Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 02.10.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 29 UMRÆÐAN Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 99 kr/stk BIC M10 penni Verð 43 kr/stk SKOÐIÐ HEIMASÍÐU MÚLALUNDAR. ÞAR ER MEÐAL ANNARS AÐ FINNA TILBOÐ Á ÓDÝRUM GEISLADISKUM STABILO BOSS Verð 95 kr/stk Teygjumöppur af öllum gerðumGeisladiskar 800 MB 10 stk. Hver diskur í þunnu hulstri. Verð 995 kr/pakkningin Geisladiskar 100 stk Verð 4.930 kr/pakkningin Geisladiskar 50 stk Verð 2.963 kr pakkningin PILOT SUPER GRIP VERÐ 95 KR bréfabindi UM ÞESSAR mundir er verið að leggja tugi milljóna króna af al- mannafé til stofnunar lokaðrar geð- deildar. Undirritaður er efins um að slíkt sé til bóta nema þá fyrir sáralítið brot af þeim sem eru að glíma við geð- sjúkdóma. Sjúkrahús eru góð til síns brúks þ.e.a.s. ef þörf er á bráðaþjónustu en minnihluti þeirra 17% landsmanna sem ein- hverju sinni fá geðræn einkenni þarf í raun á því að halda. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (WHO) og nokkur lönd í Evrópu sem við ber- um okkur gjarnan saman við eru ekki á sömu bylgjulengd, þau eru að beita sér fyrir því að auka geðheil- brigðisþjónustu úti í samfélaginu. Undirritaður tók nýlega þátt í ráð- stefnu sem haldin var í Danmörku af WNUSP (Alþjóðasamtök notenda geðheilbrigðisþjónustu), en þar var sænskt verkefni kynnt sem vert er að skoða nánar. Um er að ræða sk. tenglakerfi, en tengill er ein- staklingur sem gerist eins konar um- boðsmaður einstaklings sem á við geðröskun að stríða. Starfshópurinn Hugarafl hefur verið með svipaða hugmynd í vinnslu í rúmt ár. Ég ætla hér að neðan aðeins að fjalla nánar um hvað tenglakerfi er. Sænska tenglakerfið fylgdi í kjöl- farið á endurmótun geðheilbrigðis- þjónustu þar árið 1995. Fram komu nýir fagaðilar, svokallaðir persónu- legir umboðsmenn geðsjúkra (Personal Ombudsman), eða tenglar. Tenglar samkvæmt sænska mód- elinu eru oft vel menntaðir ein- staklingar, s.s. lögfræðingar eða fé- lagsfræðingar (þeir sem þekkja lög og mannréttindi). Þeir vinna ein- göngu fyrir skjólstæðinga sína án tengsla við aðra hagsmunaaðila, s.s. aðstandendur, lækna og sjúkrahús. Tengillinn tekur sér þann tíma sem þarf til að mynda tengsl við skjólstæðinga sem get- ur verið erfitt að nálg- ast, og er til taks fyrir þá utan venjulegs skrif- stofutíma, án þess þó að vinna meira en 40 stundir á viku. Sænski tengillinn einbeitir sér sér- staklega að því að styðja við bakið á geð- sjúkum sem reynst hef- ur erfitt að nálgast og hefðbundin úrræði hafa ekki virkað á. Því vinna þeir oft með þeim verst settu, fólki sem býr t.d. á götunni eða hefur einangrað sig, á erfitt með að tjá sig, hefur lélegt innsæi, og ber lít- ið sem ekkert traust til yfirvalda. Þetta þýðir að tengillinn verður að beita skapandi og hugmyndaríkum leiðum til að ná sambandi við þessa sjúklinga. Svíum þótti nauðsynlegt að tengl- ar væru óháðir yfirvöldum vegna þess að tenglar á launum hjá sveit- arfélögum eða ríkinu áttu erfitt með að mynda tengsl við sjúklinga sem voru tortryggnir gagnvart kerfinu. Þótti þeim ákjósanlegast að tenglar störfuðu fyrir óháð félagasamtök. Sem dæmi um hvernig tenglakerf- ið sænska var útfært má nefna Skán: Skánn er syðsta hérað Svíþjóðar með u.