Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 37

Morgunblaðið - 02.10.2004, Side 37
líf karla og kvenna á þessum árum. Kaffiveitingar og fyrirspurnir. Mæt- um vel og tökum með okkur gesti. Stjórnin. Kirkjuskólinn í Mýrdal KIRKJUSKÓLINN í Mýrdal byrjar vetrarstarfið laugardaginn 2. okt. nk. kl. 11.15 í Víkurskóla. Brúðu- leikhús, söngur, sögur og litastund. Börnin fá bók og límmiða og ný brúða kemur í heimsókn. Allir hjart- anlega velkomnir. Starfsfólk kirkjuskólans. Klassísk messa og gregorssöngur ÁHUGAHÓPUR um klassíska messu og iðkun gregorssöngs stendur fyrir messum með gregorslagi 1. sunnu- dag í hverjum mánuði í Frið- rikskapellu í Reykjavík. Hópurinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Næstkomandi sunnudag, 3. októ- ber, kl. 20 verður klassísk messa í Friðrikskapellu. Prestur verður séra Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur í Kjalarnesprófasts- dæmi og sungin verður XI. messa, Orbis factor. Æft verður fyrir mess- una kl. 19 sama kvöld. Allir eru hjartanlega velkomnir. Námskeið um tilfinn- ingalega úrvinnslu NÚ Í byrjun vetrar verður haldið námskeið um tilfinningalega úr- vinnslu, í safnaðarheimili Garða- sóknar í Vídalínskirkju, á mið- vikudagskvöldum frá kl. 20 til 22. Um er að ræða tíu skipti. Unnið verður með ýmislegt það sem hefur borið af leið í tilfinninga- lífinu og þar er sorgin og sorg- arviðbrögð og úrvinnsla þeirra auð- vitað mikilvægur þáttur. Einnig verður sjónum beint að þeim rót- tæku breytingum sem fylgja breytt- um kringumstæðum, svo sem við at- vinnumissi, heilsubrest og skilnaði. Skráning er hafin á námskeiðið í síma 565-6380 og byrjar það mið- vikudaginn 13. október nk. kl. 20. eru lokuð tíu manna mót en einn flokkur er opinn. Úrslit fyrstu um- ferðar í A-flokki urðu þau að Jón Viktor Gunnarsson lagði Sævar Bjarnason að velli, Hrannar Bald- ursson vann gamla brýnið Björn Þorsteinsson, Snorri G. Bergsson vann Heimi Ásgeirsson, Kristján Eðvarðsson vann Pál A. Þórarinsson en Guðmundur Kjartansson og Dag- ur Arngrímsson skildu jafnir. Með- alstig A-flokksins eru 2.240 og má búast við spennandi keppni en eins og svo oft áður á mótum TR er al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson sigurstranglegastur. Evrópukeppni í Tyrklandi – Taflfélagið Hellir tekur þátt Margir atvinnuskákmenn í Evr- ópu drýgja helst tekjurnar með því að tefla fyrir skákklúbba víða um álf- una. Þetta gerir Evrópukeppni tafl- félaga að spennandi viðburði á ári hverju enda þar samankomnir marg- ir af öflugustu skákmönnum verald- ar. Í ár verður engin undantekning enda mun enginn annar en Garry Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, vera skráður til leiks með einu af rússnesku liðunum. Hinn öfl- ugi franski klúbbur NAO er þó sig- urstranglegastur enda hefur hann á að skipa afar þéttu liði sem vann keppnina á síðasta ári á eyjunni Krít. Lið Hellis mun öðlast mikla reynslu við að taka þátt í keppninni en það er skipað eftirfarandi skákmönnum: AM Stefán Kristjánsson (2.410) FM Björn Þorfinnsson (2.317) FM Sigurbjörn J. Björnss. (2.315) FM Sigurður D. Sigfússon (2.305) FM Ingvar Þ. Jóhannesson (2.296) FM Andri Áss Grétarsson (2.335) Stefán, Björn, Sigurbjörn og Ingvar Þór voru í sigurliði Hellis á Norðurlandamóti taflfélaga á Netinu og munu þeir ásamt tveim hinum fé- lögum sínum ganga til keppni fullir sjálfstrausts. