Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 15.11.2004, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 19 UMRÆÐAN Draumaferðin í boði MasterCard® Anna, Kata og Sara, ágúst ‘05. Stelpurnar mála bæinn rauðan. Hvert sem þig hefur alltaf dreymt um að fara gefst þér nú tækifæri til að láta drauminn rætast. Það eina sem þú þarft að gera er að vera með MasterCard kort og nota það. Í hvert skipti sem þú notar MasterCard kortið þitt frá 1. október - 31. desember ferðu í pott og eykur vinningslíkurnar. Nánari upplýsingar í næsta banka, sparisjóði eða á www.kreditkort.is Færð þú 500.000 króna MasterCard ferðaávísun? Í KJÖLFAR þess að ég horfði á sjónvarpsþátt með þjóðþekktum einstaklingi sem vill svo til að ég átt sjálf viðtal við um 1990, get ég ekki orða bundist. Ég var afar hrifin af því sem þessi einstaklingur sagði því hann var opinn og hreinskilinn. Stór hluti þáttarins snerist um lyg- ina. Þar sem þessi aðili er magnaður áhrifavaldur í lífi stórs hluta ís- lensku þjóðarinnar, þá skiptir máli að viðkomandi benti á, að þegar hann liti yfir farinn veg, þá var hon- um ljóst að hann hafði beitt fyrir sig lyga-lyfseðli sem í raun þjónaði eng- um tilgangi. Viðkomandi sagðist iðrast þessarar notkunar en það væri of seint. Hann benti á að hann hefði byggt í átján ár líf sitt á lygi og því væri honum svo handhægt og eðlilegt að grípa til hennar. Það sem hann var að tala um var líf í óreglu, líf þar sem vímuefni voru hvati að tilvist viðkomandi og ráku hann til verka sem stundum voru þess eðlis að til þess að geta fóðrað og réttlætt ranga breytni sína þá varð hann að grípa til þess að skrökva að sam- ferðafólki sínu. Augljóslega áleit þessi aðili að sannleiksvangeta væri Akkiles- arhæll þeirra sem veikja vilja sinn af ásetningi og geta ekki fóðrað ranga hegðun sína og falið nema með því að ljúga til um staðreyndir. Þetta er auðvitað rétt; slík vopn nota flest allir sem misnota áfengi eða lyf. En sannleikurinn er sá að þeir eru ekki einir um viðlíka breytni. Við hin erum líka sek um að nota lygi sjálfum okkur til fram- dráttar. Það sem heillaði mig við umrædd- an aðila í sjónvarpsþættinum góða, var að í átta ár hafði viðkomandi ekki notað neitt sem veikti vilja hans en sagðist samt hafa logið af gömlum vana. En á síðustu átta ár- um hefur þessi aðili fengið persónu- legt áfall yfir því að hafa verið að skrökva endalaust og sífellt, en það var of seint. Hann gat oftast ekki lagað það sem þegar var búið að plægja og sá, og það var sæði tor- tryggni og ranghugmynda í hug- lægan jarðveg annarra. Þessi hreinskilni þessa ágæta að- ila segir okkur að eðlilegra væri sið- ferðislega að temja sér að segja satt og rétt frá í öllum tilvikum eða að segja bara: Það hentar mér ekki að vera hreinskilinn og heiðarlegur og því vil ég ekki tjá mig um tiltekna atburði, tilfinningar eða það annað sem gæti borið á góma í samræðum okkar. Þannig hugsandi myndum við einfaldlega fría okkur því ókristilega hugarþeli að vera að sviðsetja sjálf okkur í hugum ann- arra, því við vitum það að sam- kvæmt boðorðunun eigum við ekki að hnika til staðreyndum. Þessi tiltekni áhrifavaldur í ís- lensku samfélagi kann greinilega þessi boðorð og það hvarflar að mér, vegna eigin reynslu, að við- komandi hafi lært þetta heima og það sé það sem kom upp í hugann að loknum lygadegi. Ástæða er tvenns konar. Í fyrsta lagi þá æxlast það þannig að ég sjálf ásamt systk- inum mínum var löngu fyrir alla skólavist búin að læra allt varðandi boðorðin og fékk nákvæma útlistun á innihaldi þeirra og hvernig bæri að nota þau frá móður minni. Ég segi eins og eitt systkina minna sagði (sem reyndar er sama kyns og umræddur aðili og sami töffarinn að sjá og líka áhrifavaldur á ungt fólk, en af öðrum toga) að ef ég hegða mér á skjön við það sem ég í hjarta mínu veit að er rangt vegna þess sem mamma mín kenndi mér, á ég voðalega erfitt með að fylgja sjálfri mér eftir. Með tilliti til þess hvaða skaða lygar geta valdið í samskiptum, er full ástæða til þess að taka orð þessa áhrifavalds alvarlega og ein- faldlega vera ekkert að ljúga. Ég kynntist þegar ég var ung að aldri móður þessa manns eftir að hún lenti í hjólastól. Við ræddum lít- illega meðal annars mun á réttu og röngu atferli og hún sagði við mig: ,,Jóna, ef að fólk hagaði sér kristi- lega við hvert annað og breytti eftir lögmálum Drottins þá væru engin vandamál í heiminum sem rekja má til ómerkilegheita“. Þar sem þessi opinskái aðili skipt- ir sköpum fyrir íslensku þjóðina á tilteknum sviðum, þá vil ég skora á hann af því að ég veit það sjálf að mæður okkar höfðu réttu sjón- armiðin í samskiptum, að hætta þessum lygasamskiptum. Við eigum að velja að segja satt og rétt frá, því þannig erum við í liði sigurveg- aranna. Ef við gefum ranga mynd af sjálfum okkur, verkum okkar, að- stæðum og löngunum þá erum við í ,,stórskotaliði“ taparanna. Mín áskorun er: Það er ekkert að því að eiga lítið, hafa lítið og vera kannski lítið fyrir mann að sjá, en vera maður sjálfur og þora að standa á trú sinni á því sem er ein- hvers virði, er ómetanlegt. Ég vil segja, heyr, heyr fyrir þér þjóð- argersemi, sem viðurkenndir að við eigum ekki að ljúga. Drottinn sér, heyrir og veit allt og því er ekki til neins að vera að gera sig merki- legan með því að beita slíkum hug- lægum hörmungar- hannyrðum fyr- ir sig í von um að niðurstaðan verði eftirsóknarverð, sérkennileg og andleg lopapeysuniðurstaða. Hún verður bara lyga-lofgjörð sem er líknarlaus og ljótleikinn uppmál- aður. Slíkt huglægt sóðaatgervi er einskis virði í augum þeirra sem fyrir verða og átta sig á að lokum, hvað þá í augum Skaparans, elsk- urnar. Lygin: lyfseðils-lofgjörð taparans Jóna Rúna Kvaran fjallar um lygar ’Við eigum að velja aðsegja satt og rétt frá, því þannig erum við í liði sigurvegaranna.‘ Jóna Rúna Kvaran Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.