Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 13
Pramferði Kellys og félaga hans vakti mikla athygli í Ástralíu á sínum tíma og yfirvöldin stóðu um skeið ráðalaus gegn flokknum. Sagan hefst 26. október 1878. Þann dag skaut Kelly til bana þrjá lögreglumenn, sem voru komnir til að taka hann fastan fyrir skot- árás á annan lögregluþjón, en Kelly taldi sig saklausan af þeim verknaði. Einn lögregluþjónanna, seVn til handtökunnar voru sendir, komst undan, og þegar málið kom fyrir rétt, var hann höfuðvitnið við líkskoðunina á þeim, sem féllu. Ástralskt blað segir frá framburði hans á þessa leið: „Thomas M’Intyre, riddaralög- reglumaður í Mansfield, skýrði frá því, að 25. þessa mánaðar hafi Kennedy lögregluforingi, lögreglu- mennirnir Scanlan og Laningan og hann sjálfur farið til að leita uppi Kelly bræðurna, sem voru ákærð- ir fyrir að hafa reynt að myrða Pitzpatrick lögregluþjón. Þeir ®lógu utn kvöldið upp tjaldi við Stringybarklækinn, um tuttugu inílur frá Mansfield. Klukkan sex iriorguninn eftir fóru þeir Ken- ncdy og Scanlan niður með lækn- t*m, og vitninu var fyrirskipað að annast matseld, meðan þeir væru fjarverandi. Um kl. 5 síðdegis- var vitnið að hita te og var óvopnað, hvi að marghleypa þess var í tjald- mu. Lanigan lögregluþjónn stóð við hlið þess. Þá heyrði það radd- lr. sem hrópuðu ,,Upp með hend- nrnar”. Það sneri sér við og sá fjóra menn með byssur, sem þeir heindu að því og Lanigan; tvo teirra þekkti það sem Edward og Daniel Kelly af þeirri lýsingu, sem þeir höfðu fengið. Vitnið rétti strax upp hendurnar, en Lanigan leyndi að komast bak við tré tvo eöa þrjá metrá frá og lagði um ieið hönd á marghleypu sína. Áð- Ur en honum gæfist tími til að ‘i’-'aga hana upp var hann skotinn og féll. Mennirnir fjórir þustu siðan að vitninu, en það heyrði Lanigan æpa: „Dx-ottinn minn, ég hef fengið skot”. Mennirnir fjórir skipuðu vitninu að rétta upp hendurnar og spurðu það. hvort það væri vopnað. Það kvaðst ekki vera það. Þeir spurðu þá, hvar marghleypa þess væri, og vitnið sagði hana vera í tjaldinu. Ed- ward Kelly leitaði þá á því að skotvopnum. Þá var vitnið um fimmtán skref frá tjaldinu. Þegar Kelly fann ekkert vopn, sagði hann vitninu, að það mætti láta hendurnar síga. Síðan leituðu þeir á Lanigan og tóku byssuna af hon- um, leituðu því næst í tjaldinu og tóku þaðan öll vopn og skotfæri. Meðan þeir ræddust við faldist einn stigamannanna í tjaldinu, en hinir í runna og biðu komu þeirra Kenedys lögregluforingja ög Scanlans lögreglumanns. Vitn- ið sagði Edward Kelly að það skyldi reyna að fá lögreglumenn- ina tvo til að gefast upp, ef hann lofaði að skjóta ekki. En áður en tími væri til að skýra hinum stiga mönnunum frá samkomulaginu birtust þeir Kennedy og Seanlan. Kelly sagði; „Uss, sti'ákai', nú koma þeir. Þú (við vitnið) skalt sitja kyrr á þessum trjábol, ann- ars sendi ég kúlu í gegnum þig”. Vítnið ságði: „í guðanna bænum, Kelly, skjóttu ekki mennina, og ég skal fá þá til að gefast upp”. Ken- nedy kom þá að á undan Scanlan. Vitnið færði sig í átt að Kennedy, en um leið hrópuðu Kelly og menn hans: „Gefstu upp. Upp með hendurnar”. Kennedy grcip til marghleypurnar, og óðara var hleypt af skotum. Vitnið í'áðlagði Kennedy að stíga af baki og gef- ast upp. Scanlan fór af baki og tókst að komast bak við tré og reyndi um leið að ná hríðskota- rifflinum, sem hann hafði um öxl sér, en áður hann gæti gert það eða íorðað sér íéll hann af byssu- skoti í handlegginn. Vitnið sá blóðið fossa úr honum um leið og hann féll. Þá höfðu liðsmenn Kellys hleypti af mörgum skotum, cn lögregiumönnunum haíði ekki gefizt tími til að ná í byssur ’sínar. Kennedy gafst þá upp, eftir að hann hafði árangurslaust reynt að ná byssunni, en skothríðin hélt áfram, og vitnið fór að halda, að Edward Kelly hygðist ekki efna ioforð sitt og gefa þeim grið. En hestur Kennedys var nærri, svo að vitnið hljóp á bak honum og reið burt. Um leið heyrði það einn stigamannanna, Daniel Kelly, hrópa: „Skjótið skepnuna”. Mörg- um skotum var síðan hleypt af, en ekkert þeirra hæfði vitnið. Ken- nedy var nærri, þegar vitnið hljóp á bak, og hann sagði við liðsmenn Kellys: „Skjótið ekki, di'engir, skjótið ekki”. Vitnið reið í átt að símastaurunum gegnum mjög þykkt kjarr og féll illilega af baki. Það steig aftur á bak og reið tvær mílur til viðbótar, fann þá að hest- urinn var farinn að gefa sig og hélt að hann hefði orðið fyrir skoti, tók af honum hnakk og beizli og skildi hann eftir. Vitnið hljóp nokkurn spöl og faldi sig í gjótu og skrifaöi stutta lýsingu á því, sem gerzt hafði, í minnisbók sína, og las það upp í réttinum. Það lá í felum, þar til dimmt var orðið. Þá fór það úr felustaðnum, fór úr báðum skónum til að gera ekki hávaða og gekk í um það bil klukkustund með aðstoö áttavita og vasaljóss og stefndi í átt til Mansfield. Vitnið gekk alla nótt ina til kl. um 3 síðdegis á sunnu- dag, en þá kom það til Mansfield og gaf Pewtress lögreglustjóra skýi-slu um atburðina. Sama kvöld ior það aftur ásamt honum og fleiri mönnum til að leita að lík- unum. Lík Scanlons fannst skammt þaðan, sem vitnið sá hann falla, og lik Lanigans um fimm metra frá þeim stað, er hann féll. Vösunum var snúið við og allar vistii’nar (átta eða tiu daga birgð- ir), skotfæri og hestar voru á bak og burt, og tjaldið og fatnaðurinn brunniö til ösku. Af Kennedy lög- regiuforingja fannst ckkert”. stigamannsins AÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 3gJ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.