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 37 MINNINGAR Í einni af þurrabúðunum við stór- býlið Brimilsvelli á Snæfellsnesi liggur ung kona á sæng og er búin að taka léttasóttina. Móðir hennar, sem væntir fæðingar síns fyrsta barnabarns, er elstu dóttur sinni til hjálpar og aðstoðar ásamt ljósmóð- ur og eiginmanninum unga, sem er farinn að óttast hið versta, því það er orðið ljóst, að um eðlilega fæð- ingu verður ekki að ræða og unga konan er orðin fársjúk þegar ákvörðun er tekin um að sækja lækni til Ólafsvíkur. Á þessum árum er slíkt ekki gert nema um greini- lega lífshættu sé að ræða og það leikur víst enginn vafi á um að hér er dauðans alvara á ferðinni. Þegar læknirinn kemur á vettvang eftir nær fimmtán kílómetra ferðalag frá Ólafsvík sér hann strax að barnið liggur ekki eðlilega í fæðingarveg- inum og hér þarf snör handtök ef bjarga á móður og barni. Þrauta- ráðið verður að beita fæðingartöng- um og freista þess að ná barninu PÉTUR JÓHANNESSON ✝ Pétur Jóhannes-son fæddist í Hjallabúð á Brimils- völlum á Snæfells- nesi 12. ágúst 1926. Hann lést á St. Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi sunnudaginn 26. september síðastlið- inn. Foreldrar Pét- urs voru Lilja Sig- þórsdóttir, f. 16.8. 1902, d. 12.1. 1970 og Bjarni Jóhannes Bjarnason, f. 28.2. 1905, d. 27.12. 1993. Pétur kvæntist ekki né átti börn. Hann fluttist ungur með for- eldrum sínum til Ólafsvíkur, þar sem hann átti heimili æ síðan. Pét- ur stundaði sjómennsku og al- menna verkamannavinnu í Ólafs- vík. Útför Péturs fer fram frá Ólafs- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Jarðsett verður á Brimilsvöllum. með þeim hætti og bjarga þá að minnsta kosti lífi móðurinnar. Þetta tekst og barnið er með lífi, en móðirin er fársjúk og þótt það sé ekki ljóst á þessari stundu, þarf hún að berjast fyrir lífi sínu í margar vikur áður en hún snýr aftur til ljóss- ins og lífsins og son- arins, sem hún hefur lagt allt í sölurnar fyr- ir að koma í heiminn. Hin nýbakaða amma víkur ekki frá sjúkra- beðnum í rúmar fjórar vikur og fer varla af fötum allan þann tíma. Yngri systir móðurinnar sjúku tek- ur nýfætt barnið í sína arma og gengur því óundirbúin í móðurstað fyrstu mánuði lífsins, því það á eftir að líða nærri ár áður en móðirin nær heilsu til þess að taka við barni sínu. Þannig hófst ævi Péturs Jóhann- essonar og þessar upphafsstundir settu mark sitt á hann æ síðan. Það kom sem sagt fljótlega í ljós, að hin erfiða fæðing hafði skaðað hann varanlega og þurfti hann meðal annars að berjast við krampaflog, sem tókst þó með ómetanlegri hjálp Árna Árnasonar, sem var á tímabili héraðslæknir Ólafsvíkurhéraðs, að finna heppileg meðul til að halda í skefjum. Lilju og Jóhannesi varð ekki fleiri barna auðið og ólst Pétur upp með þeim, fyrst á Brimilsvöll- um en fljótlega fluttu þau til Ólafs- víkur, þar sem heimili þeirra stóð síðan. Þau Lilja og Jóhannes unnu syni sínum og veittu honum allt það í uppvextinum sem takmörkuð efni leyfðu og það sem á vantaði á hinu efnalega sviði bættu þau ríkulega upp með ást og umhyggju. Pétur var, líkt