Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 36
36 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Dagur
þjónustunnar
SUNNUDAGURINN 3. október er
17. sunnudagur eftir þrenning-
arhátíð. Í þjóðkirkjunni er hann nú
helgaður kærleiksþjónustu kirkj-
unnar. Yfirskriftin er „Kærleik-
urinn fellur aldrei úr gildi.“ 1. Kor.
13.8.
Til að vekja athygli á þessum degi
hefur verið gefið út veggspjald með
mynd af karli og konu að drekka
saman kaffi í eldhúsinu. Myndinni er
ætlað að að minna okkur á það að
með „þjónustu“ er alls ekki átt við
eitthvað tímafrekt, erfitt eða dýrt,
heldur dagleg samskipti við sam-
ferðafólk okkar.
Örlítið af tíma okkar getur verið
öðrum mikilvægara og meira virði
en dýrar gjafir. Til dæmis smástund
yfir kaffibolla, jafnvel bara stand-
andi við eldhúsvaskinn eða símtal.
Bara það að taka sér tíma til að
staldra við þrátt fyrir annríkið. Fyr-
irmynd þessarar þjónustu er að
sjálfsögðu Jesús, sem sá hvar þörfin
var og læknaði og líknaði.
Guðrún og Valgeir
í Léttmessu
í Árbæjarkirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 3. október
kl. 20 fyllist Árbæjarkirkja lífi og
gleði þegar önnur Léttmessa vetr-
arins hefst. Hjónin Guðrún Gunn-
arsdóttir útvarps- og söngkona og
Valgeir Skagfjörð leikari og píanisti
leiða tónlistina í messunni af sinni al-
kunnu snilld. Lögin sem flutt verða
koma úr ýmsum áttum og má þar
nefna klassíska sálma, perlu Ellýjar
Vilhjálms, „Heyr mína bæn“, lög eft-
ir Valgeir Skagfjörð ásamt frum-
flutningi á lögum af væntanlegri
plötu Guðrúnar.
Í Léttmessum er lögð rík áhersla
á að allir aldurshópar geti notið þess
sem kristin trú hefur uppá að bjóða.
Ungt fólk flytur ritningarlestra og
bænir en sr. Sigrún Óskarsdóttir
þjónar fyrir altari og flytur hug-
vekju.
Eftir messu er boðið uppá súkku-
laðibita, djús og kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Árbæjarkirkja.
Biskup á
fræðslumorgni
í Hallgrímskirkju
FYRSTI fræðslumorgunn í Hall-
grímskirkju á þessu hausti verður
næstkomandi sunnudag kl. 10. Þar
mun biskup Íslands, herra Karl Sig-
urbjörnsson, ræða um stefnu og
starfsáherslur þjóðkirkjunnar 2002–
2010. Stefnumótunin er unnin í sam-
vinnu við 860 einstaklinga sem bú-
settir eru víðsvegar um landið og
starfandi presta, auk þess sem sér-
fræðingur í stefnumótun tók þátt í
verkefninu. Stefnumótunin er metn-
aðarfull áætlun um að efla starf
kirkjunnar í upphafi nýrrar aldar.
Kl. 11 hefst síðan messa og barna-
starf í kirkjunni. Við messuna pré-
dikar séra Jón Dalbú Hróbjartsson.
Magnea Sverrisdóttir djákni hefur
umsjón með barnastarfinu. Þetta er
dagur þjónustunnar í kirkjunni og
munu sjálfboðaliðar úr
þjónustugreinum Hall-
grímskirkju taka þátt í
messunni.
Flóamarkaður
í Austur-
stræti 20
LAUGARDAGINN 2.
október kl. 10 til 17
verður flóamarkaður á
efri hæð hússins í
Austurstræti 20 (efri
hæðin á gamla Hress-
ingarskálanum) til
styrktar börnum Sri
Rahmawati sem lést í
sumar. Það er ungt
fólk úr Miðborg-
arstarfi KFUM/KFUK
og kirkjunnar sem sér
um umgjörð mark-
aðarins.
