Morgunblaðið - 26.10.2004, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Mjáumst
í bíó!
Kr. 450
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.
VINCE VAUGHN BEN STILLER
DodgeBall
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 6.
Snargeggjuð gamanmynd
frá hinum steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. B.i. 16 ára.
Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur
Ó.H.T Rás 2
DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP
Frá leikstjóra Silence of the Lambs
THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID
kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára.
„Ég anda, ég sef, ég míg
... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka með
atómbombunni Bubba
Morthens
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR
HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
DV
V.G. DV
S.V. Mbl.
28.10.04
28.10.04
THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN
BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM
FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar
myndir
í dag, ef greitt
er með Námukorti
Landsbankans
Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er af-staðin og maður er þegar farinn að bíðaeftir næstu hátíð. Eins gott að segja það
beint út: Airwaves 2004 var besta hátíðin hing-
að til sem sannast kannski best á því að ég hef
ekki áður misst af jafn mörgum hljómsveitum
á Airwaves sem mig langaði að sjá. Það er ein-
mitt kvölin þegar slíku nægtaborði er upp
slegið, maður er sífellt að velja og hafna.
Þó það sé gaman að fá hingað erlendar
hljómsveitir og listamenn, ekki síst þegar eins
tekst til og hefur verið á undanförnum Air-
waves-hátíðum (Rapture,
Flaming Lips, TV on the
Radio, Shins, Magnet, Kid
Koala o.s.frv.) þá er samt
einna skemmtilegast að
sjá íslensku hljómsveit-
irnar. Airwaves gefur þeim mörgum markmið,
er hvatning til að æfa sem aldrei fyrr. Þegar
þær eru síðan komnar á svið með almennilegt
hljóðkerfi og góð ljós frammi fyrir hundruðum
blómstra þær margar.
Af þeim fjölmörgu íslensku hljómsveitumog listamönnum sem ég náði að sjá á
Airwaves að þessu sinni, ýmist allt sem flutt
var eða nokkur lög, er eftirfarandi eftir-
minnilegast:
Mugison toppaði allt, stóð sig frábærlega
vel. Hann var ör og ákafur á sviðinu, á stund-
um var eins og allt væri að hrynja, en hrundi
þó ekki og svo kom í ljós að þetta átti einmitt
að vera svo – ævintýralegt. Hápunkturinn var
svo þegar Guðmundur Kristjánsson faðir hann
leiddi fjöldasöng í lokalaginu, Poke a Pal. Gít-
arleikari Mugisons, Pétur Þór Benediktsson,
fór líka á kostum.
Þórir Georg Jónsson, sem kallar sig Þóri,
hélt einkar skemmtilega tónleika í Nasa á mið-
vikudagskvöld, einlægur og skemmtilegur.
Söngröddin er viðkvæmnisleg, brothætt og til-
finningarík og lögin frábær.
Það var líka gaman að sjá KK á mið-
vikudagskvöldið, hann stóð sig einkar vel, lág-
stemmdur og blíður framan af en hleypti svo á
skeið. Legg til að meira verði af slíku, að eldri
listamenn láti líka sjá sig á Airwaves þó þeir
séu ekki endilega að reyna að slá í gegn í út-
landinu.
Mér finnst eins og Úlpa hafi aldrei fengið al-
mennilegt pláss á Airwaves, alltaf verið að
leika í smábúllum. Það er kannski misminni,
en að þessu sinni var ekki yfir neinu að kvarta,
Úlpa var ekki bara á besta staðnum heldur líka
á besta tíma, í Nasa kl. 22:30 á fimmtudags-
kvöldinu. Þeir Úlpumenn nýttu tækifærið líka
vel, voru hreint framúrskarandi þéttir og
skemmtilegir.
Íslenskt hiphop hefur ekki verið eins áber-
andi á Airwaves og nú, því ekki var bara mjög
gott Chronic-kvöld á Gauknum á fimmtudeg-
inum heldur léku Skytturnar og Forgotten Lor-
es á Nasa á föstudagskvöld. Forgotten Lores
komu einkar vel undirbúnir til leiks, léku eins
og þeir hefðu ekki annað gert en standa á svo
stóru sviði, hljómsveitin vel nýtt til að styðja
rímnaflæðið, en aldrei í aðalhlutverki og þeir
þremenningar í framlínunni einkar traustir og
skemmtilegir. Frábær frammistaða.
Lokbrá hefur smám saman verið að færa sig
upp á skaftið á Airwaves, að vísu leikið á litlum
stöðum en kemur ekki að sök eins og sást á
Grand rokki þar sem þeir byrjuðu með örfáa í
salnum en þegar þeir byrjuðu að spila
streymdi fólkið að. Lokbrá verður sífellt þétt-
ari og sérstaklega er gaman að heyra spila-
gleðina og kímnina sem gegnsýrir allt sem
sveitin gerir. Pant fá þá á Gaukinn á góðum
tíma á næsta ári.
Svo eru það demóin: Alltaf er nokkuð umþað að fólk sem ég hitti á Airwaves-
tónleikum gauki að mér kynningardiskum.
Þeir diskar eru aðallega ætlaðir útlendingum
en sem betur fer sitja þeir ekki einir að þeim.
Einkunnagjöf:
Sign: Crossroads (snælda): Hölt hóra: Kimono: Siggi Ármann: Tonik: Að lokum: Útlendingarnir. Hef ekki mörg
orð um þá en þó þetta: Four Tet betri en ég átti
von á og nýstárlegri, Hot Chip var geggjað
gaman, Kid Koala er snillingur, Magnet var
einkar dægilegur, Stills komu skemmtileg á
óvart, Nox Phixion var stuðband fram í fing-
urgóma, Shins stóð fyrir sínu og vel það. Ann-
að síðra.
Nægtaborð
tónlistarinnar
’Airwaves 2004 var besta há-tíðin hingað til sem sannast
kannski best á því að ég hef
ekki áður misst af jafn mörg-
um hljómsveitum á Airwaves
sem mig langaði að sjá.‘
AF LISTUM
Árni
Matthíasson
arnim@mbl.is
Úlpa Mugison Forgotten Lores Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Four Tet
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Ljósmynd/Ingvi
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir