Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 30
30 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
kerfinu. Þar skoðaði Ríkisendurskoðun
m.a. Heilsugæsluna í Reykjavík m.t.t.
þess kostnaðar sem er vegna viðtals og
móttöku. Nokkur vandi felst í því að
greina annars vegar þann kostnað sem
tengist viðtali og móttöku og svo þeim
mörgu öðrum störfum sem sinnt er á
heilsugæslunni. Þann hluta skýrslunnar
unnum við í náinni samvinnu við þessar
heilsugæslur sem um getur í skýrslunni.“
Skýrsluhöfundar árétta að í eðli sínu
er það bæði flókið og örðugt viðfangsefni
að ætla sér að bera saman þjónustu þess-
ara þriggja stoða heilbrigðisþjónustunn-
ar, þ.e. heilsugæslunnar, sérgreinalækn-
inga og göngudeilda spítalanna. „Sökum
þessa völdum við að skoða t.d. sérgreina-
læknana út frá ýmsum sjónarhornum.
Annars vegar er um að ræða einungis
þann þátt í gjaldskrá sérgreinalækna
sem nefnist viðtal og móttaka, það er
grunngjald. En til að leitast við að nálg-
ast með einhverjum hætti samanburð á
heilsugæsluþjónustunni og sérgreina-
þjónustunni tökum við saman gjald-
skrárþáttinn er nefnist viðtal og móttaka
og bætum við gjaldskrárþáttum sem
koma fram í gjaldskrá heilsugæslu-
lækna. Við höfum sem sagt ekki inni í
samanburðinum þá flóknu þætti sem sér-
greinalæknar framkvæma heldur aðeins
þá þætti sem koma fram í þeirri gjald-
skrá sem kveðið er á um í úrskurði kjara-
nefndar fyrir heilsugæsluna. Með þessu
er leitast við að bera saman kostnað af
sambærilegum verkum eins og mögulegt
er. Þriðja nálgunin við sérgreinalæknana
felst í því að taka meðalkostnað allrar
sérgreinaþjónustunnar fyrir hvern hóp
sérgreinalækna.“
Safna þyrfti fleiri upplýsingum
Við skoðun á göngudeildum LSH segj-
ast skýrsluhöfundar hafa fengið ítarlegar
upplýsingar frá LSH, en þar er um þess-
ar mundir verið að vinna að ítarlegri
kostnaðargreiningu á spítalanum í
tengslum við upptöku á DRG-kerfi, sem
er greiðslukerfi á grunni sjúkdómagrein-
ingar. „Þarna fengum við upplýsingar og
tölur sem e.t.v. hafa ekki legið á lausu
hingað til. Þegar kostnaður göngudeilda
er skoðaður verður m.a. að hafa í huga að
læknar á göngudeildum starfa líka á öðr-
um deildum sjúkrahússins og þess vegna
Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar erfjallað um kostnað í þremur þáttumheilbrigðiskerfisins og leggjaskýrsluhöfundar, þau Axel Hall og
Sólveig Jóhannsdóttir, áherslu á að túlkun
á niðurstöðum útreikninganna sé vanda-
söm. „Helgast það í fyrsta lagi af því að sú
þjónusta sem veitt er í heilbrigðiskerfinu
er mjög viðamikil og þættir heilbrigðis-
kerfisins sinna að mörgu leyti mjög ólíkum
verkum. Þess vegna er allur samanburður
mjög vandmeðfarinn vegna þess að það
skiptir máli hvað er verið að bera saman
og á hvaða forsendum.“
Að sögn Axels og Sólveigar er heil-
brigðiskerfið í eðli sínu afar umfangsmik-
ið. „En að forminu til erum við með svo að
segja tvenns konar kerfi, þ.e. við erum
annars vegar með samþætt heilbrigðis-
kerfi, þar sem ríkið sér bæði um rekstur
og fjármögnun og á það við um heilsu-
gæsluna sem og spítalareksturinn, og hins
vegar sérgreinaþjónustuna, sem byggir á
samningskerfi þar sem ríkið gerir samn-
ing við aðra aðila um að láta þjónustuna í
té. Í samningskerfinu fylgja greiðslurnar
yfirleitt sjúklingnum sem þýðir að allur
kostnaður er mun gagnsærri í því kerfi en
í samþætta heilbrigðiskerfinu. Trygginga-
stofnun ríkisins heldur utan um þennan
kostnað og er hann samkvæmt samningi
við sérgreinalækna, en til að gefa hug-
mynd um hvað sá samningur er umfangs-
mikill þá má nefna að í samningum sér-
greinalækna er kveðið á um rúmlega
þúsund verknúmer.“
Kostnaður af sambærilegum
læknaverkum borinn saman
Hvað aðferðafræði skýrslunnar snert-
ir segjast Axel og Sólveig hafa skoðað
þrjár stoðir heilbrigðisþjónustunnar, þ.e.
fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu,
sérhæfða þjónustu sjúkrahúsa og sér-
hæfða þjónustu án innlagnar á sjúkra-
hús. „Hvað heilsugæsluna varðar þá
skoðuðum við heilsugæslurnar í Hlíðun-
um, á Akureyri og í Hafnarfirði, auk þess
sem við skoðuðum samninginn við einka-
reknu heilsugæsluna í Salahverfi. Þar
fórum við í heilsugæslurnar sjálfar og
fengum kostnað. Aðferðafræðin sem
beitt er þar byggist að nokkru leyti á út-
tekt Ríkisendurskoðunar, sem nefnist
Fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðis-
Fyrsta skref
brigðiskerfin
Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands,
Kostnaðargreining á heilbrigðisþjónustu, eru þrjár
stoðir heilbrigðisþjónustunnar kannaðar. Af því til-
efni ræddi Silja Björk Huldudóttir við höfunda
skýrslunnar, þau Axel Hall og Sólveigu Jóhanns-
dóttur sérfræðinga á Hagfræðistofnun.
Að mati Axel Hal
læknasamtökin e
skiptir höfuðmáli
„VIÐ hjá Læknafélagi Reykjavíkur fögnum gerð þess-
arar skýrslu. Ég lít á þessa úttekt sem upphaf á gagn-
rýninni endurskoðun á því hvar kostnaðurinn liggur í
heilbrigðiskerfinu og hvernig hann myndast. Ég myndi
því gjarnan vilja sjá skýrslunni fylgt eftir með frekari
athugunum,“ segir Óskar Einarsson, formaður Lækna-
félags Reykjavíkur. „Mér finnst afar athyglisvert að sjá
hve þjónusta sjálfstætt starfandi lækna er á samkeppn-
ishæfu verði. En það sem kemur mér kannski einna
helst á óvart er hvað það er í raun lítill munur á kostn-
aði við hefðbundið viðtal og skoðun læknis, á hinum
mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu, því fyrirfram
hefði ég búist við því að munurinn væri meiri.“
Óskar leggur áherslu á mikilvægi þess að reynt sé að
nálgast kostnaðarupplýsingar um þjónustuna í heil-
brigðiskerfinu. „En í gegnum tíðina höfum við fundið
fyrir ákveðnum upplýsingaskorti. Það hefur oft verið
erfitt og er enn erfitt, eins og skýrsluhöfundar benda á,
að fá þessar upplýsingar. Eins og staðan er í dag er
eina þjónustan sem er vel kostnaðargreind í kerfinu sú
þjónusta sem Tryggingastofnun ríkisins er að kaupa af
sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Þar liggur krónu-
verðið fyrir og nákvæmlega er sundurgreint hvaða verk
eru unnin. Þegar aðrir þættir heilbrigðisþjónustunnar
eru skoðaðir liggja raunupplýsingar ekki fyrir og nálg-
ast þarf hlutina með ákveðnum fyrirvara. Þannig hefur
alls ekki verið auðvelt að átta sig fyllilega á raunupplýs-
ingum Landspítal
húss og heilsugæs
haldskerfi þeirra
gagnsætt.
