Sunnudagsblaðið - 03.11.1963, Qupperneq 17
í einu, birtust hinar eftirlýstu kon
Ur báðar undir 'eínu götuljóskcr-
anna. Guja beiS þá ekki hoðanna
®eð að ávarpa þær, bar hiklaust á
þær þjófnaðinn á kjólunum og
krafðist þess, að þær fylgdu sór
til lögreglunnar. Konurnar mót-
mæltu þessu öllu fyrst í stað, en
sáu svo sinn kost vænstan með því
að gera sem Guja bauð.
Þarflaust er að rekja þessa sögu
frekar, að öðru leyti en því, að um
ræddar tvær konur voru systurn-
ar sem um getur í upphafi þessa
þáttar. Þær urðu sannaf að sök
um töku á kjólunum, og málinu
lauk með refsidómi. Það var ó-
gefna systirin, sem hér hafði stað
ið að framkvæmdum hún hafði
ekki efna á að kaupa kjólana, en
löngunin til þess að eignast þá
var svo rík að hún greip til ör-
þrifaráðs og fékk talið systurina
á það.
Þó hér væri snarlega brugðið
við af Guju háifu og árangurinn
yrði sá, sem þsgyr hefur yerið
lýst, þá tókst samt ekki að ná
kjólunum óskemmdum: þeim hafði
báðum verið sprett sundur til
breytingar, en ekki klipptir til
muna.
Það var ekki lögreglan, sem fór
með heiðri af liólmi í þessu máli,
heldur Guja verzlunarmær, sem
með athygllsverðum dugnaði lagði
lögreglunni öll gögn á borðið. At
ferli eystranna var sizt til þess
fyllið, að auka þeirra eigin sæmd
svo og kynsystra þeirra^ en þar
jafnaði Guja metin mcfS þeim
myndarskap, samvi2kusemi og
dugnaði, að telja má alveg eins-
dæmi.
STRANDSIGLING
Frh. af bls. 130.
hann gerði sér ekki grein fyrir í
fyrstu, að hann hafði blundað um
stund, og honum var ónotalegt af
kuldahrolli. Hann neri augun og
litaðist um, alls staðar var fólk á
ferli og upprifin rúmföt í dyngj-
um. Þaö var bersýnilega komið
langt fram á morgun.
Hann staulaðist á fœtur og
teygði kalda og stirða limi sína
sem bezt hann kunni og hélt upp
á þilfar. Það var sem honum hafði
borið í.grun, skipið var komið til
hafnar langt inni á Húnaflóa. Hann
renndi syfjuðum augum upp til
landsins, þar sem morgunhýming-
urinn á mýrum og ásum var með
miklum hraða að breyta sér í
hvítar skýjaslæður yfir lágum
fjöllum.
Hann sá gráan móreykinn, sem
strokaði þráðbeint upp frá býlun-
um á ströndinni, og svartan kola-
reyk, sern hnyklaðist þyngslalega
yíir þorpshúsunum, er stóðu tvist
og bast á sendinni eyri, sem gekk
eins og uggi á einhverjum risa-
fiski út frá lágum og grýttum háls-
um.
Að skipshiiðinni voru þegar
komnir nokkrir smábátar, er tekn-
ir voru að flytja fólk og farangur
í land.
Skipverjar voru byrjaðir að losa
um lúgur og skálka á lestaropum
skipslns. Pilturinn sneri sér að
stýrimanni, sem var á vakt, og
spurði hvað viðstaðan yrði löng.
„Sennilega ekki undir tíu tímum”,
mælti hann og leit hornauga til
lands, þar sem stór flutningadall-
ur hoppaði á undiröldunni við
sandinn.
Jæja, hugsaði pilturinn, það er
þá líklega b.etra að koma sér í
land og sjá sig eitthvað um, en
hanga hér um borð allan daginn.
í framhaldi af þessari ákvörðun
fór hann að ota sér í átt að iand-
göngustiganum, sem ruggaði hálf-
losaralega utan á skipssúðinni,
þeirri, er til lands vissi. Þar var
þröng mikil, hrindingar og yfir-
troðslur.
Nær hann er kominn í miðja
þvöguna, er allt i einu stigið ó-
þyrmilega ofan á tær hans, xneS
járnuðum stígvélaljæl. „Fotlátui'*,
segir náunginn. Farðu bölvaður,
hugsar pilturinn, þó að hann þyrði
ekki að segja það, heldur muldr-
aði eitthvað, sem enginn skildi,
því að i sama bili sá hann, að þar
var Sykurtoppur kominn og rudd-
ist um fast. Bar hann sjóarapoka
svartan á baki, en tösku mikla i
fangi, og var bundið saman op
pokans og handfang töskunnar, en
tengslið lá yfir öxl honum.
Pilturinn sá nú sinn kost vænst-
an að hverfa þarna frá i bili og
leita aftur á þilfarið, þar sem
mannfærra var og friðsamara.
Sem hann gengur fyrir hornið
á öðru farrými, er hann nær
hlaupinn i fang hinnar gullhærðu
Frh. á bls. 138.
„Þetta var stórfín ferð, mamma. Flugmaðurinn kom og skamm-
aði pabba, af því að hann kleip í flugfreyjuna". ^
AT.ÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ J37