Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Markvisst námsmat fyrirnemendur með íslenskusem annað tungumál hefur verið Ruth Magnúsdóttur kennara hugleikið undanfarin ár. Enda fjölg- ar árlega í þessum nemendahópi hér á landi. Þessir nemendur hafa ólíkan bakgrunn og því er ekki sanngjarnt að beita hefðbundnu námsmati á þennan hóp (og jafnvel ekki á aðra hópa heldur). Sanngjarnara er, að mati Ruthar, að gera námskrá fyrir hvern og einn; einstaklingsmiðað nám – og meta árangur með fjöl- breyttum hætti. „Brýn ástæða var til að huga að öðruvísi námsmati, m.a. vegna þess að nemendur með íslensku sem ann- að tungumál ná ekki að nýta sér ís- lenskt skólakerfi sem skyldi. En einnig er hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskóla óeðlilega lágt, miðað við aðra,“ segir Ruth. Áhugasvið nemenda nýtt Ruth starfaði áður í Vesturbæj- arskóla og hafði þar umsjón með móttökudeild nemenda með íslensku sem annað tungumál. „Sú leið sem ég og samkennarar mínir við Vest- urbæjarskóla völdum var að leggja áherslu á persónuleg og góð tengsl við nemendur. Við litum svo á að rauði þráðurinn í kennslu væri sam- skipti og tengsl við nemendurna – og þekking á þeim einstaklingum sem kennarinn vinnur með hverju sinni,“ skrifaði Ruth í skýrslu um þetta málefni, sem hún fékk styrk til að gera hjá Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur og Endurmennt- unarsjóði KÍ árið 2002. Ruth er ráðgjafi á skólaskrifstofu Austurlands og kennir einnig við Grunnskólann á Egilsstöðum og Eiðum. „Markmiðið er að styðja við kennslu og miðla stöðugt upplýs- ingum um námið til nemenda og kennara,“ segir Ruth, „með því móti eflist vitund nemenda um eigið nám og námsframvindu auk þess sem kennslan verður markvissari.“ Hugmyndin með fyrrnefndu verk- efni var að námsmat geti í senn: safnað upplýsingum um námsferil nemandans, verið gagnagrunnur fyrir þann hóp kennara sem kemur að námi nemandans, bent á hvaða atriði brýnt er að meta, og ekki síst tengt saman mat og skipulag kennslu. „Áður áttu allir að gera og geta það sama í skólastofunni,“ segir Ruth, „en vænlegra er að kynnast nemandanum og leggja áherslu á nemandann sem getumikinn ein- stakling með því að hlúa að sterk- um hliðum hans; þekkingu og færni. „Áður en kennsla hefst hjá einstaklingum sem hafa íslensku sem annað tungumál og öðrum þeim sem hafa búið erlendis, þarf að kanna bakgrunn þeirra,“ segir Ruth, „hver málfærni þeirra er, áhugasvið og skólareynsla.“ Hún segir það nokkuð klárt að hefðbundið náms- mat henti þessum einstaklingum illa og gefi takmarkaða mynd af styrk- leikum þeirra. Hún mælir því með altæku náms- mati, enda sé það sterkur straumur í umræðunni í kringum okkur núna. „Þetta er hugmyndafræði sem ég hef tengt sérstaklega við þennan nemendahóp með skrifum um verk- möppumat,“ segir hún, „kennarar þurfa að hlusta á nemendur og meta hvaða aðferð sé líkleg til árangurs. Kennarinn þarf að skrá daglega vinnu nemenda og safna marg- víslegum gögnum um nám hvers og eins úr daglegu skólastarfi og finna hvar styrkleikar nemenda liggja“ Nemendur sem blómstra Þetta er m.