Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 51

Morgunblaðið - 02.10.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 51 MENNING Dönsk kvikmyndagerð hefurverið í miklum blóma síð-ustu árin, með velgengni Dogma-mynda og leikstjóra á borð við Lars Von Trier, Tomas Vinter- berg, Lone Scherfig og Susanna Blier, auk þess sem vel hefur gengið að selja farsælt sjón- varpsefni á borð við Niko- laj og Julie út fyrir landsteinana, m.a. til Íslands.    Í gær hófust danskir bíódagar í Regnboganum þar sem sýndar eru ellefu nýjar og nýlegar myndir frá Danmörku. Allt myndir sem vakið hafa athygli heima og heiman, feng- ið góða aðsókn í Danmörku og margar hverjar unnið til alþjóð- legra kvikmyndaverðlauna. Ber þar hæst opnunarmyndin sem er frum- sýning á myndinni Bræður eftir Susanna Blier en myndir hennar, Den eneste ene og Elsker dig for evigt náði talsverðum vinsældum hér á landi.    Í dag fer svo fram málþing á Kaffi Reykjavík um gerð kvikmynda í Danmörku og þá sérstaklega Dogma-myndanna, þátt kvikmynda- skólans, kvikmyndastofnunar og samstarfsins í greininni. Á málþinginu verður m.a. velt upp nokkrum atriðum sem gefið hafa góða raun í danskri kvik- myndagerð, eins og hversu mikið er lagt upp úr hópvinnunni í danskri kvikmyndagerð, hvernig leikarar eru t.a.m. virkjaðir í mótun frásagn- arinnar. Þá hefur aðhald í kostnaði og hversu fjármunum er vandlega varið skilað góðum árangri. Friðrik Þór Friðriksson og Sjón munu stjórna umræðum sem fara munu fram á ensku. Danskir þátttakendur í málstof- unni koma úr ólíkri átt en eiga allir sameiginlegt að búa yfir mikilli reynslu og þekkja danska kvik- myndagerð í þaula. Henning Camre hefur verið forstöðumaður dönsku kvikmyndastofnunarinnar síðan 1998 og var áður skólastjóri danska kvikmyndaskólans (Den danske filmskole) sem og enska kvikmynda- skólans (National Film School). Lars Kjeldgaard er handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Hann hefur unnið mikið fyrir sjónvarp og kvikmyndir, m.a. með Tómasi Gísla- syni. Lars var aðalhöfundur hug- mynda og handrita fyrir hinar vin- sælu þáttaraðir Edderkoppen og Forsvar en báðar voru sýndar hér í sjónvarpi. Mogens Rukov er prófessor við danska kvikmyndaskólann og hefur unnið með flestum af yngri kvik- myndagerðarmönnum Danmerkur sem handritshöfundur og ráðgjafi. Hann var meðal annars handrits- ráðgjafi að fyrstu mynd Lars von Trier, Forbrydelsens element, og hefur verið ráðgjafi við myndir eftir Dag Kára og skrifaði handritið að Festen ásamt leikstjóranum Tómas Vinterberg. Lone Scherfig kvikmyndaleik- stjóri hefur leikstýrt þremur kvik- myndum í fullri lengd og hlotið fjöl- mörg verðlaun víðs vegar um heim. Þekktasta mynd hennar, Italiensk for begyndere, sem var fimmta danska dogmamyndin, komst í keppni Berlínarhátíðarinnar árið 2001. Nýjasta mynd hennar, Wilbur Wants to Kill Himself, er nú sýnd víða um heim og hefur vakið verð- skuldaða athygli. Kristian Levring lærði við danska kvikmyndaskólann og var boðið að vera með í dogmahópnum árið 1995. Hann tók fjórðu dogmamynd- ina, The King is Alive, í Namibíu. Vinca Wiedemann er listrænn stjórnandi við nýjan framleiðslusjóð hjá Dönsku kvikmyndastofnuninni. Hún er klippari að mennt og hefur einnig víðtæka reynslu sem fram- leiðandi og handritshöfundur. Hún var var kvikmyndaráðgjafi við Dönsku kvikmyndastofnunina þar sem hún kom m.a. að styrkveitingu Nóa albinóa eftir Dag Kára og Næsland eftir Friðrik Þór Frið- riksson; Lylja 4-Ever eftir Lukas Moodyson og Dogville eftir Lars von Trier. Málstofan verður haldin á efri hæð Kaffi Reykjavíkur í dagkl. 