Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 24

Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 24
24 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Mývatnssveit | Vegna vatnavaxta í Jökulsá og Kreppu hefur orðið nokkur landeyðing í Herðubreiðarlindum. Nagast hefur af grón- um eyrunum. Tekist hefur að draga úr eyði- leggingunni með litlum varnargarði sem Vegagerðin lét gera. Nú ríkir kyrrð í Herðubreiðarlindum. Ferðavertíðinni lauk þar í byrjun september. Eftir það kemur þangað varla nokkur maður fyrr en eftir miðjan júní á næsta ári. Yfir sumarið er þar starfsstöð fimm landvarða og hafa þeir einnig Öskju á sinni könnu. Allir voru þeir vinnandi á svæðinu í fyrsta sinn. Jóhanna Katrín yfirlandvörður segir að gistinætur í Lindum og við Dreka hafi verið milli 5 og 6 þúsund í sumar en fjöldi fer þar einnig um án þess að gista. Flestir ganga vel um, segir hún, en alltaf eru einhverjir sem ekki halda sig við vegslóðina og er það hald manna að þar fari útlendingar sem ekki hafa fengið nægjanlega fræðslu um akstur á Íslandi. Í sumar skemmdust 5 bílar í Lindaá og einn í Grafarlandaá. Ökumenn allra þeirra voru útlendingar. Þeir fara of geyst í árnar sem hlýtur að vera vegna þekkingar- leysis. Gísli Rafn, sem verið hefur með Öskju- ferðir til fjölda ára, lætur vel af sumrinu en segir að áberandi sé fjölgun einkabíla en fækkun hópferðabíla. Hann segir, aðspurður um umhverfismál, að einhver besta nátt- úruverndin sé að halda veginum í góðu standi en á því vill verða misbrestur þegar kemur fram á sumar. Á mesta umferðartím- anum fer vegurinn í þvottabretti og sækir þá í að ekið sé utan vegar. Ingi Þór Yngvason, sem sér um vargeyð- ingu í Skútustaðahreppi, hefur verið að hreinsa Lindasvæðið af mink nú á haustdög- um Hann hefur náð 6 dýrum til þessa og var mest í greni rétt við Þorsteinsskála. Einn refur var skotinn í Lindum í vor. Þegar sam- ið var um friðland í Herðubreiðarlindum 1974 fengu Mývetningar sett í samninginn ákvæði um að vargeyðing væri heimil á svæðinu. Þess vegna hefur tekist að hamla gegn mink og ref þar allar götur síðan. Töluvert gæsavarp er í Lindum og Graf- arlöndum. Til að styggja ekki fuglinn hefur umferð ekki verið hleypt frameftir fyrr en eftir miðjan júní, þótt vegurinn hafi verið fær frá í maí. Þannig hefur fuglinn forgang umfram manninn að þessu leyti og er það ef- laust sanngjarnt. Miklir vatnavextir í Jökulsá og Kreppu á undanförnum árum hafa leikið Herðubreið- arlindir grátt. Þannig hafa nagast hundruð metra norðan af eyrunum en þær voru all- víðáttumiklar, með miklum og fögrum gróðri. Nokkuð var spornað gegn þessum ágangi árinnar fyrir þremur árum þegar Vegagerð- in byggði varnargarð sem stendur gegn því að áin hlaupi heimundir skála. Þessi litli garður gerir gagn. Spyrja má þó hvort ekki sé ástæða til að halda áfram með varnar- garða lengra norður með Lindunum þannig að ekki gangi endalaust á þennan unaðsreit. Margur mun mikils sakna ef ánni tekst að brjóta sér leið miklu sunnar en nú er. Nagast af grónum eyrum Morgunblaðið/BHF Landeyðing Áin brýtur stöðugt af gróð- urlendinu og gamlir vegslóðar hverfa með. Skemmdir vegna flóða í Herðubreiðarlindum LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Flóinn | Við sýnatökur Heil- brigðiseftirlits Suðurlands hef- ur komið í ljós að neysluvatn vatnsveitu Villingaholts- og Gaulverjabæjarhrepps uppfyll- ir ekki ákvæði gildandi neyslu- vatnsreglugerðar um vatns- gæði. Fólki er ráðlagt að sjóða drykkjarvatn. Kemur þetta fram í fréttatil- kynningu frá Heilbrigðiseftir- liti Suðurlands. Tilkynning hef- ur verið send notendum. Að höfðu samráði við Um- hverfisstofnun og sóttvarna- lækni í héraði, sem jafnframt er fulltrúi í heilbrigðisnefnd Suð- urlands, er ekki talið að neyslu- vatnið hafi áhrif á heilsu fólks en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Vatnsveitan mun í samvinnu við Heilbrigiseftirlit Suður- lands reyna að bæta gæði vatnsins. Vatnsveita Vill- ingaholts- og Gaul- verjabæjarhrepps Fólki ráð- lagt að sjóða vatnið Hveragerði | Körfuknattleiksdeildin Hamar/Selfoss hef- ur gert samning við Bónus til þriggja ára. Samningurinn felur m.a. í sér að Bónus gefur öllum iðkendum deild- arinnar sem eru fjórtán ára og yngri körfuknattleiksbún- ing. Einnig gerir þessi samningur það að verkum að æf- ingagjöld í barna- og unglingaflokkum lækka. Þessi styrkur Bónus er eyrnamerktur barna- og