ö.o. kerfisbundin lang- tímasöfnun á verkum nemenda í ljósi markmiða kennslunnar, en sýn- ishornum af verkefnum, gátlistum og sjálfsmati ásamt skráningu kenn- ara er safnað í verkmöppu. Ruth segir að hugmyndin um ein- staklingsmiðað nám sé ekki ný af nálinni en áhuginn og viljinn sé núna fyrir hendi sem sjáist á því að marg- ir skólar eru á þessum misserum að þróa kennsluhætti sína í þá átt. Núverandi Aðalnámskrá grunn- skóla er að miklu leyti upptalning á þekkingarmarkmiðum en það ýtir undir að kennarar skipuleggja kennsluna frekar í kringum náms- efnið en nemendurna. „Meginspurn- ingarnar eiga miklu frekar að vera um hvað nemandinn lærir, hvernig lærir hann og hvernig kennslan er,“ segir Ruth. Höfuðatriðið er einbeita sér að því að nemendur læri aðferð- ir, fái að taka ábyrgð á eigin námi og styrkja eigin námsvitund. Ruth segir að lokum að skólinn eigi að vera vettvangur þar sem nemendur, hvort sem þeir eru ein- eða tvítyngdir, nái að blómstra. Ein- hæfar kröfur í skóla skapa þröngan ramma sem of margir lenda utan, og upplifi sig þá sem tapara. Málið er fjölbreytt mat á vinnu nemenda og verkefni við hæfi. „Það er ekki hægt að ljósrita lausnir á milli skóla, raun- veruleg kennsla felst í því að finna lausnir fyrir hvern og einn nemanda og innan hvers hóps,“ segir Ruth. guhe@mbl.is  MENNTUN | Fjölbreytt námsmat og verkefni við allra hæfi Getumiklir nemendur með sterkar hliðar Morgunblaðið/Árni Torfason Fjölbreytni: Nemendur koma úr ólíkum áttum, með ólíkan bakgrunn og reynslu. Ruth Magnúsdóttir Íhúsgagnaversluninni Í sjöundahimni á Skúlagötunni hafamargir undrast ljón nokkuð stórt í sniðum sem þar stendur uppi á borði. Eigandi verslunarinnar Heiðar Sigurðsson á þetta forláta ljón sem hefur fylgt honum lengi. „Þetta ljón kemur frá Austurlöndum og var búið til þar sérstaklega fyrir mig. Ég sá pínulitla mynd af því í heildverslun hér í Reykjavík fyrir þrjátíu árum og verslunareigandinn reiknaði í fljótheitum út verðið á því fyrir mig og ég bað hann um að panta svona ljón handa mér. Á þess- um tíma rak ég verslun á Ísafirði sem hét Ljónið og mér fannst vel við hæfi að í búðinni þar væri svona virðulegt ljón. Síðan liðu margir mánuðir en þá hringdi heildsalinn og tjáði mér að ljónið væri loks tilbúið og á leiðinni til Íslands. En verðið sem hann hafði gefið mér sagði hann því miður aðeins vera brot af því sem það kostaði heimkomið. Verðið var semsagt farið að slaga upp í bílverð og ég sagðist alls ekki vilja kaupa það fyrir svo hátt verð. Heildsalinn hafði ekkert við ljónið að gera en hann leysti það út og þetta endaði með því að við náðum að semja um kaupin og ljónið keypti ég með því að taka víxla til tuttugu mánaða.“ Heiðar segir ljónið hafa vakið mikla lukku vestur á Ísafirði í búð- inni sem hann og faðir hans ráku og þar tróndi það í öllu sínu veldi uppi á ávaxtakæli. „Sum börnin voru reyndar logandi hrædd við það en það er svo skemmtilegt að þessi börn, sem nú eru fullorðnir Vestfirð- ingar, hafa snarstansað hér fyrir ut- an þegar þau reka augun í ljónið sem þau óttuðust svo mikið á bernskuár- unum og vilja fá að klappa því.“ Heiðar segir þennan grip hafa glatt margan um árin og stundum fá barnabörnin að setjast á bak. Hann hugsar vel um ljónið og ryksugar það öðru hverju til að halda því hreinu og hann hefur hug á að setja það í glerbúr. Ljónið flutti suður með Heiðari fyrir þremur árum og hann segir það ekki falt, nema þá kannski í skiptum fyrir mjög góðan jeppa. Morgunblaðið/Þorkell Heiðar Sigurðsson: Með ljóninu góða sem fylgt hefur honum í þrjátíu ár.  SKONDIÐ | Búinn að eiga dýrið í 30 ár Var tíu mánuði að borga ljónið khk@mbl.is Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is Vilt þú hvíld? Helgarleiga einungis kr. 10.000.- fyrir minni bústaði Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 6627, 899 6627 www.snorrastaðir.com Gerum tilboð fyrir stærri hópa Fáðu sendinguna samdægurs með Póstinum Ekki bíða að óþörfu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.