Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 15
ERLENT
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, lýsti yfir því í gær að áætlun
hans um brottflutning landtökumana
frá Gaza-svæðinu myndi styrkja Ísr-
ael. Lét forsætisráðherrann þessi orð
falla skömmu eftir að fréttir höfðu
borist um að 14 Palestínumenn, hið
minnsta, hefðu týnt lífi í gær og á
sunnudag í umfangsmiklum aðgerð-
um Ísraelshers á Gaza-ströndinni.
Ellefu ára gamall drengur var á með-
al þeirra sem drepnir voru.
Palestínumennirnir voru ýmist
drepnir í loftárásum eða árásum
skriðdreka og stórskotaliðs í og við
Khan Yunis-flóttamannabúðirnar á
sunnanverðu Gaza-svæðinu. Aðgerð-
ir þessar hófu Ísraelar seint á sunnu-
dag en Gaza er eitt þéttbýlasta svæði
í heimi hér. Var því óttast að tala lát-
inna ætti eftir að hækka. Palestínu-
menn segja að 70 menn hið minnsta
hafi særst í átökum þessum.
Talsmaður Ísraelshers sagði að
„umsvif“ liðsaflans við Khan Yunis
hefðu verið aukin í kjölfar þess að
sprengjukúlum hefði verið skotið á
byggðir landtökumanna þar nærri á
undanliðnum dögum. Ísraelar beittu
m.a. fjarstýrðri flugvél sem skaut
eigi færri en fjórum eldflaugum. Ein
hæfði varðstöð Palestínumanna og
varð tveimur mönnum að bana.
Óbreyttir borgarar voru sagðir hafa
týnt lífi í átökum ísraelskra her-
manna og skæruliða við Khan Yunis
auk þess sem fullyrt var að eldflaug-
ar Ísraela hefðu hæft íbúðarhús í
flóttamannabúðunum.
Atkvæði greidd
um áætlun Sharons
Árásirnar voru gerðar fáeinum
klukkustundum eftir að ríkisstjórn
Ísraels samþykkti að greiða bæri
landtökumönnum á Gaza og fjöl-
skyldum þeirra bætur vegna þeirrar
ákvörðunar Ariels Sharons forsætis-
ráðherra að leggja byggðir þeirra
niður og kalla heraflann heim frá
Gaza. Þing Ísraels, Knesset, greiðir í
dag atkvæði um þá áætlun Sharons.
Þykir líklegt að hún verði samþykkt
jafnvel þótt allt að 18 af 40 þing-
mönnum Likud, flokks Sharons,
greiði trúlega atkvæði gegn áætlun-
inni. Þingmenn tveggja vinstri
flokka, Verkamannaflokksins og
Yahad, hyggjast styðja Sharon og því
er spáð að flokkur hans kunni að
klofna eftir atkvæðagreiðsluna í dag.
Sharon ver áætlun
um brottflutning
Áætlun Sharons felur í sér að 8.000
landtökumenn á Gaza-svæðinu munu
þurfa að yfirgefa byggðir sínar sem
og nokkur hundruð þeirra til viðbót-
ar sem tekið hafa sér land á Vest-
urbakkanum. Alls eru landtökumenn
gyðinga um 240.000 talsins þannig að
hér ræðir aðeins um rúm þrjú pró-
sent þeirra.
Umræða um áætlun Sharons hófst
á þingi í gær og sagði forsætisráð-
herrann að brottflutningur frá Gaza
myndi „styrkja Ísrael“. Hann lýsti og
yfir því að brottflutningnum væri
ekki ætlað að koma í stað viðræðna
við Palestínumenn og myndi því ekki
reynast fallinn til „að frysta“ ferli það
sem gangsett hefur verið í því augna-
miði að stilla til friðar með Ísraelum
og Palestínumönnum. Sagði for-
sætisráðherrann að með þessu móti
myndu Ísraelar „þokast fram veginn
í átt til friðarsamnings við nágranna
okkar, Palestínumenn“. Hét hann því
að fylgja áætluninni eftir og víaði á
bug ásökunum um að hann hefði
blekkt kjósendur og almenning í Ísr-
ael. „Ég sagði hreint út að ég væri
fylgjandi palestínsku ríki,“ sagði
Sharon.
Áætlun Sharons hefur orðið til
þess að auka vopnaskakið á Gaza.
Segja fréttamenn á staðnum að pal-
estínskir skæruliðar hafi hert árásir
sínar í því augnamiði að láta líta út
sem Ísraelar hafi afráðið að hörfa
þaðan. Ísraelsher sakar Palestínu-
menn um að hafa hert árásir sínar á
byggðir landtökumanna.
4.500 manns liggja í valnum
Tala fallinna fer enda sífellt hækk-
andi. Réttir tíu dagar eru nú liðnir
frá síðustu meiriháttar aðgerð her-
afla Ísraela á norðanverðu Gaza-
svæðinu sem kostaði ekki færri en
107 Palestínumenn og fimm Ísraela
lífið. Alls hafa nú 4.528 manns týnt
lífi frá því að seinni uppreisn eða
intifada Palestínumanna hófst í sept-
embermánuði árið 2000. Af þeim sem
fallið hafa eru 3.498 Palestínumenn
og 956 Ísraelar.
AP
Ísraelskir landtökumenn mótmæltu fyrirhuguðum brottflutningi frá Gaza úti fyrir ísraelska þinginu í gær.
Sharon segir brott-
flutning styrkja Ísrael
Fjórtán Palestínumenn, hið minnsta, drepnir í aðdrag-
anda atkvæðagreiðslu um brottflutning frá Gaza
Gazaborg. AFP.