Morgunblaðið - 26.10.2004, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Gunnlaugur Jónsson: „Sú
staðreynd að stúlkan á um sárt
að binda má ekki valda því að
rangar fullyrðingar hennar
verði að viðteknum sannindum.“
Ólafur F. Magnússon: „Sigur-
inn í Eyjabakkamálinu sýnir að
umhverfisverndarsinnar á Ís-
landi geta náð miklum árangri
með hugrekki og þverpólitískri
samstöðu.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluaðferð-
irnar? Eða viljum við að námið
reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu-
brögð og sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerðar-
menn til að lesa sjómannalöginn,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa, er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan
í Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða
„sjálfbærar“!“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland
Biskupstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HVERNIG stendur á því að al-
þjóðasamfélagið, sem telur sig svo
dyggðum prýtt, hefur ekki sýnt
neinn áhuga á því að taka afstöðu
til hinna hræðilegu fjöldamorða
sem framin voru í Dasht-e-Leili
eyðimörkinni í Afganistan í nóv-
ember 2001?
Lýsingar á þessum voðaverkum
eru skelfilegar. Talið er að eitthvað
á milli 3.000 og 5.000 manns hafi
verið drepin í þessum fjöldamorð-
um. Mönnum var staflað í gáma-
flutningatrukka og troðið þannig í
kös að þeir köfnuðu unnvörpum á
leiðinni frá yfirfullu fangelsinu í
Sheberghan til Dasht-e-Leili.
Við komuna þangað voru svo
fjölmargir fangar umsvifalaust
skotnir.
Heimildir eru fyrir því að á
staðnum hafi verið, auk hermanna
Norðurbandalagsins, bandarískir
hermenn, bandarískir sérsveit-
armenn og fulltrúar frá CIA. Sagt
er að þessir aðilar hafi tekið fullan
þátt í því að misbjóða föngunum og
í raun haft stjórnina með höndum.
Vitni er að því að bandarískur yf-
irmaður hafi gefið fyrirmæli um
skjóta greftrun fórnarlambanna
svo að gervihnattamyndir næðust
ekki af líkunum.
Þannig er sagt að hafi verið far-
ið með drjúgan hluta af þeim 8.000
talibanahermönnum og banda-
mönnum þeirra sem gáfust upp í
Konduz, gegn loforðum um góða
meðferð. Og eru það menn af þjóð
Abrahams Lincolns sem taka þátt í
slíku og standa fyrir því? Sem
fremja slíka höfuðglæpi? Gera
menn sér ekki grein fyrir því hví-
líkt hatur slíkt framferði leiðir af
sér? Bandaríkjamenn virðast í æ
ríkari mæli vera farnir að stunda
það grimmt sem Rumsfeld kallaði
nýlega frammi fyrir Bandaríkja-
þingi óameríska framkomu. Sam-
einuðu þjóðirnar segja lítið um
þessi voðaverk og engin yfirvöld á
Vesturlöndum sýnast hafa áhuga á
fjöldamorðum sem eru framin af
„the good guys“. Amnesty Int-
ernational og PHR (Physicians for
Human Rights) þrýstu mjög á
Bandaríkin og Sameinuðu þjóð-
irnar að varðveita grafreitinn í
Dasht-e-Leili og að veita fé til
rannsóknar á stríðsglæpunum þar,
en engin jákvæð viðbrögð fengust
víst við þeim tilmælum. Allt virtist
staðfesta þann grun margra, að
þegja ætti málið í hel.
Það var nokkuð annað upp á
teningnum þegar fjallað var um
Sbrenica-drápin á sínum tíma eða
hin 45 lík sem fundust í Racak í
Kosovo. Þá kunnu ýmsir vestrænir
valdsmenn sér ekki læti og
Madeleine Albright sagði fagnandi
við Sandy Berger, þegar hún
heyrði um Racak-málið: „Það vorar
snemma þetta árið!“
Og heimspressan var látin sjá til
þess að Sbrenica gleymdist ekki.
