Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 27
FERÐALÖG
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
ORLANDÓ - FLÓRÍDA
Keyri og sæki á flugvöll, hótel
og að skemmtiferðaskipum.
Hópar velkomnir.
Fer með hópa sem fararstjóri í
siglingar um Karabíahafið.
Upplýsingar og pantanir hjá Guðrúnu
Gunnarsdóttur, s. 407 249 1191
eða gunna90@hotmail.com
ir svona gistingu sé það nokkuð misjafnt. Í
Newmiln, þar sem þau dvöldu í sumar, kost-
aði vikan 455.000 krónur. Það sé þó ekki
mikið á mann ef húsið er vel nýtt, en þar
var hægt að hýsa allt að tuttugu fullorðna.
Þá kostar vikan 22.500 krónur á mann.
„Hoscote House var svolítið ódýrarara eða
320.000 krónur þótt það sé í rauninni mun
Skorri Andrew Aikman hefur fariðárlega í 5–6 ár til Skotlands aðveiða. En það eru ekki einu tengslinvið Skotland því faðir hans, John
Aikman heitinn, var hálfur Skoti. „Í hitteð-
fyrra datt okkur í hug að fara saman í frí
og leigja okkur stórt hús þar sem allir gætu
búið saman,“ sagði Skorri. „Við erum ekki
miklir sóldýrkendur svo það var tilvalið að
fara til Skotlands, sem er ekki svo ólíkt Ís-
landi, nema hitastigið er að minnsta kosti
fimm gráðum hærra. Ég ákvað að slá inn
„self-catering“ á leitarvél á Netinu, því okk-
ur langaði að vera svolítið út af fyrir okkur
og elda sjálf. Þá datt ég inn á síðu hjá Scotts
Castle Holidays og sá að þar var margt í
boði.“
Klaustur, kastalar og herragarðar
Fyrirtækið Scotts Castle Holidays var
stofnaði árið 1988 og hefur bækistöðvar í
Edinborg. Það útvegar gistingu fyrir fjöl-
skyldur og hópa, hvort sem um er að ræða
helgarferðir, brúðkaup, brúðkaupsferðir,
stað til kvikmyndagerðar eða nánast hvað
sem er. Gistingin sem er í boði er í öllum
verðflokkum, allt frá hótelherbergjum til
kastala sem byggður var
1592.
„Þetta er ekki frí fyrir
þá sem sækjast eftir að
komast í Disneyworld eða
slíkt. Þessu má frekar
líkja við að fara í sum-
arbústað þar sem stutt er
í allt. Ég hef mjög gaman
af hvers kyns veiðum,
bæði skotveiðum og stang-
veiði, og þarna er margt í
boði. Svo höfum við fengið marga gesti í
heimsókn til okkar, enda þekkjum við tölu-
vert af fólki í Skotlandi. Einnig hafa ætt-
ingjar okkar frá London heimsótt okkur.
Fyrir þá sem hafa gaman af því að spila
golf þarf ekki að fara langt til að komast á
golfvöll. Þeir eru út um allt. Stutt er að fara
í skoðunarferðir um hálöndin. Í fyrra skipt-
ið gistum við í gömlu klaustri í viku og síð-
an á herragarði sem heitir Hoscote House.
Hann er við landamæri Englands og Skot-
lands, mitt á milli Edinborgar og Newcastle.
Þaðan var stutt í næsta bæ þar sem voru
fínar verslanir fyrir þá eða þær sem vildu
kíkja í búðir. Fyrir utan húsið var trampolín
fyrir krakkana, badmintonspaðar og fleira
og í húsinu var einnig sérstakt billjard-
herbergi.“
Skorri segir að þetta hafi verið gam-
aldags herragarður með stórum herbergjum
og til dæmis var eldhúsið einir 60–70 fer-
metrar.
Fjölskyldumiðstöð í eldhúsinu
Þegar fjölskyldunni var sýnt húsið var
þar risastór borðstofa. „Við fórum aldrei
þangað inn því eldhúsið varð nokkurs konar
miðstöð þar sem allir komu saman. Við kjós-
um að elda sjálf og skiptumst á. Annars er
hægt að fá kokk til að sjá um eldamennsk-
una, en auðvitað kostar það meira. Það kom
kona til að þrífa á hverjum degi, en hún
svona fór yfir og þreif eitt í dag og annað á
morgun. Allar vistarverur voru svo stórar
að það sást aldrei neitt drasl.“
Skorri segir að þótt verðið sýnist hátt fyr-
flottara hús. Við höfum haft mjög gaman af
þessum ferðum. Þetta er mjög afslappað og
hentar okkur vel,“ sagði Skorri að lokum.
GISTING
Stórfjölskyldan
saman á herragarði
Skorri Andrew Aikman fór í
annað sinn í ferð til Skot-
lands með stórfjölskyldunni
í sumar, alls fjórtán manns,
sjö fullorðnir og sjö börn. Í
þessum ferðum hafa þau
einu sinni gist í gömlu
klaustri og tvisvar á stórum
herragörðum.
Herragarðurinn: Hoscote House sem er við landamæri Englands og Skotlands.
