Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 25
UMRÆÐAN
NOKKUR umræða hefur orðið í
fjölmiðlum og á www.msspjallid-
.com um málefni MS-félags Ís-
lands. Það muna eflaust margir eft-
ir heitum einræðum nokkurra
skjólstæðinga dagvistar á vegum
MS-félagsins fyrir
rúmu ári. Einræðum
sem leiddu m.a. til svo-
kallaðrar hallarbylt-
ingar hjá MS-félaginu.
Ég sem formaður á
þeim tíma gerði mér
grein fyrir því að stað-
an sem MS-félagið var
komin í var nákvæm-
lega sú sem ég hef áð-
ur varað við. Þ.e. þeg-
ar starfsmenn á vegum
félagasamtaka beita
skjólstæðingum sínum
fyrir hagsmuni sína er
ekki á góðu von. Þetta hefur því
miður ítrekað gerst hjá sjúklinga-
félögum og þarf ekki að minna á
einstök dæmi í því sambandi.
MS-félag Íslands var stofnað af
MS-sjúklingum og aðstandendum
þeirra, ásamt áhugafólki um mál-
efni MS-sjúklinga.
MS-félag Íslands var um tíma
stýrt af taugalækni sem var for-
maður þess um skeið (Sverri Berg-
man) en sökum annríkis átti ekki
auðvelt með að sinna því jafnmikið
og sjúklingarnir þurftu og vildu.
Því hvatti hann sjúklinga sjálfa til
að taka málin í sínar hendur og tók
Gréta Morthens við starfi for-
manns af honum. Síðan þá hafa
MS-sjúklingar stýrt MS-félaginu
að mestu sjálfir með aðstoð að-
standenda.
Nokkru áður en opnuð var skrif-
stofa og síðan sjúkradagvist á veg-
um MS-félagsins gekk John E.G.
Bendikz taugalæknir til liðs við
Grétu og MS-félagið. Hann gerðist
ábyrgur fyrir starfsemi dagvist-
arinnar og gerði félaginu kleift að
opna hana og reka. Öll hans vinna
var sjálfboðavinna fyrir MS-
félagið.
Alhliða þjónusta
Það var ekki fyrr en MS-félagið
stofnaði sjálfseignarstofnun um
rekstur dagvistarinnar árið 2000
sem John fór að fá greitt fyrir sín
störf.
Eftir að MS-félagið lét byggja
eigið húsnæði sem reist var 1995 og
síðan byggja göngudeild við það
sem vígð var árið 2000 fóru í gang
samningaumleitanir við ríkið til að
tryggja alla þjónustu MS-félagsins.
Það kom fram gífurleg þörf á þjón-
ustu við nýgreinda og
aðra sem ekki áttu er-
indi inn á sjúkra-
dagvist, eins og fólk af
landsbyggðinni og að-
standendur. Þessu
sinnti MS-félagið með
aðstoð fagaðila m.a. af
dagvistinni. Þegar
fagfólk dagvistar fór
fram á aukagreiðslur
frá MS-félaginu fyrir
að sinna þeim störfum
var ljóst að auka
þyrfti umsvif heild-
arþjónustunnar og fá
greitt fyrir frá þeim sem ber skylda
til að greiða fyrir þjónustuna þ.e.
ríkinu. Skipst var á skoðunum um
það hvort dagvistin ætti að ganga í
þá samninga eða hvort MS-félagið
ætti að gera það. Niðurstaðan eftir
nokkrar þreifingar var að MS-
félagið gerði það. Í viðræðum MS-
félagsins við heilbrigðisráðuneytið
kom fram vilji frá ráðuneytinu um
að gera þjónustusamning um heild-
arstarfsemi á vegum MS-félags Ís-
lands þar sem við höfðum sýnt
fram á að sparnaður gæti orðið af
samrekstri þessarar þjónustu og
þar með væri það beinn hagur fyrir
ríkið að við sinntum henni og að
sama skapi hagur fyrir félagsmenn
að þessu yrði betur sinnt.
