Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bergljót Arnfríð-ur Gunnarsdóttir fæddist í Akurseli í Öxarfirði 28. júní 1924. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 18. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Gunnar Jónsson, bóndi í Akurseli í Öx- arfirði, f. 8. júní 1895, d. 11. maí 1943, og Guðríður Einarsdótt- ir, f. 16. mars 1895, d. 3. ágúst 1953. Systir Bergljótar, sam- mæðra er Halldóra Lára Ólafs- dóttir, f. 26. september 1912. Al- systkini Bergljótar eru Rósa Gunnarsdóttir, f. 25. desember 1918, Einar Guðbjörn Gunnars- son, f. 20. júlí 1922, d. 31. mars 2002, og Jón Hörður Gunn- arsson, f. 26. júlí 1928, d. 17. mars 1993. Bergljót giftist Eyþóri Júlíussyni málarameistara 20. apríl 1974. Foreldr- ar hans voru Júlíus Þorkelsson málara- meistari, f. 30. júlí 1895, d. 9. febrúar 1964, og Margrét Ólafsdóttir, f. 18. apríl 1904, d. 6. jan- úar 1993. Bergljót starfaði lengst af við afgreiðslustörf. Útför Bergljótar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er margs að minnast þegar kona eins og Begga fellur frá því alla tíð hafa þau hjónin verið mér sem amma og afi. Eftir að við systkinin uxum úr grasi og eign- uðumst okkar fjölskyldur hafa ferðir í Fjörðinn verið ófáar og ávallt haft sinn sjarma. Begga var alltaf hlýjan og umhyggjan upp- máluð og ósjaldan laumaðist hönd í lófa. Á áttræðisafmælinu hennar síð- astliðið sumar fengum við góða kvöldstund með þeim hjónum og borðuðum góðan mat með fallegu útsýni út á hafið. Begga var glöð BERGLJÓT GUNNARSDÓTTIR Elsku besti afi, Gunn- ar afi, eins og við skell- urnar vorum vanar að kalla þig, nú ertu farinn frá okkur. Síðustu dag- ar þínir á þessari jörð voru ekki auð- veldir og við vitum að þér líður betur þar sem að þú ert núna. Þegar við vorum yngri þá fórum við Laugaveginn oft og hvenær sem að maður kom, biðu okkur opnir armar ykkar ömmu og ekki vantaði knúsin hjá ykkur, það var alltaf nóg af þeim. Við vitum líka að þú átt eftir að sakna matarins hjá ömmu. Aldrei var langt í hlátur og hrekki hjá þér, enda jólaboðin á Laugaveg- inum og í Grafarvoginum ekki þekkt fyrir það að vera róleg og lágvær. Þegar Salka kom til þín tókst henni GUNNAR HAUKUR EIRÍKSSON ✝ Gunnar HaukurEiríksson fædd- ist á Seltjarnarnesi 25. mars 1923. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut aðfaranótt 13. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 21. október. alltaf að snúa þér og fá að horfa á Tomma og Jenna þótt þú værir að horfa á boltann. Við skiljum ekki ennþá hvernig var hægt að snúa þér þannig, en hún gerði það. Ég man að þú sagðir við mig, hvernig geta tvær systur verið svona ólíkar, en samt líkar? Erna fór í snyrtifræði og ég í flugvirkjun, þetta fannst þér alveg með ólíkindum, en samt getum við verið líkar. Þú komst til Madríd í vor með pabba og Ragnari frænda, við skellt- um okkur á góðan fótboltaleik og það var gaman að sjá andlitið á þér ljóma, þú gast ekki hætt að brosa. Þú varst kominn til Mekka, eins og þú orðaðir það sjálfur, og varst sáttur. Daginn eftir fórum við tvö í ísbíltúrinn okkar og náðum að tala um allt og ekki neitt og auðvitað fékk ég margar sögur hjá þér, enda varstu mikill sögukarl. Ég man eftir þegar ég bauð þér fyrst í mat til mín í Bakkaselinu, og við amma biðum spenntar eftir því hvað þú myndir segja, en þú hafðir svo gaman af því að borða fondúið, salatið og talaðir allan tímann um það hvað það væri gott að fá salat og hafð- ir virkilega gaman að prófa fondú. Svo sátum við öll inn í litlu stofunni, hlustuðum á góða músík og töluðum saman frameftir. Þetta kvöld varst þú ekkert að flýta þér heim og slappaðir af