Þennan sama dag kl.
13–17 verður dagskrá
og uppboð í Iðu, Lækj-
argötu 2a, á vegum Austurbæj-
arskóla til styrktar börnunum. Sýn-
um samúð í verki og mætum í
miðborgina til að leggja mikilvægu
málefni lið.
Miðborgarstarf KFUM/KFUK og
kirkjunnar.
Hversdagsmessa
og 12 spora starf
í Grensáskirkju
ALLA fimmtudagseftirmiðdaga eru
hversdagsmessur í Grensáskirkju
með léttu og aðgengilegu sniði. Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng en
áhersla er lögð á einfalt form og hlý-
legt andrúmsloft með orði Guðs og
bæn. Messan sjálf hefst kl. 19 en frá
kl. 18.15 er hægt að fá góða en
ódýra máltíð í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Tilvalið er fyrir einstaklinga
og fjölskyldur að sækja þetta góða
samfélag kirkjunnar.
Messunni lýkur fyrir kl. 20 en
næsta fimmtudagskvöld hefst ein-
mitt á þeim tíma tólf spora starf í
Grensáskirkju. Tólf spora starfið er
andlegt ferðalag, sjálfsstyrking, sem
byggist á því að vinna með sjálfa(n)
sig en jafnframt að gefa og þiggja í
hópi. Ekki er gengið út frá því að
þátttakendur eigi við nein sértæk
vandamál að stríða heldur er um að
ræða almenna uppbyggingu í því
skyni að kynnast sínum innri manni
nánar og geta þannig betur tekist á
við viðfangsefni og áskoranir lífsins.
Tólf spora starfið er 30 vikna ferli
en fyrstu skiptin er hægt að koma
og kynna sér ferlið án skuldbindinga
um áframhaldandi þátttöku.
Fríkirkjan í Reykjavík
– vetrarstarfið byrjað
FYRSTA barnaguðsþjónusta vetr-
arins verður í kirkjunni sunnudag-
inn 3. október kl. 11. Barn verður
borið til skírnar og tónlistin verður
fjölbreytileg og skemmtileg. Ein-
ungis er um 6 barnasamverur að
ræða og verða þær kl. 11, annan
hvern sunnudag fram að jólum. Um-
sjón hafa Ása Björk, safnaðar-
prestur og Ari Bragi.
Það er tilvalið fyrir fjölskylduna
að koma saman í kirkjunni við
Tjörnina og taka þátt í uppbyggj-
andi starfi og hver og einn fær eitt-
hvað við sitt hæfi.
Sunnudagana þar á móti verða
hefðbundnar guðsþjónustur einnig
kl. 11 og þá verður boðið upp á sögu-
stund í forkirkju fyrir þau börn sem
þá koma. Kvöldguðsþjónustur verða
einu sinni í mánuði og verða þær
auglýstar sérstaklega.
Bæna- og íhugunarstundirnar í
kapellu safnaðarheimilisins í hádeg-
inu á miðvikudögum eru þegar hafn-
ar. Þær hefjast kl. 12.15. Kaffi, te og
létt meðlæti er í boði í lok hverrar
samveru. Allir velkomnir.
Breyttur messutími í
Hveragerðiskirkju
FRAMVEGIS verður messað í
Hveragerðiskirkju kl. 11 fyrsta og
þriðja sunnudag hvers mánaðar.
Barnastarfið verður alla sunnudaga
kl. 11 og er því samtímis guðsþjón-
ustunni þessa tvo sunnudaga. Börn-
in taka þátt í upphafi guðsþjónust-
unnar en fara fram í safnaðarsal
fyrir prédikun og fá þar sinn sunnu-
dagaskóla. Foreldrar geta valið
hvort þeir fylgja börnunum eða taka
þátt í guðsþjónustunni til loka.
