Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 23 MINNSTAÐUR FORSETI bæjarstjórnar Grinda- víkur segist reiður yfir tillögu sam- einingarnefndar félagsmálaráðu- neytis þar sem íbúum allra sveitarfélaganna fimm á Suðurnesj- um verður gefinn kostur á að greiða atkvæði um sameiningu þeirra í eitt sveitarfélag. Reiknar hann með að bæjarstjórn kalli nefndina á sinn fund til þess að rökstyðja þessa ákvörðun sem gangi gegn samdóma áliti bæjarstjórnar Grindavíkur. Skiptar skoðanir eru meðal sveit- arstjórnarmanna um sameiningar- mál. Ekki hafa verið gerðar kann- anir um vilja íbúanna. Bæjarstjórnir Grindavíkur og Sveitarfélagsins Garðs hafa lagst gegn sameiningu og meirihluti bæj- arstjórnar Sandgerðis. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur verið fylgj- andi frekari sameiningu. Afstaða hreppsnefndar Vatnsleysustrandar- hrepps hefur ekki komið fram. Kom afstaða sveitarstjórnanna fram með þessum hætti þegar stjórn Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), að beiðni sameiningarnefnd- ar ráðuneytisins, óskaði álits þeirra á hugsanlegri sameiningu. Böðvar Jónsson, varaformaður SSS og for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að sambandið taki yfirleitt ekki afstöðu til mála nema öll sveit- arfélögin séu sammála og vegna ólíkrar afstöðu sveitarstjórnanna í þessu máli hafi ekki verið tekin af- staða til málsins og ekki lögð fram tillaga um sameiningu. Sjálfur telur Böðvar skynsamlegt að fara út í frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum og segir að sú hafi verið afstaða bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar, og bætir því við að ekki sé óeðlilegt að láta greiða atkvæði um sameiningu allra sveitafélaganna. „Ef það verð- ur hér alvöru sameining munu sveitarfélögin fá fleiri verkefni og það verður íbúunum til hagsbóta,“ segir Böðvar. Hins vegar segist hann líka skilja vel afstöðu Grind- víkinga sem telji sig afskipta land- fræðilega. Fimm öflug sveitarfélög Tillögur sameiningarnefndar koma Sigurði Jónssyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Garðs, á óvart. Skýrt hafi komið fram að þrjár sveitarstjórnir teldu ekki ástæðu til frekari sameiningar á svæðinu. Sig- urður telur að góð reynsla sé af nú- verandi skipulagi þar sem fimm öfl- ug sveitarfélög vinni að uppbyggingu innan sinna vébanda. „Það er metnaður hverrar sveitar- stjórnar að gera vel. Ég tel að sjálf- stæði sveitarfélaganna sé forsendan fyrir þeirri miklu uppbyggingu sem nú á sér stað á öllu svæðinu,“ segir Sigurður. Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, sér ekki mikla framtíð í að Grindavík sameinist öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Segir hann að til þess sé fjárhagur sveitarfélaganna of ólíkur og það myndi leiða til þess að Grindvíkingar færu sem dæmi að greiða niður skuldir íbúa Reykja- nesbæjar. Slík sameining myndi ekki auka slagkraft svæðisins. Nær væri að huga að sameiningu allrar Gullbringusýslu og fá Hafnarfjörð þá með í nýtt sveitarfélag. Hörður telur að Grindavíkurbær geti vel tekið við auknum verkefn- um frá ríkinu þótt hann sameinist ekki öðrum. Nefnir hann að bæj- arstjórn hafi lengi sóst eftir að taka við heilsugæslunni en ekki fengið. Sameining til hagsbóta Fulltrúar Framsóknarflokksins sem eru í minnihluta bæjarstjórnar Sandgerðis hafa tvívegis flutt til- lögur um könnun á sameiningu á Suðurnesjum en fulltrúar meirihlut- ans felldu tillögurnar og lagðist meirihlutinn á móti sameiningu nú. Heiðar Ásgeirsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins, segir að tillaga sameiningarnefndarinnar gangi vissulega lengra en hann hafi lagt til en segist þó ekkert sjá því til fyr- irstöðu að fólkið fái að greiða at- kvæði um svo víðtæka sameiningu á Suðurnesjum. Telur hann að sam- eining gæti orðið svæðinu til hags- bóta. „Mér finnst menn of mikið hugsa um skuldir sveitarfélaganna og tekjur í dag í stað þess að horfa til framtíðar. Við þurfum að takast saman á við framtíðina og ég tel að hún sé björt,“ segir Heiðar. Hann telur ekki útilokað að meirihluti muni nást fyrir sameiningu í at- kvæðagreiðslu, ef vel tekst til með kynningu á tillögu sameiningar- nefndar. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, telur að til- laga sameiningarnefndar sé óraun- hæf og vísar þar til eindreginnar andstöðu Grindvíkinga sem og bæj- arstjórnanna í Garði og Sandgerði. „Það er erfitt að kjósa um samein- ingu sem er í beinni andstöðu við fulltrúa fólksins í héraði,“ segir Jón og bætir því við að hann hefði talið mögulegt að ná samstöðu um sam- einingu á svæðinu ef lögð hefði ver- ið í það vinna. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps hyggst taka sameiningar- málin upp á íbúaþingi sem efnt verður til á næstu mánuðum. Hann segir að ekki verði tekin afstaða til málsins í hreppsnefnd fyrr en af- staða íbúanna lægi fyrir. Aðspurður segist Jón ekki þekkja afstöðu þeirra til fulls en miðað við það að nýir íbúar kæmu flestir af höfuðborgarsvæðinu kæmi það ekki á óvart þótt meirihlutinn vildi frek- ar sameinast Hafnarfirði en Reykjanesbæ. Skiptar skoðanir eru um tillögu nefndar um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum Forystumenn Grind- víkinga segjast reiðir SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.