þ.b. 1,1 milljón íbúa. Þriðj- ungur íbúa héraðsins býr í þriðju stærstu borg Svíþjóðar, Malmö. Flestir tenglar á Skáni vinna hjá PO- Skåne, sem eru óháð félagasamtök stjórnað af notendasamtökunum RSMH (The Swedish National Asso- ciation for Social and Mental Health) og fjölskyldusamtökunum IFS (The Schizophrenia Fellowship Associa- tion). Á árlegum aðalfundi kjósa fulltrúar þessara samtaka stjórn PO-Skåne, sem er vinnuveitandi framkvæmdastjóra verkefnisins og þeirra 25 tengla sem starfa úti í sam- félaginu. Þetta þýðir að þessu verk- efni er eingöngu stýrt af notendum geðheilbrigðisþjónustu. Hugarafl hefur haft það að mark- miði að koma á fót svipuðu verkefni hér á landi. Frá því snemma árs 2003 hafa grunnhugmyndir okkar verið fyrir hendi en frekari þróunar er hins vegar þörf og við erum að nýta sænska kerfið sem fyrirmynd. Tenglar samkvæmt okkar sýn yrðu notendur með reynslu sem styðja við bakið á þeim einstaklingum sem eru að taka sín fyrstu skref í átt að bata. Undirritaður, sem öryrki vegna geðsjúkdóms, er undrandi og von- svikinn með, nú á tímum vaxandi tölu öryrkja, að ráðamenn horfi framhjá tækifærum í líkingu við ofannefnt verkefni. Hér er um að ræða mögulega starfsendurhæfingu geðsjúkra öryrkja og samfélagslegt úrræði þar að auki. Lokuð deild er ekkert nýmæli, slíkar deildir eru þegar til og er því undarlegt að ekk- ert annað komi til greina. Mögulegt mótvægi við lokaða deild Jón Ari Arason fjallar um er- lent tenglakerfi við geðröskun ’Starfshópurinn Hug-arafl hefur verið með svipaða hugmynd í vinnslu í rúmt ár.‘ Jón Ari Arason Höfundur er félagi í Hugarafli. HINN 10. september sl. gafst mér tækifæri til að hlýða á erindi nokkurra valinkunnra fræðimanna á málþingi um þróun at- vinnulífs, frá upphafi heimastjórnar á Ís- landi. Málþingið var haldið í hátíðarsal Há- skóla Íslands. Meðal annarra talaði Berg- lind Ásgeirsdóttir, sendiherra og aðstoð- arforstjóri OECD, um menntun á Íslandi með tilliti til atvinnu- sköpunar. Eftir að hafa hlýtt á framlag hennar, brunnu marg- ar spurningar á vörum mér. Sér- staklega varðandi þann hluta erindisins sem fjallaði um menntun í nútíð og framtíð. Ég hafði beð- ið spennt eftir því að nú loks ætti að ræða menntun í iðnaði og annarri þjónustu sem lýtur að þeirri verk- kunnáttu sem hér á landi er til staðar. Vonaðist ég jafnframt eftir því að fram kæmu ábendingar um hvernig þróunin þyrfti að verða í verknámi á Íslandi í nánustu framtíð, svo að Ísland héldi áfram að standa jafnfætis öðrum lönd- um í þeirri þróun sem við horfum á að fer hraðbyri um heiminn. Ég varð satt að segja fyrir von- brigðum eftir að hafa hlýtt á erindi hennar. Í máli sínu kom hún ein- ungis inn á þátttöku háskólamennt- unar til atvinnusköpunar á Íslandi. Einungis var rætt um tvö skólastig, háskólann í ljósi atvinnusköpunar og grunnskólann sem undirstöðu þjálfunar nemandans til þess að til- einka sér að menntast. Ekki var rætt nokkru orði um þá miklu