Færeyskur kór
í messu í Hafnar-
fjarðarkirkju
SUNNUDAGINN 3. október nk.
munu tíu félagar úr lofgerðarhópi
Safnaðakórsins í Þórshöfn í Fær-
eyjum syngja við messu kl. 11 í
Hafnarfjarðarkirkju auk kórs kirkj-
unnar. Prestur er sr. Gunnþór Þ.
Ingason, sóknarprestur. Safn-
aðarkórinn er vel þekktur í Fær-
eyjum fyrir gefandi söng og einlæga
túlkun og oft leika félagar hans
sjálfir undir sönginn á gítara og
fleiri hljóðfæri. Kórinn er tengdur
heimatrúboðinu og syngur víða um
eyjarnar á samkomum og guðsþjón-
ustum. Lofgerðarhópurinn kemur
hingað til lands á vegum starfs Fær-
eyska sjómannaheimilisins. Stjórn-
andi hans er Mauritz Mauritzsen.
Ánægjulegt væri að Færeyingar í
Hafnarfirði og víðar að kæmu í
messuna komandi sunnudag kl. 11 í
Hafnarfjarðarkirkju ásamt velunn-
urum Færeyinga og færeyskrar
menningar.
Haustfundur
Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
SAFNAÐARFÉLAG Grafarvogs-
kirkju heldur haustfund sinn í safn-
aðarsal kirkjunnar mánudaginn 4.
október kl. 20. Guðfinna Eydal sál-
fræðingur flytur fyrirlestur er hún
nefnir: Hvað er sérstakt við miðjan
aldur? Ólík staða kvenna og karla.
Í fyrirlestri sínum fjallar Guð-
finna um konur og karla í blóma lífs-
ins. Upp úr fertugu fara gjarnan í
hönd miklar breytingar í lífi fólks og
spennandi tækifæri myndast í einka-
lífi og starfi. Á miðjum aldri er sál-
rænn þroski, vitsmunageta og fé-
lagsleg hæfni í hámarki. Í
fyrirlestrinum er fjallað um þetta
umbreytingaskeið og skyggnst jöfn-
um höndum inn í veruleika og sálar-
Fríkirkjan í Reykjavík.
Morgunblaðið/Júlíus
HLUTSKIPTI manna er ólíkt og
víst má fullyrða að það sama eigi við
um skákkeppnir. Hið svokallaða
heimsmeistaraeinvígi milli Rússans
Vladimirs Kramniks og Ungverjans
Peters Leko er hafið í Brissago í
Sviss. Eins og úrtölumenn spáðu
stefnir í frekar varfærnislegt og leið-
inlegt einvígi.
Reyndar var hart barist í fyrstu
skák einvígisins þar sem rússneski
heimsmeistarinn hafði svart og beitti
rússneskri vörn. Hann kom greini-
lega vel undirbúinn til leiks og fórn-
aði drottningunni fyrir hrók og
mann. Með bestu taflmennsku
beggja keppenda hefði jafntefli verið
eðlileg úrslit en Leko missteig sig í
miðtaflinu sem gerði heimsmeistar-
anum kleift að bera sigur úr býtum. Í
kjölfarið fylgdu tvö stutt jafntefli.
Slík jafntefli eru reyndar ekki óal-
geng í heimsmeistaraeinvígjum en í
ljósi þess hversu tiltölulega stutt það
er í samanburði við maraþoneinvígi
Kasparovs og Karpovs veldur byrj-
unarval keppenda og barátta von-
brigðum. Lýsandi dæmi um von-
brigði áhugamanna er að
veðmangarar veðja nú um það hvort
einvígisskákirnar verði lengri en
þrjátíu leikir! Til að lesendur fái
smjörþef af þessu og hvað áskorand-
inn þarf að glíma við til að sigra
fylgir hér að neðan þriðja skák ein-
vígisins.
