Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 49
DAGBÓK
Síðasta fimmtudag var dagur hjúkr-unarfræðideildar haldinn hátíðlegur í til-efni þess að 2. október 1973 hófst nám íhjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Að
þessu sinni var því fagnað að dr. Helga Jóns-
dóttir fékk framgang í stöðu prófessors við deild-
ina og hélt Helga af því tilefni erindi sem bar
heitið: Að þróa þekkingu um hjúkrun sjúklinga
með langvinna sjúkdóma – Hjúkrun í krafti
þekkingar. Þar fjallaði Helga um rannsóknir sín-
ar og samstarfskvenna á hjúkrun fullorðinna
langveikra sjúklinga, einkum fólks með lungna-
sjúkdóma. Rannsóknir þessar byggjast bæði á
eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Helga
hefur beint sjónum að reynsluheimi sjúklinga og
þróun hjúkrunarmeðferða, s.s. reykleys-
ismeðferð, endurminningameðferð og stuðnings-
meðferð. Jafnframt fjallaði hún um nýjustu rann-
sóknir sínar sem hún nefnir „partnership as
practice“ auk þess að ræða um hjúkrun lang-
veikra í ljósi breytinga á heilbrigðisþjónustu.
Hvaða þýðingu hefur framgangur þinn?
„Þessi framgangur er fyrst og fremst við-
urkenning á fræðastörfum mínum og samstarfs-
kvenna minna. Hjúkrunarfræði er ung fræði-
grein og rannsóknir í henni á Íslandi eru rétt að
slíta barnsskónum. Hjúkrunarfræði hefur sína
sérstöku nálgun í fræðimennsku. Hún leggur
áherslu á reynslu fólks af sjúkdómum, fötlunum
og ýmsum áföllum sem ógna heilsu og velferð
með það að leiðarljósi að auka skilning á líðan og
þróa umönnun sem dregur úr eða leysir heilsu-
farsvanda.
Þessi framgangur er ekki síður viðurkenning á
því frumkvöðlastarfi í rannsóknum og kennslu
sem átt hefur sér stað og blómstrar um þessar
mundir í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Framan af var hjúkrunarfræðin námsbraut í
tengslum við læknadeild en fyrir nokkrum árum
urðum við sjálfstæð deild, sem helgast fyrst og
fremst af eflingu fræðimennsku. Öflug fræði-
mennska gerir það einnig að verkum að nú get-
um við boðið upp á framhaldsnám við deildina,
bæði fjölbreytt meistaranám, auk doktorsnáms,
en sl. vor veitti háskólaráð hjúkrunarfræðideild
leyfi til þess. “
Hversu mikilvægar eru rannsóknir í hjúkr-
unarfræði?
„Fyrst má nefna að við þurfum rannsóknir til
að afla vitneskju um heilsufarsvanda fólks og
hjúkrunarþarfir honum tengdar. Síðan þurfum
við rannsóknir á hvernig hjúkrunarfræðingar
geta best annast skjólstæðinga sína. Þá er nauð-
synlegt að vita hver er árangur hjúkrunarmeð-
ferða og annarra þátta er lúta að umönnun skjól-
stæðinga. Að lokum má nefna að skipulagning
hjúkrunarþjónustu er margslungin og mörg
þjónustuform möguleg. Mikilvægt er að leita sí-
fellt leiða sem stuðla að sem mestum gæðum á
sem skilvirkastan hátt. Til þess eru rannsóknir
nauðsynlegar.“
Hjúkrun | Framgangi í stöðu prófessors í hjúkrunarfræði fagnað
Viðurkenning á rannsóknum
Helga Jónsdóttir
fæddist á Akureyri árið
1957. Hún lauk prófi í
hjúkrunarfræði frá HÍ
1981 og doktorsprófi
frá Minnesotaháskóla
1994. Helga hefur verið
í föstu starfi í náms-
braut í hjúkrunarfræði,
síðar hjúkrunar-
fræðideild HÍ, frá 1990
og Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi frá
1982 með hléum. Nú gegnir Helga starfi pró-
fessors og forstöðumanns fræðasviðs lang-
veikra fullorðinna.
Hún er gift Arnóri Guðmundssyni, þróun-
arstjóra í menntamálaráðuneytinu, og eiga
þau tvo syni.
Bensínið orðið dýrt
OLÍUVERÐ veldur áhyggjum les
maður í fjölmiðlum. Um leið og
heyrist af hækkun úti í heimi virðist
verða sjálfkrafa hækkun á olíuverði
hér á landi. Mér finnst að ríkis-
stjórnin ætti að hugsa sinn gang í
sambandi við að halda einhverjum
stöðugleika hér á landi. Bíllinn er
skattlagður endalaust og virðist mér
sem ríkisstjórnin telji bílinn vera
lúxus. Fyrir mig er lífsnauðsynlegt
að eiga og nota bíl og er orðið mjög
dýrt að fylla bílinn af bensíni.
Af hverju lækkar ríkið ekki bens-
ínskattinn og sýnir gott fordæmi?