Hagsmunagæsla einstaklinga
Flókin hagsmunagæsla sem of
langt mál yrði að fara í gegn um í
blaðagrein fór af stað og leiddi til
hallarbyltingar hjá MS-félaginu.
Öllum áætlunum um aukin umsvif á
vegum MS-félagsins var ýtt til hlið-
ar af heilbrigðisyfirvöldum.
Í framhaldi af stjórnarskiptunum
var skipt um stjórn hjá dagvistinni
og John E.G. Bendikz sagt upp
störfum og hefur hann horfið frá
MS-félaginu með sína þekkingu.
Maríu Ríkarðsdóttur var og sagt
upp en Þuríður R. Sigurðardóttir
var ráðin aftur til starfa fyrir dag-
vistina einnig eftir að skipt hafði
verið um stjórn hjá dagvistinni og
virðist sem endurráðning Þuríðar
hafi verið gulrótin sem leiddi til
hallarbyltingar hjá MS-félaginu.
Þuríður hafði sagt upp störfum hjá
dagvistinni áður vegna þess að hún
sætti sig ekki við ákvarðanir
stjórnar, sem þó hafði hana með í
ráðum varðandi þær. Það að starfs-
fólk á vegum sjúklingafélags komi
fram með þeim hætti sem Þuríður
gerði er algerlega óþolandi og ein-
ungis til þess fallið að veikja félag-
ið.
Veljum Val Smára
Veljum nýja stjórn til MS-félags
Íslands á komandi aðalfundi. Ung-
ur maður Valur Smári Þórðarson
hefur gefið kost á sér til starfsins
og vona ég fyrir hönd MS-félags Ís-
lands að hann og það ágæta fólk
sem með honum býður sig fram nái
kjöri. Það gerir félaginu auðveld-
ara að halda áfram þar sem frá var
horfið, fá John aftur til starfa fyrir
það og byggja upp traust á ný.
Að lokum
Látið hefur verið að því liggja að
samstarfsörðugleikar við nýja for-
manninn Sigurbjörgu Ármanns-
dóttur hafi leitt til uppsagnar
Johns. Ég segi fyrir mig að ef ég á
að velja á milli þekkingar Johns
annars vegar og persónu Sig-
urbjargar hins vegar, þá tek ég
þekkingu Johns á MS-sjúkdóm-
inum fram yfir. Það fólk sem tók
við eftir hallarbyltinguna lofaði því
statt og stöðugt að þau myndu
koma með friði. Samt sem áður
hefja þau sín störf á að reka frá
MS-félaginu lykilmann eins og
John. Er það að koma með friði?
MS-félag Íslands
og málefni þess
Vilborg Traustadóttir fjallar
um málefni MS-félags Íslands ’… þegar starfsmenn ávegum félagasamtaka
beita skjólstæðingum
sínum fyrir hagsmuni
sína er ekki á góðu
von.‘
Vilborg Traustadóttir
Höfundur er fyrrverandi formaður
MS-félags Íslands og starfandi
frkvstj. d&e MS árið 2003.
Í 10-fréttum ríkissjónvarpsins
19. október sl. bárust okkur kenn-
urum verkfræðideildar, fyrrver-
andi og núverandi nemendum
kaldar kveðjur frá
ráðherra menntamála
þegar hún var að
fagna sameiningu Há-
skólans í Reykjavík
og Tækniháskóla Ís-
lands.
Orðrétt sagði hún:
„Við Íslendingar höf-
um aðeins verið eft-
irbátar annarra þjóða
þegar kemur að
tæknimenntun og
verkfræðimenntun.
Ég sé einfaldlega
sameiningu þessara
háskóla, sem báðir höfðu ætlað í
sitt hvoru lagi að byggja upp
verkfræðinám, ég sé þetta sem
tækifæri til þess að rífa okkur úr
meðaltalinu og vera meðal fremstu
þjóða í tækni- og verkfræði-
málum.“ Tilvitnun lýkur.
Ég hef starfað við verk-
fræðideild HÍ í 32 ár síðan loka-
próf til verkfræðináms hófst. Ég
lét af störfum núna í haust.