Við myndum í f
ari skýrslu gjarna
vera á þá leið að þ
fjármunina geti m
sig á því hvað hlu
veru kosta. Stjórn
þessarar skýrslu a
stofnanir á borð v
búa yfir nútímabókhaldskerfum þann
kalla fram raunupplýsingar til þess a
aðargreina verk. Raunar veit ég ekk
einmitt það sem stjórnendur LSH eru
reyna að afla fjárstuðnings til.“
Að sögn Óskars hefur hann heyrt ý
ir frá kollegum sínum varðandi t.d. þ
andi skurðlækna og svæfingarlækna.
komu til svæfingarlækna reiknast há
unni, en í raun er koma til þeirra ek
viðtal heldur er um svæfingu við sku
Það sama á við hjá bæklunarlæknum
þeirra felur í sér aukinn kostnað um
en starfsemi göngudeildar LSH felur
sér endurkomu.“
Óskar
Einarsson
Mikilvægt að raunupplýsingar ligg
RÆÐA FORSETA ALÞINGIS
Halldór Blöndal, forseti Alþing-is, flutti merka ræðu við þing-setningu í gær, þar sem hann
undirstrikaði sögulegt hlutverk Al-
þingis í lífi íslenzku þjóðarinnar. Það
var ekki bara við hæfi heldur óhjá-
kvæmilegt að forseti Alþingis tæki
upp hanzkann fyrir löggjafarþingið og
minnti á stöðu þess í íslenzku sam-
félagi fyrr og síðar. Eftir að forseti Ís-
lands neitaði sl. sumar að staðfesta
með undirskrift sinni lög, sem Alþingi
hafði sett, var það spurning um reisn
Alþingis, að þingforsetinn talaði á
þann veg, sem hann gerði í gær.
Lítill var og er metnaður þeirra
þingmanna fyrir hönd þingsins, sem í
gær urðu sér til minnkunar með því að
ganga út á meðan þingforsetinn talaði.
Er Alþingi Íslendinga ekki höfuðvett-
vangur frjálsrar umræðu í landinu?
Þola þingmenn stjórnarandstöðunnar
ekki aðrar skoðanir en sínar eigin? Er
það til marks um virðingu þeirra fyrir
tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi, sem
bundið er í stjórnarskrá íslenzka lýð-
veldisins, að þeir þola ekki að forseti
Alþingis njóti og nýti sér þau mann-
réttindi, sem stjórnarskráin kveður á
um?
Þeir voru lítilla sanda og lítilla sæva
þingmennirnir sem gengu út úr þing-
salnum í gær.
Í ræðu sinni sagði Halldór Blöndal:
„Synjunarákvæði stjórnarskrárinn-
ar er leifar af þeirri trú, að konung-
urinn – einvaldurinn – fari með Guðs
vald. Þingið stóð gegn vilja konungs
og leiðrétti vald eins manns með því að
taka það til sín.
Alþingi er kjörið af þjóðinni. Þar á
fólk með ólíkar skoðanir og stefnur
sína fulltrúa. Þar ráða menn ráðum
sínum og leiða mál til lykta. Þótt for-
seti lýðveldisins sé kjörinn á sama hátt
getur hann ekki mælt sig við Alþingi.“
Og síðar í ræðu sinni sagði forseti
Alþingis:
„Kjarni þess, sem ég vil segja nú við
setningu Alþingis, er að eftir atburði
sumarsins stendur löggjafarstarf Al-
þingis ekki jafn traustum fótum og áð-
ur. Það er alvarleg þróun og getur orð-
ið þjóðinni örlagarík nema við sé
brugðizt.
Ákvæði stjórnarskrárinnar um
æðstu stjórn ríkisins, Alþingi, fram-
kvæmdavald og dómsvald, þurfa end-
urskoðunar við … Staða Alþingis
verður að vera hafin yfir vafa og lög-
gjafarstarfið í traustum skorðum.“
Það er ómetanlegt fyrir þjóðina að
Alþingi nýtur forystu, sem tekur af
skarið fyrir hönd þingsins af þeirri
reisn, sem Halldór Blöndal gerði í
gær.
MEÐ HRYLLINGINN AÐ VOPNI
Hryllingurinn í Írak heldur áfram.Í fyrradag voru tæplega 50
manns myrtir í sjálfsmorðsárás í Bag-
dad. Þar af voru tæplega 40 börn.
Rúmlega 200 manns særðust í árás-
inni. Börnin létust þegar tvær bifreið-
ir voru sprengdar í loft upp þar sem
verið var að vígja vatnsdælustöð í
vesturhluta borgarinnar. Lýsingarn-
ar af vettvangi voru óhugnanlegar.