Hvítt: Peter Leko
Svart: Vladimir Kramnik
Rússnesk vörn
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4.
Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. 0-0
Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 0-0 10. Rc3 Bf5
11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1
He8 14. cxd5 Dxd5 15. Bf4 Hac8 16.
c4
Í fyrstu skákinni lék Leko 16. h3
og fylgdi þá í fótspor Kramniks sjálfs
sem lék því með hvítu gegn Anand
árið 2003. Þó að Anand hafi tekist að
halda jöfnu hafði Kramnik framan af
frumkvæðið. Eins og við mátti búast
endurbætti heimsmeistarinn tafl-
mennsku Anands með því að leika
16. ... Be4 í stað 16. ... Bf6 og eftir 17.
Be3 Ra5!? 18. c4 Rxc4 19. Bxc4 Dxc4
20. Rd2 Dd5 21. Rxe4 Dxe4 22. Bg5
Dxe1 23. Dxe1 Bxg5 var staðan
u.þ.b. í jafnvægi. Eins og framhaldið
ber með sér í þessari skák kemur
Leko ekki að tómum kofunum hjá
Kramnik eftir aðra leiki í stöðunni.
16. ... De4 17. Be3
17. ... Dc2!
Nýjung sem virðist jafna taflið. Er
hugsanlegt að rússneska vörnin í
þessu einvígi landi sigrinum fyrir
Kramnik eins og Berlínarafbrigðið
gerði gegn Kasparov árið 2000?
18. d5 Ra5 19. Rd4 Dxd1 20.
Hexd1
20. Haxd1 hefði komið til álita en
eftir 20. ...Bd7 21. Bd2 b6 er ekki að
sjá að svartur standi lakar að vígi.
20... Bd7 21. Bd2 Bf6 22. Bxa5
Bxd4 23. Hxd4 Hxe2 og jafntefli
samið.
Sigur í landskeppni
við Frakka
Öllu meira var barist í lands-
keppni Íslands og Frakklands en
gert hefur verið í Sviss. Keppnin fór
fram dagana 25. og 26. september sl.
og var haldin í tilefni Íslandssýning-
arinnar í París sem stendur nú yfir.
Stórmeistararnir Jóhann Hjartar-
son, Hannes Hlífar Stefánsson, Mar-
geir Pétursson og Helgi Ólafsson
skipuðu íslenska liðið en það franska
hafði á að skipa ofurstórmeistaran-
um Laurent Fressinet, stórmeistur-
unum Anatoly Vaisser og Jean-Luc
Chabanon ásamt kvennastórmeist-
aranum Marie Sebag. Fyrirkomulag
keppninnar var þannig að fyrst
tefldu liðin eina skák þar sem um-
hugsunartíminn var 45 mínútum
ásamt því að 10 sekúndum var bætt
við hvern leik. Á fyrstu þremur borð-
unum lögðu íslensku keppendurnir
kollega sína frönsku í stórmeistara-
stétt að velli en Helgi laut í lægra
haldi fyrir hinni skeinuhættu Marie.
Að þessari keppni lokinni var haldin
einstaklingskeppni með útsláttarfyr-
irkomulagi. Í fyrstu umferð var teflt
með korters umhugsunartíma og
komust þar áfram Fressinet, Hann-
es, Marie og Helgi. Umhugsunartími
í undanúrslitum var einnig fimmtán
mínútur og í þeim lagði Fressinet
Marie að velli en Helgi vann Hannes
eftir bráðabana. Í úrslitaeinvíginu
var svo umhugsunartíminn 25 mín-
útur og vann Helgi þar öruggan sig-
ur á Fressinet með tveimur vinning-
um gegn engum. Skákhátíðinni lauk
svo með risafjöltefli í útigarði í París.
Frammistaða íslensku keppendanna
var framúrskarandi og ánægjulegt
að sigur vannst bæði í liða- og ein-
staklingskeppninni.