menntun sem fram fer í verk- menntaskólum landsins. Engin um- ræða um hver þörfin væri varðandi það skólastig þegar til framtíðar er horft. Spurningarnar sem á mér brunnu eftir að hafa hlýtt á erindi Berg- lindar voru meðal annars: Hvað með verknám á framhalds- skólastigi, hönnun og þjónustu. Er það ekki atvinnuskapandi? Það hef- ur sýnt sig að íslenskir hönnuðir hafa getið sér gott orðspor langt út fyrir landsteinana. Má þar meðal annars nefna hönnun á hugbúnaði, fatahönnun, húsgagnahönnun, skartgripahönnun o.fl. Í þjónustu má meðal annars nefna heilbrigð- isþjónustu, matvælaiðnaðinn o.fl. o.fl. Í Tímariti Morgunblaðsins sunnudaginn 12. september sl. er mynd af Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur menntamálaráðherra á forsíðu. Myndin sýnir hana eftir að fagfólk frá Samtökum iðnaðarins hafði farið höndum um hana með m.a. fatahönnun og snyrtingu. Þeg- ar inn í blaðið er komið þá gefur að líta myndir af fleira þekktu fólki víða að úr þjóðfélaginu, sem fengið hafði sömu meðhöndlun. Það fer ekki á milli mála að allir þeir er fram komu eru ánægðir með fag- fólkið og ég gef mér að um leið sé það ánægt með mennt- un þessa fólks. Það er því sárt til þess að vita að á stundu sem þessari, þ.e. aldar- afmæli heimastjórnar á Íslandi, skuli gleymast svo þýðingarmikið hlut- verk sem verkmenntun er. Ábyrgð þeirra er mikil. Nú er svo komið að á Alþingi eru nánast ein- ungis háskólamenntaðir einstaklingar. Að minnsta kosti þykir manni að umræðan sé slík að aðrir séu ekki taldir hæfir til að fara með hina ýmsu mála- flokka. Sama gildir um flest þeirra starfa sem upp koma í stjórnsýsl- unni. Því er það ábyrgðarhluti þeirra sem vinna við þessi störf að hafa ekki þá víðsýni til að bera að gera sér grein fyrir því að atvinnusköpun á Ís- landi byggist ekki á há- skólamenntun ein- göngu. Vera má að þeir sem hér um ræðir hafi litast af þeim gríðarlega áróðri sem uppi hefur verið um þörfina á há- skólamenntun. Nú má ekki skilja orð mín svo að ég sé á móti háskólamenntun, því fer fjarri. Við verðum bara að vera raunsæ, skoða þjóðfélagið í heild sinni, hafa rétta menntun á réttum stað, því að þörf er á öllum stiganum. Á undanförnum árum hafa dunið á ungu fólki ábendingar um þörfina á að mennta sig til starfa. Það er vissulega hægt að taka undir það. Menntun er nauðsynleg ekki bara einstaklingnum heldur og ekki síður þjóðfélaginu sjálfu. Hins vegar hef- ur sá áróður verið heldur einslitur. Ekki eingöngu er málstaðnum beint til fólksins sjálfs, heldur líka þegar komið hefur að umræðunni um auk- in fjárráð skólanna. Í öllum tilvikum er rætt um há- skólana. Verkmenntaskólarnir hafa farið halloka í þeim málflutningi hvort sem um hefur verið að ræða hvatningu til nemenda eða þörfina á auknu fjárstreymi til skóla. Ég spyr mig hvort þeir sem vit eiga að hafa á þörfinni fyrir jafn- vægi menntunar í íslensku þjóð- félagi hafi blindast af markaðs- væðingunni sem háskólinn beitir. Ég vil með þessum skrifum skora á þá sem að einhverju leyti vilja láta sig menntun og jafnvægi í atvinnu- lífinu varða að skera upp herör gegn þeirri einslitu umræðu sem tröllriðið hefur íslensku þjóðlífi. Atvinnusköpun í ljósi menntunar Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um málþing, sem haldið var í hátíðasal HÍ Kristín Á. Guðmundsdóttir ’Því er þaðábyrgðarhluti þeirra sem vinna við þessi störf að hafa ekki þá víðsýni til að bera að gera sér grein fyrir því að at- vinnusköpun á Íslandi byggist ekki á háskóla- menntun ein- göngu.