Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 8
Stefán Ólafsson á Brandagili gengju sér. mjög til meins, en það væri ósk sín að hreppstjórinn tæki þau í sína vörslu til viðeig- andi ráðstöfunar. Stefán sagði að ekki skyldi á sér standa, að leysa þetta vandamál að réttum landslögum. Gengu þeir svo báðir að réttinni, þar tók Stef- án upp litla vasabók og ritblý, en bað prófast lýsa mörkum á hross- unum. Skrifaði Stefán upp mörk- in, en að því loknu kvaðst hann myndi kynna sér hverjir eigendur hrossanna væru og gera viðhlýt- andi ráðstafanir, að þau gerðu ekki prófasti tjón oftar. Að engu leyti lét hann á sér merkja, að hrossin væru hans eign,1 og pró- fastur hafði heldur ekki orð á því. I FRUMKVÆÐI STEFÁNS OG HANNES HAFSTEIN Sumarið 1906 var landsímalína lögð frá Seyðisfirði norður um land til Hrútafjarðar og suður til Reykjavíkur. Sæsímastrengur var þá fyrir skömmu kominn í land í þessu litla kauptúni. Ofurlítil stein kapella líkust ‘kornmylluhúsi við bæjarlæk í sveit, hafði verið byggð vestanmegin fjarðarins. Inn í þessum litla kumbalda var þess- ari þýðingarmiklu líftaug hrjóstr- ugrar eyju, tengd við umheiminn. Upphafsmaður að þessu einstæða stórvirki var Hannes Hafstein ráð- herra,. sem hafði með fádæma djörfung, gegn heiftugri andstöðu, gert samning við fjársterkt rit símafélag erlendis, að leggja til efni„ framkvæmdir og allt fé til fyrirtækisins. Þegar endinn á sæsímastrengn- um var kominn alla leið yfir út- hafið, inn í litla steinkofann við Seyðisfjörð, var kannske þyngsta þrautin eftir, að leggja koparvír á staurum um fjöll og firnindi og strjálbyggðar sveitir, til höfuð- staðarins við Faxaflóa. Stóra nor- ræna ritsíma félagið sendi sjötigu manna lið, sem var að mestu fag- lært fólk, til þess að leggja þessa löngu símalínu. íslendingar áttu þá engan mann, sem kunni slíkt vandaverk. Þeir höfðu þó vetur- inn áður fiutt staurana víðsvegar, þar sem línan var fyrirhuguð. Á einu sumri höfðu símamennirnir komið þessari miklu menningar- taug norður og vestur um land til Reykjavíkur. Seint í ágúst 1906 var því verki lokið. Hannes Hafstein ráðherra, sem hafði þá sér við hönd stjórnarráð, er var litlu stærra en skrifstofu- hald hjá meðal verzlunarfyrirtæki nú ó tíma, tók sér fyrir hendur aö ferðast alla leið með símalín- unni og byrjaði þetta eftirlits- ferðalag á Seyðisfirði. Ekki barst þessi æðsti maður landsins mikið á, enda var ekki hægt að spila hátt með fé örfátækrar þjóðar. Fjárlög landsins voru þá rúmar tvær milljónir. Ráðherra hafði þá að launum 10 þúsund krónur og ákveðna upphæð í risnufé, en fé til ferðalaga var ráðherra ætluð fararefni. Hannes ráðherra hafði góðan hestakost, enda þetta langa ferða lag byggt á því, að fararskjótar hans dygðu á hverju, sem gengi. En hann hafði engan fastan fylgdarmann, en lét sér nægja brautargegi er góðvinir og pólit- ískir fylgismenn veittu honum hvarvetna á þessari löngu leið. Ráðherra tók sér gististað á Blönduósi hjá Gísla sýslumanni íslenfssyni. Hann hafði í upphafi gert nákvæma ferðaáætlun, sem hann fylgdi eftir því, sem unnt var. Næsti gististaður var ætlað- ur á Staðarbakka hjá Eyjólfi Kol- beins presti. Gísli sýslumaður fylgdi honum þangað sjálfur. Þeir lögðu af stað frá Blönduósi af- líðandi hádegi tveir saman. Þeir komu að Lækjarmóti í Víðidal, en þar var þá kominn símstöð. ráð- herra talaði. þáðan til .Reykjavík- og viðstaða varð alllöng. Þegar þeir hugðu til ferðar, bar þar að garði Stefán hreppstjóra á Branda gili. Var hann á vesturleið eins og þeir. Þeir Gísli sýslumaður og Stefán þekktust vel, því Stefán var þá búinn að vera um árabil sýslu- nefndarmaður Staðhreppinga. Urðu fagnaðarfundir með þeim Stefn slóst strax í samfylgdina vestur í Miðfjörð. Veður var vott og þoka á Miðfjarðar- hálsi, svo sýslumann: þótti blíöa að biðja Sigurð bón<ja á Lækjarmóti um fylgdarmanns- lán vestur að Staðarbakka. Var það auðfengið. Sigurður lánaði þeim vinnupilt er hann hafði, Gunnbjörn að nafni Stefánsson. Gunnbjörn þessi fór nokkrum ár- um seinna en þetta var til Ameríku og hefur átt heima í Vesturálfu Hjörtur Líndal síðan. Hann kom í kynnisför til ættlands áíns fyrir nokkrum miss- erum og sagði frá þessu ferðalagi. Ráðherra galt Sigurði bónda fylgdarmanns kaupið eins og upp var sett, eða Sigurður vildi ekkert taka fyrir þennan greiða. Það var Gunnbirni úr minni fallið. Ferðin vestur að Staðarbakka, gekk að óskum. Gunnbjörn fylgd- armaður reið á undan, en höfðingj arnir riðu á eftir honum samsíða eins og verkast vildi og skröfuðu saman. Stefón hreppstjóri kunni vel að vera með tignmönnum. Aldrei skorti samræðuefni þar, sem hann var staddur. Þegar þeir komu I hlað á St^ðar bakka, var Kolbeins prestur og 376 SUfitNWDAGSBLAÐ - AÞýöUBLAÐIEt

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.