Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 17

Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 17
læra á glerin og læra að kaupa gler segir hún hafa verið stúdíu út af fyrir sig. „Það kom sér vel að ég hef unnið hjá Flugleiðum mest- allan minn starfsaldur og því var ég mikið í útlöndum og gat orðið mér úti um gler. Ég átti fjöl- skyldu í Köln sem bjó rétt hjá tveimur glersölum og þar pældi ég í gleri tímunum saman og glápti úr mér augun. En það þróast með árunum hvaða gler maður vill og hvaða gler hentar manni ekki.“ Mörtu Maríu finnst ögrandi að taka að sér ákveðin verkefni fyrir aðra, þar sem henni er ætlað að búa til glerlistaverk í eitthvert ákveðið rými. „Þá eru mér settar ákveðnar skorður en á sama tíma verð ég að fá að vera ég sjálf. Ég þarf því að fara ákveðna málamiðl- unarleið og það finnst mér skemmtilegt.“ Ný jólakortakerling á hverju ári Fyrir tæpum þrjátíu árum þeg- ar synir Mörtu Maríu voru litlir drengir og höfðu gaman af því að föndra, þá tók hún upp á því að búa til jólakort með strákunum og vinum þeirra, og allir höfðu frjáls- ar hendur. Síðan sendi hún vinum og vandamönnum kortin með ár- legri jólakveðju og mæltist það vel fyrir. Síðan hefur það orðið hefði í fjölskyldunni að föndra jólakortin heima. „Strákarnir uxu fljótlega upp úr þessu en ekki ég! Ég hef búið til þau hundrað jólakort sem ég sendi um hver jól í öll þessi þrjátíu ár. Ég teikna og klippi saman alls konar efni og geri nokkurs konar jólakerlingar sem prýða kortin og engar tvær kerl- ingar eru eins frá ári til árs. Þessi jólakerling er sendiboði minn. Með árunum hef ég farið að skreyta umslögin líka,“ segir Marta María og játar að hún sé mikil jólakerling og hún bjó líka til jólagjafir lengi vel. Í garðinum hjá Mörtu Maríu er lítið vinalegt hús sem hefur verið vinnustofan hennar í rúm tíu ár. „Hér uni ég mér vel öllum stund- um með glerið. Þetta er mín vinna og ég kann henni mjög vel en ég er harður dómari á sjálfa mig og ég læt aldrei frá mér verk án þess að auga mitt samþykki útkomuna. Mér er alveg sama hvort heim- urinn samþykki verkin mín, ég sjálf verð að vera sátt við þau.“ heimsótt Þeir sem hafa áhuga á að láta Mörtu Maríu vinna fyrir sig gler- listaverk geta hringt í hana í s. 565-6289 og 820-1667. khk@mbl.is Jólakort: Með jólakerlingu sem Marta María hefur búið til. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 17 DAGLEGT LÍF Nám í Vélskóla Íslands og Stýrimannaskólanum í Reykjavík veitir víðtæka hagnýta menntun og er um leið góður grunnur fyrir frekara nám. Umsóknir og nánari uppl‡singar: Menntafélagi› ehf, Sjómannaskólanum vi› Háteigsveg Sími 522 3300 INNRITUN FYRIR VORÖNN LÝKUR 19. NÓV. www.mennta.is Menntafélagi› ehf er rekstrara›ili Vélskóla Íslands - St‡rimannaskólans í Reykjavík. Námi› er lánshæft hjá LÍN Véltækni- siglinganám og möguleika til að ljúka verðmætu réttindanámi og stúdentsprófi á sama tíma. Námi› veitir fjölbreytta atvinnumöguleika til sjó og lands t.d. í: - Skipstjórn og vélstjórn - Raforkuverum og virkjunum - Stóriðju - Stærri framleiðslufyrirtækjum - Kælitækni - Iðntölvutækni E N N E M M / S IA / N M 14 0 12 Verknám og bóknám sem veitir þér... FÉLAGAR í KFUM og KFUK tóku sig saman um helgina og stóðu fyrir söfnun til styrktar börnum í Úkr- aínu. Auglýst var eftir gjöfum og fólk var beðið um að safna saman í skó- kassa ýmsum hlutum, hreinlæt- isvörum, fatnaði, leikföngum, sæl- gæti og ritföngum og blanda í einn kassa og gefa í söfnunina. Þessir skókassar verða svo notaðir til að gefa ungum, fátækum börnum í Úkraínu jólagjafir. Söfnunin fór fram í samstarfi við hjálparstarf kirkjunnar í Úkraínu. Alls söfnuðust um 500 skókassar á laugardaginn og að sögn Björgvins Þórðarsonar, skipuleggjanda söfn- unarinnar, tók fólk mjög vel við sér og stefnt er að því að endurtaka leik- inn að ári. Kassarnir verða sendir í vikunni til Úkraínu. Á laugardaginn fór fram söfnun til styrktar fátækum börnum í Úkraínu. Fólk gaf skókassa sem það hafði sett í ýmiss konar vörur og fatnað. Jólagjafir í skókassa til Úkraínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.