Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EKKI ætti að vanmeta norræna samvinnu og aðkoma Eystrasalts- ríkjanna er jákvæð þróun, að mati Kjells Magnes Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs. „Norðurlöndin og Eystrasaltið eru áhugavert svæði gagnvart Evrópusambandinu (ESB) þar sem þetta svæði fær stöðugt meira vægi. Og þetta svæði verður ennþá sterkara ef Noregur og Ísland ganga í ESB.“ Aðild Noregs að Evrópusamband- inu virðist þó ekki vera á dagskrá í þarlendum stjórnmálum á næstu ár- um. Í ríkisstjórn Bondevik hefur stefnan í Evrópumálum verið sú að málið sé ekki á dagskrá og forsætis- ráðherrann telur að málið verði ekki tekið upp fyrr en seinni hluta næsta kjörtímabils í Noregi, þ.e. á tíma- bilinu 2007–2009. „Ég held að þá verði ný rökræða um aðild. Þá vitum við hvernig Evr- ópusambandið verður í framtíðinni. Þá verður komið í ljós hvort aðild- arlöndin samþykkja nýja stjórn- arskrá ESB. Ég held að við getum beðið þangað til. Það þarf að hugsa málið upp á nýtt, bæði í Noregi og á Íslandi, því við stöndum frammi fyrir alveg nýrri Evrópu miðað við þá sem var þegar Noregur hafnaði aðild síð- ast árið 1994. Nú eru aðildarlöndin 25 alls staðar úr Evrópu en áður var Evrópusambandið frekar Vestur- Evrópusamband. Þetta tel ég nýtt, áhugavert sjónarhorn. Ég hafnaði sjálfur aðild bæði 1972 og 1994 og hef ekki breytt um skoðun en ég hef sagt að við þurfum að hugsa málið upp á nýtt. Við fylgjumst líka með umræð- unum á Íslandi af áhuga.“ Horft til næstu ríkisstjórnar Eini norski stjórnmálaflokkurinn sem afdráttarlaust hefur lýst yfir stuðningi við aðild Noregs að Evr- ópusambandinu er Hægriflokkurinn sem situr nú í ríkisstjórn ásamt flokki forsætisráðherrans, Kristilega þjóðarflokknum, og Vinstriflokkn- um. Verkamannaflokkurinn er einn- ig hlynntur aðild Noregs að ESB en í samtali við Morgunblaðið lýsir Olav Akselsen, þingmaður Verkamanna- flokksins og fyrrverandi ráðherra orkumála, sömu sjónarmiðum og Bondevik hvað varðar Evrópudag- skrána, þ.e. að það sé ekki raunhæft að ræða ESB-aðild Noregs strax. Verkamannaflokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn eru taldir hafa gert með sér samkomulag um að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar ef þeir fá til þess fylgi og líklega með aðkomu Miðflokksins einnig. Tveir þeir síðastnefndu eru á móti aðild Noregs að ESB, sérstaklega Mið- flokkurinn. Akselsen segir alls ekki ætlunina að mynda bandalag þessara flokka eða formlegt samkomulag, en samstarf þeirra sé eðlilegt sem mót- vægi við núverandi ríkisstjórn. Aðspurður segir Bondevik ekki of seint að taka ESB-málið ekki upp fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. „Ég held að spurninguna um að senda nýja umsókn þurfi að ræða lengur, í nokkur ár. Við höfum gert það tvisv- ar áður og niðurstaðan var nei í bæði skiptin. Ég hef ekki trú á því að þeir sem helst vilja Noreg í ESB vilji fara með málið svo langt áður en þeir eru vissir um að niðurstaðan verði önnur. Það er erfitt að fara með nei til Brussel í þriðja skipti.“ Góðir nágrannar eiga að geta samið um síld Bondevik segir að það skipti vissu- lega máli fyrir Norðmenn hvað ger- ist í Evópuumræðunni á Íslandi og öfugt. „Sögulegt samband ríkjanna hefur varað lengi. Við erum okkur meðvitandi um þessi tengsl og þjóð- irnar eru líkar að mörgu leyti. Bæði eru strandríki og þjóðirnar háðar hafinu og auðlindum þess. Sam- vinnan hefur verið góð alla tíð, hvort sem það er á milli ríkjanna tveggja, í gegnum norrænt samstarf eða á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.