Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 33
UMRÆÐAN
Íensku er kunnugt orða-sambandið on ones toes ímerkingunni ákafur (eager,alert) (The Concise Oxford
Dictionary) og í andstæðri merk-
ingu er til orðasambandið down at
heel / down at the heel í lélegu
ástandi (in or into a run-down or
shabby condition) (Webster’s Ninth
New Collegiate Dictionary). Vís-
anin í ensku er augljós og kann lík-
ingin að vera sótt til íþrótta, þar
sem líkamlegt atgervi og limaburð-
ur skiptir máli.
Þessi orðasambönd virðast hafa
ratað inn í íslensku. Umsjón-
armaður hlýtur að viðurkenna að
notkun þeirra er honum framandi
en þau dæmi sem honum eru tiltæk
benda til þess að notkunin sé eft-
irfarandi:
vera á tánum. 1. vera kapp-
samur, duglegur; standa sig vel í
kappleik: Nú er eins gott fyrir
markmanninn að vera á tánum [þ.e.
tekin er aukaspyrna]; menn eru á
tánum í öllu sem þeir taka sér fyrir
hendur (10.8.04). 2. vera á tánum af
spenningi. 3. vera á tánum í tiltek-
inni fræðigrein hafa fylgst vel með;
Prófessorinn fyrrverandi er greini-
lega enn á tánum í stjórn-
málafræðum; Dómstólar eru ekki á
tánum (hvað varðar viðurlög við
meinsæri) (6.7.2004).
vera á hælunum standa sig illa (í
kappleik): Liðið var á hælunum all-
an leikinn.
Nú er það auðvitað svo að íslensk
tunga er ekki kyrrstæð og nauðsyn-
legt er að finna nýjum hugtökum og
hlutum íslenskan búning. Hér er
hins vegar ekki um að ræða nýmæli
og þá merkingu sem um ræðir má
tjá með margvíslegum hætti á ís-
lensku. Umsjónarmanni virðist að
það geti ekki talist beinlínis rangt
að þýða erlend orðasambönd með
þessum hætti á íslensku en finnst
að í þessu tilviki sé það óþarft. Því
er vakin athygli á þessum orða-
samböndum hér að umsjónarmaður
telur gagnlegt að sem flestir viti
hvaðan nýmæli er ættað. Sumir
kunna að kjósa að tjá sig með þess-
um hætti en öðrum dugir íslenskan.
Þess eru mörg dæmi að fallstjórn
sagnorða sé á reiki eða hafi breyst í
aldanna rás. Hér skal vikið að
nokkrum dæmum úr nútímamáli.
Umsjónarmanni virðist fallstjórn
sagnarinnar rugla vera fastbundin.
Ef andlagið er beint er notað þol-
fall: ekki rugla mig; þú ruglar mig í
ríminu. Ef það er hins vegar óbeint
(hreyfist) er notað þágufall: Ekki
rugla hringjunum mínum (ummæli
Arkimedesar); strákurinn ruglar
öllu saman. Reglan um andlag sem
hreyfist er þumalputtaregla kenn-
ara sem oft hefur gefist vel. Átt er
við muninn á eftirfarandi dæmum:
sópa stéttina sópa ruslinu (ruslið
hreyfist); moka tröppurnar moka
snjónum; ausa bátinn ausa vatninu
o.s.frv. Hér er notkun þolfalls og
þágufalls fastbundin enda er merk-
ingarmunur greinilegur. Í mörgum
tilvikum fá orð nýja merkingu og
stundum er það svo að hin nýja
merking getur haft áhrif á fall-
stjórn. Í 35. þætti var vikið að sögn-
inni negla; hún stýrir jafnan þolfalli
(negla naglann) en í merkingunni
skjóta fast, þruma verður þess vart
að hún sé notuð með þágufalli, þ.e.
?negla boltanum í stað negla bolt-
ann (í markið). Af sama meiði er
breyting á fallstjórn ýmissa ann-
arra sagna, t.d.: ?flétta öllu saman í
stað flétta allt saman; ?rústa öllu í
stað rústa allt og ?framlengja víxli í
stað framlengja víxil. Ekkert af
þessu er alveg nýtt í málinu, ætla
má að slík dæmi séu 15–20 ára göm-
ul, en það er hins vegar nýtt fyrir
umsjónarmanni að sögnin uppfylla
skuli látin stýra
þágufalli:
?möguleikar á
samkomulagi
opnuðust eftir
að skilyrðum
var uppfyllt
(Útv. 12.7.04) og
?Í lögunum seg-
ir að þann einan
megi skipa í
embætti hæsta-
réttardómara
sem uppfylli eftirtöldum skilyrðum
(Mbl. 21.9.04). Hér virðist það vera
sögnin fullnægja (e-u) eða öllu held-
ur merking hennar sem hefur áhrif
á fallstjórn sagnarinnar uppfylla
(e-ð). Vitaskuld er venjan sú að tala
um að menn uppfylli öll/eftirtalin
skilyrði.