10 með morgunkaffi og gert er ráð fyr- ir að henni ljúki um kl. 18. Mál- stofan er ætluð fagfólki og öðru áhugafólki um kvikmyndagerð. Má læra af danskri kvik- myndagerð? ’Á málþinginu verðurm.a. velt upp nokkrum at- riðum sem gefið hafa góða raun í danskri kvikmynda- gerð, eins og hversu mikið er lagt upp úr hópvinnunni í danskri kvikmyndagerð, hvernig leikarar eru t.a.m. virkjaðir í mótun frásagn- arinnar.‘ AF LISTUM Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Lone Scherfig MARY Hoffman er afar viðkunn- anleg, ensk kona. Hún elskar að leika við köttinn sinn, á þrjár dætur og er aldrei í neinu bláu, né heldur kaupir hún sér nokkuð blátt. Mary Hoffman er líka höfundur ótal barnabóka, sem margar hverj- ar hafa notið mikilla vinsælda í heimalandi hennar og víðar. Þar á meðal er myndabókin Amazing Graze, og nýjasta bókaröð hennar, Stravaganza-bækurnar. Ein þeirra hefur nú verið þýdd og gefin út á íslensku hjá Máli og menningu, og nefnist hún Stravaganza: Grímu- borgin. Þetta er sú fyrsta af þrem- ur í röðinni, en sú þriðja er vænt- anleg á enskan bókamarkað í vor. Mary Hoffman er stödd hér á landi í tilefni af Alþjóðlegu barna- bókahátíðinni, sem fer fram í Nor- ræna húsinu þessa dagana. Það liggur beint við að spyrja hana út í þema hátíðarinnar, sem hún sjálf fellur undir, og er galdra- og fant- asíusögur. Af hverju telur hún að galdra- og fantasíubækur séu svo vinsælar nú sem raun ber vitni? „Ég held reyndar að þær hafi alltaf verið vinsælar. Ég ólst sjálf upp við Tolkien og las Hringadrótt- inssögu þegar hún kom fyrst út fyrir fimmtíu árum. Auðvitað eru viðfangsefnin mismunandi á hverj- um tíma og það má vel vera að um skeið hafi bækur af þessum toga ekki verið sérstaklega í tísku, en ég held að allir, ekki síst börn, hafi alltaf gaman af galdri og eig- inleikum hans til að umbreyta okk- ur. Sem bókmenntir gera raunar einnig,“ segir Mary Hoffman og hlær. „Það að geta umbreytt lífi okkar er okkur afar mikilvægt, tel ég.“ Skoðanir koma alltaf í gegn Í upphafi Grímuborgarinnar er kynntur til sögunnar Lucien, sem liggur þungt haldinn af veikindum á spítala. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort Hoffman leggi á það áherslu, að í bókum hennar felist einhver ádeila, einhver skilaboð til barna, til dæmis um að þau hafi það misgott? „Já, í sumum þeirra sem fást við ýmis félagsleg viðfangsefni. En ekki í Stravaganza-bókunum, nema þau skilaboð að ímyndunaraflið geti breytt hverju sem er, sem er nokk- uð sem ég trúi staðfastlega. Hvað varðar veikindi Luciens þurfti sag- an á ákveðnum kringumstæðum að halda þar sem þessi drengur gæti flust milli heima. Í öllum þremur Stravaganza-bókunum er söguhetj- an óhamingjusöm og óskar þess að vera hluti af öðrum heimi.