Það nafn var algerlega brennt inn í
vitund margra sem staður þar sem
ófyrirgefanleg fjöldamorð voru
framin. Og Louise Ardour og
Carla Del Ponte gátu ekki fundið
nógsamlega sterk orð yfir hina
hryllilegu atburði sem gerðust þar.
En um Dasht-e-Leili er ekkert
sagt og vestrænir valdamenn eru
þögulir sem gröfin um þann glæp.
En hinn pólitíski áróður sem rek-
inn er í fjölmiðlum, sem beint til-
ræði við réttlætið, notaður til að
brennimerkja suma og upphefja
aðra, virðist allur fenginn úr
smiðju Göbbels.
En þær eru margar raddirnar
sem kalla á réttlæti, frá ótal fjölda-
gröfum um allan heim, allt frá My-
Lai til Dasht-e-Leili og nú Írak, –
sem hrópa í þúsundatali á réttlæti,
ekki bandarískt réttlæti, eins og
það birtist á okkar dögum, heldur
raunverulegt réttlæti. Enginn ær-
legur maður getur réttlætt fjölda-
morð með nokkrum hætti, glæpur
er glæpur, sama hver fremur
hann.
Bandaríkjamenn mega ekki
komast upp með að hegða sér eins
og guðir á þessari jörð. Þeir verða
líka að axla ábyrgð á sínum glæp-
um.
Geri þeir það ekki, þá er það
ávísun á það að allt stjórnkerfi
þeirra sé orðið sjúkt og forhert.
Með óbreyttu framferði sínu í
Írak og annars staðar munu þeir
að lokum glata allri virðingu um-
heimsins og rotna innan frá eins
og rómverska heimsveldið gerði
forðum. Þá mun upplausn og
stjórnleysi leiða þá í fullkomna
glötun.
Rannsaka verður atburðina í
Dasht-e-Leili, komast að hinu
sanna, leiða þá fyrir dómstóla sem
ábyrgir eru og láta réttlætið hafa
fullan framgang.
Þjóð Abrahams Lincolns verður
sín vegna og heimsins alls að hafa í
heiðri orð hins mikla forseta:
„With malice toward none; with
charity for all; og hún ætti vegna
arfleifðar sinnar, að sjá öllum öðr-
um fremur þörfina á því að binda
um sár heimsins.
Með þeim hætti einum geta
Bandaríkin, öflugasta ríki veraldar,
öðlast tiltrú á ný í heimi sem í dag
er sannarlega fullur efasemda um
trúverðugleika þeirra sem varn-
arþings fyrir góð og heilbrigð vest-
ræn gildi.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21,
545 Skagaströnd.
Fjöldamorðin
í Dasht-e-Leili
Frá Rúnari Kristjánssyni:
ÉG ER búin að vera að hlusta á
umræður um kennaraverkfallið og
er búin að vera að velta fyrir mér
stöðu allra aðila í þessu máli. Ég er
16 ára gömul og á fyrsta ári í
menntaskóla og hef ekki mikinn
skilning á þessu máli. Ég hef samt
ekki heyrt neitt um stöðu barnanna
í þjóðfélaginu. Börn eru byrjuð að
drekka á virkum dögum og klukk-
an er hætt að skipta máli. Og ég
held að það eigi ekki eftir að vera
auðvelt að láta börn byrja að læra
aftur. Því þegar draumurinn um
hvernig það var að fá að sofa út,
gera ekki neitt og slæpast allan
daginn, mun vera erfitt að sitja í 80
mín og læra stærðfræði. Málið á
ekki að snúast um peninga eða
stolt einhverra háttsetra manna
heldur um öryggi framtíðar þessa
lands og barna ykkar. Hugsið um
börnin og hver mun sinna starfi
kennara ef engin menntun verður í
landinu. Ef laun einhverra eru að
hækka er það hjá búðareigendum
og landasölum ekki kennurum.
Kyngið stoltinu og látið undan og
byggið betri framtíð fyrir landið
okkar.
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Funafold 95,
112 Reykjavík.
Er ekki búið að
gleyma aðalatriðinu?