Fríður hópur: John Freyr, Ólafía María, Þórdís María, Þórdís Þuríður, Haraldur Andrew,
Kristín Andrea og fremst situr sjarmatröllið Skorri Ásgeir.
http://www.scottscastles.com
Skorri Andrew
Aikman
asdish@mbl.is
Í BILLUND í Danmörku er
verið að byggja vatnagarð með
suðrænu ívafi. Í tengslum við
garðinn verða byggð 400 frí-
stundahús í fyrsta áfanga.
Billund liggur á Jótlandi og
hafa margir Íslendingar lagt
leið sína þangað á und-
anförnum árum. Fjárfestingin í
Billund nemur um 20 millj-
örðum íslenskra króna.
Eigendur frístundabúðanna í
Billund eru þeir sömu og áttu
skemmtisvæðið Lalandia á
Láglandi.
SKEMMTUN
Suðrænn
vatnagarð-
ur í Billund
BORGARFERÐIR og sólarstrandir
eru ekki við allra hæfi og er ævin-
týraþrá sumra svo mikil að ekki dug-
ir minna en að ferðast umhverfis
hálfan hnöttinn í leit að nýjum við-
komustöðum. Þegar lagt er upp í svo
langa ferð getur hins vegar, er öll
kurl eru komin til grafar, reynst
hagkvæmara að fara alla leið og
leggja upp í hnattferð. Ýmiss konar
möguleikar standa hinum forvitna
ferðalangi líka til boða og ef vefsíður
erlendra ferðaskrifstofa eru skoð-
aðar kemur fljótt í ljós að hægt er að
fljúga umhverfis hnöttinn, með tölu-
vert mörgum viðkomustöðum, fyrir
minna, og stundum töluvert mikið
minna, en 200.000 krónur.
Hjá ferðaskrifstofum á borð við
Trailfinders og Travelbag í Bret-
landi má til að mynda finna ýmsar
úgáfur af hnattferðum sem eru ým-
ist takmarkaðar af mismiklum fjölda
viðkomustaða eða hámarks flug-
mílufjölda. Í öllum tilfellum býðst
ferðalanginum hins vegar að fljúga
með ákveðnum fjölda flugfélaga sem
falla innan ramma þessa ákveðna til-
boðs og er yfirleitt um að ræða vel
þekkt flugfélög á borð við British
Airways, Quantas og Singapore
Airlines svo dæmi séu tekin. Ferða-
langnum stendur þá til boða að
stoppa á viðkomustöðum þessara
flugfélaga innan þess ramma sem
fjöldi viðkomustaða eða hámarks
flugmílufjöldi segir til um. Það er
svo óþarfi að geta þess sérstaklega
að hnattferð þýðir hnattferð og því
er ekki hægt að fljúga til baka á upp-
haflegan brottfararstað heldur verð-
ur að fljúga umhverfis jörðina alla.
Sem dæmi um ólíka ferðamögu-
leika má nefna Star Alliance miða-
samsetninguna hjá Travelbag sem
heimilar 15 viðkomustaði og kostar
um 170.000 kr. án flugvallarskatta
og eins má nefna Great Escapade
miðasamsetninguna hjá Trailfind-
ers, þar eru engin takmörk á fjölda
viðkomustaða, en hámarks flug-
mílufjöldi er er 29.000 mílur. Í þessu
tilfelli er miðaverð líka aðeins um
115.000 krónur mínus flugvalla-
skattar. Bæði Star Alliance og Great
Escapade miðasamsetningarnar má
þá, ásamt Oneworld explorer, einnig
finna hjá öðrum ferðaskrifstofum
s.s. ebookers. Það borgar sig þó að
draga andann djúpt og birgja sig
upp af þolinmæði áður en lagt er upp
í baráttuna við erlendar ferðaskrif-
stofur. Enda gengur í mörgum til-
fellum illa að fá svör send við netfyr-
irspurnum og gafst blaðamanni til
að mynda mun betur að hringja. Áð-
ur en símtólið er tekið upp er þá best
að hafa nokkuð á hreinu hverjir
helstu viðkomustaðir eigi að vera og
hver tímaramminn sé, þó svo að
sveigjanleiki við gerð ferðaáætlunar
geti skilað skemmtilegum og óvænt-
um viðkomustöðum. Þá getur líka
vel komið upp sú staða að ferðaskrif-
stofan með draumaferðina sendi
ekki flugmiða úr landi. Í slíkum til-
fellum er þó um að gera að láta ekki
bugast, heldur hugsa hlýlega til vina
eða ættingja í viðkomandi landi eða,
ef allt annað bregst, hefja ferðina
einfaldlega degi fyrr en upphaflega
stóð til og sækja miðann sjálfur.
HNATTFERÐ|Misdýrt að leggja upp í ferðalag umhverfis jörðina
Þolinmæði og skipulagning
skilar sér í verðinu
Suðræn rómantík: Máritíus getur verið skemmtilegur viðkomustaður.
Nokkrar vefsíður sem sniðugt get-
ur verið að kíkja á í leit að hnatt-
ferðamöguleikum:
www.statravel.co.uk
www.statravel.dk
www.statravel.de
www.trailfinders.co.uk
www.travelbag.co.uk
www.ebookers.com
www.vdm.com
annaei@mbl.is