Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.10.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 Á MEÐAN kennarar og sveitarfélög karpa um kjör þessa dagana láta grunnskólanem- endur sér ekki leiðast í kennaraverkfallinu. Þær Magnea Þóra Jónsdóttir og Svanhildur Guðrún Jóhannesdóttir, báðar í 6. bekk Langholtsskóla, drifu sig í Laugardalslaug- ina í sund og virtust skemmta sér hið besta þegar ljósmyndari Morgunblaðsins smellti af þeim mynd. Morgunblaðið/Kristinn Buslað í lauginni í verkfalli FRIÐARGÆZLA Íslendinga, einkum og sér í lagi stjórn Ís- lendinga á flugvöllunum í Pristina í Kosovo og Kabúl í Afg- anistan, hefur vakið athygli hjá þeim sem fjalla um varnar- og ör- yggismál í Bandaríkjunum og styrkt samningsstöðu Íslands í viðræðum um varnir á Keflavík- urflugvelli. Þetta kemur fram í máli sérfræðinga um öryggismál og embættismanna, sem Morg- unblaðið hefur rætt við vestra. „Stundum getur hlutfallslega lítið framlag skipt mjög miklu máli,“ segir Leo Michel, fræði- maður við Institute for National Strategic Studies og fyrrverandi yfirmaður stefnumótunar í mál- efnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á skrifstofu Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra. „Ísland lagði til borgaralegt starfslið til að reka flugvellina í Pristina og Kabúl. Það var mjög mikilvægt framlag til [aðgerða NATO í Kosovo og Afganistan] þótt þetta væri ekki nema um það bil tugur manna,“ sagði hann. Háttsettur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sem ekki vill láta nafns síns get- ið, segist vonast til að samkomu- lag náist um að orrustuþotur Bandaríkjanna verði áfram í Keflavík, á móti því að Íslend- ingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur varnarstöðvarinnar. Friðargæzlan skipti máli í því til- liti. „Ísland er afar góður banda- maður okkar í NATO. Það hefur stutt mjög einarðlega aðgerðir bandalagsins. Íslendingar hafa mikið hugsað um það hvernig þeir geti lagt sitt af mörkum jafnvel þótt þeir hafi engan her, eins og með liðinu, sem var sent til að stjórna flugumferð um Pristina-flugvöll,“ segir embætt- ismaðurinn. „Þetta er framlag, sem er afar velkomið. Spurningin um veru þotnanna fjögurra er þó hluti af mun stærri spurningu um endurskipulagningu herafla Bandaríkjanna um allan heim.“ Friðargæzlan styrkir stöðu Íslands í varnarviðræðum Washington. Morgunblaðið. GRÉTAR Sigfinnur Sigurðarson, 21 árs varnarmaður úr Víkingi, var besti leik- maður Íslandsmótsins í knattspyrnu árið 2004, að mati íþróttafréttamanna Morg- unblaðsins – var efstur í einkunnagjöf blaðsins. Grétar átti jafna og góða leiki í vörn Víkinga, auk þess sem hann brá sér í framlínuna þegar með þurfti og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins – skor- aði 6 mörk, eða tæpan þriðjung af mörk- um nýliðanna í sumar. Grétar tók við veg- legum bikar frá Morgunblaðinu í gær og sagði að það væri mikill heiður að fá þessa viðurkenningu. /Íþróttir Ungur Víking- ur sá besti Morgunblaðið/Þorkell EDDA Heiðrún Back- man leikkona segist í viðtali í Lesbók í dag vilja sjá Þjóðleikhúsið opnara fyrir ungu fólki. „Að þar væri einhvers konar millisvið sem tæki við öllu ungu fólki sem útskrifaðist úr leik- listarnámi. Þetta væri eins konar miðstöð fyrir listamenn fram- tíðarinnar.“ Edda Heiðrún telur að þannig gætu ungir listamenn fengið tækifæri til að kynnast leikhúsinu og átt samstarf við eldri listamenn þannig að úr yrði suðu- pottur. „Leyfa unga fólkinu að boltra sér í leiklistinni því það er á þessum tíma- punkti í lífinu sem maður getur leyft sér að lifa eingöngu fyrir listina.