“ Bondevik segir að samstarf ríkjanna hvað varðar EES- samninginn sé gott. „Í þessari stöðu eru miklir sameiginlegir hagsmunir gagnvart ESB. Á vettvangi nor- rænnar samvinnu ræðum við við nor- ræn ESB-ríki, nú síðast í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Ég held að samstarfið sé eins náið og gott og hægt er.“ Bondevik segist ekki geta sagt margt um ágreining ríkjanna varð- andi norsk-íslenska síldarstofninn. „Það var samningafundur í London fyrir nokkrum dögum og ekki náðist samkomulag. En það var að minnsta kosti ákveðið að hittast aftur á samn- ingafundi í Kaupmannahöfn 30. nóv- ember. Ég held og vona að við getum leyst þetta friðsamlega. Það eigum við að geta sem norrænir nágrannar. Það eru hagsmunaárekstrar á milli norskra og íslenskra sjómanna og hvort ríki um sig reynir að vernda eigin hagsmuni. En við verðum að reyna að finna lausn.“ Bondevik segir mikilvægt að halda ágreiningi um síldina annars vegar og ágreiningi um verndarsvæðið við Svalbarða hins vegar aðskildum, þegar hann er spurður um álit á því að Íslendingar skjóti ákvörðun Norðmanna um að loka Svalbarða- svæðinu fyrir erlendum skipum fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. „Það er ekki ákveðið að málið fari fyrir dóm- stól. En þar sem svo getur farið get ég ekki sagt meira um það að svo stöddu, að öðru leyti en því að það er okkar skoðun að ákvörðun okkar sé byggð á traustum lagalegum grunni.“ „Við stöndum frammi fyrir nýrri Evrópu“ Aðild Noregs að ESB er ekki á dagskrá og mál- ið verður vart tekið upp þar í landi fyrr en á síð- ari hluta næsta kjörtímabils að mati Kjells Magnes Bondevik. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við norska forsætisráðherrann í Ósló. Morgunblaðið/Kristján Kjell Magne Bondevik. TVEIR biðu bana þegar hópur manna tók að skjóta af byssum sínum í bænatjaldi sem sett var upp til minningar um Yasser Arafat í Gaza- borg um það leyti sem Mahmoud Abbas, einn helsti leiðtogi Palestínu- manna, var þar staddur í gær. Abbas slapp ómeiddur en atburðurinn ýtir undir ótta manna um upplausnar- ástand í Palestínu nú þegar Arafat er allur. Byssumennirnir hrópuðu slag- orð gegn Abbas, sögðu hann útsend- ara Bandaríkjastjórnar, en ekki er þó ljóst hvort markmið þeirra hafi verið að valda honum skaða. Fyrr í gær hafði verið tilkynnt að Abbas yrði frambjóðandi Fatah- hreyfingar Arafats, stærstu samtak- anna sem standa að Frelsissamtök- um Palestínu (PLO), í forsetakosn- ingum í Palestínu sem stefnt er að því að verði haldnar 9. janúar nk. Rawhi Fattuh, sem tók við emb- ætti forseta til bráðabirgða við fráfall Arafats sl. fimmtudag, greindi frá því í gær að áhugasamir gætu tilkynnt um forsetaframboð sitt á tólf daga tímabili sem hæfist 20. nóvember nk. Athygli vakti þegar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yf- ir í gær að hann útilokaði ekki að Pal- estínumönnum sem búa í Austur- Jerúsalem yrði gert kleift að taka þátt í kosningunum. Fyrr um daginn hafði utanríkisráðherrann Silvan Shalom lýsti þeirri skoðun sinni að hann væri mótfallinn því að Palest- ínumönnunum 228 þúsund, sem búa í Austur-Jerúsalem, yrði leyft að taka þátt í kosningunum. „Við erum á þeirri skoðun að austurhluti Jerúsal- em sé hluti af Ísraelsríki og þar af leiðandi teljum við ekki að þetta ætti að vera leyfilegt,“ sagði hann. Býður Barghuti sig fram? Mahmoud Abbas er 69 ára gamall og nýtur ekki mestra vinsælda pal- estínskra stjórnmálamanna en kosn- ingu hans yrði hins vegar vel tekið í bæði Ísrael og í Bandaríkjunum. Ab- bas þykir hófsamur og hefur verið mótfallinn sjálfsmorðsárásum rót- tækari hreyfinga Palestínumanna. Ákvörðun