„Vitni kváðu orð aldrei fá lýst þeim
hryllingi sem við blasti. Líkamsleifar
lágu á víð og dreif og var þeim safnað í
plastpoka en ættmenni reikuðu um
tilræðisstaðinn leitandi ástvina sinna
og kallandi nöfn þeirra í algjörri ör-
væntingu,“ sagði í frétt frá AP í Morg-
unblaðinu í gær.
Mannrán og sjálfsmorðsárásir eru
nánast daglega í fréttum frá Írak og
sumar árásirnar komast ekki einu
sinni í fréttirnar. Í baráttu uppreisn-
armanna gegn hernámi Bandaríkj-
anna er ekkert heilagt. Talið er víst að
þeir, sem sprengdu bílana á fimmtu-
dag, hafi setið í þeim og framið sjálfs-
morð. Það ætti því ekki að hafa farið
framhjá þeim að á staðnum var fullt af
börnum, sem höfðu nálgast banda-
ríska hermenn í þeirri von að fá hjá
þeim sælgæti. Þeir hættu hins vegar
ekki við eins og rússneski byltingar-
maðurinn, sem í upphafi liðinnar ald-
ar hugðist myrða einn af embættis-
mönnum Rússakeisara, en hætti við
þegar hann sá að tvö börn voru í för
með honum. Árásarmönnunum í Bag-
dad stóð á sama um börnin og létu til
skarar skríða. Svo virðist sem öll
mörk hafi þurrkast út í hugum
hryðjuverkamanna. Lífið er einskis
virði. Öllu er fórnandi.
Bandaríkjamenn eru ekki vinsælir í
Írak. Uppreisnarmenn virðast, í það
minnsta á ákveðnum stöðum í landinu,
eiga auðvelt með að felast og njóta
stuðnings almennings. Tyrknesk
blaðakona, sem var látin laus eftir að
hafa verið í gíslingu hjá mannræn-
ingjum, lýsti því hversu auðvelt þeir
hefðu átt með að flytja sig og annan
fanga á milli staða. Alls staðar hefði
þeim verið hjálpað. Hún sagði einnig
frá því að börn hefðu fært mannræn-
ingjunum mat og jafnvel tekið þátt í
að gæta þeirra.
Bandaríkjamenn eru í erfiðri stöðu
í Írak. Eftir því sem harðar er sótt að
þeim verða þeir að gæta meiri var-
kárni. Bandarískum hermönnum líður
eins og þeir séu hvergi hólpnir og geti
engum treyst og tortryggja alla sem á
vegi þeirra verða. Hvernig í ósköpun-
um eiga þeir að sannfæra íraskan al-
menning um að hans bíði betri framtíð
vinni hann með Bandaríkjamönnum
en á móti?
Í fyrrinótt létu Bandaríkjamenn til
skarar skríða í Samarra sem upp-
reisnarmenn höfðu náð á sitt vald.
Sagt var að þetta væri fyrsti liðurinn í
því að brjóta uppreisnarmenn á bak
aftur og lina tak þeirra á tilteknum
stöðum í landinu fyrir kosningarnar,
sem fyrirhugaðar eru í janúar. Í þess-
ari sókn þurfa Bandaríkjamenn að
gæta sín á því að greina á milli upp-
reisnarmanna og óbreyttra borgara.
Það er ekki auðvelt, en óhjákvæmi-
legt. Þeir verða að virða þær reglur,
sem gilda í stríði, þótt þær kunni að
gera þeim erfitt fyrir. Bandaríkja-
menn gætu beitt hernaðarlegum yf-
irburðum sínum til að brjóta upp-
reisnarmenn á bak aftur, en hættan er
að slíkur sigur yrði svo dýru verði
keyptur að hinn pólitíski ávinningur
yrði enginn.
Verknaðurinn á fimmtudag sýnir
enn að uppreisnarmenn eru komnir út
fyrir öll mörk. Þeir hafa hryllinginn
að vopni og mannslífið er einskis virði.
Enginn málstaður fær réttlætt slíkan
verknað. Þeir hafa hvorki rök né rétt.