og foreldrarnir, ljúfmenni í allri umgengni og afskaplega góður börnum og fengu yngri frændsystk- ini hans að njóta vináttu hans og gjafmildi í ríkum mæli eftir að hann fór að vinna fyrir sér og hafa eigin fjármuni umleikis. Eins og þá var títt, byrjaði Pétur snemma að stunda vinnu, bæði á sjó og landi. Var hann meðal annars á sjó á dagróðrabátum frá Ólafsvík og einnig var hann um tíma á síldveið- um fyrir Norðurlandi með vini sín- um Guðmundi Jenssyni, skipstjóra. Vináttan við Guðmund, Jóhönnu konu hans og þá fjölskyldu alla varð löng og gifturík og stóð í raun allt til þessa dags, því Metta, dóttir þeirra, varð snemma mjög hand- gengin Lilju, móður Péturs, og sýndi hún þeim öllum dæmalaust trygglyndi og vináttu og hefur Metta og hennar fjölskylda verið Pétri athvarf og skjól allt til þess að yfir lauk. Þótt Pétri væri ekki allt gefið, sem öðrum þykir sjálfsagt að hafa, þá farnaðist honum vel og hann sá sér ævinlega farborða og var alla ævi fremur veitandi en þiggjandi. Voru þeir áreiðanlega fleiri en al- mennt er vitað, sem hann veitti lið á einn eða annan hátt. Pétri var margt til lista lagt og meðal annars eignaðist hann snemma harmoniku og lék á hana sér til dægrastytt- ingar og hugarhægðar og eitthvað mun hann hafa leikið á dansleikjum og þá einkum með öðrum harm- onikkuleikurum. Hann hafði mikinn áhuga á léttri tónlist og eignaðist snemma grammófón og síðar plötu- spilara og átti á tímabili allgott safn hljómplatna. Pétur var yfirleitt létt- ur í lund, kátur og gamansamur og var vel liðinn og vinsæll á vinnustað, því hann var ágætur verkmaður og verklaginn líkt og foreldrar hans bæði, þótt ekki væri hann burða- maður að líkamsgerð. Orðlagt var hversu góður og nýtinn handflakari hann var og tók hann meðal annars þátt í keppnum í þeirri starfsgrein, þá kominn á efri ár. Hann átti marga kunningja í Ólafsvík og sýndu þeir margir honum mikla ræktarsemi þegar hann var orðinn aldraður og einstæðingur. Er ekki á neinn hallað þótt hér sé nefnt nafn Erlings Helgasonar og hans fjöl- skyldu, en hjá þeim var Pétur oftast á jólum eftir að faðir hans lést árið 1993. Lilja, móðir hans, náði ekki háum aldri; hún lést árið 1970, 68 ára að aldri, og mun í raun aldrei hafa náð sér af veikindunum, sem leiddu af fæðingu sonar hennar og var heilsutæp alla ævi, þótt hún gengi til allra verka með ekki minni röskleika en aðrir. Jóhannes var orðinn talsvert hreyfihamlaður af slitgikt síðustu árin sem hann lifði og sýndi Pétur honum einstaka um- hyggju og ræktarsemi meðan þeir voru tveir saman og annaðist föður sinn til dauðadags með stakri snilld. Pétur hélt síðan heimili einn eftir að faðir hans lést og bjó í húsi foreldra sinna, Grundarbraut 4a í Ólafsvík eða Gilbakka, eins og það hét upp- haflega. Síðustu mánuðina lá hann á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi eftir að hafa veikst alvarlega fyrr á þessu ári og þar lést hann að morgni sunnudagsins 26. september eftir að hafa legið meðvitundarlítill síðustu sólarhringana. Pétur frændi okkar hefur nú lok- ið dagsverki sínu og verður lagður til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í litla kirkjugarðinum að Brimilsvöllum. Hann var alla tíð hógvær og af hjarta lítillátur og tróð