ung- lingastarfi. Björgvin Magnússon, varaformaður nýstofn- aðrar sameinaðrar deildar Hamars/Selfoss, sagði að þessi samningur hefði gríðarlega mikið að segja fyrir allt starf deildarinnar. Allir flokkar leika undir merkjum Hamar/Selfoss og verða einhverjar æfingar sameiginleg- ar á milli bæjanna, aðallega þar sem ekki eru fullskipuð lið. Sameinaður meistaraflokkur spilar svo sinn fyrsta leik 7. október á Iðu, sem er nýtt íþróttahús Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Þetta verður fyrsti leikur Intersport- deildarinnar og þar munu liðið taka á móti KR. Sameiginleg körfuboltadeild fær styrk Undirskrift Lárus Friðfinnsson og Jóhannes Jónsson skrifa undir. Fyrir aftan þá standa Bjarni Rúnar Lár- usson og Snorri Þór Árnason. Selfoss | „Við höfum hist á fimm ára fresti síðan við útskrifuðumst úr skólanum og er- um auðvitað að rifja upp árin í skólanum og öll líflegheitin sem voru í kringum hópinn,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir ein náms- meyja úr Húsmæðraskólanum Hverabökkum í Hveragerði 1948–1949 en ellefu þeirra komu saman í liðinni viku ásamt kennara. Þessi hressilegi hópur fylgist á þennan hátt með því hvernig tilveran gengur fyrir sig hjá hverri og einni. „Það gefur okkur mikla lífsfyllingu að hittast og sjá hver aðra. Maður yngist upp á þessu,“ sagði Ingibjörg en konurnar eru á aldrinum 70–80 ára. Þær hittust hjá einni skólasysturinni í 15 fermetra sumarhúsi og gróðursælum reit að Steinahlíð í Ölfusi hjá hjónunum Ruth Krist- jánsdóttur og Óskari Hjartarsyni sem hafa ræktað upp stórt svæði og gert að gróðurvin af miklum myndarskap. Það var alveg ljóst að hópurinn sem hittist var líflegur og gam- ansamur því það geislaði af konunum þegar þær sátu þétt saman í litla húsinu, rifjuðu upp fyrri tíma og sögðu frá högum sínum. Kennarar þeirra á Hverabökkum voru Jó- hannes úr Kötlum sem kenndi íslensku, Hjörtur Jóhannsson kenndi sund, Herbert Jónsson kenndi heimilisfræði, Magdalena Sigurþórsdóttir saumaskap, Bergljót Eiríks- dóttir kenndi vefnað og Þórunn Pálsdóttir matreiðslu, en Þórunn var í hópnum sem hittist í Steinahlíð. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Voru saman í húsmæðraskóla Aftari röð, f.v.: Bryndís Sigurðardóttir, Ingibjörg Kristjáns- dóttir, Lóa Albertsdóttir, Hulda Jósepsdóttir, Ruth Kristjánsdóttir og Guðrún Hulda Brynj- ólfsdóttir. Fremri röð: Ragnheiður Guðmundsdóttir, Jónína Ágústsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, kennari í mtreiðslu, Gréta Sigfúsdóttir, Anna Hrólfsdóttir og Sigríður Þorbjarnardóttir. Fáum lífsfyllingu við að hittast Morgunblaðið/Margrét Hella | „Þetta er liður í framþróun fyrirtækisins,“ segir Ragnar Páls- son, framkvæmdastjóri Glerverk- smiðjunnar Samverks ehf. á Hellu en hafin er bygging eitt þúsund fer- metra nýbyggingar við hús félags- ins. Starfsfólk Glerverksmiðjunnar Samverks kom saman í fallegu veðri fyrr í vikunni til að fylgjast með Páli G. Björnssyni, stjórnarformanni fyr- irtækisins, taka fyrstu skóflustung- una að viðbyggingunni. Notuð var skófla úr gleri sem smíðuð var af þessu tilefni og reyndist glerhörð þegar á reyndi. Ragnar segir að verkefni Sam- verks hafi aukist á undanförnum ár- um. Með nýju húsnæði sem auki nú- verandi húspláss um 50%, skapist möguleikar til að mæta þeim og hag- ræða í rekstrinum. Lagerhúsnæði verður aukið og þá verður sett upp í nýja húsinu sjálfvirk glerskurðarlína sem verið er að kaupa. Samverk framleiðir allar gerðir af gleri fyrir húsbyggjendur. Mikil samkeppni er á byggingamarkaðnum, jafnt í gleri sem öðru. „Okkur hefur vegnað ágætlega,“ segir Ragnar. Gott að vera á Hellu Fyrirtækið hefur starfað í 35 ár, allan tímann á Hellu á Rangárvöll- um, og hefur 25 menn í vinnu. Ragn- ar segir að fjarlægðin við aðalmark- aðssvæðið hafi háð fyrirtækinu í upphafi. En það hafi smám saman breyst og með framförum í sam- göngum og samskiptatækni og ekki síst breytingum á hugarfari fólks hafi fyrirtækið færst nær markaðn- um og nú sé hægt að tala um að það sé nánast í útjaðri höfuðborgarsvæð- isins. Á núverandi stað hafi fyrirtæk- ið gott starfsfólk og það eigi sinn þátt í jöfnum og miklum gæðum framleiðslunnar. Stefnt er að því að nýbyggingin komist í gagnið um áramót. Liður í framþróun Skóflustunga Páll G. Björnsson hefur húsbygginguna á táknrænan hátt að viðstöddu starfsfólki Samverks. Samverk bætir við sig húsnæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.