“ Hoffman segist fyrst og fremst vera sagnamaður, „skáld“ eins og hún skýtur inn á íslensku, og geta rakið sig aftur til slíkra frá upphafi heimsins. „En ef maður er mann- eskja með sterkar skoðanir, eins og ég er, koma þær óhjákvæmilega í gegn í skrifum manns. Áður en Stravaganza-bækurnar urðu til voru vinsælustu bækur mínar myndasögurnar Amazing Grace, sem fjölluðu um svarta stúlku. Og ég hef oftsinnis fjallað um marg- brotna menningarheima í skrifum mínum. En það er einfaldlega vegna þess að því hef ég áhuga á. Ég fer ekki af stað með að skrifa ákveðin skilaboð, heldur fyrst og fremst góða sögu.“ Stravaganza-bækurnar eru meira lesnar af stúlkum en strákum, en Hoffman segist ætla þær báðum kynjum. „Strákarnir sem lesa þær eru alveg eins hrifnir af þeim og stelpurnar sem lesa þær,“ segir hún. „En stelpurnar eru hrifnari af rómantískri hlið bókanna. Í upphafi stóð reyndar ekki til að gera mikið úr þeim þætti bókarinnar. En það varð þannig að lokum.“ „Hjólbörur“ í textanum Halla Sverrisdóttir hefur þýtt Grímuborgina og mun hún einnig annast þýðingar á seinni tveimur bókunum, sem koma út hjá Máli og menningu. Á fyrstu blaðsíðu bók- arinnar koma fyrir orð sem ef til vill eru sjaldséð í barnabók- menntum; háreist, rangsælis og yf- irvofandi. Þegar Hoffman er innt eftir því hvers konar málfar hún noti í bókum sínum segist hún gjarnan vilja nota orð sem séu erfið og fólk skilji ekki um leið, heldur af samhenginu. „Þessar bækur eru ætlaðar unglingum, og ég gef því engan afslátt á tungumálinu. Móðir mín hlaut ekki langa skólagöngu, en lærði að lesa. Það voru hins veg- ar mörg orð sem hún skildi ekki, og þegar hún rakst á orð í texta sem hún skildi ekki setti hún í staðinn orðið „hjólbörur“. Við getum sagt að ég vilji gjarnan hafa margar „hjólbörur“ í textanum mínum.“ Hoffman segist afar hrifin af ís- lensku og vildi gjarnan læra hana. Hún er menntuð í málvísindum, en sat aldrei tíma í íslensku – utan einu sinni fyrir misgáning. „En fyrsta sagan sem ég man eftir að hafa heyrt og áttað mig á að væri saga var sagan af drápinu á Baldri hinum góða. Það var því fljótt sem norræn áhrif gerðu vart við sig. Undanfarið hef ég varið miklum tíma á Ítalíu, vegna Stravaganza- bókanna þar sem landið Talía er byggt á Ítalíu. En nú held ég að ég sé að sigla inn í einhvers konar norrænt tímabil,“ segir hún og árit- ar bókina mína – með svörtum en ekki bláum penna að sjálfsögðu – Mary Hoffman (María Origens- dóttir). Bókmenntir | Mary Hoffman skrifar um grímuklædda hertogaynju í Grímuborginni og notar aldrei bláan penna Fyrst og fremst sagnamaður Mary Hoffman www.maryhoffman.co.uk www.stravaganza.co.uk ingamaria@mbl.is KAMMERDJASSTRÍÓIÐ Cold Front kom skemmtilega á óvart á fyrstu tónleikum 14. Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir félagar leika á Ís- landi. Björn stofnaði tríóið með Kan- adamanninum Richard Gilles, sem er af íslensku bergi brotinn, og bandaríska bassaleikaranum Steve Kirby, sem er í hópi þekktari bassa- leikara djassins. Þeir Richard og Steve búa í Winnipeg og hefur tríóið leikið víða vestanhafs. Þeir hófu leik- inn á ópus eftir Björn, samnefndum tríóinu. Þetta var leikandi gletta og gaf tón kvöldsins; létt sveifla, leik- andi laglína og glæsilegur sam- leikur. Björn átti fínan sóló í I’ll remember april, vel uppbyggðan og yfirbragðið eilítið öðruvísi en við eig- um að venjast hjá honum. Það kom enn betur í ljós í Soflty as in a