Morgunblaðið - 26.10.2004, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir sem meiddust
í sprengjuárás í Kabúl á laugardag eru vænt-
anlegir til landsins nk. föstudag. Þeir óskuðu
sjálfir eftir að fá sjúkraleyfi og var það fúslega
veitt. „Ég skil það mjög vel og er ánægður með
að menn vilji fara heim og hitta sínar fjöl-
skyldur. Þetta er áfall fyrir alla. Menn þurfa að
knúsa eiginkonurnar sínar og þær þurfa að sjá
að þeir eru við góða heilsu,“ segir Hallgrímur
Sigurðsson, yfirmaður flugvallarins í Kabúl.
Þeir Sverrir Haukur Grönli og Steinar Arn-
ar Magnússon voru fluttir á Kabúl-flugvöll í
gær. Stefán Gunnarsson dvelur enn á þýsku
hersjúkrahúsi í útjaðri Bagdad og er gert ráð
fyrir að hann útskrifist þaðan á morgun. Að
sögn Hallgríms fékk Stefán um 25–30
sprengjubrot í fætur, eitt í kinn og tvö í eyrna-
snepil. Stefán gengur við hækju en þegar Hall-
grímur heimsótti hann á sjúkrahúsið var svo
mikil ferð á honum að Hallgrímur segir að
hann hafi þurft að hafa sig allan við að ganga
Stefán uppi. Hallgrímur segir að fjarvera þre-
menninganna muni ekki hafa mikil áhrif á
rekstur flugvallarins, aðrir muni einfaldlega
leggja á sig meiri vinnu og enginn telji það eft-
ir sér. Þá muni þeir Sverrir og Steinar líklega
snúa aftur fljótlega.
Gríðarlegt rykský og reykur
Hallgrímur var ásamt tveimur íslenskum
friðargæsluliðum inni í verslun þegar árásin
var gerð en þrír stóðu við bifreið fyrir utan.
Hann segir að friðargæsluliðarnir hafi staðið
sig frábærlega vel. „Þetta gerist allt á innan
við 20 sekúndum. Hann kastar tveimur
sprengjum áður en hann kemur að þeim og um
leið og þær springa þá þyrlast upp gríðarlegt
rykský og reykur. Það verður allt svart. Hann
hleypur trúlega áfram inn í reykskýið og alveg
inn að þeim og sprengir þá sjálfan sig. Þetta
gerist allt á örfáum sekúndum,“ segir hann.
Viðbrögð friðargæsluliðanna í kjölfarið hafi
verið hárrétt, þeir hafi komið sér af vettvangi
eins fljótt og mögulegt var en hefði brottförin
tafist í 2–3 mínútur hefðu þeir að öllum lík-
indum ekki komist af staðnum í 2–3 klukku-
stundir vegna öngþveitis sem myndaðist í kjöl-
far árásarinnar. Þá hafi áfram verið hætta á
ferðum þar sem enn voru ósprungnar sprengj-
ur á vettvangi.
Íslensku friðargæsluliðarnir voru í einkaer-
indum þegar árásin var gerð. Aðspurður segir
Hallgrímur að líklega verði starfsmönnum
flugvallarins bannað að fara um götuna og
næsta nágrenni og að allar ferðir Íslendinga
þangað hafi þegar verið bannaðar. Þá hafi ver-
ið hert á öðrum reglum, m.a. þurfa nú fleiri að
ferðast saman en áður.
Friðargæsluliðarnir sem særðust eru væntanlegir til landsins á föstudag
„Menn þurfa að knúsa
eiginkonurnar sínar“
Fékk 25–30
sprengjubrot í fætur
ÞÓTT fremur kalt hafi verið í veðri hafa
hinir svölu, stilltu og björtu dagar hentað vel
til útivistar, að því gefnu að menn klæði sig
eftir aðstæðum líkt og þessi maður sem var
á gangi við Tjörnina í Reykjavík í nokkrum
strekkingi á dögunum.
Reikna má með stilltu veðri í dag en gert
er ráð fyrir hlýnandi veðri og vætu undir
helgi.
Morgunblaðið/Kristinn
Froststillur í upphafi vetrar
Á BILINU 60–70 fötluð börn fengu vistun
með stuðningsfulltrúum í húsnæði Íþrótta-
og tómstundaráðs Reykjavíkur í gær.
„Það eru stuðningsfulltrúarnir sem sjá
um þetta. Það var hringt í foreldra allra
þessara barna í dag [í gær] og þetta gekk
vandræðalaust fyrir sig og verkfallsverðir
gerðu ekki athugasemdir við þetta. Við er-
um ánægð með það. Þetta eru allt fötluð
börn en við vorum búin að leysa vanda ein-
hverfra barna og nú bætast þessi börn við, “
segir Stefán Jón Hafstein, formaður
Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar.