Strandbergsmótið
í Hafnarfirði – æska gegn elli
Á sama tíma og teflt var af miklum
móð í París var haldin óvenjuleg
skákhátíð í félagsheimilinu Strand-
bergi við Hafnarfjarðarkirkju í til-
efni hátíðarhalda vegna níræðis af-
mælis kirkjunnar. Fyrri daginn var
haldið skákmót fyrir skákmenn sem
voru annaðhvort 65 ára og eldri eða
15 ára og yngri. Séra Gunnþór Þ.
Ingason setti mótið og flutti líflega
ræðu sem fór vel ofan í viðstadda.
Alls tóku 56 manns þátt í mótinu en
fyrstu skákina tefldu aldursforseti
mótsins, Ársæll Júlíusson og yngsti
keppandinn, hinn ungi og knái Ísidór
Jökull Bjarnason, en aldursmunur-
inn á þeim var 79 ár. FIDE-meist-
arinn Ingvar Ásmundsson bar sigur
úr býtum en hann hlaut fullt hús
vinninga en veitt voru verðlaun í alls
sex aldursflokkum:
75 ára og eldri
Lárus Johnsen 5 vinningar af 7 mögulegum.
Sigurberg H. Elentínusson 4½ v.
Ársæll Júlíusson 4 v.
65 ára til 74 ára Ingvar Ásmundsson, 7 v.
Gunnar Gunnarsson, 6 v.
Jóhann Örn Sigurjónsson, 6 v.
7.–9. bekkur
Helgi Brynjarsson 5 v.
Sverrir Þorgeirsson 4½ v.
Ingvar Ásbjörnsson 4 v.
4.–6. bekkur Hjörvar Steinn Grétars. 5 v.
Svanberg Már Pálsson 4 v.
Hörður Aron Hauksson 4 v.
1.–3. bekkur Hans Adolf Linnet 3 v.
Jökull Máni Kjartansson 3 v.
Hrund Hauksdóttir 2 v.
Bakhjarlar mótsins, VKS og Edda
útgáfa, lögðu til glæsileg verðlaun
sem voru afhent á seinni deginum
sem hófst með með skákmessu í
kirkjunni. Það var sonarsonur séra
Jakobs Jónssonar heitins, Hrafn
Jökulsson, sem tók að sér prédikun
messunnar og blandaðist þar saman
glens og gaman við háleitan og
kristilegan boðskap. Undir prédik-
uninni var sunginn sálmur eftir séra
Jakob heitinn. Á meðan þessu stóð
var öllum krökkum boðið í barna-
messu þar sem rætt var við þau og
brúður komu fram sem miðluðu boð-
skap til þeirra. Að þessu loknu var
boðið upp á hádegisverð þar sem
verðlaunaafhending mótsins fór
fram. Hátíðinni var svo slitið með
fjöltefli Þrastar Þórhallssonar stór-
meistara þar sem tveimur börnum
og einum öldungi tókst að knýja
fram jafntefli.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur 70 ára
Það var hefð í gamla daga að öfl-
ugusta lokaða mót á Íslandi fyrir ut-
an hugsanlega Skákþing Íslands og
alþjóðleg mót var meistaramót Tafl-
félags Reykjavíkur. Þó að með ár-
unum hafi fölnað yfir frægðarljóma
mótsins þá stendur það enn hnar-
reist enda sjötugt um þessar mundir.
Af þessu tilefni bauð félagið forn-
fræga upp á veglega afmælisveislu
þegar fyrsta umferð mótsins í ár
hófst. Þátttakan í ár var einnig betri
en undanfarin ár en alls eru skráðir
58 skákmenn til leiks. Þrír flokkar
SKÁK
París, Brissago og Reykjavík
ÍSLENSKUR SIGUR OG
HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ
September og október 2004
Barist í París en friðar-
pípur reyktar í Sviss