Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Blaðsíða 9
frú hans úti fyrir dyrum og bu5u gesti velkomna. Gunnbjörn hugð- ist halda til baka heimleiðis sam- stundis, en vildi kveðja -höfðingj- ana með handabandi. Stefán hreppstjóri, sem sá í skýru ljósi jafnt smælingja sem heldri menn, seildist i vasa sinn eftir peninga- veski sínu, tók úr því tíu krónu seðil og rétti Gunnbirni og kvað litla viðurkenningu fyrir góða fýlgd. Ráðherrann og sýslumaður- inn létu þá ekki sinn hlut eftir líggja og réttu drengnum sínar tíu krónurnar hver þeirra. Eftir nær fimmtíu ára lifshlaup í Ameríku lét þessi tápmikli Hún- vetningur svo ummælt, að þetta hefðu verið þau rikulegustu verkalaun er hann hefði hlotið í sínu föðurlandi. SILFURKRÓNA í SOFANDI LÓFA Það var mælt, að Stefán gengi á snið við sannleikann þegar hon- um biði svo við að horfa, en aldrei vissi ég að hann legði öðrum last- yrði til. Slikir menn mega ekki liallazt lygnir. Rógur og illmælgi var honum fjarlæg eins og fjöl- kyngilegur óhugnaður eða sótt- kveikja, sem öllum ber að varast. Hann var kominn af sumum beztu ættum i landinu, en örlögin höfðu ekki lagt auð í bendur hans, en aðalsmerki sitt hafði hann ævin- Iega dregið að húni. Hann var jafnan talandi skáld. Hjartahlý mannúð var honum í blóð borin eins og ilestum bjartsýnismönn- um. 'Síðastá árið, sem Stefán bjó á Brandagili, kom hann á heimili foreldra minna. Það var seint um kveld að haustlagi. Ég. sem var þá ennþá ungur að árum, var háttað- ur og sofnaður. Þegar Stefán var að kveðja fólkið í baðstofukrílinu, rumskaði ég við að hann stakk fögrum silfurkrónupening í lófa minn. Þá hafði hann þó líklega litlu að miðla, því proklamationin kom litlu síðar i blöðunum. Haxm efndi það sem hann hafði sagt við mig áður: „Ég yildi að ég gæti einhvem- tíma seinna glatt þig betur litii stúfurinn.” Einn silfurpeningur var þá baerra metia af fátæjcum kota- dreng en þúsundir nú á tíma. Minninga-gullið, sem Stefán „lagði í minn sofandi lófa”, hefur fylgt mér alla ævi síðan. Ég get búizt við því, að ein- hverjum, sem lesa þessar minn- ingar mínar, komi til hugar, að drykkjuskapur hafi verið mikill á Borðeyri og nærsveitum, þegar vegur kauptúnsins var mestur. En ég fullyrði að svo var ekki. Nálega allir bændur og búaliðar í þessum byggðarlögum var fátækt fólk, sem varð að neita sér um flest nema frumstæðustu þarfir og halda á öllu sem það hafði milli handa, með ýtrasta spamaði. Þetta nærri örsnauða fólk hafði lítil tök á að setja sér hærra lífsmark, en að forðazt eftir megni þá mestu for- dæmingu, sem fannst hérna megin grafar, en það var að beygja kné sín fyrir viðkomandi hreppsnefnd, sem hafði ævinlega úr litlu að spila og biðja um sveitarstyrk. Þetta fátæka fólk átti fæst vasa- úr, enda mældu þeir ekki vinnu- tíma sinn í klukkustundum eða mínútum, en létu birtu ráða starfs degi og töldu sig ekki ofgóða sjálfum sér að þjóna. Flestir bændur reyndu að eiga reiðhest, sem þeir spöruðu við klyfjaflutning og púlsvinnu. Þeirra bezta skemmtun var „að hýsa ekki harm sinn” og njóta stuttra yndis- stunda á fák sínum og hafa bikar við boga, eins og stórskáldið túlk- ar það. Kaupstaðarferðir höfðu tvær hliðar: aðra bjarta hina myrka: Ýtrustu aðgæzlu þurfti að Síra Eiríkur Gíslason viðhafa um vörukaup því kaup- staðarskldir hafa ávallt verið snara, sem erfjtt er að losa sig úr. Hins vegar var stundar gleðskapur með góðum Vinum, sem sló bjarma á fábrotna tilveru þegar brennivinstár yljaði hjartaræturn- ar. Enginn drykkjuróni var til á Borðeyri, sem ég hef sagnir af. Þó Tani væri vínkær og lekabyttan miðlaði honum miðinum örlátlega, rækti hann verk sín með elju og trúmennsku og kom sér vel, enda var hann samvizkusamur og hið mesta hraustmenni. Björn á Kollufossi, sem þótti sopinn góður, bjó við knappar jarðarnytjar, en var þó miklu fremur veitandi en þurfandi. Hann hafði oft mikla gestanauð, sem hefði verið kallað fríhótel á þess- um tíma. Sagt var, að hann væri tígildur í verki eftir brennivíns túra, sem sjaldan vöruðu lengur en eitt dægur. Magnús F. Jónsson. —O— A/íð/ð bífur Frh. af Bls. 374. ið v.ið þessa bók. Það mim heldur ekki vera nein ástæða til að óttast slíkt. Næsta bindi, sem verður í beinu framhaldi af því, sem út er komið, mun fjalla um níð gegn kristniboðum, en eins og lesend- um íslenzkra fomsagna er kunn- ugt, fengu þeir herrar stundum óþvegnar kveðjurnar. Og þegar kristniboðamir hafa verið af- greiddir, kemur væntanlega að því, að kraftaskáldin frá síðari tímum fái sína meðhöndlun. í áð- urnefndri Skírnisgrein segist Alm- quist hafa aflað sér vitneskju um „hér um bil 200 nafngreind krafta skáld auk nokkurra tuga ónafn- greindra. Þetta fólk er frá fimm öldum og úr öllum stéttum: sýslu- menn og prestar, gildir bændur og vinnumenn, hreppsómagar og flökkukerlingar”. Þegar Almquist verður búinn að gera því fólki öllu full skil (og vonandi verður þess ekki mjög langt að biða), hef- ur fróðlegur kapítuli íslenzkrar menningarsögu verið skráðuf. AJ.’ÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBhAÐ 377

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.