Morgunblaðið - 15.11.2004, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÚTSVARSPRÓSENTA í Reykjavík
verður 13,03% á næsta ári í stað
12,7%, samkvæmt tillögu borgar-
stjórnarflokks R-listans, sem lögð
verður fram á fundi borgarstjórnar á
morgun. Verður útsvarshámarkið þar
með fullnýtt. Samkvæmt tillögunni
hækkar fasteignaskattur einnig af
íbúðarhúsnæði í 0,345% af fasteigna-
mati úr 0,320%. Það þýðir, svo dæmi
sé tekið, um fimm þúsund króna
hækkun fasteignaskattsins á ári mið-
að við 20 milljóna króna íbúð.
Oddviti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn segir skattahækkunina ekki
koma á óvart. Hún sé afleiðing mik-
illar skuldasöfnunar borgarsjóðs og
veikrar fjármálastjórnunar R-listans.
Samkvæmt upplýsingum frá R-list-
anum er áætlað að tekjur Reykjavík-
urborgar aukist um 740 milljónir á ári
vegna hækkunar útsvarsins og um
130 milljónir á ári vegna hækkunar
fasteignaskattsins. Í þessum tölum
hefur þó verið tekið tillit til hækkunar
afsláttar af fasteignaskatti til lífeyr-
isþega.
Árni Þór Sigurðsson, forseti borg-
arstjórnar, segir að auknar tekjur
verði notaðar til að greiða niður
skuldir eða til að mæta hugsanlegum
launahækkunum. „Við viljum eiga
svigrúm til þess annars vegar að
grynnka á skuldum borgarinnar og
hins vegar til þess að mæta kjara-
samningum sem við vitum að eru á
næsta leiti,“ útskýrir hann.
Kjarasamningar verða þungir
Spurður hvort þetta þýði að borg-
arsjóður standi illa segir hann: „Við
erum að loka fjárhagsáætluninni í
jafnvægi þó þetta komi ekki til. Hins
vegar er ljóst að það sem framundan
er – kjarasamningarnir, verða okkur
þungir. Ef við tökum miðlunartillögu
sáttasemjara í kennaradeilunni þá
hefði hún kostað borgarsjóð um einn
milljarð á næsta ári. Ljóst er að það
eru verulegir fjármunir sem ekki eru á
lausu í borgarsjóði. Við erum því að
horfa til þess að geta mætt þessu að
einhverju leyti.“
Eggert Jónsson, fyrrverandi borg-
arhagfræðingur, upplýsti í samtali við
Morgunblaðið í gær að frá því stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp, árið
1988, hefði útsvarsprósentan í
Reykjavík ekki verið nýtt að fullu.
Útsvarsprósentan hækkaði síðast
árið 2001, úr 11,99% í 12,7.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir
skattahækkunina afleiðingu mikillar
skuldasöfnunar borgarsjóðs og veikr-
ar fjármálastjórnunar R-listans. „Nú
reynist nauðsynlegt fyrir R-listann –
til að grynnka á þeim fjárhagsvanda
sem hann hefur komið sér í.“ Hann
segir hækkun útsvars, í þessari stöðu,
þó illskárri kost en að halda áfram að
safna skuldum.
„Við sjálfstæðismenn höfum bent á
það í nánast hverri einustu umfjöllun
um fjárhagsáætlun borgarinnar síð-
ustu ár að það stefndi í óefni og að það
kæmi að skuldadögum. Og nú er kom-
ið að þeim,“ sagði hann. „Er til gleggri
vitnisburður um versnandi fjármála-
stöðu borgarinnar sem R-listinn hefur
ætíð þrætt fyrir? Meðal annars var því
haldið fram á þessu ári af hálfu R-
listans, að fjárhagsstaða borgarinnar
væri mjög traust.“
Vilhjálmur segir einnig misráðið að
hækka fasteignagjöldin. Fasteigna-
skattur sem legðist jafnt á alla, án til-
lits til annarra aðstæðna s.s. launa.
„Þá gerist þetta á sama tíma og
ákveðnir hópar verða fyrir miklum
hækkunum.“ Bendir hann í því sam-
bandi á hækkun leikskólagjalda og
gjalda vegna félagsstarfs aldraðra.
Styður hækkun útsvars
Ólafur F. Magnússon, borgar-
fulltrúi F-listans, segist styðja hækk-
un útsvarsprósentunnar „enda sé það
í samræmi við ábyrgan málflutning F-
listans í kennaradeilunni,“ segir hann.
