Morgunblaðið - 18.10.2004, Page 33

Morgunblaðið - 18.10.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004 33 CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Su 24/10 kl 20, Lau 30/10 kl 20 , Fö 5/11 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau 5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort Lau 30/10 kl 20, Fö 5/11 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er Frumsýning fö 22/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýning fi 28/10 kl 20 - Gul kort 3. sýning su 31/10 kl 20 - Rauð kort 4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort 5. syning fö 12/10 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14, Su 7/11 kl 14 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA Börn tólf ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum. Gildir á: Héri Hérason, Belgíska Kongó, Geitin, Screensaver CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 23/10 kl 20, Fö 29/10 kl 20, Lau 6/11 kl 20, Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20 Síðustu sýningar BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 21/10 kl 20, Fi 28/10 kl 20, - UPPSELT Su 31/10 kl 20 Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is MARGT SMÁTT - STUTTVERKAHÁTÍÐ í samstarfi við BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA 11 stuttverk frá 7 leikfélögum Lau 23/10 kl 20 - kr. 2.100 Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Fim. 21/10 uppselt, fös. 22/10 uppselt, lau. 30/10 uppselt, lau. 6/11 uppselt, lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 örfá sæti laus, fim. 25/11 örfá sæti laus, fös. 26/11 örfá sæti laus. DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner Sun. 24/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 31/10 nokkur sæti laus, sun. 7/11. ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur Lau.23/10 örfá sæti laus, fös. 5/11 nokkur sæti laus, fös. 12/11 nokkur sæti laus. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Fös. 22/10 nokkur sæti laus, lau. 30/10. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson Lau. 23/10 nokkur sæti laus, sun. 24/10 nokkur sæti laus. EDITH PIAF UPPSELT Í OKTÓBER - ÖRFÁ SÆTI LAUS Í NÓVEMBER ☎ 552 3000Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is MIÐNÆTURSÝNINGAR • Laugard 23/10 kl. 23 • Laugard 30/10 kl. 23 eftir LEE HALL 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter, „Ósvikin listræn upplifun“ S.A.B. MBL sun. 17/10 kl. 20 Aukas. Örfá sæti laus umræður að sýningu lokinni sun. 24/10 kl. 20 Örfá sæti laus fös. 5/11 kl. 20 7 kortas. UPPSELT fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning sun. 7/11 kl. 20 8 kortas. Nokkur sæti Aukasýning á sunnudaginn SVIK Sun. 24. okt. kl. 20 • lau. 30. okt. kl. 20 fös. 12. nóv. kl. 20 • sun. 14. nóv. kl. 20 ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna. Litla stúlkan með eldspýturnar Frumsýning lau. 23. okt. kl. 14 • sun. 24. okt. kl. 14 • lau. 30. okt. kl. 14 • sun. 31. okt. kl. 14 Leitin að Rómeó - aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim Hádegistónleikar þriðjudaginn 26. okt. kl. 12.15 Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó. Gestur: Maríus Sverrisson. Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is F im. 21 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 22 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI F im. 28 .10 20 .00 LAUS SÆTI „Fu l lkomin kvö ldskemmtun . Ó lýsan leg s temning f rá upphaf i t i l enda . Hár ið er mál ið ! “ - G ís l i Mar te inn Ba ldursson s jónvarpsmaður . - Það er umhugsunarefni hvortsú staðreynd að tónlistarhússkuli ekki enn risið í Reykja- vík sé farin að íþyngja fjárhag tón- listarunnenda meir en góðu hófi gegnir. Miðinn á tónleika José Carreras í Háskólabíói í vor kostar 29.900 krónur í bestu sætum. Reyndar eru þessi bestu sæti drjúg- ur hluti stóra salarins, – allur fremri hlutinn og aftur fyrir stiga- op. Í næsta verðflokki eru miðar allt aftur á 24. bekk, og kosta þeir 24.900. Í þriðja verðflokki eru fjór- ir öftustu bekkirnir, og þar kostar miðinn 19.900 krónur. Í boði eru 900 miðar. Varla er það gróðafyrirtæki að flytja inn stjörnu á borð við Carreras. Hann er í hópi allra dýrustu listamanna heims. Eftir að fyrirbærið Tenórarnir þrír sló svo rækilega í gegn í Róm 1990 urðu hann og kollegar hans tveir, Luciano Pavarotti og Placido Dom- ingo, að einhvers konar súper- stjörnum. Vinsældirnar höfðu að margra mati lítið með list að gera. Þremenningarnir urðu að tákni fyrir list; skemmtikraftar á sinn hátt; ímynd þess æðsta sem listin getur boðið upp á, án þess að hafa nokkuð fram að færa annað en það sem þeir höfðu alla tíð starfað við, að syngja gamla músík – en gera það ofur vel. Hver sem vildi sýnast sannur listunnandi og fagurkeri varð að eiga upptökur með heilagri þrenningu tenóranna. Garanterað „trademark“ – og þeir gátu selt sig dýrt.    Þegar Tenórarnir þrír urðu til var Carreras nýstiginn upp úr erf- iðum veikindum sem höfðu nánast haft af honum lífið. Hann fékk hvít- blæði, sem erfitt reyndist að glíma við, en á endanum hafði hann það þó af og gott betur. Heill á ný ákvað hann að verja stórum hluta tekna sinna til að styrkja hvítblæð- issjúklinga og rannsóknir á sjúk- dómnum, og stofnaði í sínu nafni sérstaka hvítblæðisstofnun í þeim tilgangi. Það eru því ekki bara vin- sældirnar sem gera Carreras „dýr- an“, heldur einnig sá hugur hans að þakka fyrir heilsuna á þennan hátt. Við stöndum frammi fyrir því að það verður ekki á hvers manns færi að hlusta á José Carreras í vor. Það verður munaður þeirra efnameiri. Á tónleikum sínum hér á landi fyrir þremur árum sýndi Carreras að þrátt fyrir allt hafa vinsældir og peningar ekki rænt hann allri list- rænni dyggð. Sá neisti bjó enn í honum. Það er skiljanlegt að þeir sem halda klassíska tónleika kjósi af tvennu illu Háskólabíó framyfir Laugardalshöll. Það ætti yfir höfuð ekki að halda neina tónleika í Höll- inni, jafn glatað tónleikahús og hún er. Háskólabíó er þó skömminni skárra, og fjarlægð sæta frá sviði minni; – fyrir þá sem vilja sjá.    En því nefndi ég Tónlistarhúsið hér í upphafi, að þar er gert ráð fyrir 1.800 manna sal. Það hlýtur að vera einfalt reikningsdæmi að ef 900 manns borga ofangreindar upphæðir til að heyra í Carreras í Háskólabíói væri hægt að lækka miðaverð umtalsvert, og jafnvel allt að því um helming, til að hafa fyrir kostnaði. Kostnaðarbreyt- urnar hljóta að vera þær sömu, nema hvað gera má ráð fyrir að leiga á Tónlistarhússal verði eitt- hvað hærri en á bíósal í Há- skólabíói. Fleiri myndu sjá sér fært að kaupa miða – fleiri miðar yrðu í boði, þótt helmingi lægra verð þætti jafnvel allt of hátt. Á þennan hátt er skortur á Tónlistarhúsi hamlandi þeim sem nenna að standa í því að flytja listamenn hingað til lands, – áhætta þeirra er mun meiri; á sama tíma og efna- minna fólk sem gjarnan vildi sækja slíka tónleika líður fyrir óhóflega hátt miðaverð. List þeirra efnameiri ’Við stöndum frammifyrir því að það verður ekki á hvers manns færi að hlusta á José Carrer- as. Það verður munaður þeirra efnameiri. ‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell José Carreras í Laugardalshöll 2001. BÓKIN Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon er kom- in út hjá Máli og menningu í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Bókin fjallar um Kristófer Boone, sem er fimmtán ára drengur með Asperger- heilkenni. Hann getur ekki sagt ósatt, skilur ekki myndlíkingar, tvíræðni eða brandara og er ófær um að skilja lík- amstjáningu eða svipbrigði utan þau allra einföldustu. Orð hafa fyrir hon- um einungis bókstaflega merkingu – hugsun hans er línuleg og rökrétt. Hann er góður í stærðfræði og aðdá- andi Sherlock Holmes en á erfitt með að skilja annað fólk og ýmsar gjörðir þess. Þegar Kristófer rekst á hund nágrannans rekinn í gegn með garðkvísl ákveður hann að finna morðingjann og skrifa leyni- lögreglusögu um leitina. En verk- efnið vindur upp á sig og á endanum afhjúpar Kristófer þó allt aðra og miklu stærri gátu en hann ætlaði sér. Hinn einhverfi Kristófer er í senn sögumaður og sögu- hetja frásagnarinnar og veitist lesendum þannig einstök innsýn í hugarheim hans sem er í besta falli í mörgu tilliti ólíkur þeim heimi sem við eigum að venj- ast. Höfundur bók- arinnar, Mark Haddon, hefur skrif- að fjölda barnabóka. Hann kennir skapandi skrif við Oxford-háskóla en vann áður með einhverfum börnum. Nýstárlegt þykir við útgáfu bók- arinnar að hún var markaðssett bæði fyrir börn og fullorðna og var í því skyni gefin út með tvenns konar kápum, enda þykir hún hæfa vel hvorum aldurshóp fyrir sig. Þessi háttur er einnig hafður á í útgáfu bókarinnar hér á landi, en hún kemur bæði út innbundin og í kilju, með mismunandi káp- um. Páll Valsson, útgáfu- stjóri Máls og menn- ingar, segir bókina vekja fólk til umhugs- unar og einnig vera ögrandi á ýmsan hátt. „Hún er í senn skemmtileg, mannleg og ögrandi og gefur manni innsýn í þennan hugarheim,“ segir Páll og bætir við að engin tilviljun sé að bókin hafi farið sig- urför um heiminn. „Hún hefur verið marga mánuði á toppi breska met- sölulistans og hlotið fjölda verð- launa. Báðar útgáfur bókarinnar voru á topp tíu listanum vikum sam- an. Bókin hefur þessa mannlegu til- höfðun, það er þessi mannlegi þáttur sem talar til fólks hvar sem það er í heiminum. Við erum stolt af því að gefa þessa bók út.“ Metsölubók um einhverfan dreng Páll Valsson ÞEIR Kristinn Sigmundsson og Jón- as Ingimundarson héldu tónleika í Salnum í Kópavogi á þriðjudags- kvöldið. Efnisskráin var í hefðbundn- ari kantinum; íslensk lög af allra þekktustu gerðinni fyrir hlé og 12 lög op. 35 eftir Schumann í seinni hálf- leik. Þrátt fyrir yfirburðatúlkun sem einkenndist af markvissri raddbeit- ingu söngvarans og silkimjúkum áslætti píanóleikarans var ekki laust við að manni hálfleiddist fyrri hluta tónleikanna. Ég meina, er ekki komið nóg af Hamraborginni, Þótt þú lang- förull legðir og Ég lít í anda liðna tíð? Hvernig væri að syngja eitthvað minna þekkt en sem á skilið að heyr- ast oftar? Af nógu er að taka; íslensk einsöngslög eru ótrúlega mörg. Lögin eftir Schumann voru áhuga- verðari, þó einnig þau hafi verið býsna kunnugleg. Kristinn söng þau afar fallega og Jónas fylgdi honum svo vel að maður vissi varla hvar rödd söngvarans endaði og hljómur slag- hörpunnar tók við. Slíkur samruni getur aðeins verið ávöxtur áralangrar samvinnu. Nokkur aukalög voru á dagskránni eins og gengur og þar var hápunkturinn tvímælalaust Musica proibita eftir Gastaldon, sem þeir fé- lagar tóku með þvílíkum tilþrifum og stígandi að maður fékk gæsahúð. Þetta voru ágætis tónleikar, þrátt fyrir allar gömlu lummurnar, en von- andi verður eitthvað safaríkara á efn- isskránni næst... Æ, ekki aftur TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson fluttu tólf lög op. 35 eftir Schumann og lög eftir ýmis íslensk tón- skáld. Þriðjudagur 12. október. Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.