gerðar hafa verið við Musharraf. Þá eru hann og menn hans sagðir hafa myrt bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl. Ekki er talið ólíklegt, að hryðjuverkið í sjítamoskunni í Si- alkot sé hefnd fyrir dauða Faro- oqis. Hryðjuverk í sjítamosku Islamabad. AFP. „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Hausthátíð Ljósaseríur -nýjar gerðir 790 kr. Heimilisvendir 499 kr. Tilboð á haustlaukum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 60 48 1 0/ 20 04 Erikur 4 stk. 99 9 kr. Aldrei betra verð 10 túlipanar (rauðir) 99 kr. 10 krókusar (bland) 139 kr. Tilbúnir laukabakkar, plantað beint í jörð 999 kr. Nýtt! HÁTTSETTUR maður í samfélagi súnníta í Írak fordæmdi í gær hryðjuverkið í Bagdad í fyrradag en þá varð bílsprenging tugum barna að bana. „Hver ber ábyrgð á þessu hryðju- verkið? Því kann að hafa verið beint gegn hernámsliðinu en tortímdi börnum, konum og öldruðu fólki,“ sagði Abdel Ghafur al-Samarrai við föstudagsbænir í mosku í Bagdad. „Megi þeir fara beinustu leið til helj- ar, sem fyrir því stóðu.“ Liðsmenn Abu Mussab al-Zarqawis, sem er tal- inn stjórna aðgerðum al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í Írak, hef- ur lýst yfir ábyrgð á bílsprenging- unni. Barna- morðin í Bagdad fordæmd Bagdad. AFP. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.