ekki öðrum um tær. Að sönnu verður ekki héraðsbrestur þegar aldraður verkamaður og einstæð- ingur að auki kveður þetta jarðlíf. En okkur er samt hollt að minnast þess, að með handtökum sínum og svitadropum hefur sú kynslóð, sem nú er óðum að hverfa af sjónarsvið- inu, byggt upp það velferðarþjóð- félag, sem við búum nú við, þótt við metum það stundum ekki sem skyldi. Við, frændsystkin hans og börn Kristjönu, móðursystur hans, sem einn ágústdag fyrir 78 árum stóð óvænt með nýfæddan son syst- ur sinnar fársjúkrar í höndunum og fóstraði fyrsta æviárið, þökkum honum samfylgdina. Við trúum því að vel hafi verið tekið á móti honum þar sem andi hans er núna. Kristbjörg, Þorkell og Sigþór. Elsku Pétur, við kveðjum þig með virðingu og þökk. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu, orðin þín blíð, við kveðjum þig vinur, sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Ágúst Jónsson.) Fríða, Erlingur og fjölskylda, Ólafsvík. ✝ Engilbert Þor-valdsson fæddist að Minniborg undir Eyjafjöllum 11. októ- ber 1906. Hann and- aðist á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Ingvars- son bóndi og Guð- björg Sigurðardóttir húsfreyja, sem lengst af bjuggu á Raufarfelli, Austur- Eyjafjöllum. Systkini Engilberts voru Jóhanna, f. 1907, d. 1998, Þorsteina, f. 1911, d. 1976, Sigurjón Óskar, dó í frumbernsku, Sigurjón Júlíus, f. 1918, d. 1992, og Elín Ólafía, f. 1926. Árið 1943 kvæntist Engilbert Láru Bogadóttur f. í Flatey á Þröstur, f. 1976, sambýliskona hans er Rakel Björk Haraldsdótt- ir, f. 1979, sonur þeirra er Jóhann Bjarni f. 2002. Ungur að árum tók Engilbert virkan þátt í starfsemi Ungmenna- félagsins Eyfellings og var einn í hópi þeirra er reistu Seljavalla- laug. Auk almennra sveitastarfa stefndi hugurinn snemma til starfa í Vestmannaeyjum og á sautjánda ári var hann orðin sjómaður þar. Hann flutti alfarinn til Vest- mannaeyja 1943 og stundaði sjó- róðra þar í tuttugu ár. Í landi stundaði hann almenna fiskvinnu til áttræðisaldurs og þá lengst af í Fiskiðjunni sem hann var löngum kenndur við. Engilbert var vel ern og leið ekki sá dagur, að afloknu ævistarfi, að hann gengi ekki einu til tvisvar niður í bæ og á hafnarsvæðið til að fylgj- ast með athafna- og mannlífi. Eng- ilbert hélt heimili til 95 ára aldurs en flutti þá á dvalarheimili aldr- aðra, Hraunbúðir. Útför Engilberts verður gerð í dag frá Landakirkju og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Breiðafirði 10. des. 1910, d. 13. nóv. 1997. Foreldrar hennar voru Bogi Guðmunds- son, kaupmaður og smiður í Flatey, og Sigurborg Ólafsdóttir húsfreyja. Dætur Engilberts og Láru eru: 1) Sigur- borg Ólöf, f. 9. júlí 1944, maki hennar var Eiður Marinósson, f. 30. ágúst 1939, d. 15. des. 2000. Börn þeirra eru: Marín, f. 1962, dóttir hennar er Bryn- dís, f. 1981, Engilbert, f. 1964, d. 1984, og Berglind, f. 1974, synir hennar eru Alexander Freyr, f. 1992, og Engilbert Egill, f. 1997. 