“ Tímamót urðu í gærkvöld á ferli Eddu Heiðrúnar er hún frumsýndi fyrstu leik- sýningu sína sem leikstjóri en hún er hætt að leika á sviði./Lesbók Edda Heiðrún Backman Opnara Þjóðleikhús fyrir ungt fólki BRASILÍSKI rithöf- undurinn Paulo Coelho kemur til landsins um miðjan október vegna útkomu nýjustu skáld- sögu sinnar, Ellefu mínútur, í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Coelho segir í viðtali í Lesbók í dag að Ellefu mínútur fjalli um kynlíf en hann hafi lengi langað til að skrifa bók um það efni. „Við höfum mjög ákveðnar hugmyndir um kyn og kynlíf. Við stundum kynlíf eftir bókinni. Við veit- um hvort öðru svo hart aðhald að við þor- um ekki annað en halda okkur við regl- urnar. Við ættum að brjóta af okkur þessa hlekki. Það er boðskapurinn í Ellefu mín- útum.“ Coelho er einn söluhæsti rithöfundur heims um þessar mundir en þekktasta skáldsaga hans er Alkemistinn sem Thor Vilhjálmsson þýddi á íslensku./Lesbók Paulo Coelho til landsins lagsleg og geðræn vandamál og vegna starfsemi sem fer fram á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Sigurður Óli Kolbeinsson, fulltrúi sveitarfélaganna í undanþágunefndinni, lét bóka á fundinum í gær að það væri „óskilj- anlegt“ að einungis væru veittar undanþágur vegna þessara skóla, þegar ljóst væri að fjöldi undanþágubeiðna hefði borist vegna nemenda sem eins eða verr væri ástatt fyrir. Nefndin hafði áður ætlað að koma saman í gærmorgun en fundi var frestað til síðdegis vegna kröfu fulltrúa kennara í nefndinni, Þór- örnu Jónasdóttur, um upplýsingar frá sveit- arfélögunum um tilhögun greiðslna til þeirra sem myndu kenna á undanþágu. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði við Morgunblaðið að fundi loknum, að enn bæri mikið á milli deiluaðila en menn væru þó að ræða saman, öðruvísi næðust UNDANÞÁGUNEFND vegna verkfalls grunnskólakennara samþykkti á löngum fundi sínum í gærkvöldi fimm undanþágubeiðnir. Alls voru 17 erindi tekin fyrir á fundinum, af- stöðu til eins þeirra var frestað til næsta fund- ar en 11 beiðnum var hafnað. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna koma saman á ný til fundar hjá sáttasemjara í dag. Hlé var gert á viðræðum á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir ríflega sex tíma fund og segir formaður Kennarasambands Íslands síðustu tvo daga hafa verið „góða“, menn séu að færast nær hver öðrum. Fulltrúi sveitarfélaga með sér bókun Undanþágunefndin samþykkti beiðnir frá Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla í Reykja- vík, Brúarási vegna Stuðla og Dalbrautar, at- hvarfi í Vestmannaeyjum fyrir börn með fé- samningar ekki. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaganna, sagði allt útlit vera fyrir að samningaviðræður héldu áfram um helgina, kæmi ekkert óvænt upp á. „Ekki öll nótt úti enn“ Undir það tóku Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, og Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. „Það er ekki öll nótt úti þegar menn eru að tala sam- an,“ sagði Finnbogi. Þeir vildu ekkert segja um efnisatriði við- ræðna í gær en Eiríkur hafði þó þetta að segja: „Við værum ekki að þessu nema af því að við teljum okkur vera að ræða hluti sem geta fært okkur nær lokamarkinu. Þetta hafa verið tveir góðir dagar og menn hafa verið að færast nær.“ Samninganefndir kennara og sveitarfélaga færast nær hvor annarri Fimm undanþágur sam- þykktar en ellefu hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.