miðstjórnar Fatah þykir heldur draga úr líkum á því að Marw- an Barghuti, sem skoðanakannanir sýna að er vinsælasti stjórnmálaleið- togi Palestínumanna, bjóði sig fram en hann afplánar nú fimmfaldan lífs- tíðarfangelsisdóm í Ísrael. Eiginkona Barghutis hafði á laugardag sagt að eiginmaður sinn væri „besti kostur- inn“ en að hann myndi enga ákvörð- un taka fyrr en Fatah hefði kveðið upp sinn dóm. Einn nánasti bandamaður Bargh- utis, Ziad Abu Ein, hafði hins vegar varað ráðandi öfl í Fatah við því að reyna að koma í veg fyrir framboð Barghutis. „Við munum ekki sætta okkur við að miðstjórnin ákveði ein- faldlega hverjir verða í kjöri,“ sagði hann. Ráðherrar í ríkisstjórn Ísraels hafa áður sagt að ekki komi til greina að Barghuti verði sleppt úr fangelsi, bjóði hann sig fram í forsetakosning- unum í Palestínu. „Hann er morðingi sem mun eyða að minnsta kosti 100 árum á bak við lás og slá,“ sagði Tzahi Hanegbi, ráðherra án ráðu- neytis í ísraelsku stjórninni. Aðrir sem taldir eru koma til greina sem frambjóðendur í forseta- kosningunum eru Ahmed Qurei, for- sætisráðherra heimastjórnar Palest- ínumanna, og Farouk Kaddomi, sem útnefndur var leiðtogi Fatah til bráðabirgða við fráfall Arafats. Forsetakosningar fyrirhugaðar í Palestínu 9. janúar nk. Abbas slapp lifandi úr skotárás á Gaza Gaza-borg, Ramallah. AFP, AP. AP Fast var sótt að Mahmud Abbas í gær er hann yfirgaf höfuðstöðvar palest- ínsku stjórnarinnar í Ramallah en þar er grafreitur Yassers Arafats. ÞESSI íbúi Abidjan, höfuðborgar Fílabeinsstrandarinnar, var í gær að fagna Eid al-Fitr-trúarhátíðinni en hún markar endalok ramadan, föstumánaðar múslíma. Róstusamt hefur verið á Fílabeinsströndinni undanfarna daga og vikur og í gær sakaði Laurent Gbagbo, forseti landsins, franskar hersveitir í land- inu um að styðja við bakið á upp- reisnarmönnum í borgarastríði sem nýverið hófst að nýju eftir nokkurt hlé. Níu franskir hermenn biðu bana í sprengjuárásum stjórn- arhersins fyrr í mánuðinum og brugðust Frakkar við með því að eyða nánast öllum flugher stjórn- arhersins. Ófremdarástandið hefur orðið til þess að útlendingar flýja Fílabeinsströndina unnvörpum. Reuters Eid fagnað í skugga ófriðar MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg í Frakklandi er að sligast undan álaginu sem fylgir því hversu mjög hefur færst í aukana að venjulegir borgarar Evrópu skjóti málum sínum þangað. Þetta kom fram í danska blaðinu Jyllands- Posten í gær en í frétt blaðsins segir að 75.800 mál liggi nú fyrir réttinum og að jafnaði sé 1.100 nýjum málum skotið þangað í hverjum mánuði. Talið er að innan tveggja ára muni fjöldi mála fyrir dómstólnum hafa náð tölunni 100.000. „Hvernig getum við gagnrýnt dómstóla í aðildarlönd- unum fyrir að vinna allt of hægt þeg- ar langur biðlisti er líka hjá okkur?“ spyr Luzius Wildhaber, svissneskur forseti dómstólsins við Jyllands- Posten. Sagði hann að ríkisstjórnir Evrópuríkjanna „vissu ekki í reynd hversu alvarlegt ástandið er orðið“. Meiri vitund meðal borgaranna Aðildarríki Mannréttindadóm- stólsins í Strassborg eru 43 talsins en 800 milljónir manna búa í aðild- arlöndunum. Ýmsar skýringar eru sagðar á því hversu mjög málum fyr- ir dómstólnum hefur fjölgað. M.a. er þar horft til inngöngu Austur-Evr- ópuþjóða eftir hrun kommúnismans 1989 og aukinnar vitundar íbúa Evr- ópuríkjanna um að þeir eigi þann kost að skjóta málum sínum fyrir Mannréttindadómstólinn. Þúsundir mála bíða afgreiðslu Mann- réttindadómstólsins í Strassborg Við það að sligast undan álaginu Kaupmannahöfn. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.