„Frjálslyndir og óháðir fluttu tillögu í
borgarstjórn um að Reykjavíkurborg
beitti sér fyrir því að ríkisvaldið kæmi
að málum til lausnar kennaradeilunni
með auknum fjárframlögum ríkisins
til sveitarfélaganna. Í samræmi við
þennan ábyrga málflutning F-listans
styður hann fulla nýtingu útsvars-
stofnsins til að styrkja grunnþjónustu
borgarinnar. Hins vegar sér F-listinn
ekki ástæðu til að styðja tillögu R-
listans um frekari álögur á borgarbúa
s.s. hækkun fasteignagjalda.“
Tillaga borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans um hækkun útsvars og fasteignaskatts
Útsvarsprósentan hækki
í 13,03% á næsta ári
FUGLAR í Evrópu eiga undir högg
að sækja en 226 tegundir, eða því
sem nemur 43% af fuglum í Evrópu,
eru í meira eða minna mæli í útrým-
ingarhættu samkvæmt því sem
fram kemur í vefútgáfu breska dag-
blaðsins The Guardian. Jóhann Óli
Hilmarsson fuglafræðingur segir
Íslendinga þurfa að hafa áhyggjur
af fækkun fugla hérlendis. Hann
segir válista yfir varpfugla á Íslandi
hafa verið tekinn saman árið 2000
og niðurstöður listans leiða í ljós að
42% þeirra 76 tegunda sem verpa
hérlendis eru í einhverri hættu. Jó-
hann Óli segir hættumatið skiptast í
sex stig. Lægsta stig séu fuglar í
nokkurri hættu og efsta stigið séu
fuglar sem hefur verið útrýmt. Síð-
asta fuglategundin sem var útrýmt
í Evrópu var geirfuglinn á Íslandi
en það gerðist 1844. Segir í The
Guardian að endalok geirfuglsins
sé eitt frægasta dæmið í Evrópu um
útrýmingu fuglategundar. Jóhann
Óli segir hlýnun loftslagsins geta
haft mikil og neikvæð áhrif á sjó-
fugla við Íslandsstrendur. T.a.m.
leiði hærri sjávarhiti til minna
fæðuúrvals fyrir fuglana.
Kenna auknum landbúnaði um
Samkvæmt nýjustu skýrslum
Birdlife International kemur fram
að fækkun fugla sé ekki aðeins að
finna innan landa Evrópusam-
bandsins heldur vítt og breitt innan
álfunnar og þeirra 52 landa sem
henni tilheyra. Á þeim áratug frá
því Birdlife International sendi frá
sér sína fyrstu skýrslu um ástandið
í Evrópu hafa 45 tegundir bæst í
hóp þeirra sem eru í hættu. Fugla-
verndunarsinnar í Bretlandi kenna
auknum landbúnaði um þá fækkun
fugla á Bretlandseyjum. Jóhann Óli
bendir á að landbúnaður og virkj-
anir hérlendis geti haft neikvæð
áhrif á afkomu ýmissa fuglateg-
unda því sumar þeirra verpi á mjög
afmörkuðum stöðum, og megi því
lítið út af bregða til þess að ekki
stefni í óefni. Þó megi finna ljósa
punkta að hans mati en skógrækt
hérlendis hefur haft það í för með
sér að ýmsar tegundir, líkt og gló-
kollur sem er minnsti fugl Evrópu,
eru farnar að verpa hér sem gerðu
það ekki áður.
Aukin skógrækt jákvæð
Hann segir lóuna, spóann og
þúfutittlinginn dæmi um fugla sem
Íslendingar beri mikla ábyrgð á
enda séu þessar fuglategundir mjög
algengar hérlendis. Aukin skóg-
rækt gæti því haft jákvæð áhrif á
stofna þessara fuglategunda.
Tæpur helmingur varp-
fugla hérlendis á válista
Morgunblaðið/Jóhann Óli
Stuttnefja er hánorrænn fugl á válista og hefur henni fækkað á síðustu ár-
um, bæði hérlendis og á Grænlandi.
HÓPUR tólf sjósundmanna synti
boðsund frá Ægissíðu til Bessastaða
á laugardag. Gekk sundið að óskum
þrátt fyrir árstímann, og tók aðeins
rétt rúman klukkutíma að synda alla
leið. Ólafur Ragnar Grímsson forseti
Íslands og kona hans Dorrit Moussa-
ieff tóku hlýlega á móti köldum sund-
köppunum við komuna til Bessastaða
og buðu þeim í kaffi og sturtu.
Tilefni sundsins var útgáfa ævi-
sögu Eyjólfs Jónssonar sundkappa,
sem var einn dáðasti afreksmaður Ís-
lendinga um miðja síðustu öld.
Hann hlaut mikla athygli fyrir sjó-
sund sín, en hann synti m.a. frá
Reykjavík til Akraness, til Vestmann-
eyja, Drangeyjarsund og glímdi við
Ermarsundið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dorrit Moussaieff forsetafrú tók vel á móti Birnu Ólafsdóttur og Benedikt
S. Lafleur að sundinu loknu.
Vel tekið
á móti
sjósund-
mönnum
HALDINN verður opinn fundur
um samstöðu með Palestínu í
Borgarleikhúsinu í kvöld. Yfir-
skrift fundarins, sem hefst kl.
20, er Þjóð í þrengingum.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra flytur ávarp á fund-
inum og að því loknu munu eft-
irtaldir flytja stuttar ræður;
Steingrímur Hermannsson,
fyrrverandi forsætisráðherra,
Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður, Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason prófastur og
Sveinn Rúnar Hauksson for-
maður. Félagsins Ísland-Palest-
ína.
Í fréttatilkynningu kemur
fram að boðað er til fundarins í
kvöld vegna fráfalls Yassers
Arafats, forseta Palestínu en í
dag eru 16 ár liðin frá því Ara-
fat var kjörinn forseti af þjóð-
þingi Palestínu um leið og lýst
var yfir sjálfstæði.
Listamenn sem fram koma á
fundinum eru Sigrún Hjálmtýs-
dóttir (Diddú), Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, KK og Ellen Krist-
jánsdóttir.
Fundarstjóri verður Katrín
Fjeldsted læknir.
Fundurinn er haldinn á veg-
um Félagsins Ísland-Palestína í
samvinnu við samtök launafólks
og fleiri.
Fundur um
samstöðu
með Palestínu