Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Síða 3
visindalegar vc'ðurspár hér á landi.
— Þegar Veðurstofa íslands tók
til starfa voru hér á landi 16 veð-
urathugunarstöðvar og var stöðin
í Stykkishólmi þeirra elzt, en hún
var stofnuð 1845.
Yfirstjórn allra þessara veður-
athuganastöðva hafði danska veð-
urstofan til 1920, er íslendingar
tóku við cins og fyrr er getið.
— Fyrsta húsið, sem Veður-
stofa íslands hafði aðsetur í, var
Skólavörðustígur 3 i Reykjavík.
Þar átti liún inni í 4ra herbergja
ibúðarhúsnæði til mánaðamóta
sept.-okt. 1931, er hún fluttist í
Landssímahúsið við Austurvöll,
Þar bjó veðurstofan við afar
þröngt og óhentugt húsnæði, —
til dæmis er mér í fersku minni,
hve kompan, sem loftskcytamenn-
iniir Uöfðu tæki sín í, var ógur-
léga bágborin. Við Austurvöll vor
um við svo til desembermánaðar
1945, cr vcðurstofan fluttist í
Sjómannaskólann, þar sem aðal-
stöðvar liennar eru cnn þann dag
í dag.
— Eg byrjaði að starfa á veð-
urstofunni sem veðurfræðingur .1
nóv. 1929, þó að ekki hcfði ég
þá cnn Jokið námi mínu, því að
það gerði eg ekki að fullu fyrr
en 7. október 1937, er ég tók
embættispróf við Oslóarháskóla.
Þegar ég hóf störf var starfsliðið
auk mín, Þorkell veðurstofustjóri,
Jón Eyþórsson veðurfræðingur,
loftskeytamennirnir Dagbjartur
Gíslason, sem nú á að baki lengst-
an starfsaldur við veðurstofuna,
og Friðrik Jónsson — og loks
skrifstofustúlka, sem að auki að-
stoðaði við ýmsa útreikninga. —
Skömmu eftir að ég tók til starfa
bættist svo Björn L. Jónsson veð-
urfræðingur, síðar læknir, í lióp-
inn.
— Á þessum fyrstu árum var
aðeins unnið á daginn, en ekki
á næturnar eins og nú tíðkast.
Það var ekki fyrr en 1930, að far-
ið var að hafa vaktir fyrri hluta
nætur til að annast sendingu veð-
urfregna og safna í veðurspár.
í fyrstu náðu næturspárnar að-
eins til vesturhluta landsins, því
að á þessum árum var ekki hægt
að útvarpa veðurfregnum, svo að
þær heyrðust - nema um tak-
markaðan hluta landsins. Þrjá
mánuði sumarsins féllu nætur-
spárnar niður með öllu vegna
sumarleyfa starfsfólksins.
— Þegar ég tók við embætti
veðurstofustjóri af Þorkatli Þor-
kelssyni 1. febrúar 1946, var
starfsliðið orðið nokkru fjölmenn-
ara en þegar ég byrjaði sem veð-
urfræðingur. Þá störfuðu við veð-
urstofuna rúmlega 10 manns, þar
af 5 veðurfræðingar. Það háði
veðurstofunni á þessum árum og
gerir enn, hvc erfitt var að fá
sérfræðinga til starfa, bve lítið
fé við höfðum til umráða og sið-
ast en ekki sízt hið ónóga hús-
næði, sem við bjuggum við.
— í fyrstu var engin deilda-
skipting á veðurstofunni. Það má
segja, að hún hafi hafizt árið
1950, er veðurspádéildin og loft-
skeytadélldin fluttu á Reykjavík-
urflugvöll. Árið 1952 var svo sett-
ur sérstakur deildarstjóri á Kefla-
víkurfiugvclli, cr mikill liluti
starfseminnar, þ.á.m. flugveður-
spárnar fyrir erlent millilanda-
flug, fluttist þangað. Litlu síð-
ar var einnig komið á deiida-
skiptingu i aðalstöðvunum i Sjó-
mannaskóiunum og settar á stofn
veðurfarsdeild, áhaldadeild og
jarðskjálftadeiid.
— Margir, einkum yngra fólk,
lialda, að íslenzka veðurstofan
hafi haft einhverju sérstaklega
mikilvægu hlutverki að gegna
fyrir Bandamenn á styrjaldarár-
unum, en það er hinn mesti mis-
skilningur. Sannleikurinn er
nefnilega sá, að á stríðsárunum lá
starfsemi íslenzku veðurstofunnar
að miklu lcyti niðri. Setuliðið
hafði sina eigin vcðinrstofu liér,
og þar sem farið var með veður-
ALÞÝÐUBLAÐIQ _ SUNNUDAGSBLAÐ J23