Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 10
>WWW»WIWIWIW*IMimWWWWWWWWWWIWWW>WWMIMHWWW»WWHMWWWWII»W Minningargreinar og afmælisgreinar FLEIRUM en Agli Skallagrímssyni verður tregt tungu að hræra, þegar mæla á eftir kæran, látinn vin. Eg geri mér því fullljóst, aS það sem ég fjalla um í eftirfarandi línum, er viðkvæmt mál. 1 Margir hafa mesta ýmugust á eftirmælum í blöðum og lesa þær alls ekki, nema þau fjalli um eirihvem nákunnugan. Mér er öfugt farið. Eg held að ég lesi, eða a.m.k. líti yfir, flestar minningargreinar, sem ber fyrir augu mér. Auð- vitað þær, fyrst og fremst. sem eru um fólk, sem ég hefi þekkt, ellegar þá aðstandendur þess. En aðrar les ég, satt að' segja, mest af forvitni. Sagt er að hér á landi þekki allir alla. Ýkjur eru það að vísu, en séu minningargrein- ar skibnerkilega skrifaðar og nefndir nokkrir for- feður fog afkomendur), þá kemur oftast í ljós, að sæmilega glöggur lesandi karinast oftast við einhvern af skylduliði hins látna, enda þótt hann kannist ekkert við hann sjálfan. Með þessum lestri er því hægt að auka við þekkingu sína á mönnum, lífs og liðnum, lífskjörum fólks og jafnvel hag og ástandi heilla byggðarlaga. Við skulum nú gera okkur ljóst, í hvaða til- gangi minningargreinar eru skrifaðar. En hann sýnist mér vera einkum þre'nns konar: í fyrsta lagi — til þess að tjá persónulegan söknuð sinn og missi; í öðru lagi — til þess að votta að- standendum samúð sína; í þriðja lagi — til að kynna lífskjör og æviatriði hins látna, reisa honum m.ö.o. eins konar minnisvarða í orðum. Helzt þurfa eftirmæli að innihalda alla þessa þætti til þess að geta talizt markverð, einkum þó þann síðasta. Eitt stórkostlega erfiljóðaskáld þjóðar vorrar, að fornu og nýju, Egill Skalla- grímsson, skildi þetta glögglega: 1 • „Hlóðk lofköst, þann lengi stendr ' óbrotgjarn í bragar túni.” er hann mælti eftir kærasta vin sinn, Arinbjörn hersi. Nú langar mig til að gera stutta grein" fyrir því hvemig ég óska, að þær minningargreinar, sem ég tel vel samdar, eigi að vera, og skal það þó fyrst talið, hvernig þær eigi ekki að vera. Það getur ekki talizt annað en eðlilegt, að sá sehi semnr eftirmæli tjái persónulegan söknuð sinn og tjái ástvinum samhryggð. Eg hefi lesið margar slíkar greinar, gullfallegar, einlægar og hjartnæmar. En þær eru sumar svo, að þær veita alls engar eða litlar upplýsingár um þann, látna sjálfan. Þær höfða aðeins til nánustu ástvina og vina hins látna. Almennt gildi hafa þær lítið. En eiga þá slík persónuleg eftirmæli erindi í dagblöð, fyrir almenningssjónir? Mundi ekki gott og einlægt samhryggðarbréf til ástvina hins látna gera sama gagn og vera jafnvel ennþá kær- komnara, því að með því er tengt ennþá nánara og innilegra band milli bréfritara og aðstandenda. Eg hefi þekkt til slíkra samúðarbréfa, sem geymd hafa verið eins og kær dýrgripur um aldur og ævi hjá ástvinum látins manns eða konu. Þetta er eðlilegl í alla staði. Bréfritarinn ber ekki söknuð sinn á torg, samúðin og samhryggðin eru þá hljóðlát séreign, sem ekki fer á milli fleiri aðila, bréfið verður eins og varanlegt samúðar- handtak. Þannig held ég líka að nærgætnasta samúðin yrði sýnd, þegar lítið bam fellur frá, í stað þess að skrifa um það eftirmæli fyrir al- mennings sjónum. Það má skrifa fallega hug- vekju um lítið, látið barn, en almennt gildi get- ur hún varla haft, ungbarn er auðvitað alltaf ó- skrifað blað í augum annarra en nánustu ást- vinanna. Mundi ekki samúðin vera í smekklegra og innilegra ljósi, ef hún kæmi í fallegu, per- sónulegu samúðarbréfi? En til þess að minningargrein fyrir hinn al- menna lesanda þarf fleira til að koma en þessa tvo þætti. Ef greinarhöfundurinn ætlar að reisa látnum vini minnisvarða í órðum, „óbrotgjaman lofköst”, sem ókunnugur lesandi man lengur en til næsta morguns, verður hann að bæta fleiri þráðum í vef sinn. Mannfræði þarf að koma til, þótt ekki séu ættir raktar í marga liðu. Ýtarleg ættartala til Jóns Arasonar eða séra Einars í Eydölum getur borið annars góða grein ofurliði. En ókunn- ugur lesandi vill fá að heyra nöfn nánustu forféðra, svo og nöfn barna og e.t.v. barnabarna, svo fremi, að fólk þetta sé kom- ið til vits og ára. ♦ ' | f ? HWWHWMMWMWWWWWWWWMWMHMViWWWWWWWWHWWHMHMWWWM*1 378 SUNNUDAGSBLAÐ - AÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.