Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Side 2
frú TSieresíu Guðmundssori fyrr-
um veðursfofustjóra um þréun
veóurathugana á Ssíándi.
Texti: Guðjón Albertsson. Mynd: Jóhann Vilberg.
„Frú Theresía Guðmundsson
lauk hinn 7. október síðastli'ðinn
embættisprófi í veðurfræði við
náttúruvísindadeild Oslóarhá-
skóla, en áður hafði hún tekið
adjunktspróf í stærðfræði, efna-
fræði og stjörnufræði.
í aðaleinkunn við embættis-
próf hlaut frú Theresía meðal-
einkunina 1.56. Síðastliðin 10 ár
hefur enginn nemandi við Osló-
arháskóla náð svo hárri einkunn
í nefndum greinum. Frá upp-
hafi hefur aðeins einn sérfræð-
ingur í veðurfræði hlotið hærri
einkunn, núverandi veðurstofu-
stjóri í Bergen, dr. Sverre Pett-
erssen.
Frú Theresía er fyrsta konan,
sem lokið hefur fullu embættis-
prófi í veðurfræði við háskólann
í Osló. Aðalprófritgerð hennar
fjallaði um áhrif landslags á úr-
komumagn á íslandi.
Frú Theresía er norsk a'ð ætt,
cn íslenzkur ríkisborgari, gift
Barða Guðmundssyni þjóðskjala-
verði.”
Þegar við á Alþýðublaðinu rák-
umst af hendingu á þessa frétta-
klausu frá því herrans ári 1937,
kom okkur í hug, hvort ekki væri
tilvalið að ganga á fund frúarinn-
ar, sem þama átti hlut að máli.
Frú Theresía Guðmundsson lét
einmitt af embætti sem forstjóri
Veðurstofu íslands hinn 1. júlí
síðastliðið sumar, eftir að hafa
hclgað þeirri stofnun störf sín á
fjórða áratug. Hún réðst til Veð-
urstofunnar árið 1929 sem ve'ð-
urfræðingur en gerðist svo veð-
urstofustjóri árið 1946. Frú
Theresía varð fúslega við þeirri
beiðni að segja lesendum lítillega
frá fyrstu árum Veðurstofu ís-
lands og því markverðasta, sem
drifið' hefur á daga stofnunarinn-
ar frá upphafi til þessa dags. Fer
frásögn frúarinnar hér á eftir:
— Eftir setningu sambandslag-
anna 1918 urðu íslenzk stjórnar-
völd a'ð taka að sér veðurþjón-
ustuna hér á landi, en danska
veðurstofan, sem stofnsett var um
1870, hafði á'ður séð um það starf.
segir frú Theresía. íslenzka veð-
urstofan var því sett á stofn hinn
1. janúar árið 1920 undir stjórn
dr. Þorkels Þorkelssonar eðils-
fræðings. Starfaði hún í upphafi
í tengslum við Löggildingarstof-
una svokölluðu, enda var Þorkell
Þorkelsson forstöðumaður beggja,
þar til um ái’amótin 1924-1925.
Þorkell gerðist þá veðurstofu-
stjóri og gegndi því embætti til
1. febrúar 1946.
— Fyrstu árin, sem Ve'ðurstofa
íslands starfaði hafa verið mjög
crfið fyrir forstjórann, einkum
með tilliti til þessi að liann var
þá eini maðurinn við stofnunina,
scm sérmenntaður var á sviði
náttúruvísinda. Til marks um
hina miklu byrjunarörðugleika
má geta þess, að forstjórinn og
starfsmenn hans, sem voru ekki
nema 2-3, urðu að læra að taka
við veðurskeytum, sem send voru
frá útlöndum með morsemerkj-
um, því að irn betta leyti hafði
veðurstofan engum loftskeyta-
mönnum á að skipa.
Á me'ðan danska veðurstofan
sá um veðurþjónustuna hér á
landi, voru engar veðurspár gerð-
ar fyrir ísland, heldur aðeins
gefnar út skýrslur um veðurat-
iiuganir. Jafnskjótt og íslending-
ar komu sinni eigin ve'ðurstofu
á fót, var farið að gera þar dag-
leg veðurkort, og í miðjum jan-
úar 1920 var byrjað að gefa út
daglegar veðurspár. Veðurspárn-
ar þurfti Þorkell veðurstoíustjóri
að annast á eigin spýtur til árs-
ins 1926, er Jón Eyþórsson tók
að aðstoða hann við þær. 1929
liætti Þorkell að gera spár, en þá
hafði veöurstofunni vaxi'ð svo fislc-
ur um hrygg, að starfsfólkið gat
tekið þær að sér. Dr. Þorkell Þor-
kelsson varð því brautryðjandi um
122 SUNftUDAGSBLAÐ - ALÞtííUBLABlB