Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 4
in ástæða þefis, að Snorri telur bergrisa meðal verndaranda sinna. Hins vegar hafi Snorri búið til hinar verurnar þrjár og tengt þær bæði fjórðungaskiptingu landsins og höfðingjunum, sem komu fram sem fulltrúar þjóðarinnar. Land- vættirnar, sem hafa verið einar um hituna í Upphaflegu sögninni, eru einnig með, en háfa látið af aðalhlutverkinu. „Á þennan hátt, tel ég, að Snoíri hafi viljað sýna einhug lands, þjóðar og ríkis”, segir Almquist að lokum um þetta atriði. ALMQUIST færir mörg rök að þessari niðurstöðu sinni. Hér er ekki rúm til að rekja þau, en þess skal aðeins getið, að skoðun hans virðist í grundvallaratriðum nær óyggjandi. Á því þarf naumast að vera nokkur vafi lengur, að þær fjórar verur, sém halda uppi skjaldarmerki landsins, eru ekki landvættir, eins og þær hafa lengst um verið taíldar, heldur eru þær sprottnar úr fylgjutrúnni, þeirri trú, að sál manna geti farið úi' líkámanum um stundarsakir og tekið á sig líki ýmissa dýra. Með eina veruna virðist þetta liggja í augum uppi strax við fyrstu sýn. Þórður gellir er talinn höfðingi yfir Breiðafirði, en fylgja hans, griðungurinn, veður á sæinn út og tekur „að.gella.ógurlega". Auð- vitað er nautið hér valið vegna viðurnefnis Þórðar. Þá er “það ekki slorleg lýsing á riki Eyjólfs Val- gerðarsonar í Eyjafirði, að hafa fylgju hans svo mikla „að væng- irnir tóku út fjöllin tveggja vegna”. EINS OG heiti ritgerðarinnar ber með sér, fjallar hún um níðkveð skap að fornu. í inngangi gerir Almquist grein fyrir því, hvers vegna hann ræðst I þetta verkefni. Eins og mörgum íslendingum er kunnugt, starfaði Bo Almqui&t um árabil sem sendikennari við Há- skóla íslands. Meðan hann dvald- ist hérlendis dró bann að sér mik- inn efnivið um sérkennilegan þátt íslenzkra þjóðfræða: kraftakveð- skap eða ákvæðakveðskap, og mun hann vera eini fræðimaðurinn, sem það efní hefur tekið til sérstakr- ar meðferðar. Yfirlit um ákvæða- kveðskap gaf hann svo í útvarps- erindi, áður en hann hvarf heim tii Svíþjóðar aftur, og síðan í rit- gerð í Skírni (Um ákvæðaskáld, Skírnir 1961, bls. 72 og áfr.). Til þess að geta gert ákvæðaskáld- skapnum full skil taldi hann sig þurfa að kanna, hvort nokkuð hon- um áþekkt fyndist í fornum heim- ildum eða hvort um væri að ræða síðari tíma fyrirbrigði án róta aft- ur í forneskju. Við þá könnun varð hið forna níð á vegi hans. Og það efni (sem upphaflega mun að- eins hafa átt að verða inngangur að hinni eiginlegu ritgerð um kraftakveðskapinn) óx svo í með- ferðinni, að ein bók nægir ekki til að fjalla um það allt. Rit það, sem Almquist hefur nú hlotið doktors- nafn fyrir, er aðeins fyrra bindi af tveimur, sem eiga að fjalla um hið forna nið. Sú bók, sem ókom- in er út, á að fjalla um níð gegn kristniboðum, en rit það, sem hér er getið um, fjallar aðeins um níð gegn konungum, nónar til tekið aðeins um þrjú dæmi úr fornum bókum, auk ítarlegrar greinar- gerðar um hugtakið níð og innviðu þess. Níð hefur áður' sætt sérstakri rannsókn. Sænskur fræðimaður, Erik Noreen, fjallaði ítarlega um níð í riti sínu Studier i fomvast- nordisk diktning, sem út kom i Uppsölum árið 1922. Hann kemst þar að þeirri niðurstöðu, að níð hafi fyrst og fremst verið fólgið í ærumeiðingum, sérstaklega þó ásökunum um ergi þ.e- kyn villu eða aðra afbrigðilega kyn- hegðan. Þá ræðir Nareen þá skoð- un margra, að níð hafi verið talið búa yfir töframætti, og * hafntir þeirri skoðun. Að áliti hans er níðið aðeins svívirðingar í orðum. Fáir síðari fræðimenn hafa að- hyllzt þessa skoðun Noreens að fullu. Það virðist sem sagt nokkuð stór biti að kyngja að hreinsa níð- ið að fullu af öllum töfraáhrifum, enda kemur iðulega fram i heim- ildum sú skoðun, að níðið bíti, þ. e. verði að áhrínisorðum. Til þess að koma dæminu saman þarf Noreen líka að vísa á bug ýmsum heimild- um, þar sem á níð er minnzt, t. d. frásögn Egils sögu af þeim at- burði, er Egill reisir Eiríki kon- ungi Blóðöx og Gunnhildi dottn lngu hans níð, en þar telur Noreen orðið notað í rangri merk- ingu af síðari mönnum, sem ekki hafi verið ljóst upphaflegt inntak þess. Níðstöng Egils var töfraat- höfn, segir Noreen, í henni fólst engin ásökun um ergi og því var ekki um níð að ræða. Þessa skoðun Noreens tekur Bo Almquist til rækilegrar athugun- ar í riti sínu. Hann rekur frásögn Egils sögu af níðstöng Egilg og fjallar rœkilega um níðvísur Egils um Eirík og Gunnhildi drottningu. Þær vísur eru birtar sérstaklega hér að framan. Magnús Olsen hef- ur fært að því rök, að Egill muni hafa rist þessar visur á níðstöhg- iná til að auka áhrifamátt níðsins. Olsen bendir á, að séu vísumar skrifaðar með rúnaletri, verði rúnafjöldi hvers vfsuhelmings um sig 72, en slíkt geti naumast hafa orðið ■ fyrir tilvUjun. Þetta viU Almquist ekki skrifa undir; hann segir, að ekki beri að telja rök- semdaleiðslu Magnúsar Olsen um þetta hafa neitt sönnunargUdL í fljótu bragði virðist þó erfitt að sjá, á hverju Almquist.byggir svo afdráttarlausa afneitun á kenningu Magnúsar; þau rök, sem hann fær- ir fram í bókinni eru að minnsta kosti harla léttvæg, og hann skýr- ir ekki, hvers vegna rúnafjöldinn er nákvæmlega hinn sami í öllum fjórum vísuhelmingum þessara vísna, en engra annarra vísna Egils. Þáð breytir engu, þótt með- alrúnafjöldi helminga allra visn- anna til samans kunni að vera 72. Meðaltalið segir hér ekkert um rúnafjöldann I hverjum einstök- um vísuhelmingi fyrir sig. Á ,hinn bóginn telur Almquist aðrar ástæður benda tU þess, að vísumar hafi verið ortar f tengsl- um við níðstöngina. Með því að bera saman vísumar og þann for- mála, sem sagan leggur Agli f munn, kemur í djds, ’að sömu goða mögn era ákölluð í bæði vísum og formála. Vísumar eru auðskildar, nema tvö orð, sitt í hvorri vfsunni, sem fræðimenn hefur nokkuð greint á um. hvernig beri að skilja. Það eru heitin landás í fyrri vís- unni og landálfr í þeirri síðari. Margir hafa talið, að me^ þessum orðum væri átt við einhvem guð- anna, og þá trúlega Þór, en hans 372 SUNNUDAGSBLAÐ - AÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.