Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 39
VINCE VAUGHN BEN STILLER
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Kr. 500
COLLATERAL
Fór beint á
toppinn
í USA!
Mbl.
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum
Shrek. Toppmyndin í USA í dag. Sýnd
með íslensku og ensku tali.
j i ll i l i
i í í
í l li
Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.
Kvikmyndir.is
DV
Kvikmyndir.is
JAMIE FOXXTOM CRUSE
Sýnd kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra Silence of the Lambs
Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur
DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP
Hverfisgötu ☎ 551 9000
www.regnboginn.is
Nýr og betri
Þú missir
þig af
hlátri...
punginn á þér!
Ó.Ö.H. DV
S.V. Mbl.
„Ég anda, ég sef, ég
míg ... Tónlist“ Bubbi
Morthens
Til heljar og til baka
með atómbombunni
Bubba Morthens
Sýnd kl. 6 og 10.
V.G. DV
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 6 og 8.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára.
THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
DodgeBall
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
28.10.04
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er
með Námukorti
Landsbankans
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er
með Námukorti
Landsbankans
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 39
EMINEM ætlar að kjósa í fyrsta
sinn í bandarískum forsetakosn-
ingum. Rapparinn umdeildi er svar-
inn andstæðingur George Bush for-
seta og segist staðráðinn í að koma
honum frá völdum.
En þótt hann sé á móti Bush seg-
ist hann ekki búinn að gera upp hug
sinn hvort hann kjósi frambjóðanda
demókrata, John Kerry.
Í samtali við Rolling Stone tíma-
ritið sagði hann: „Bush er sann-
arlega ekki minn maður. En ég er
enn óákveðinn. Kerry hefur sagt
ýmislegt sem
fangað hefur at-
hygli mína, lýst
ýmsu yfir sem er
að mínu skapi, en
ég er samt ekki
viss. Hvað svo
sem ég geri, vil
ég að Bush fari
frá völdum.“
Þegar hann var
beðinn um að gera frekari grein fyr-
ir þessari andstöðu sinni við forset-
ann svaraði hann:
„Hann er látinn líta út fyrir að
vera einhver hetja á meðan hann
sendi herlið okkar til Íraks til þess
eins að deyja af tilgangsleysi. Hann
eltist við skottið á sér eins og hundur
og við horfum uppá allt þetta unga
fólk deyja, ungt fólk sem átti fram-
tíðina fyrir sér. Og til hvers? Þetta
virkar á mann eins og Víetnam 2.“
Og hann segist núna vera loksins
búinn að átta sig á því hversu mik-
ilvægt er að kjósa: „Fólk heldur að
atkvæði þess telji ekki, en fólk verð-
ur að drífa sig á kjörstað.“
Forsetakosningar | Eminem ætlar að kjósa í fyrsta sinn
Vill losna við Bush
Eminem
Í MARS á næsta ári verður söng-
leikurinn Annie settur upp í Aust-
urbæ og er þetta í fyrsta skipti
sem hann er settur upp hérlendis.
Annie er byggður á teikni-
myndasögunni ,,Litli munaðarleys-
inginn Annie“, eftir Harold Gray
og var kvikmynd gerð eftir söng-
leiknum árið 1982. Söngleikurinn
var frumfluttur á Broadway 21.
apríl 1977. Það er fyrirtækið
Andagift ehf. sem setur upp söng-
leikinn en framkvæmdastjóri hans
er Rakel Kristinsdóttir sem þýðir
handrit og lagatexta.
Næsta laugardag hefst nám-
skeið á vegum aðstandenda söng-
leiksins fyrir börn og unglinga frá
sex til átján ára. Á vefsíðu söng-
leiksins, www.annie.is, kemur
þetta fram:
„Námskeiðið er hluti af leit okk-
ar að hæfileikaríkum ein-
staklingum til að leika Annie og
félaga hennar… og verður að því
loknu valið úr hópnum. Ef þurfa
þykir munum við einnig auglýsa
eftir leikurum utan námskeiðsins,
en þátttakendur námskeiðsins
ættu að standa betur að vígi en
aðrir…lögð er áhersla á að efla og
styrkja hæfileika hvers nemanda,
en umfram allt að hafa gaman af.
