Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 6
374 SUNNUDAGSBLAÐ - AÞÝÐUBLAÐIÐ undir risið. I’eir, sem létu níðs óliefnt, urðu hvers manns níðing- ar, áttu yfir sér fyrirlitningu allra. f Almquist vektir athyg’t á því, að níð þurfti ekki að vera beinar skammir. Það gat eins verið „lof það er hann yrkir til háðungar“ eins og segir í íslenzkum fornlög- um. í þessu sambau'li r.ntursogir hann smásögu úr Magnuss sögu berfæ'ts í Morkinskinnu. íslenzkt skáld að nafn' Eld'iárn er þar nðtil- söguhetjan. í iiði Magnúsar Knn- ungs var vallon/kur greifi að nafni Gíparður en 1 orrustu, sem konungur ácti við Inga Steinkels- son Svíakonnng, vantaði i’Iiparð grejfa- Norðmenn töldu, að hug- leysi hefði vatdiö og noKkrir iríð- ungarkviðlingar voru kv°3nir um hann. Hann sér bess kost va nstan a* fára úr landi og fer lil Ing- xáiidó. i.Ieiial for'inu'.ua hans er Eldjárn skáld. \ lsið'aui vrkir £ld járn skammir um Gtparð, og þeg- ar til Englandi k^inur kvartar Gíparður við bor gargroiíaim í fyrstu borg, er þeir koma til, og ákærir Eldjárn fyrir að hafa kveð- ið um sig nið. Borgargreifinn er ungur og óreyndur í embætti og reynir fyrst að eyða málinu, en stefnir að lokum þeim Gíparði Eldjárni fyrir sig. Eldjárn býðst þá til að flytja þá vísu, er hann hafi ort, og geti borgargreifinn þá dæmt sjálfur hvort um níð hafi verið að ræða. Verður þetta að samkomulagi. Eldjárn fer þá með vísu, ekki þá, er hann orti á leið inni, heldur aðra vísu, sem er há- stemmd lofgjörð um framgöngu Gíparðs í orrustunni við Inga Svíakonung. Englendinurinn þekkti- ekki til málavaxta og taldi þetta greinilegt lof, en ekki níð, og þar sem Píparður gat ekki án þess að ljóstra upp um eigin hneisu útskýrt fýrir honum, hvern ig í málinu lægi, fór svo, að Eld- járn var sýknaður, þrátt fyrir það, að sfðari vísan væri verri en hinni fyrri. HÉR ERU engin tök að rekja til neinnar hlítar allt það efni, sem Bo Almquist fjallar um í riti sínu. Við fyrstu sýn kynni viðfangsefni hans ekkl að virðast umfangsmik- ið. Auk inngangs eru í bókinni að- Mynd Vigelands af Agli að reisa níðstönglna. eins fjórir kaflar, sá fyrsti um hug- takið níð, sá næsti um níðvísur Egils Skallagrímssonar, þriðji kafl inn um níðið gegn Haraldi Gorms syni og lokakaflinn um jarlsnið, níð Þorleifs jarlaskálds gegn Há- koni jarli Sigurðarsyni. Ritningar- staðirnir (ef nota má svo guðræki legt orð um jafnheiðið efni) eru því ekki nema þrír, sem lagt er út af í bókinni, en í útlegginguna eru víða dregin að föng. Það er greiqi- legt að bókin er skrifuð af ærnum lærdómi og er árangur mikiUar og strangrar vinnu. Bókaskróin aft- ast í rltinu tekur fullar tólf blað síður í Skírnisbroti, og má af því nokkuð ráða að efniviðir bókarinn ar eru sóttir i marga staöi. Og, eins og fyrr segir, er þetta verk aðeins fyrsta bindi lengra ritverks. Hér á íslandi þykir það oft grun amlegt, þegar talan 1 stendur á titilsíðu fræðirits, því að þá er jafnan viðbúið, að ekki komi meira út af því verki. Vonandi er þetta ekki einnig lenzka I Sví- þjóð, því að það væri illa farið, ef dr. Bo Almquist létl staðar num- Frh. ó bls. 377.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.