Notkun sagnanna handsala e-m
e-ð og afsala e-m e-u/(e-ð) er stund-
um á reiki. Umsjónarmaður hefur
rekist á dæmi þar sem sögnin hand-
sala stýrir þágufalli, t.d. ?handsala
samningnum í stað handsala samn-
inginn staðfesta með handtaki/
handsali. Slík notkun samræmist
ekki málkerfinu né styðst við hefð.
Dæmi um venjubundna notkun eru
t.d.: handsala (e-m) samninginn;
handsala kaupin; handsala e-m holl-
ustu sína og handsala mál í dóm
(takast í hendur og lofa að hlíta
dómi). Fornmálsdæmi staðfesta
þessa notkun, t.d.: handsala land-
kaup; handsalaði hann þá henni það
sem hún beiddist; handsala e-m
sjálfdæmið; handsala þessa sætt og
handsala e-m landið. Nafnorðið
handsal vísar til þess er menn selja
fram hönd sína, staðfesta eitthvað
með handtaki. Sögnin handsala á
sér ýmsar hliðstæður, t.d. framselja
e-n e-m eða framselja e-m e-ð.
Sögnin afsala er erfið en hún er
augljóslega af sama meiði og sagn-
irnar handsala og framselja. Þess
væri því að vænta að hún tæki með
sér þágufall og þolfall (afsala sér
einhvern hlut) enda gerði hún það í
fornu máli og fram á 18. öld, t.d.: af-
sala fé sitt bróður sínum og Magnús
… afsalaði sér alla lögsögu yfir
kristindómsrétti. Í nútíma máli er
hins vegar sagt: afsala sér völdum,
réttindum, starfi … og afsala sér
rétti til e-s. Hér hefur því orðið
breyting. Það má telja úrelt mál að
afsala sér e-ð en rétt mál er afsala
sér e-u. Hvernig skyldi standa á
þessu?
Fallaramminn afsala sér e-ð er í
samræmi við málkerfið, þ.e. beint
andlag í þf. og þiggjandinn í þágu-
falli. Það er enn fremur regla í ís-
lensku að beint andlag stendur oft-
ast í þolfalli (ausa bátinn) en óbeint
í þágufalli (ausa vatninu). Þessa
reglu kunna málnotendur þótt þeir
þekki hana kannski ekki. Breytta
fallmörkun sagnarinnar afsala má
trúlega rekja til merkingar, allt
veltur á því hvort menn skynja
hreyfingu í sögninni eða ekki, sbr.
einnig að sömu tilhneigingar gætir
um sagnirnar handsala, framlengja
og ýmsar aðrar. Enn fremur má
ætla að merkingarskyldar sagnar
hafi áhrif, t.d. afneita e-u, hafna e-u
og falla frá e-u.
Úr handraðanum
Málshátturinn Veður ræður akri
er nokkuð gamall í málinu og vísar
hann til þess að menn áttu upp-
skeru sína undir veðrinu. Eins og
oft vill verða um málshætti er hann
einnig kunnur í aukinni eða lengri
mynd: Veður ræður akri en vit syni.
Það má vissulega til sanns vegar
færa að allir eiga mikið undir man-
viti sínu, það hlýtur að ráða miklu
um örlög manna. En tímarnir
breytast og fyrri hluti málshátt-
arins eða elsta gerð hans á trúlega
lítinn hljómgrunn í nútímanum
enda hélt umsjónarmaður satt best
að segja að málshátturinn væri ekki
lengur notaður. Hann mun enda
ekki vera að finna í prentuðum
heimildum síðustu 200 ára. Það
kom því umsjónarmanni verulega
(og skemmtilega) á óvart að sjá
málsháttinn í fyrirsögn á forsíðu
Morgunblaðsins 27. júní 2004. Þar
var hann notaður til að vísa til þess
að rigning á kjördegi mundi draga
úr kjörsókn við forsetakosning-
arnar. Þetta sýnir svo að ekki verð-
ur um villst að munnleg geymd er
afar sterk á Íslandi.
Nú er það auð-
vitað svo að ís-
lensk tunga er
ekki kyrrstæð
og nauðsynlegt
er að finna nýj-
um hugtökum
og hlutum
íslenskan
búning.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson 37. þáttur
GÓÐIR landsmenn, nú styttist
sá tími sem þjóðin hefur til þess
að íhuga val á þjóðarblómi eða
plöntu; miklu skiptir
að vel takist til og að
valið verði hvorki illa
grundað né handa-
hófskennt. Hér skulu
því tilgreind ýmis
kennimörk er huga
skal að áður en til
endanlegs kjörs þess
kemur, kennimörk
sem notuð hafa verið
með ýmsum þjóðum í
viðlíka tilfellum.
