Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.10.2004, Qupperneq 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes © DARGAUD Bubbi og Billi AFTUR! ÞETTA ER ÖRUGGLEGA Í 10. SKIPTIÐ Í DAG ÞÚ MÁTT EKKI VERA AÐ FARA INN OG ÚT ALLAN DAGINN ÞÚ GAST NOTAÐ KATTARHURÐINA SEM ÉG SETTI HÉRNA UPP. NÚNA ER ÉG BÚINN AÐ TAKA HANA OG ÞAÐ ER UM SEINAN KVARTA Í ÞOKKABÓT ER ÉG EKKI DYRAVÖRÐUR. ÞETTA ER KOMIÐ GOTT... ÞÚ FÆRÐ EKKI AÐ KOMA INN!! VIÐ SKULUM SJÁ TIL MEÐ ÞAÐ ÞETTA ER EKKI HANN. HANN NÆR EKKI Í BJÖLLUNA HUNDURINN ÞINN HEFUR EYÐILAGT BLÓMABEÐIÐ MITT! ÞÚ FÆRÐ SKO Á BOGA SKEMMDIRNAR! KOMINN INN... HÉRNA ER ELDHÚSIÐ, ÞAR SEM MATURINN ER GEYMDUR HÉRNAR ER ELDHÚSIÐ, ÞAR SEM MATURINN VAR GEYMDUR VILTU FÁ AÐ VITA SVOLÍTIÐ? MÉR ÞYKIR MJÖG DÓNALEGT AÐ VERA MEÐ SÓLGLERAUGU ÞEGAR EINHVER ER AÐ REYNA AÐ TALA VIÐ ÞIG. ÞÁ SÉR HANN EKKI AUGUN Á ÞÉR OG ENGINN VIÐBRÖGÐ VIÐ ÞVÍ SEM HANN SEGIR... ERTU AÐ HLUSTA? HVAR ER SOKKURINN HANS HOBBES?! HVERT Á JÓLASVEINNINN AÐ SETJA GJAFIRNAR HANS HOBBES EF HANN Á ENGAN SOKK?! EKKERT MÁL, ÉG SKAL SAUMA SOKK FYRIR HOBBES HAFÐU HANN STÓRAN GJAFIRNAR HANS HOBBES?! EKKI LÍTA Á MIG! ÉG NEITA AÐ FARA Í FLEIRI DÓTABÚÐIR! Dagbók Í dag er þriðjudagur 26. október, 300. dagur ársins 2004 Víkverji var á gangií miðborginni á dögunum þegar hann kom auga á gamlan kunningja sem hann hafði ekki séð árum saman. Það vakti at- hygli Víkverja að kunninginn hafði ekk- ert breyst frá því á ní- unda áratugnum. Var skærklæða, með sítt að aftan og töskuna með sólbaðsstofu- græjunum á öxlinni. Aumingja maðurinn, sá hefur skotið rótum í tíma, hugsaði Vík- verji undrandi. En hvað var a’tarna? Þegar Vík- verji fór að líta í kringum sig sá hann að svona menn voru á hverju strái. Er „eighties“-undrið snúið aftur, eitt helsta hallærisskeið mannkynssögunnar, hugsaði hann með sér, svo notuð sé afleit íslenska. „Hvernig gat það farið framhjá mér?“ x x x Þá gerist það að rödd heyrist, líktog af himnum: „Víkverji, viltu vera svo almennilegur að færa þig. Þú ert inni í kvikmynd sem ég gerði árið 1988 og ert að eyðileggja hana. Það gengur ekki að hafa mann frá allt öðru tímaskeiði þarna í miðri mynd!“ Víkverja brá í brún og steig umsvifalaust út úr myndinni. Velti því fyrir sér hvaða ærsl væru hlaupin í al- mættið. En það var ekki skaparinn sjálfur sem mælti heldur gamall kunningi Vík- verja að norðan sem stóð skyndilega við hliðina á honum – í samtímanum. Baðst Víkverji í auðmýkt velvirðingar á þessu gáleysi sínu og var fyrirgefið. Það getur Víkverji þó svarið að hann hélt að kunninginn væri bók- menntafræðingur en ekki kvik- myndagerðarmaður. En það er svo margt sem maður veit ekki. x x x Kunninginn gerði ekki mál úr ax-arskafti Víkverja og bauð hon- um í kaffi og kleinur í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hvort það hafði ein- hverja merkingu að drekka kaffið þar verður ímyndunaraflið að skera úr um. Sagan er nefnilega ekki lengri. Það er margt undarlegt í draum- heimum! Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is     ÞAÐ var ekki aðeins tónleikahátíðin Iceland-Airwaves sem laðaði erlenda gesti til landsins um helgina, en um þrjú hundruð gestir voru staddir í Loft- kastalanum um helgina til að fylgjast með kynningu leikjafyrirtækisins CCP á nýjungum sem fram undan eru í tölvuleiknum Eve-Online. Þá var orku- drykkurinn Quafe kynntur, sem hingað til hefur einungis verið til í ímynduð- um heimi leiksins, en hefur nú verið raungerður af Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni. Þeir Pete, Ian, Chris og Phil, úr liðinu „Team millenium“, kváðust ánægðir með móttökur CCP. Morgunblaðið/Árni Torfason Nýtt aðdráttarafl Íslands MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1.-2.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.