Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 11
^WWMlW*WiWWWWW\VWtWWWW%W>WU%W%WUWWmWWWWMWWMWV Svo er það mannlýsingin. Greinarhöfundur verður að gera sér far um að lýsa hinum látna eins vel og hann á vald og þekkingu. Auðvitað er ekki nema eðlilegt, að þá fari eins og hjá Prestinum, sem líkræður flytur, að skuggahliðum sé að mestu gengið fram hjá. „De mortuis nil nisi bonum,” sögðu þeir gömlu, segjum aðeins gott eitt um þá dauðu. En skiljanlega er mönnum Piisjafnlega lagið að bregða upp slíkum mannlýs- ihgum. í sumum greinum eru þær meginefnið °g nvinnisstæðastar. Erfil.ióðasnilld Bjarna Thor- urensen, sem enginn hefur farið fram úr síðan, fólst fyrst og fremst í mannlýsingum kvæða. Er það ekki eins og vér höfum sjálfir kynnzt Sæ- fnundi Hólm, Oddi Hjaltalín og Rannveigu Filipp- hsdóttur eftir að hafa lesið þau kvæði með at- þygli. Annars á þessi pistill ekki að snúast um erfiljóð; það er allt annar kapítuli, enda annarri tækni beitt. Roks þarf að rekja helztu æviatriði og störf, segja deili á maka hans eða hennar. Nú kunna margir að segja: Verður ekki grein, sem með þessum hætti er samin bæði of til- finningasnauð og þurr. Það þarf alls ekki að vera, ef laglega og hóflega er á haldið. En með þessari aðferð nær minningargreinin hugum fleiri en fámenns hóps; hún kynnir látinn mann eða konu almennum lesendum, verður eins konar minnisvarði eins og áður er getið um. Margir skrifa ágætar minningargreinar af þessu tagi, °g nú í svipinn er Pétur Ottesen fyrrum alþingis- niaður mér einna minnisstæðastur slíkra höfunda. Eg vona, að það sem ég hefi hér rabbað um tninningargreinar og eftirmæli, hafi ekki sært filfinningar neinna, sem um sárt eiga að binda; það vildi ég forðast. Hér voru aðeins lauslegar hugieiðingar almenns lesanda, sem hefur snefil af áhuga fyrir mannfræði og óskir hans í því sambandi. Um afmælisgreinar gildir'eitt sama atriðið og um minningargreinar. Þar þurfa að koma fram mannlvsinsar um ættir, maka og afkomendur, Nfs og liðna. Oftast fer vel á þvi að afmælisgreinar séu sem hressilegastar'og skemmtilegastar, og oft og tíð- um fullvelviðeigandi að bregða á léttara hjal og Srfpa jafnvel til fyndni, ef hóf er a. Enda birtast °ft bráðskemmtilegar afmælisgreinar í blöðun- um. En alvara verður að vera með í þeim sam- kvæmisleik, og tómt grín og galsi í afmælis- Sreinum missir oftast marks. íslendingar hafa alltaf verið og eru enn miklir rftirmælamenn. enda fámennir og manna hneigð- astir fyrir mannfræði. Enda eigum vér í bók- menntunum mikil snilldarverk á þeim vettvangi. Nægir' að benda á snillinga eins og Egil Skalla- Srfmsson, Bjarna Thorarensen, Matthías Joch- umsson og Guðmund Friðjónsson o. fl. o. fl. Og hver gleymir nokkru sinni, sem lesið hefur erfi- Ijóð Hallgríms Péturssonar um Steinunni litlu dóttur sína og ljóð Stephans G. um Gest, son sinn. Eftirmælagreinar nútímans eru grein af sama stofni, en sízt er samt vandalaust að ganga vel frá þeim. rjóh. ^^^^WtMMMMMtMMMMMMVMMMMMMMWWVWVVWVVVWWMVMMWMVMVMMVWMWVW AÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 379

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.