Í fyrsta lagi þarf
plöntu er flestir
landsmenn þekkja,
plöntu sem einkennir
landið umfram aðrar, aðgreinir
það jafnvel frá öðrum löndum og
síðast en ekki síst plöntu sem ver-
ið hefur óhjákvæmileg undirstaða
í daglegu lífi og menningu þjóð-
arinnar líkt og hlynur Kanada,
sedrusviður Líbanons og papy-
rusplanta Egyptalands svo nokkuð
sé nefnt.
Þegar litið er yfir þær plöntu-
tegundir, sem lagðar
eru til grundvallar
vali okkar Íslendinga
á þjóðarblómi eða
plöntu og hugað er að
þeim viðmiðunum sem
að framan eru til-
greind kemur vart
nema ein tegund til
greina, þ.e.a.s. fífa;
hana þekkja flestir,
hún er sérstök, stíl-
hrein, sterk í formi og
myndrænt séð kjörin
sem táknmynd, eða
eins og Landvernd
orðar það í bæklingi
sínum: „Eitthvað villt og gróft,
sem er svo lýsandi fyrir Ísland“.
Fífa er mjög áberandi planta,
ekki síst aldinið, sem má telja eitt
fegursta djásn íslenskrar náttúru
og skrýðir landið lengur en nokk-
ur önnur tilgreindra plantna
Landverndar, eða frá sólstöðum
þar til ullin fýkur burt með haust-
vindum. Þá skreytir fífa öðrum
plöntum fremur jafnt hálendi sem
láglendi og hefur í aldanna rás
stuðlað að jarðvegsfestu, umfram
flestar aðrar plöntur landsins:
með þéttriðnu rótarkerfi árþús-
unda og rotnandi leifum hennar í
raklendi hefur aldrei heyrst getið
um landrof í fífuflóa; þannig skap-
ar fífa „táknræna samstöðu um
gróðurvernd“ eins og komist er að
orði í bæklingi Landverndar.
Hve einkennandi fífa er fyrir
landið sést best á því hvílíka eft-
irtekt hún vekur meðal erlendra
ferðamanna, en hún er fyrsta og
að jafnaði eina plantan sem þeir
spyrja hver sé, strax á fyrsta degi
ferðar um landið; hún er m.ö.o.
flestum erlendum ferðamönnum
framandi og þar með eitt af sér-
kennum landsins; hennar gætir
vart annars staðar á byggðu bóli í
vestrænni veröld utan nyrstu og
strjálustu byggða norðurhvelsins;
auk þess er fífa enn þann dag í
dag sú íslenska planta sem hve
mest er safnað til þurrkunar og
híbýlaprýði á vetrum, e.t.v. ómeð-
vitað sem einskonar minni um
birtu og gróanda sumarsins.
Þá er komið að því atriði sem
segja má að sé meginforsenda
kjörs fífu sem þjóðarblóms, nefni-
lega því sem gerði hana að óhjá-
kvæmilegri undirstöðu íslensks
þjóðlífs í aldanna rás, en í u.þ.b.
1.000 ár af sögu landsins brann á
kveikjum hennar svo og stönglum
sbr.: „Ljósið kemur langt og
mjótt, logar á fífustöngum …“,
það eina ljós er birtu bar í
drungalegar vistaverur genginna
kynslóða; þar með gerði hún ís-
lenskri þjóð kleift að vinna, lesa
og skrifa á löngum og dimmum
vetrarkvöldum; fífa er þannig und-
irstaða andlegrar jafnt sem verk-
legrar menningar landsins og um
leið tákn ljóssins í tvöföldum
skilningi þar eð hún skrýðir landið
einnig umfram aðrar plöntur í
nóttlausri voraldarveröld íslensks
sumars.
Það skal að lokum tekið fram að
einstaka aðrar plöntur á lista
Landverndar, svo sem birki og
hvönn, eiga athygli skilið við val á
þjóðarplöntu, en allir gátu lifað án
þeirra á meðan enginn komst af
án fífu.
Hugleiðingar um kjör þjóðarblóms
Ragna S. Sveinsdóttir fjallar
um þjóðarblómið og kjör þess ’Einstaka aðrar plönturá lista Landverndar, svo
sem birki og hvönn, eiga
athygli skilið við val á
þjóðarplöntu, en allir
gátu lifað án þeirra á
meðan enginn komst af
án fífu. ‘
Ragna Sigrún
Sveinsdóttir
Höfundur er leiðsögumaður
og fyrrverandi lektor í frönsku.