Helstu markmið sem menn
settu sér þá voru:
Að veita haldgóða
grunnmenntun á
breiðu sviði verk-
fræði.
Að nemendur okk-
ar gætu farið í fram-
haldsnám hvar sem er
við erlenda tæknihá-
skóla.
Þessar kröfur okk-
ar frá byrjun hafa
haldist í megin-
dráttum. Þó hefur
margt annað breyst
t.d. höfum við tekið
upp meistara- og doktorsnám.
Nemendum okkar hefur gengið
frábærlega í framhaldsnámi er-
lendis, bæði vestan og austan Atl-
antshafs og hafa margir skólar
beðið okkur um að senda þeim
fleiri frábæra nemendur.
Í Morgunblaðinu 22. október
skrifuðu þrír formenn nemanda-
félaga verkfræðinema ágætisgrein
sem lýsir þeim kröfum sem gerðar
eru til námsins og er óþarfi að
endurtaka hér.
Um leið og ég fagna sameiningu
háskólanna tveggja sem áður voru
nefndir harma ég ummæli
menntamálaráðherra sem vega að
núverandi og fyrrverandi nem-
endum og okkur kennurunum við
verkfræðideild Háskóla Íslands.
Ummæli menntamála-
ráðherra um verkfræði-
menntun á Íslandi
Valdimar K. Jónsson fjallar
um verkfræðimenntun ’Um leið og ég fagnasameiningu háskólanna
tveggja sem áður voru
nefndir harma ég um-
mæli menntamálaráð-
herra …‘
Valdimar K.
Jónsson
Höfundur er prófessor emeritus.
HINN 6. sl. svarar Helgi Laxdal
mér hér á síðum Morgunblaðsins
og virðist karlinn vera á þokkalegri
siglingu þó svo hann steyti stund-
um á. Hann er greinilega betri í vél
en brú, svona rammvilltur inni í
annars fögrum skerjagarði.
Hefur hann aðeins dregið úr með
að reyna að gera mig tor-
tryggilegan og snúið
sér meir að málefninu
og er það gott. En
hann getur ekki alveg
haft hemil á sér held-
ur staðsetur mig út á
sjó og gerir því skóna
að ég í skjóli útgerð-
arinnar fái upplýs-
ingar um dagbók-
arfærslur hans í
gegnum útgerðina og
útgerðin sjái um að
koma skrifum mínum
hratt og vel í Morg-
unblaðið. Helgi minn,
ég er einfaldlega
staddur heima hjá mér
á Spáni og fylgist með
í gegnum netið og
svargrein mín í Morg-
unblaðinu sem birtist
um daginn fékk ég
birta með því að
skipta á grein sem var
send þangað miklu
fyrr, svo er nú það.
Þá fer hann loksins
að tala um eitthvað
sem skiptir máli og spyr afhverju
hafi verið sendir 24 í stað 20 í yf-
irstandandi veiðiferð. Svarar hann
með annarri spurningu: „Getur það
verið að þessi fórnfúsi örláti út-
gerðarmaður sé að hefna sín á
áhöfninni vegna þess að honum
hefur ekki tekist enn að haga kjör-
um hennar að vild?“. Ég spyr á
móti: Hvað er verkfall? Er það
kannski í huga Helga hefnd-
araðgerð, og á hverjum bitnar hún?
Hún bitnar á báðum aðilum, raunar
á allri þjóðinni. Aðgerð Brims sé ég
sem aðgerð í kjarabaráttu sem
bitnar á báðum aðilum.
Síðan kemur hann að frystiálag-
inu sem er meginásteytingarsteinn-
inn í þessu máli.
Byrjar hann á að leggja mér orð
í munn um að Guðmundi Kristjáns-
syni þyki 10% frystiálagið ósann-
gjarnt við grálúðuveiðar og ætti því
að vera sáttur við það í öðrum til-
fellum. Er mér fyrirmunað að sjá í
grein minni að slíkt komi einhvers
staðar fyrir og er það eftir öðrum
tilbúningi sem Helgi gefur sér sí og
æ. Aftur á móti segi ég það mína
skoðun að niðurfelling frystiálags-
ins sé í okkar tilfelli ekki ósann-
gjörn. Ég leyfi mér líka að hafa þá
skoðun að ég sé enga ástæðu til að
hafa frystiálag ef ekkert álag er
fyrir hendi. Get ég aftur á móti séð
fyrir mér að frystiálagið gæti kom-
ið inn þegar álag er, eins og þegar
þarf að standa miklar aukavaktir.
Ég efa ekki að hægt er að útfæra
slíkt á sanngjarnarn hátt. Það er
einnig margt annað sem laga mætti
með sanngirni, eins og í sambandi
við olíuhlutdeild. Auðvitað vildi ég
að hún hyrfi, en það er eitt sem
hlýtur að mega laga, það er að
aldrei sé hægt að taka meiri olíu-
hlutdeild en sem nemur ákveðnu
hlutfalli af olíukostnaði í hverjum
túr eða á mánuði. Það kemur jú oft
fyrir að hátt aflaverðmæti, sér-
staklega á bátaflotanum, gerir það
að verkum að áhöfnin greiði með
sinni olíuhlutdeild hátt
í allan olíukostnaðinn.
Það eru svona atriði
sem ég tel að megi
leysa með sanngirni og
verða þá samningsað-
ilar að líta hvor í ann-
ars garð og ekki verra
ef þeir legðu leið sína í
þjóðargarðinn í leið-
inni.
Endar formaðurinn
svo með að benda á að
hans umbjóðendur hafi
samning til áramóta
2005. Já Helgi! samn-
ing sem gerður var af
þinni hálfu og rauf
samstöðu sjómanna-
samtakanna og er ein
af ástæðum þess að
ekki hefur enn samist
hjá okkur hinum. Það
er alveg rétt.
Með skrifum mínum
undanfarið hef ég ver-
ið að ræða um kjör á
því skipi sem ég er á,
en einnig, og það er
aðalástæða þess að ég lagði lykla-
borðið undir fingur, að ég tel upp-
byggingu sjómannahreyfingarinnar
barn síns tíma og brýna þörf á að
brjóta allt það kerfi upp. Fyrr tel
ég ekki að árangur náist eins og
undanfarinn áratugur hefur sannað.
Mín skoðun er að vegna mismun-
andi hagsmuna á milli útgerð-
arflokka sé nauðsynlegt að stofnuð
verði sjómannafélög i hverjum út-
gerðarflokki um sig og samnings-
rétturinn verði þar. Samböndin
geta svo verið sameiginlegur þjón-
ustuaðili félaganna. Þannig held ég
að betri árangur náist við gerð
kjarasamninga þar sem einungis er
verið að semja um hagsmuni eins
útgerðaflokks. Svo geta félögin
unnið sín í milli að sameiginlegum
verkefnum og stutt hver önnur í
kjarabaráttu.
Og enn og aftur Helgi, reyndu að
temja þér þann sið að bera virð-
ingu fyrir þeim sem þú átt í orða-
skiptum við og varast að bera á
borð dylgjur og tilbúning. Það eru
oftast mörg sjónarhorn á málum og
maður sem á að semja, eins og þú,
þarf að temja sér það frekar en
margur annar. Þá einstrengings-
legu afstöðu sem mér finnst koma
fram hjá samtökum sjómanna get
ég ómögulega skilið og ef ein-
strengingshátturinn er eins hjá
LÍÚ þá er einfaldlega ekki hægt að
semja.
Hafðu það svo
gott, Helgi
Arnljótur Arnarson svarar
grein Helga Laxdal
Arnljótur
Arnarson
’Hann ergreinilega betri
í vél en brú,
svona ramm-
villtur inni í
annars fögrum
skerjagarði.‘
Höfundur er í áhöfn
Guðmundar í Nesi.
Jólaskeið
Ernu
kr. 6.700
Gull- og
Silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is
Landsins
mesta úrval
Silfurbúnaður