Frá Kristínu Ólafsdóttur:
ÞAÐ AÐ ætla sér að láta leggja
niður embætti þjóðkjörins forseta
íslenska lýðveldisins er hrein og klár
móðgun við stóran
hluta þjóðarinnar, ef
ekki alla þegna hennar.
Þetta brambolt Pét-
urs Blöndal er með
ólíkindum, hvaða lýð-
ræðisþjóð er það sem
ekki vill hafa þjóðhöfð-
ingja sem kemur fram
fyrir hönd þjóðar sinn-
ar sem sameining-
artákn lýðveldisins
bæði gagnvart um-
heiminum og ekki síst
sem sameiningartákn
innanlands.
Það má vel vera að á
hverjum tíma séu ekki allir þegnar
landsins sáttir við val þjóðarinnar á
forseta landsins, annað væri óeðli-
legt.
En alltaf hefur það nú verið svo að
sá einstaklingur sem kjörinn hefur
verið forseti hefur verið stolt þjóðar
sinnar í alla staði.
Mér finnst einhvers konar fjöl-
miðlafrumvarpsólykt af þessu brölti
Péturs því aðalatriðið hjá honum
virðist vera það að í stað þess að for-
seti geti neitað undirskrift laga þá
geti 25% atkvæðisbærra manna far-
ið fram á þjóðaratkvæði til þess að
neita staðfestingu laga.
Þetta eina atriði
leysir ekki af öll þau
embættisverk sem for-
setaembættið hefur
með höndum.
Ég spyr:
Hverjir eiga að koma
fram fyrir hönd þjóð-
arinnar á þann hátt
sem venja hefur verið
til hjá forsetaembætt-
inu frá stofnun lýðveld-
isins?
Eiga það að vera
fulltrúar forsetaemb-
ættisins eins og þeir
eru skipaðir hverju
sinni, þ.e. meðlimir hæstaréttar og
forseti alþingis?
Eiga þeir aðilar að skiptast á að
fara erlendis fyrir hönd þjóðarinnar,
eða verður stefnt að því að hætt
verði samskiptum við aðrar þjóðir á
sama hátt og forsetaembættið hefur
sinnt hingað til?
Í landinu er ótal mörg fé-
lagasamtök, þar sem forsetinn er
verndari samtakana og þau samtök
eru stolt af því að eiga slíkan mál-
svara.
Hver eða hverjir eiga á að taka
þetta hlutverk að sér ef forsetaemb-
ættið verður lagt niður?
Einnig er um ómælda vinnu að
ræða hjá forsetaembættinu sem
unnin er fyrir þjóðina, bæði út á við
og inn á við, sem kannski ekki er öll
sýnileg almenningi, nema þegar
lokaathöfn verkefnis fer fram.
Ég er að ofansögðu á móti því að
forsetaembættið sé fellt niður þó svo
að einhverjir séu tímabundið spæld-
ir út í það vegna fjölmiðlafrumvarps-
ins.
Er gúrkutíð í stjórnmál-
um hjá Pétri Blöndal?
Einar D.G. Gunnlaugsson
fjallar um frumvarp Péturs
Blöndal ’Ég er að ofansögðu ámóti því að forsetaemb-
ættið sé fellt niður þó
svo að einhverjir séu
tímabundið spældir út í
það vegna fjölmiðla-
frumvarpsins.‘
Einar D.G.
Gunnlaugsson
Höfundur er tækniteiknari.
HVERNIG má það vera að út-
reikningar skýrslu sýni fram á að
lokun lítils skóla úti í sveit muni í
raun spara viðkomandi sveitarfélagi
einar 23,5 milljónir kr. á ári, en þetta
sama sveitarfélag, sem sjálft lét
vinna þessa skýrslu, heldur á lofti
miklu hærri tölu, eða liðlega 30 millj-
ónum? Hvernig má það vera að for-
sendur skýrslunnar
eru svo einhliða, að
eingöngu koma til álita
þeir kostnaðarliðir sem
hækka þessa svoköll-
uðu „sparnaðartölu“ en
hinir sem verka til
lækkunar hennar eru
algerlega hafðir út-
undan? Dæmi: meg-
inhluti „sparnaðarins“
á að felast í stórlækkun
launakostnaðar, þ.e.
fækkun stöðugilda, en
hvergi kemur fram í
þessum sömu útreikn-
ingum tapað útsvar á
móti. Þó skyldi maður
ætla að kennarar og
leiðbeinendur, rétt
eins og annað fólk,
greiddu lögbundnar
álögur af launum sín-
um. Kannski þó ekki
hér í Dalvíkurbyggð?