með fjölskyldunni og við áttum bestu kvöldstund sem ég hugsa oft til. Elsku afi, hvíldu vel Erna María, Hrönn og Salka Ósk. Tengdafaðir minn, Gunnar H Ei- ríksson, er látinn eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Það var erfitt að fylgj- ast með síðustu baráttu hans, manns sem ekki var vanur að gefa eftir og stóð brattur í lífsins ólgusjó á hverju sem gekk. En þessi slagur gat aðeins farið á einn veg og varð hann að játa sig sigraðan fyrir þeim vágesti sem krabbameinið er. Ég man þegar ég kom fyrst á heim- ili tengdaforeldra minna við Lauga- veg, það var að hausti árið 1974 svo kynni mín af tengdaföður mínum ná yfir 30 ára tímabil. En ekki leið á löngu áður en mér varð ljóst hvílíkur öndvegismaður var þar á ferð. Og það var engin lognmolla í kring- um hann tengdapabba. Hann lá ekki á skoðunum sínum og fylgdist vel með þjóðmálum og hef ég grun um að stundum hafi gustað hressilega á fundum hjá sjómannafélaginu en þar lét hann sig helst aldrei vanta og var hann jafnan fremstur í flokki þegar Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. www.englasteinar.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur og afi, GUNNAR MOGENSEN, Markarvegi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 28. október kl. 13:30. Hulda G. Mogensen, Elsa Mogensen, Páll Guðmundsson, Mogens Gunnar Mogensen, Margrét Líndal Steinþórsdóttir, Guðrún Þóra Mogensen, Árni Sigurjónsson, Petra Björk Mogensen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Petra Mogensen og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SVEINSDÓTTIR, Mýragötu 18, Neskaupstað, áður Mánagötu 25, Reyðarfirði, lést aðfaranótt sunnudagsins 24. október á Fjórðungssjúkrahúsi Neskaupstaðar. Anna Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Bjarmarsson, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Arndís Sigurðardóttir, Vilberg Einarsson, Guttormur Sigurðsson, Andrea Vieira, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Ísafirði, áður Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 24. október. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur G. Kristjánsson, Svanborg Eyþórsdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Erla Kjartansdóttir, Rolf Kristjánsson, Ellý A. Kristjánsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Snorri Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI BJÖRNSSON læknir, Blátúni 4, Álftanesi, lést á Landspítalanum Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 24. október sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Guðný Theódórsdóttir Bjarnar, Vilborg Sigríður Árnadóttir, Kristín Árnadóttir, Ásgeir Ólafsson, Björn Theódór Árnason, Sigurlín Einarsdóttir Scheving, Einar Sveinn Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Árni Árnason, Vilhjálmur Jens Árnason,Hanna Birna Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Langholtsvegi 122, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Alanya í Tyrklandi laugar- daginn 23. október. Útförin verður auglýst síðar. Kornelíus Sigmundsson, Anna Soffía Hauksdóttir, Þórdís Eiríksdóttir, Magnús Andrésson, Loftur Atli Eiríksson, Sigrún Hauksdóttir og barnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA JÚLÍUSDÓTTIR, Gnoðarvogi 68, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 23. október sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Finnbogason, Hafliði Magnússon, Svanhildur Agnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför GUÐMUNDAR SVEINBJÖRNSSONAR frá Sölvanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unar Sauðárkróks. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.