UM síðustu áramót voru uppi
háværar raddir um það í stjórn-
arflokkunum að setja þyrfti lög
um hringamyndanir í íslensku við-
skiptalífi. Morgunblaðið tók undir
þessi sjónarmið. Í
grein, er ég skrifaði
um mál þetta í Morg-
unblaðið, komst ég
að þeirri niðurstöðu
að engin þörf væri á
sérstökum lögum um
hringamyndanir. Nú-
gildandi lög um sam-
keppnishömlur
nægðu í því efni. Ef
til vill þyrfti að
skerpa á þeim og efla
Samkeppnisstofnun.
Nefnd sem við-
skiptaráðherra skip-
aði hefur komist að
sömu niðurstöðu. Hún
telur ekki þörf á sér-
stökum lögum um
hringamyndanir en
vill skerpa á núgild-
andi lögum.
Nægar heimildir
fyrir hendi
Sannleikurinn er sá að
nægar heimildir eru í
núgildandi samkeppnislögum til
þess að fylgjast með samkeppn-
ishömlum og grípa til aðgerða, ef
viðskiptaaðilar reynast sekir um
skaðlegar samkeppnishömlur.
Hins vegar hefur Samkeppn-
isstofnun verið of veik og stjórn-
völd hafa vanrækt að efla hana.
Stjórnvöld hafa ekki haft nægan
áhuga á því að hafa virkt eftirlit
með viðskiptalífinu. Gott dæmi um
þetta eru olíufélögin. Samkeppn-
isstofnun hefur komist að því að
olíufélögin höfðu með sér ólög-
mætt verðsamráð. Neytendur hafa
sjálfsagt orðið fyrir miklum skaða
af þeim sökum. En málið hefur
tekið mörg ár og því er ekki lokið
enn. Stjórnvöld hafa ekki sýnt
neinn áhuga á því að málinu gegn
olíufélögunum væri lokið og þau
látin svara til saka. Það hefur ekki
vantað lagaheimildir. Það hefur
vantað áhuga á að ljúka málinu
gegn olíufélögunum. Það skiptir
engu hversu mörg nefndarálit eru
samin um nauðsyn aðgerða í þess-
um málum ef málum er ekki fylgt
eftir og lagaheimildir nýttar.
Hæpið að skipta fyrirtækjum
Eitt af því sem nefnd við-
skiptaráðherra gerir tillögu um er
að breyta megi skipulagi fyr-
irtækja ef þau misnota markaðs-
frelsið. Ég tel mjög
hæpið að fara út á þá
braut. Það gæti skað-
að fyrirtækin mikið.
Eðlilegra væri að
setja slík fyrirtæki
undir verðlagseftirlit
og verðlagsákvæði. Ef
fyrirtæki misnotar
markaðsfrelsið mætti
setja vörur þess í
ákveðinn tíma undir
verðlagsákvæði, þ.e.
slíkt fyrirtæki yrði að
sækja um til Sam-
keppnisstofnunar á
hvaða verði fyrirtækið
mætti selja vörur sín-
ar. Ég hygg að ef
markaðsráðandi fyr-
irtæki hefðu slík
ákvæði hangandi yfir
sér mundu þau ekki
misnota aðstöðu sína.
Ný ríkisstofnun
leysir ekki
vandann
Önnur tillaga nefndar við-
skiptaráðherra er sú að skipta
Samkeppnisstofnun í tvær stofn-
anir: Stofnun er hefði með sam-
keppnismál að gera og stofnun
sem hefði með óréttmæta við-
skiptahætti og neytendamál að
gera. Ekki verður séð að slík
skipting leysi neinn vanda. Sam-
keppnisstofnun getur að sjálf-
sögðu skipt sér í tvær deildir. Það
leysir engan vanda að stofna nýja
ríkisstofnun og bæta við nýjum
forstjóra. Það eykur aðeins kostn-
að. Það eina sem þarf að gera er
að efla Samkeppnisstofnun mynd-
arlega. Ef ríkisstjórnin getur
hugsað sér að stofna nýja rík-
isstofnun til þess að fjalla um
þessi mál getur hún alveg eins
stóreflt Samkeppnisstofnun svo
hún geti sinnt samkeppnismálum
og eftirliti betur en nú.
Ekki lög
um hringa-
myndanir
Björgvin Guðmundsson skrifar
um íslenskt viðskiptalíf
Björgvin Guðmundsson
’Það leysir eng-an vanda að
stofna nýja rík-
isstofnun og
bæta við nýjum
forstjóra.‘
Höfundur er viðskiptafræðingur.