Og hvernig stendur á
því að í forsendum
þessara „sparnaðar-
útreikninga“ er seilst svo langt að
tiltaka kostnaðarliði við rekstur
skólans, eins og dæmi eru um, sem
greiðast alls ekki af þessu bæj-
arfélagi? Hefur nokkur sem þetta
les tekið eftir framlögðum gögnum
frá bæjaryfirvöldum, s.s. fund-
argerðum eða skýrslu háskólastofn-
unar, þar sem fram kemur umfjöllun
eða útreikningar á veigamiklum rök-
um, sem haldið hefur verið á lofti af
foreldrum og starfsfólki Húsabakka-
skóla? Ég nefni sérstaklega áhrif
þess á bæjarfélagið þegar heilar fjöl-
skyldur taka sig upp og flytjast á
brott, vegna þess atvinnuleysis sem
þessi gjörningur mun valda. Hér er
nefnilega að litlu öðru að hverfa um
þessar mundir. Hver er tilgangur
bæjaryfirvalda með því að flagga
svona ýktum „sparnaði“ framan í
okkur til að réttlæta lokun skólans
og hunsa um leið öll rök, bæði kostn-
aðarleg og félagsleg, sem mæla á
móti því? Er verið að blekkja bæj-
arbúa til að trúa því að nauðsynlegt
sé að fórna Húsabakkaskóla? Þegar
litið er til þess að rekstur bæjarsjóðs
er nú í skoðun hjá eftirlitsnefnd fé-
lagsmálaráðuneytisins með fjár-
málum sveitarfélaga, ætla bæjaryf-
irvöld virkilega að flíka
þessum brengluðu for-
sendum framan í
nefndina til að sýna
fram á 30 milljóna kr.
sparnað á ári? (Þetta er
sérstaklega athygl-
isvert með tilliti til þess
að ráðuneytið sjálft
hefur gert alvarlegar
athugasemdir við það
verklag sem fræðslu-
ráð Dalvíkurbyggðar
hefur notað við hag-
kvæmnisathuganir
þær, sem liggja til
grundvallar ákvörðun
um lokun Húsabakka-
skóla.) Skyldi her-
bragðið e.t.v. vera það
að loka fyrir okkur
skólanum í þeirri von að
sá verknaður verði orð-
inn óafturkræfur, þegar
að því kemur að eft-
irlitsnefndin krefur
bæjarstjórnina skýr-
inga á þeim kostn-
aðarliðum sem ekki munu ganga eft-
ir? Og til hvers þá? Ég bið þá íbúa í
Dalvíkurbyggð, sem þetta kunna að
lesa, að íhuga vel þær forsendur sem
matreiddar hafa verið ofan í okkur í
þessu máli, því þær eru brenglun á
veruleikanum. Hvernig er t.d. hægt
að reikna ekkimeð útsvarstekjutapi
á móti sparnaði í launum? Það er
ekki eins og vinnsla skýrslunnar um
hagkvæmni þess að leggja niður
skólastarf á Húsabakka hafi verið í
höndum óvita, því nafn sjálfs Há-
skólans á Akureyri er lagt við hana.
En þessu botnar minn ekkert í.
30 milljónir
eða hvað?
Þorkell Á. Jóhannsson skrifar
um skólamál í Dalvíkurbyggð
Þorkell Á. Jóhannsson
’Er verið aðblekkja bæjar-
búa til að trúa
því að nauðsyn-
legt sé að fórna
Húsabakka-
skóla?‘
Höfundur er foreldri barna
í Húsabakkaskóla. DILBERT
mbl.is
Fréttir á SMS