Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 8
8 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þú verður að kalla liðið saman, foringi, ég ræð ekki einn við að velta steininum frá gröfinni.
Það er skyrpt í mat-inn, menn eru pínd-ir til að gefa pen-
inga, vinna verk sem aðrir
eiga að vinna og það kemur
fyrir að þeir eru lamdir. Yf-
irleitt er þeim samt bara
ógnað. Svona getur einelti
lýst sér í fangelsum og það
hefur verið erfitt að koma í
veg fyrir það, enda eru
fangelsi lítil og þröng sam-
félög þar sem margt er fal-
ið fyrir fangavörðunum.
Í vetur, eftir að Valtýr
Sigurðsson fangelsismála-
stjóri skrifaði bréf til fanga
um að einelti yrði ekki liðið,
hefur verið gert átak í að
koma í veg fyrir einelti í
fangelsum.
Að sögn Önnu Kristínar Newt-
on, sálfræðings hjá Fangelsismála-
stofnun, hafa næstum allir fanga-
verðir nú sótt námskeið um
viðbrögð við einelti. Anna segir það
skyldu stofnunarinnar að koma í
veg fyrir einelti, fangelsisvist sé
þungbær og það gangi ekki að
fangar geri öðrum föngum vistina
enn erfiðari. Einelti geti stefnt
heilsu þess sem verður fyrir því í
voða og staðið í vegi fyrir að afplán-
unin reynist betrunarvist.
Þeir sem helst verða fyrir
barðinu á einelti í íslenskum fang-
elsum eru barnaníðingar, þannig
er það reyndar einnig í öðrum
löndum, og síðan koma aðrir kyn-
ferðisbrotamenn. Þeir sem minna
mega sín af einhverjum orsökum;
eru ungir eða eru að sitja af sér
sinn fyrsta dóm eiga einnig undir
högg að sækja. Þetta er þó ekki al-
gilt og fer eftir persónuleika, að-
stæðum og fleiru. Það er ekkert
sérstakt sem einkennir þann hóp
sem verður fyrir einelti. Svo virðist
sem yngri fangar séu frekar lagðir
í einelti og þeir eru einnig meiri-
hluti gerenda.
Barnaníðingar verða nær und-
antekningarlaus fyrir barðinu á
samföngum sínum. Þeir eru gjarn-
an útilokaðir frá samskiptum,
ókvæðisorð eru kölluð á eftir þeim
og þeim gert lífið leitt á allan hátt.
Ofbeldi er hótað og því stundum
beitt. Ekki eru þó mörg dæmi um
alvarlegt ofbeldi að sögn Önnu.
Hún minnir á að fangaverðir verða
sjaldnast vitni að eineltinu og hing-
að til hafa fangar verið afar hikandi
við að kvarta undan því. Þess
vegna hefur baráttan gegn einelti
verið torveld. „Þetta fer fram inni í
klefum eða sameiginlegri sturtuað-
stöðu. Það er erfitt að eiga við
þetta,“ segir Anna. Hún þakkar
það því að íslensk fangelsi eru lítil
og eftirlit því tiltölulega auðvelt, að
ekki hafi orðið alvarlegar árásir
vegna eineltis.
Gætu mannað eina deild
Fangelsismálastofnun byggir
helst á reynslu Breta í baráttunni
gegn einelti í fangelsum en þeir
munu fremstir í þessum málum.
Enda hafa þeir haft tilefni til að
veita þeim athygli. Anna segir að á
einu ári í lok síðasta áratugar hafi
fjögur sjálfsvíg í breskum fangels-
um verið rakin til eineltis. Aðspurð
segist hún ekki vita til þess að slíkt
hafi gerst hér á landi.
Anna segir að erlendis hafi
barnaníðingum og öðrum kynferð-
isbrotamönnum gjarnan verið
haldið á sérstakri deild, fjarri öðr-
um föngum. Þetta sé stefna sem
Fangelsismálastofnun hafi ekki
viljað taka en þetta komi vissulega
til greina. Fyrr á árum hafi sjaldn-
ast fleiri en 1–2 kynferðisbrota-
menn setið inni í einu en nú sé al-
gengt að 8–9 afpláni dóm í einu.
Slíkur fjöldi gæti hugsanlega
mannað eina deild.
Útlendingum sem sitja í fangelsi
hefur einnig fjölgað á undanförun-
um árum, einkum vegna aukins
fjölda burðardýra. Anna segir að
almennt sé útlendingum vel tekið
en viðtökurnar séu talsvert mis-
jafnar. Fangar af öðrum litarhætti
en hvítum verða fyrir aðkasti en
Anna segist ekki geta fullyrt að
þeir verði fyrir meira aðkasti en
aðrir. Þeir fái að heyra fúkyrði um
kynþátt sinn en Anna minnir á að
slíkum fúkyrðum sé vart hægt að
beita á innfædda Íslendinga.
Annar hópur sem er í hættu á að
verða fyrir einelti eru þeir sem
hafa borið vitni gegn öðrum föng-
um.
Halda sig í klefanum
Þeir sem verða fyrir einelti
bregðast þannig við að þeir halda
sig aðallega í klefunum sínum eða
fara ekki til vinnu þar sem þeir eru
hræddir við að verða fyrir aðkasti á
göngunum eða á vinnustað. Anna
segir að reynt sé að grípa inn í eftir
megni, t.d. með því að fylgja fang-
anum á vinnustað.
Anna segir lykilatriði í barátt-
unni gegn einelti að fangar láti vita
af vandanum. Þetta eigi bæði við
um þá sem verða fyrir einelti og þá
sem verða vitni að því, verði menn
vitni að einelti beri þeim skylda til
að láta vita af því. Þá verði starfs-
fólk að vera vakandi fyrir vísbend-
ingum um einelti.
Anna segir að á næstunni verði
hafin rannsókn á tíðni og tegund
eineltis í fangelsum á Íslandi og út
frá henni verði útbúið fræðsluefni.
Það hafi sýnt sig að með mark-
vissri stefnu, og yfirlýsingum um
að einelti verði ekki liðið, megi
draga úr einelti. Raunar sjáist þess
þegar merki að fangar séu nú vilj-
ugri til að tilkynna einelti.
Fréttaskýring | Fangelsismálastofnun
hyggst ekki líða einelti í fangelsum
Lítil og þröng
samfélög
Nánast allir fangaverðir hafa sótt
námskeið um einelti og viðbrögð við því
Nógu slæmt er að sitja inni.
Gerendur hafa oft lagt
aðra en samfanga í einelti
Erlendar rannsóknir sýna að
þeir sem eru líklegastir til að
beita einelti eru yngri en 35 ára,
hafa verið í fangelsi áður eða eru
með þungan dóm á bakinu.
Margir hafa áður lagt í einelti,
t.d. skólafélaga sína. Konur eru
nánast jafnlíklegar til að leggja í
einelti eins og karlar. Þær beita
á hinn bóginn frekar andlegum
aðferðum en líkamlegu ofbeldi.
Um 76% skoskra fanga sögðust
hafa orðið vitni að einelti.
runarp@mbl.is