morn- ing sunrise, söngdansi Rombergs sem Björn hefur leikið meira og minna allt sitt djasslíf. Hér brá fyrir nýjum tóni í spuna hans, mildari og ljóðrænni en oftast áður og tæknin ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að koma hugmyndum á framfæri. Kirby hóf dansinn á vold- ugum einleikskafla sem hófst á barnagælu og í framhaldi skalahlaup og slagbassi og tónninn voldugur einsog hjá Ray Brown og gömlu köppunum. Richard Gilles blés meistaralega í flýgilhorn í Softly, en því miður var þetta eina lagið þar- sem hann blés í það hljóðfæri sem mér finnst hann höndla enn betur en trompetinn. Hann býr yfir þessum farmerísku tóntöfrum sem blómstra hvað best þegar blásið er í flýgil- hornið. Annars er hann lipur tromp- etleikari þótt krafturinn sé ekki að- alsmerki hans og fór vel með demparann í aukalaginu, Caravan eftir Juan Tizol, þarsem Steve Kirby lék enn einn meistarainnganginn. Annar Ellingtonópus var á dag- skránni: It don’t mean a thing if it ain’t got that swing, eftir meistarann sjálfan, þarsem einstök mýkt ríkti í hröðum sólói Björns; afturá móti var Tangóinn hans góði leikinn hægar en við eigum að venjast, dálítilli dramatík bætt í tilfinningaskalann og Gilles með latín-trompethljóm. Blúshljómarnir frægu, sem maður man einna fyrst eftir hjá Percy Heath og NHØP hefur notað óspart, hljómuðu í sóló Steves í ópusi Björns, G (strengur í Hörgá) og spilamennskan var fyrstaflokks hjá tríóinu. Eina lagið þarsem vantaði dálítið uppá kraftinn var St. Thomas eftir Sonny Rollins, en þar vill mað- ur nú hafa voldugt slagverk með í för. Það er óhætt að óska Birni til hamingju með þetta tríó og ég held að hann hafi ekki gert betri hluti í músík enn sem komið er, en Björn hefur mörg andlit og er óþreytandi að kanna nýja stigu einsog allir sannir listamenn. Hin mörgu andlit Bjössa Thor DJASS Cold Front Kaffi Reykjavík miðvikudagskvöldið 29. september 2004 kl. 20.30. Richard Gilles trompet og flýgilhorn, Björn Thoroddsen gítar og Steve Kirby bassa. Vernharður Linnet VAKA-HELGAFELL hefur gefið út bók- ina Barn verður til, eftir prófessor Lars Hamberger, með ljósmyndum Lennarts Nilssons og í þýðingu Guð- rúnar Svans- dóttur. Bókin var fyrst gefin út 1965 og vakti þegar í stað mikla athygli vegna ljósmynd- anna af þróun fósturs í móðurkviði. Allar götur síðan hefur verkið komið út í nýjum útgáfum og ótal upplögum. Bókin hefur verið þýdd á 20 tungumál og selst í millj- ónum eintaka. Í þessari fjórðu útgáfu bókarinnar er greint er frá nýjustu rannsóknum varðandi getnað, fósturþroska og meðgöngu og miðlar glöggum upplýs- ingum til verðandi foreldra um eftirlit með meðgöngunni og gildi heilbrigðs umhverfis og lífshátta fyrir heilsu ófædda barnsins. Þá er þessi útgáfa gerbreytt frá fyrri gerðum, en þarna er um að ræða fyrstu útgáfu verksins á íslensku. Nær allar myndirnar eru nýjar, þó sumar hinna sígildu fái að vera með áfram. Getnaðinum er lýst enn nánar en fyrr, en vísindamönnum hefur enn ekki tekist að skýra allt sem þar ber fyrir augu. Nýjar myndir sýna heilann og hjartað í þann mund sem þessi mikilvægustu líffæri líkamans byrja að starfa og þrívíðar sónarmyndir sýna áður óþekktar hliðar á veröld fóstursins. Fósturþroski

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.