Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MARGSLUNGIN OG MÖGNUÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN EITURSNJÖLL BÓK SEM ÓMÖGULEGT ER AÐ LEGGJA FRÁ SÉR.“ - The Observer „ BARDÖGUM AÐ LJÚKA? Bandaríkjaher í Írak segist hafa náð næstum allri borginni Fallujah á sitt vald en vika er síðan hafin var stórsókn gegn uppreisnarmönnum, sem sagðir voru hafa hreiðrað um sig í Fallujah. Bandaríkjamenn segja 38 bandaríska hermenn og sex íraska hafa fallið í hernaðar- aðgerðunum og þeir áætla að 1.200 uppreisnarmenn hafi verið drepnir. Ekki liggja fyrir tölur um mannfall í röðum óbreyttra borgara. Kennarar ætla ekki að mæta Útlit er fyrir að fjöldi kennara mæti ekki til vinnu í dag, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kennarar funduðu víða í gær og ræddu málin. Trúnaðarmenn kenn- ara funduðu í verkfallsmiðstöðinni í Reykjavík og ræddu stöðuna. Þá funduðu skólastjórar einnig. For- maður fræðsluráðs Reykjavíkur segir að ekki verði gripið til sér- stakra aðgerða mæti kennarar ekki til vinnu. Formaður Sambands sveitarfélaga segir að til greina komi að hvert sveitarfélag fyrir sig semji við kennara en að það muni ekki gerast strax heldur sé mál sem ræða megi í framtíðinni. Allt of mikil l kostnaður Bláskógabyggð mun áfrýja dómi héraðsdóms um að fimm manna fjölskylda fái að skrá lögheimili sitt í sumarhúsabyggð. Oddviti sveit- arstjórnarinnar segir um prófmál að ræða, og ef Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms verði kostnaður sveitarfélaga allt of mikill, enda séu þau skyldug til að bjóða upp á ým- iskonar þjónustu í íbúabyggð. Hætta auðgun úrans Íranir hafa tilkynnt Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni að þeir hafi ákveðið að hætta auðgun úrans. Vilja þeir með þessu eyða grun- semdum um að þeir séu að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Abbas í kröppum dansi Mahmoud Abbas, sem líklegur þykir til að verða kjörinn næsti for- seti Palestínumanna, slapp í gær lif- andi þegar hópur vopnaðra manna tók að skjóta af byssum sínum í bænatjaldi í Gaza-borg, tjaldi sem reist hafði verið til minningar um Yasser Arafat. Tveir aðrir biðu hins vegar bana. Abbas verður fram- bjóðandi Fatah-hreyfingarinnar í forsetakosningunum sem haldnar verða í Palestínu 9. janúar nk. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Myndasögur 28 Viðskipti 13 Dagbók 28/30 Erlent 14/15 Listir 30/32 Daglegt lít 16/17 Fólk 34/37 Umræðan 18/23 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Bréf 22 Veður 39 Minningar 24/27 Staksteinar 39 * * * á morgun Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl MAÐURINN sem sló danskan her- mann eitt högg í höfuðið á skemmti- stað í Keflavík með þeim afleiðingum að Daninn beið bana, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjaness þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir hon- um að höggið hefði ekki verið veitt af fullu afli. Manninum var sleppt í gær og telur lögreglan í Keflavík að málið sé upplýst. Hinn látni hét Flemming Thol- strup og var 33 ára danskur hermað- ur, fæddur 1. september 1971. Maðurinn sem hefur játað að hafa veitt honum höggið heitir Scott Ramsey. Hann er 29 ára gamall, með skoskt ríkisfang. Hann hefur verið búsettur hér á landi í nokkur ár og leikið knattspyrnu með íslenskum félagsliðum, nú síðast með meistara- flokki Keflavíkur. Félagar hans í meistaraflokknum hittust og ræddu við prest um helgina. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Ramsey gefið þær skýringar á árásinni að honum hafi þótt Daninn of nærgöngull við unn- ustu sína. Árásin sjálf hafi verið fyr- irvaralaus, hann hafi gengið upp að Dananum og slegið hann eitt högg í höfuðið. Við það hné Daninn niður og komst aldrei aftur til meðvitundar. Hann lést síðan á sjúkrahúsi stuttu síðar. Daninn mun ekki hafa fengið annað högg á höfuðið þegar hann féll á gólfið. Líkið hafði í gær ekki verið krufið. Daninn var ásamt nokkrum öðrum hermönnum úti að skemmta sér í Keflavík aðfaranótt laugardags. Árásin var gerð á skemmtistaðnum Traffic en Danirnir munu einnig hafa verið á öðrum skemmtistað á sama tíma og Ramsey og unnusta hans voru þar, fyrr um kvöldið. Einnig þá taldi Ramsey að Daninn hefði verið of nærgöngull við unn- ustu sína. Eftir að hafa slegið Danann gekk Ramsey rakleitt út af veitingastaðn- um og var hann handtekinn á heimili sínu skömmu síðar, verulega ölvað- ur. Á laugardag úrskurðaði Héraðs- dómur Reykjaness hann í tveggja daga gæsluvarðhald, í samræmi við kröfu lögreglunnar í Keflavík, og til að sæta farbanni til 13. mars á næsta ári. Í úrskurðinum um gæsluvarðhald- ið kemur fram að hann er grunaður um að hafa framið stórfellda líkams- árás. Í lögum segir að ef stórfellt lík- ams- eða heilsutjón hlýst af árás, eða sá sem fyrir henni verður hlýtur bana af atlögunni, varðar það fang- elsi allt að 16 árum. Atburðarás ljós Karl Hermannsson yfirlögreglu- þjónn segir að ekki hafi verið ástæða til þess að halda manninum lengur þar sem málið teljist upplýst. Hvað hafi nákvæmlega orðið til þess að Daninn hafi beðið bana eftir að hafa fengið eitt höfuðhögg verði væntan- lega leitt í ljós við krufninguna. Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslu- manns, bendir á að maðurinn hafi verið settur í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mikil áhersla hafi verið lögð á rann- sóknina um helgina og rætt hafi ver- ið við öll mikilvægustu vitni. Því hafi ekki verið talinn grundvöllur til þess að halda honum lengur. Ásgeir segir þetta alvanalegt. Í þessu tilfelli sé ekki um ásetning um manndráp að ræða og ekki hægt að bera málið saman við mál þar sem ásetningur sé til manndráps. Að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau var danski hermaðurinn sér- fræðingur í flugi yfir Norður-Atl- antshaf. Kom hann hingað til lands á föstudag á vegum danska hersins í flugvél af gerðinni Challenger. Til- gangurinn með ferðinni var að æfa lendingar á mismunandi flugvöllum á Íslandi, Kanada og Grænlandi. Fé- lagar Tolstrups fengu áfallahjálp frá presti varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Manninum, sem veitti Dana höfuðhögg þannig að hann lést, sleppt úr haldi Segist ekki hafa slegið af fullu afli EIN af mörgum fraktþotum Atlanta flutti 100 tonn af nýja rauðvíninu, Beaujolais Nouveau, frá Evrópu til Kuala Lumpur á dögunum en verið er að dreifa víninu um heim allan um þessar mundir til að það verði tilbúið til neyslu 18. nóvember. Frá Kuala Lumpur var flogið með vínið síðasta áfangann til Japans með fraktþotu frá Malaysian Airlines. Flugstjóri Atlanta-þotunnar var að sjálfsögðu franskur, Jean Jaques Vivien, og með honum þeir Jóhann Pálmason