Lokuð áheyrnarpróf verða að
námskeiði loknu fyrir þátttak-
endur.
Opin áheyrnarpróf verða einnig
haldin ef þurfa þykir (þá auglýst
síðar) og gefst öllum börnum og
unglingum, á aldrinum 6–18 ára,
þá tækifæri til þess að þreyta þau.
Við munum velja í börn í tvo til
þrjá hópa sem munu skipta með
sér sýningum. Taka skal þó fram
að þátttaka tryggir ekki hlutverk í
Annie. Þeir hæfustu verða valdir.“
Þátttökugjald á námskeiðið er
19.100,- kr. sem greiðist fyrirfram.
Systkinum er veittur 20% af-
sláttur. Skráning er hafin á Net-
inu og einnig í síma 866-2745 alla
virka daga á milli kl. 17.00 og
20.00.
Söngleikir | Annie
Í fyrsta sinn
á Íslandi
www.annie.is
ÚTVARPSMAÐURINN John
Kennedy hjá XFM, einni vinsælustu
stöð Bretlands, sendi þátt sinn beint
úr hljóðveri Ríkisútvarpsins í Efsta-
leiti í gærkvöldi. Kennedy spilaði
upptökur frá Airwaves-tónlistarhá-
tíðinni sem lauk í gær og tónlist-
armaðurinn Mugison spilaði í þætt-
inum.
Aðspurður segist Kennedy hafa
notið Airwaves til hins ýtrasta. Há-
punkta hátíðarinnar telur hann hafa
verið ensku sveitina Hot Chip og
hinar íslensku Ghostigital, Skáta,
Mugison og Leaves. Um tónleika
landa sinna í Hot Chip segir hann:
„Undirtektir áhorfenda voru frá-
bærar og mér fannst gott hjá þeim
að styðja sveitina svona vel. Svo
hafði ég mjög gaman af Einari Erni
og félögum í Ghostigital og líka
hljómsveitinni Skátum. Hún var
mjög góð. Mugison var framúrskar-
andi og Leaves var góð. Svo ráfaði
maður milli tónleikastaða og
skemmti sér vel.“
Kennedy segist ekki gera mikið af
því að senda beint út frá öðrum lönd-
um. „Við sendum reyndar líka beint
út frá Airwaves í fyrra og það var
mjög skemmtilegt, þannig að við
ákváðum að endurtaka leikinn.“ Það
kenndi ýmissa grasa í þætti Kenn-
edys í gærkvöldi; Mugison mætti í
hljóðverið og tók
lagið. Leiknar
voru upptökur
frá tónleikum
helgarinnar og þá
lék Kennedy
nokkur vel valin
lög með íslensk-
um sveitum af
plötum og spjall-
aði við Óla Palla,
útvarpsmann hjá
Ríkisútvarpinu. Þá var flutt viðtal
sem Kennedy tók við Björk um Ís-
land og íslenska tónlist áður en hann
kom hingað.
Þetta verður þó ekki eina umfjöll-
un Kennedys um Airwaves og ís-
lenska tónlist:
„Sumt af efninu sem ég viðaði að
mér hérna verður líka flutt í þætt-
inum seinna í vikunni.“
Að sögn Kennedys veit fólk al-
mennt af því að Ísland á spennandi
listamenn á borð við Björk, Sigur
Rós, múm og Mugison. „Við erum að
reyna að halda þessum áhuga við og
kynna aðra íslenska tónlistarmenn,
sem eru fjölmargir og ég tel að eigi
fullt erindi við Lundúnabúa,“ segir
hann.
„Það er mjög gaman að senda
þáttinn út héðan. Það er skemmtileg
tilbreyting,“ segir hann að lokum.
Airwaves | Breskur útvarpsþáttur sendur út frá Íslandi
Mugison spilaði
í beinni
Morgunblaðið/Árni Torfason
John Kennedy hreifst af flutningi
Leaves í Hafnarhúsinu.
John Kennedy
Hægt er að nálgast útvarpsþætti
Johns Kennedys á heimasíðu
XFM-stöðvarinnar: xfm.co.uk