Ríkið þénar stórar upphæðir á
hverri hækkun á bensíni. Finnst
þetta ekki sniðugt gagnvart þjóð-
inni. Þjóðin hefur síðasta orðið í
næstu kosningum því þessar hækk-
anir ganga orðið of langt.
Laufey Elsa Sólveigardóttir.
Misþyrmingar á dýrum
ÉG var stödd á móti KB banka sl.
föstudag. Þar var ungur maður með
svartan fallegan hund. Hundurinn
hafði verið að gelta eitthvað en þá
lagði ungi maðurinn hundinn í jörð-
ina, tók í eyrun á honum og hrækti á
hann. Hundurinn ýlfraði undan
þessari meðferð og ofbauð mér og
hefði lögreglan verið nálæg hefði ég
kallað á hana því ég þoli ekki svona
misþyrmingar á dýrum.
Dýravinur.
Sáðmenn söngvanna
ÉG vil koma á framfæri þakklæti til
Harðar Torfasonar fyrir frábæran
þátt, Sáðmenn söngvanna.
Guðrún.
Brandur er týndur
BRANDUR hvarf 17. ágúst frá Dal-
landi í Mosfellsbæ. Hann er fullorð-
inn, geltur högni, eyrnamerktur
G5011. Brandur er gæfur köttur,
brúnbröndóttur með hvítan flekk á
bringu og fremst á loppum og var
bústinn og vel á sig kominn er hann
hvarf. Frést hefur af ketti sem lá á
Nesjavallaveginum í brekkunni fyrir
neðan bæinn Dalland snemma
morguns um svipað leyti og Brandur
hvarf og var hann talinn dauður. Síð-
ar um daginn var kötturinn horfinn.
Útlitslýsing á þeim ketti er óljós og
hugsanlegt er að einhver hafi fjar-
lægt hann af veginum. Biðjum við þá
sem kynnu að hafa séð hann að láta
okkur vita í síma 566 6880 / 566 6885/
822 2010 eða 820 2688.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Hlutavelta | Þeir Axel Óskar Andrés-
son og Helgi Kristjánsson söfnuðu
1.334 kr. til styrktar Hjálparsjóði RKÍ.
Hlutavelta | Þær Erna Björk Ólafs-
dóttir og Birta Þórsdóttir söfnuðu 686
kr. til styrktar Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna.
JPV ÚTGÁFA hefur gefið út bókina Ab-
arat eftir Clive Barker í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar, en hún segir frá ferða-
lagi stúlkunnar
Candy Quacken-
bush til framandi
heims þegar flóð-
bylgja hrífur hana
burt frá leiðinleg-
asta stað heims
út í ævintýralegt
ferðalag með und-
arlegum manni.
Flóðbylgjan ber
Candy til ABARATS sem er stór eyja-
klasi þar sem hver eyja er mismun-
andi klukkustund sólarhringsins, allt
frá Hausnum mikla við Rökkursund,
klukkan átta að kvöldi, til sólglitaðra
undranna klukkan þrjú síðdegis þar
sem drekar eru á ferð, ellegar myrkra
ógna Dofrabóls þar sem Kristófer Car-
rion, lávarður af miðnætti, ræður ríkj-
um.
Candy er ætlað hlutverk í þessum
undarlega heimi: Hún er þangað kom-
in til að bjarga Abarat frá myrkum öfl-
um sem eru eldri en sjálfur tíminn og
búa yfir meiri illsku en Candy hefur
nokkurn tíma komist í tæri við.
Börn
JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér Virgil
litla eftir Ole Lund Kirkegaard en hún
kom fyrst út á íslensku 1982 en er nú
prýdd litmynd-
um Maríu Bang
Kirkegaard,
dóttur höf-
undar.
Sagan segir
frá Virgli litla,
sem á heima í
hænsnakofa í
litlum bæ
ásamt einfætt-
um hana sem vekur hann á hverjum
morgni. Vinir Virgils litla eru Óskar og
Karl Emil og þeir félagarnir lenda í
mörgum ævintýrum. Eitt fjallar um
einmana stork og annað um afmælis-
veislu Karls Emils. Og ekki nóg með
það – Virgill litli og vinir hans þurfa líka
að fást við dreka með tvö höfuð og sjö
fætur. Þorvaldur Kristinsson þýddi.
Börn
UPPHEIMAR hafa gefið út ljóðabókina
Lágmynd eftir pólska ljóðskáldið Tad-
eusz Rozewicz í þýðingu Geirlaugs
Magnússonar.
Í Lágmynd veltir
skáldið fyrir sér
þeirri spurningu
hvað það merki að
vera manneskja,
sérstaklega í ljósi
tilhneigingar og af-
kasta mann-
skepnunnar í að
beisla náttúruna og níðast á með-
bræðrum sínum.
Ljóð
FYRSTU tónleikarnir í tónleikaröð
Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar
verða haldnir á morgun klukkan
átta. Þar verður fluttur píanókvint-
ett op. 44 eftir Robert Schumann og
píanókvintett op. 34 eftir Johannes
Brahms, en þarna er um að ræða
afar þekkt og mikils virt verk í
þessari hljóðfærasamsetningu og ku
vera afar sjaldgæft að fá að heyra
þá saman á tónleikum.
Tríóið hefur fyrir þessa tónleika
fengið tvo af fremstu strengjaleik-
urum landsins til liðs við sig, þær
Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara
og konsertmeistara, og Ásdísi
Valdimarsdóttur víóluleikara. Ásdís,
sem var um árabil víóluleikari í
kvartettinum Chilingirian, kemur
sérstaklega til landsins vegna tón-
leikanna og er þetta í fyrsta sinn
sem hún kemur fram með Tríói
Reykjavíkur.
Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru
þau Peter Maté píanóleikari, Gunn-
ar Kvaran sellóleikari og Guðný
Guðmundsdóttir, fiðluleikari og
konsertmeistari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands ásamt Sigrúnu Eð-
valdsdóttur. Það er ekki oft sem
fólki gefst kostur á að heyra báða
konsertmeistarana leika saman
kammertónlist, en tíu ár eru liðin
síðan þær Guðný og Sigrún léku
síðast saman á tónleikum í Hafn-
arborg.
Tónlist | Tríó Reykjavíkur leikur kvintetta meistaranna
Risar píanókvintettanna mætast
Morgunblaðið/Golli
Í GÆR var úthlutað 30 styrkjum
frá Myndstefi, að upphæð 5,5 millj-
ónir alls, sem skiptust þannig að
annars vegar eru 17 verk-
efnastyrkir að upphæð 250.000 kr.
hver og 13 ferða- og mennt-
unarstyrkir að upphæð 75.000 kr.
hver. 47 umsóknir bárust um verk-
efnastyrki og 37 umsóknir um
ferða- og menntunarstyrki.
Úthlutunarnefnd á vegum Mynd-
stefs fer yfir allar umsóknir og
ákveður styrkveitingar.
Þetta er þriðja árið sem stjórn
Myndstefs veitir þessa styrki en
þeir nema rúmlega 19 milljónum
kr. á þessu þriggja ára tímabili.
Þeir fjármunir sem varið er til
þessara styrkveitinga eru vegna
innheimtu á höfundarréttargjöldum
sem ekki eru eyrnamerkt ein-
stökum höfundum en eru greiddar
til höfundarréttarsamtaka vegna
notkunar á vernduðum verkum svo
sem vegna ljósritunar í skólum.
Eftirtaldir aðilar hlutu verk-
efnastyrk að upphæð 250.000 kr.
Aðalheiður, Kristín og Magda-
lena – Sýning í Finnlandi. Anna
Eyjólfsdóttir – Skráning á safni
leirmuna. Áslaug Jónsdóttir –
Bókahönnun á barnabókum. Bjarg-
ey Ólafsdóttir – Sýningahald í Par-
ís. Bjarni Hinriksson – Sýning á
myndasögum. Borghildur Ósk-
arsdóttir – Tímarit katalóg sem
fylgir farandsýningu. Brynhildur
Þorgeirsdóttir – Sýning í Hafn-
arhúsinu 2005. Erla S. Harð-
ardóttir – Sýningarhald í Berlín.
Hlynur Helgason – Vegna INFO
2005. Jean Posocco – Teiknimynda-
saga. Kling og Bang – Heimasíðu-
gerð. Kristín Sigfríður Garð-
arsdóttir – Vegna vinnu og
rannsókna í Japan. Snorri Ás-
mundsson – Sýning í nýlistasafninu
2005. Textílhópurinn c/o Gerður
Guðmundsdóttir – Textílsýning í
Frakklandi. Tumi Magnússon –
Myndlistarsýning. Úlfur Grönvold
– Vegna reksturs Kling og Bang.
Þorsteinn Geirharðsson – Samsýn-
ing íslenskra hönnuða.
Eftirtaldir aðilar hlutu ferða- og
menntunarstyrki að upphæð 75.000
kr.
Borghildur Óskarsdóttir – vegna
sýningar í Póllandi. Erling Þ.V.
Klingenberg – Ferð vegna sýningar
í Danmörku o.fl. Eygló Harð-
ardóttir – Vegna myndlistarsýn-
ingar í Póllandi
Félag íslenskra teiknara – Senda
3 fulltrúa frá Íslandi til að dæma í
hönnunarkeppni ADCE. Hlynur
Helgason – 2 ferðir til Prag og
undirbúningur INFO. Ferð til Pól-
lands vegna INFO. Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík – Undirbún-
ingur í þátttöku Site-action 2005.
Nína Magnúsdóttir – Starfa sem
myndlistarmaður í tvær vikur á
Ítalíu. Ólöf Nordal – Sýning í Pól-
landi. Ósk Vilhjálmsdóttir – Ferð
til Rómar. Pétur Halldórsson –
Ferðalag um Norðurlöndin. Unnar
Örn Jónasson Auðarson – Halda
fyrirlestur um eigin myndlist í Ist-
anbúl. Valgerður Guðlaugsdóttir –
Sýning í Póllandi.
Morgunblaðið/Sverrir
Ánægður hópur styrkþega Myndstefs að lokinni úthlutun.
Myndstef úthlutar 5,5 milljónum