60–70 fötluð
börn fá vistun
í Reykjavík
LEIFUR Halldórsson, eigandi fyrirtækis-
ins Klumbu ehf. sem brann til kaldra kola í
september, segist stefna að því að byggja
upp fyrirtækið aftur í Ólafsvík. Hann segir
starfsemina þó ekki verða byggða upp á
sama stað í bæjarfélaginu þar sem svæðið
hafi verið lýst snjóflóðahættusvæði.
Hann segir ýmis tilboð hafa borist sér
hvað varði uppbyggingu fyrirtækisins,
t.a.m. hafi tilboð borist frá Grundarfirði, og
sé það í skoðun. Þó segist hann telja mestar
líkur á því að uppbyggingin muni verða í
Ólafsvík. Allir starfsmennirnir eru áhuga-
samir um að koma aftur til starfa en meiri-
hluti þeirra hefur fengið önnur störf í bæn-
um að sögn Leifs. Þrír starfsmenn séu á
launaskrá hjá Klumbu við uppbyggingar-
starfsemina. Leifur segist eiga von á því að
fá að vita um sín tryggingamál í þessari viku
og þegar það sé orðið ljóst muni hann
ákveða næsta skref, annars hafi allt verið í
biðstöðu fram að þessu.
Klumba ehf. á Ólafsvík
Fær ekki að
byggja upp á
sama stað
Hundraða milljóna tjón varð í Ólafsvík
þegar fiskvinnsluhús Klumbu brann.
BÚIÐ er að mynda all-
ar síðurnar í öllum
tölublöðum Morg-
unblaðsins frá því það
kom fyrst út, 2. nóv-
ember 1913, fram yfir
mitt ár 1964, og hafa
allir aðgang að blöð-
unum í gegnum Netið.
Um er að ræða yfir 50
árganga. Hægt er að fletta gömlum blöð-
um eða leita að ákveðnum orðum á síðum
blaðsins.
Alls er búið að mynda um 16 þúsund
tölublöð, um 165 þúsund síður, og verður
unnið áfram að þessu verkefni þar til hægt
verður að leita í öllum tölublöðum blaðsins
frá upphafi. Allar greinar blaðsins eldri en
þriggja ára eru öllum aðgengilegar, en
greiða þarf fyrir nýrra efni.
Þetta aðgengi að gagnasafni Morg-
unblaðsins er hluti af landsaðgangi að
gagnasöfnum og rafrænum tímaritum sem
fá má í gegnum vefinn hvar.is./22
50 árgangar
á Netinu
SJÓVÍK ehf., sem er að kaupa Iceland Sea-
food Corporation, dótturfélag SÍF í Banda-
ríkjunum, af SÍF fyrir um 4,8 milljarða króna,
er mjög stórt í sniðum í fiskvinnslu og við-
skiptum með fisk í Asíu. Sjóvík kaupir og selur
um 100.000 tonn af fiski og fiskafurðum á al-
þjóðlegum mörkuðum fyrir sjávarfang, mest
Alaskaufsa og vinnur úr meiru en 20.000 tonn-
um af Kyrrahafsþorski á ári, auk annarra teg-
unda, sem flutt eru á markaði í Bandaríkj-
unum og Bretlandi.
Sjóvík rekur sjö verksmiðjur; fjórar í Kína,
tvær í Taílandi og nú eina í Bandaríkjunum.
Félagið er einnig með skrifstofur í fimm lönd-
um, á Íslandi, í Kína, Taílandi, Suður-Kóreu og
Bandaríkjunum. Alls starfa um þrjú þúsund
manns á vegum félagsins. Sjóvík er ennfremur
í samstarfi við Kóreumenn og Rússa um veiðar
í Kyrrahafslögsögu Rússlands. Þar eru var-
anlegar aflaheimildir um 3.000 tonn, en með
leigu og kaupum aflaheimilda hafa veiðiheim-
ildirnar verið auknar upp í um 10.000 tonn.
Um 8.000 tonn af þorski, 1.000 tonn af lúðu og
ýmis samtíningur að auki. Þessi afli kemur til
vinnslu í verksmiðjum Sjóvíkur í Kína og Taí-
landi.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, keypti
í gær 22,34% hlut SÍF í SH fyrir 3,2 milljarða
króna. Salan á bréfunum er liður í fjármögnun
SÍF á kaupum félagsins á franska matvælafyr-
irtækinu Labeyrie Group. Gunnar Svavarsson
forstjóri SH segir að málið hafi borið brátt að.
Kaupa til að selja á ný
„Félagið kaupir þennan hlut til að byrja með
með það að markmiði að losa sig við hann aftur
innan ekki langs tíma, hvort heldur er með
beinni sölu eða í viðskiptum í öðrum verk-
efnum sem kann að bera að borði,“ segir
Gunnar en hlutafélögum er ekki heimilt að
eiga meira en 10% eigin bréfa til lengri
tíma./8/13
Kaupa og selja 100.000 tonn af fiski á ári
♦♦♦
♦♦♦