flugmaður og flugvélstjóri frá Ind- landi, Padmana Than Nagalingam. Flugstjórinn franski hefur starfað hjá Atlanta í nokkur ár, er orðinn mikill Íslandsvinur og segir ekki annað en „já, já“ við Íslendinga og jafnvel fleiri þegar sá gállinn er á honum. Jóhann Pálmason hefur starfað hjá Atlanta síðan í júnílok en áður var hann hjá Flugfélagi Vest- mannaeyja. Jóhann lærði flug á ár- unum 1999 til 2001 og þegar hann var kominn með öll réttindi sagði hann lægð hafa verið í fluginu eftir 11. september. „Núna er hins vegar uppgangur eins og sést á því að Flugleiðir eru að ráða stóran hóp flugmanna sem hefur ekki gerst í mörg ár,“ segir Jóhann og kveðst una hag sínum vel hjá Atlanta. Hann kann vel við fraktflugið en hann hef- ur aðsetur í Kuala Lumpur og flýg- ur mest þaðan til borga í Asíulönd- um og Ástralíu. „Þetta er mjög þægilegt flug og mjög afslappað,“ segir Jóhann (– ekki það að flug- mennirnir hafi komist í farminn, heldur bara yfirleitt þægilegar ferð- ir!); en hann bætir við að mikilvægt sé að allar tímasetningar standist og áríðandi að halda öllum töfum í lág- marki. Beaujolais Nouveau, rauðvínið nýja, má fyrst setja á markað 18. nóvember og er gjarnan gert mikið úr markaðssetningunni sem fer fram samtímis um heim allan. Fraktþota Atlanta tók vínið um borð í Amsterdam en þangað hafði því verið ekið frá Frakklandi. Flogið var með vínið um Dubai til Kuala Lump- ur og var þessi farmur með þeim verðmætari sem gerast í þessum flutningum. Þegar þota Atlanta hafði lent í Kuala Lumpur var víninu án tafar skipað um borð í þotu frá Malaysia Airlines og flogið áfram til Japans, en vélar Atlanta eru ekki á þeirri leið. Atlanta flutti Beaujolais með hraði til Asíu Morgunblaðið/jt Franskur flugmaður Atlanta, Jean Jaques Vivien, við rauðvínskassana í lest vélarinnar. Kuala Lumpur. Morgunblaðið. Á ÞRIÐJA hundrað grömm af kók- aíni voru í hólk sem hollensk kona um þrítugt smyglaði innvortis til landsins á föstudag. Hún og íslensk- ur karlmaður, sem talinn er hafa skipulagt smyglið, voru handtekin, hún inni á hótelherbergi en hann í bíl fyrir utan eftir að hann hafði tek- ið við fíkniefnunum. Fíkniefnadeild lögreglunnar hafði fylgst með manninum vikum saman. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yf- irmanns fíkniefnadeildarinnar, fór konan með flugi frá Hollandi, milli- lenti í Kaupmannahöfn og tók vél þaðan til Íslands. Þegar komið var til Reykjavíkur fór hún inn á hótel þar sem hún átti bókaða gistingu. Þar hitti hún síðan manninn og af- henti honum hólkinn. Þegar lög- regla handtók manninn í bifreið hans var hann með hólkinn á sér og í honum voru vel á þriðja hundrað grömm af kókaíni. Þegar lögregla leitaði á heimili mannsins stuttu síð- ar fannst álíka magn af hassi. Mað- urinn hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Að kröfu lögreglunnar í Reykja- vík voru maðurinn og konan úr- skurðuð í tveggja vikna gæsluvarð- hald. Eftir er að skera úr um hversu sterkt kókaínið er. Eitt gramm af kókaíni kostar um 10.000 krónur hér á landi og nemur verðmæti þess því í minnsta lagi um þremur milljónum króna. Sé efnið sterkt og henti til þynningar mætti fá þre- til fjórfalda þá upphæð fyrir það á götunni. Smyglaði kókaíni innvortis til landsins Handtekinn eftir að hann tók við kókaíninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.