Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Page 9

Sunnudagsblaðið - 14.03.1965, Page 9
á ilænunni, og aCrir hafa sé8 hann við skólahornið bíða eftir börnun- um, það er eins og hann hafi gleymt því, að þau voru öll dáin og hvers vegna hann drekkti sér. En sumir segja að hann gangi fram og aftur í þessu húsi, fram og aftur; eins og þegar þau lágu í bólunni og þau gátu ekki sofið nema þau heyrðu fótatak hans fyr- ir framan dyrnar. Hann drekktl sér í myllulænunni. Og nú geng- ur hann aftur“. Ókunni maðurinn andvarpaði aftur, og ég heyrði vatnið skvampa í stigvélunum bans, þegar hann hreyfði sig. „Við getum ekki verið hjátrúar- fullir”, sagði ég. „Það gengi ekki, að við færum að sjá drauga, þvi að þá yrðum við að vera marga nótt- ina blautir úti á vegunum". „Nei”, sagði hann, „nei, það væri ekki hægt. Ég hef aldrei trú- að á drauga”. Ég hló. „Ekki ég heldur”, sagði ég. „Eg sé aldrei drauga, þótt aðrir kunni að gera það”. Hann horfði á mig á undarlega þunglyndislegan hátt. „Nei“, sagði hann. „Þú sérð þá eflaust aldrei. Sumir sjá þá ekki. Það er nógu erfitt fyrir fátæklinga að hafa ekki aura til að borga fyr- ir gistingu, þótt draugar •«€u ekki að hrella þá líka”. „Það er lögreglan, ekki draugar, sem heldur fyrir mér vöku”, sagði ég. „Það er ckki svo gott að sofa rólegur með lögreglu og sögu- smettur allt í kringum sig". Vatnið lak enn úr fötum hans niður á gólfið og af honum lagði rakaþef. „Hvað er þetta, maður”, hróp- aði ég. „Ætlarðu aldrei að verða þurr?” „Þurr?“ Hann hló vandræða- lega. „Þurr? Ég verð aldrei þurr .... Okkar líkar verða aldrei þurr ir, hyort sem veðrið er vott eða þurrt, hvort sem það er vetur eða sumar. Líttu á”. Hann rak forugar hendurnar á kaf inn í eldinn og horfði á þær með æðisglampa i augum. En ég þreif skóna mina og hljóp vein- andx út i nóttina. k II; ALÞÝÐUBLABIÐ - SUNNUDACSBLAB 209 _

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.