‘ Höfundur er formaður Sjúkraliða- félags Íslands. Í DAG biður Rauði krossinn Ís- lendinga að leggja sitt af mörkum til að aðstoða yngstu fórnarlömb styrj- alda. Við fáum á hverjum degi fréttir af voðaverkum í átökum. Sjaldnast fylgir fréttunum hverjar afleiðing- arnar eru fyrir börnin, sem hafa sér ekkert til saka unnið. Þau verða fyrir skotum og sprengjum, stíga á jarðsprengjur og missa foreldra sína í hel- greipar vígaferlanna. En þau þjást líka á annan hátt. Þegar heil- brigðiskerfið hrynur, spítalar taka aðallega við bráðatilfellum og bólusetningar hætta, þá standa börnin ber- skjölduð. Þegar inn- viðir samfélagsins fara úr lagi og efnahagurinn kiknar, þá kemur nær- ingarskortur fyrst niður á börnum. Ógnir og óendanleg óvissa skekur hugarheim barnanna og getur haft óbætanlegan skaða í för með sér. Rauðakrosshreyfingin er þekkt fyrir starf sitt á styrjaldarslóð. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans vernda fanga og líkna særðum. Þeir færa fórnarlömbum átakanna lífs- bjargandi aðstoð og þeir eru hlutlaus aðili á vígvellinum sem allir treysta. Rauði kross Íslands hefur um ára- bil unnið sérstaklega að málefnum barna á stríðssvæðum. Félagið stóð fyrir því að börn í Bosníu kæmust í sumarbúðir, þar sem þau gátu um stundar- sakir hugsað um eitt- hvað annað en stríðið þegar það var í algleym- ingi. Við höfum á síðustu árum sent sendifulltrúa okkar til að reisa skóla og hjálpa fötluðum börnum í Afganistan, sinna fæðingarhjálp í Súdan, hjálpa börnum að finna foreldra sína á vatnasvæðunum um miðbik Afríku og svo mætti lengi telja. Við unnum að því að bannað yrði með alþjóðalögum að börn yngri en 18 ára yrðu skráð í her. Nú ætlum við að efla enn starf okk- ar að aðstoð við börn á stríðssvæðum. Í Sierra Leone er fjöldi barna sem varð fyrir hroðalegri misnotkun á styrjaldarárunum. Það fé sem safnast í dag verður meðal annars notað til að aðstoða þessi börn við að fóta sig aft- ur í samfélaginu. Í Palestínu eru börn sem búa við viðvarandi átök og spennu. Mörg þeirra fá martraðir á nóttunni og sýna einkenni mikillar streitu. Við viljum hlúa að þessum börnum, gefa þeim tækifæri til að hugsa um eitthvað annað en ógnirnar allt í kringum þau og styðja þau þannig á hinum viðkvæmu uppvaxt- arárum. Góðir landsmenn, með samstilltu átaki í dag getum við látið gott af okk- ur leiða. Ég hvet þá sem hafa áhuga á hressandi heilsubótargöngu í dag að mæta á söfnunarstöð Rauða krossins. Aðra hvet ég til að taka vel á móti sjálfboðaliðanum. Göngum til góðs í dag Úlfar Hauksson fjallar um landssöfnun RKÍ ’Góðir landsmenn, meðsamstilltu átaki í dag getum við látið gott af okkur leiða.‘ Úlfar Hauksson Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.