2) Guðbjörg, f. 31. des. 1950, maki Jó- hann Jónsson, f. 1948. Börn þeirri eru: Heiðrún Lára, f. 1968, og Um aldir hefur fólk undan Fjöll- unum horft til Eyja. Svo var einnig á fyrri hluta síðustu aldar, ekki síst þegar ljósin sáust og bátarnir á veiðum austur á Holtshrauni og víðar í Fjallasjónum. Á meðal ungra manna á þessum árum var Engilbert Þorvaldsson, sem þá var að slíta barnsskónum á Raufarfelli, Austur-Eyjafjöllum. Í hugum þessa fólks var framtíðin í Eyjum og meðal ungra manna og kvenna, sem fluttu til Eyja, var Engli (en það var hann ávallt nefndur). Það mun hafa verið um 1925. Á sínum fyrstu árum í Eyjum stundaði Engli sjómennsku. Við stofnun Fiskiðjunnar 1951 hóf Engli störf þar og varð það hans starfsvett- vangur, eftir það. Í þá daga voru menn ekki að flökta á milli vinnu- staða, eða yfirgefa húsbændur sína. Hann var húsbóndahollur og ávallt ríkti vinátta á milli hans og yfirboðara. Kynni mín við Engla spanna mörg ár, foreldrar mínir voru einn- ig undan Fjöllunum og höfðu fetað sömu leið og Engli nokkrum árum áður, m.a. var faðir minn einnig frá Raufarfelli. Það lá fyrir mér, eins og Engla, að eyða starfsaldri mín- um í Fiskiðjunni. Það eru mörg at- vikin og tilsvörin hans Engla, sem koma upp í hugann við þessi tíma- mót. Hann hafði oft á orði við Gústa Matt forstjóra og einn eig- anda Fiskiðjunnar, að asskoti hljóti þeir að hafa verið ríkir, hann, Gísli í Laufási og Steini á Blátindi þegar þeir byggðu Fisk- iðjuna, ávallt vælandi um tap ár eftir ár. Einhverju sinni var haft eftir Engla: „Það er sama sagan, þessir lyftarar þurfa alltaf að bila þegar verið er að nota þá.“ Engli vann alltaf við saltfiskinn, svo maður tali nú ekki um skötuna, sem endaði fyrir rest á borðum góðborgara á Þorláksmessu bæði hér í Eyjum, sem og víða um land og þótti með þeim betri, enda vel kæst og safarík. Oft var Engli spurður að því, hvaða formúlu hann notaði við verkunina. Það var fátt um svör, en glöggum mönnum, sem unnu með Engla, fannst hann bregða sér oft í skötuhornið þegar hún var í verkun. Þessi gáta verð- ur ekki leyst úr þessu. Það eru margar gáturnar, sem fara með gömlum og lífsreyndum mönnum í gröfina. Engli gerði lítið af því að taka sér frí. Þá sjaldan það kom fyrir var farið heim, skipt um föt, komið aftur og skundað í mótorhúsið til að hitta sveitunga sinn Magga frá Seljavöllum. Þar var síðan setið, þrefað og diskúterað um gamla daga í sveitinni og oftast var fjöldi mála óleystur, þegar farið var heim að kveldi. Þetta endurtók sig dag eftir dag meðan fríið stóð yfir. Eftir að starfsævinni lauk var hann daglegur gestur í Fiskiðjunni og hafði ýmislegt til málanna að leggja við gömlu vinnufélagana. Engli dvaldi á Hraunbúðum síð- ustu missiri og undi hag sínum vel. Eigi alls fyrir löngu heimsótti einn Fiskiðjuvinurinn Engla og spurði hverning honum líkaði vistin. Jú, Engli lét vel af sér, það væri þá helst, að þetta væru svoddan gaml- ingar. Þess má geta að Engli var næst elstur á heimilinu og reyndar í bænum líka, nær níutíu og átta ára. Með Engla er genginn einn af þessum gömlu góðu samferða- mönnum, sem settu svip á bæinn, ávallt léttur á fæti, léttur í lund, gerði aldrei flugu mein og allir þekktu. Gamli Fiskiðjukjarninn kveður góðan vin, sem öllum var svo kær. Það er gott að kveðja vin, sem lét aðeins gott eitt af sér leiða. Far þú í friði, við munum sakna þín. Ég votta dætrum hans, ættingj- um og vinum samúð mína. Guðjón Ólafsson (Gaui í Gíslholti). ENGILBERT ÞORVALDSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.