Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 22

Morgunblaðið - 15.11.2004, Page 22
22 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BISKUP ætlar í mál við íslensku þjóðina. Í hans munni heitir það reyndar að fara í mál við „ríkið“. Við skuldum honum, að sögn, um- talsverðar fjárhæðir, sem nú skulu sóttar með dómsvaldi. Ætli biskup og kirkj- an hans, þessi biðj- andi, boðandi, telji sig ekki hluta þjóð- arinnar? Nú er hann búinn að biðja Björn aðstoðarbiskup Bjarnason um offjár, en bíður nú ekki leng- ur boðanna að heimta það, sem þjóðin á, með valdi. Á þennan hátt ætlar biskup að tryggja tilverugrund- völl kirkju sinnar um ókomna tíð. Er það sama kirkjan og tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vilja lögskilnað frá? Ekki bara að borði og sæng eins og biskup komst svo hnyttilega að orði eitt sinn. Er það sama kirkjan og bregður ætíð um sig helgiljóma og heilagleika, svo enginn dirfist að benda á þverstæðurnar í boðskap og breytni? Er það sama kirkjan er virðir meira háreist musteri og landareignir, helgileikrit og prjál, en lætur sig engu varða raunveru- leikann sem hún lifir í? Biskupi rennur sennilega til rifja að Þing- vellir eru nú utan seilingar – en eina leiðin til að bjarga þeim undan hrammi kirkjunar var að fá liðsinni Sameinuðu þjóðanna. Biskup ætlar ekki að láta þann leik endurtaka sig og hefur í atganginum skilið marg- boðað kristilegt siðferði eftir á blót- steini ágirndarinnar. Nú skal látið sverfa til stáls. Rangnefnd þjóðkirkjan er auðvit- að ekkert annað en stofnun, sem af- rekar það helst að vera á móti um- bótum og mannréttindum hvar sem hún grefur um sig. Öðruvísi lifir hún ekki af. Konur eiga t.d. að vera ektamönnum sínum undirlátar, hrækt er í andlit samkynhneigðra og púki spillingarinnar fitnar ört sitjandi á feysknum fjósbitum betri vit- undar. Til allrar ham- ingju virðist þetta al- mennt vera að renna upp fyrir fólki og ný- legar hótanir biskups ættu að opna augu fleiri. Biskup mærir löngum nauðsyn kristi- legs uppeldis þjóð- arinnar; kirkjan hafi gegnt stóru og farsælu hlutverki í sögu hennar allt frá tímum þjóð- veldisaldar og verði þessu þjóðþrifaverki ekki fram haldið sé stefnt í voða hagsæld og heilbrigði voru. Látum vera, en biskup getur ekki þakkað kirkju sinni allt gott á Íslandi og látið sem allt slæmt sé einhverju öðru um að kenna. Þúsund ára kristni hefur því einnig fært okkur spillingu, Kárahnjúkavirkjun og kennaraverkfall, ásamt annarri þraut og vesöld gegnum tíðina. Þetta eru líka kristilegu kærleiks- blómin sem spretta í garði biskups. Það er orðið ljóst að á þúsund ár- um sem ríkisstofnun hefur kirkj- unni lítt miðað áleiðis og ekki von á afrekum í framtíðinni. Kirkjan breytist ekki og breytir engu héðan af. Þær breytingar sem orðið hafa í framfaraátt innan kirkjunar hafa aldrei átt uppruna sinn innan kirkj- unnar, heldur komið utanfrá og kirkjan þá lengi vel streist á móti. Af hverju vill kirkjan ekki lúta vilja þjóðarinnar, sem legið hefur ljós fyrir undanfarin tíu ár? Er það ekki nokkuð augljóst að biskup hefur af- gerandi meirihluta þjóðarinnar á bak við sig til að taka einarða af- stöðu með aðskilnaði og á móti for- réttindum kirkju sinnar. Ef biskup skirrist við ber Alþingi og lýðræð- islega kjörnum fulltrúum þjóð- arinnar, sem biskup er ekki, að virða vilja umbjóðenda sinna. Ef biskup vill ekki sætta sig við vilja þjóðarinnar, eins og liggur fyr- ir, þá er það ekkert annað en sið- laust af honum að vilja ganga í ber- högg við þann vilja. Með því móti þakkar biskup umburðarlyndi þjóð- arinnar við kirkju hans í þúsund ár, enda dylst engum að það er ekki hagur þjóðarinnar, sem biskup hef- ur í huga. Hvað stendur um græðg- ina í einu Bókinni, sem biskup hef- ur lesið til enda, að því er virðist, og sækir í allan sinn fróðleik? Bisk- up á ekki erindi við þjóðina með boðskap sinn heldur þjóðin við biskup. Með þann boðskap að nú sé nóg komið af undirferli, hræsni og skinhelgi. Nóg er boðað, biskup. Biskup ætlar í mál við þig Guðmundur Guðmundsson fjallar um niðurstöðu presta- stefnu og væntanleg málaferli ríkis og kirkju ’Rangnefnd þjóð-kirkjan er auðvitað ekkert annað en stofnun, sem afrekar það helst að vera á móti umbótum og mannréttindum hvar sem hún grefur um sig. ‘ Guðmundur Guðmundsson Höfundur er líffræðingur. LAUGARDAGINN 6. nóvember sl. var haldin flugslysaæfing á Kefla- víkurflugvelli. Æfingin var afrakstur nýs skipulags, Flugslysaáætlunar fyrir Keflavíkurflugvöll (FFK), sem unnið hefur verið að í fjögur ár í samráði við þá aðila sem að henni koma. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að almannavarna- nefndirnar á svæðinu; á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og á Suð- urnesjum utan Grinda- víkur, starfræki eina yfirstjórn þegar um flugslys er að ræða. Þessi stjórn er kölluð aðgerðastjórn og sitja í henni fulltrúar flug- málastjórnar, lögreglu, slökkviliðs, heilbrigð- isstofnunar Suð- urnesja, Rauðakross- deildarinnar á Suðurnesjum og svæð- isstjórnar björgunarsveita. Aðrir að- ilar skipa tengiliði við aðgerða- stjórnina eins og t.d. Varnarliðið og það flugfélag sem við á í hverju til- viki. Fjölmiðlar fjölluðu nokkuð um æf- inguna, en auðvitað er í slíkri frétta- umfjöllun ekki hægt að fjalla ít- arlega um hvað liggur að baki slíkri æfingu. Í fréttum kom þó fram að á áttunda hundrað manns tók þátt í æfingunni. Verkefni hjálparliða eru samkvæmt FFK í stórum dráttum að bjarga fólki úr flugvélarflaki, koma því í hendur heilbrigðisstarfs- manna, hlúa að þeim sem lentu í slysinu og öðrum þeim sem líða vegna slyssins, rannsaka slysið og koma flugstarfsemi aftur í gang. Of langt mál yrði að telja alla þá upp sem að æfingunni komu, en í meg- inatriðum voru það þessir: Sjálfboðaliðar sem léku fórn- arlömb slyssins Björgunarsveitir af Suð- urnesjum og höfuðborgarsvæðinu Flugmálastjórn Flugrekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli Heilbrigðisstofn- anir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu Lögregla af Suð- urnesjum og höf- uðborgarsvæðinu Rauðakrossdeildir af Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðinu Slökkvilið Varn- arliðsins og slökkvilið á Suðurnesjum Aðrir, eins og t.d. tæknimenn, prestar, Lanhelg- isgæslan, Vegagerð o.fl. o.fl. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu kemur mikill fjöldi að flug- slysaskipulaginu. Þarna koma sam- an atvinnumenn og sjálfboðaliðar og þótti það eftirtektarvert í æfingunni hversu mikla virðingu menn báru fyrir störfum hver annars. Sjálf- boðaliðasveitir björgunarsveitanna og Rauða krossins hafa sýnt það hér á Suðurnesjum í gegnum árin hvers þær eru megnugar við að takast á við stór og smá áföll sem dunið hafa yfir. Fólkið í þessum sveitum er samfélagi okkar ómetanlegur styrk- ur. Á engan er hallað þegar minnst er sérstaklega á þátt Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Stofnunin hefur verkskyldum að sinna á fjórum stöð- um. Starfsmenn hennar eru fyrstir á vettvang og stjórna greiningu á slys- stað. Þeir stjórna söfnunarsvæði slasaðra þar sem jafnvægi er komið á ástand fórnarlamba og þeir und- irbúnir fyrir flutning. Fulltrúi þeirra gegnir lykilhlutverki í aðgerð- arstjórn við samhæfingu flutnings fórnarlamba til Reykjavíkur. Á heil- brigðisstofnuninni sjálfri fer í gang hópslysaáætlun þar sem hver starfs- maður er virkjaður þannig að hún getur sinnt þeim hluta fórnarlamba sem henni er ætlaður og gott betur. Stofnunin sýndi á æfingunni að hún er einn af máttarstólpun skipulags- ins. Við Suðurnesjamenn getum verið stoltir af því fólki sem sinnir velferð okkar af áhuga og fagþekkingu. Ég vil færa því fyrir okkar hönd kærar þakkir með ósk um áframhaldandi gott samstarf. Flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli Jón Eysteinsson skrifar um flugslysaæfingu ’Við Suðurnesjamenngetum verið stoltir af því fólki sem sinnir vel- ferð okkar af áhuga og fagþekkingu. ‘ Jón Eysteinsson Höfundur er sýslumaður í Keflavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MORGUNBLAÐIÐ er eini íslenski fjölmiðillinn sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Íraksstríðið. Fögnuðurinn yfir þessu skemmti- lega stríði hefur flætt yfir ritstjórn- argreinar og fréttasíður blaðsins. Í aðdraganda stríðsins var vænu rými varið undir útlistanir „kunnra sérfræðinga“ á „óyggjandi sönn- unum fyrir gereyðingarvopnum Saddams“. Alltaf gaman að frétta af nýjum „kunnum sérfræðingum“. Einkum þegar sérfræðikunnátta þeirra stangaðist á við vorkunn- anlega fáfræði Hans Blix og ann- arra fúskara á þessu sviði. Af lestri á Mbl. mátti ráða að Blix og félagar myndu ekki þekkja gereyðingavopn þótt þeir dyttu um þau. Ólíkt ís- lensku málaliðunum, sem kútvelt- ust einn góðan veðurdag um ára- tuga gamlar ryðbrunnar sprengjur. Þeir, Mbl. og Halldór Ásgrímsson voru eldsnögg að bera kennsl á ger- eyðingarvopnin týndu. Í Mbl var fundinum eðlilega fagnað sem „miklum tíðindum“ og málaliðunum hampað sem hetjum. Halldór talaði um „heimssögulegan viðburð“. Sagðist ALLTAF hafa vitað að þessi hræðilegu vopn væru þarna. Vissulega voru það mikil tíðindi að málaliðarnir – sem voru sendir til Íraks af févana Landhelgisgæsl- unni – skyldu skrá sig á þennan hátt á spjöld sögunnar. Hetjudáðir forvera þeirra, sem börðust fyrir stækkun landhelginnar á sínum tíma, blikna í samanburði. Land- helgin er nú varin með flugvél er út- lendingar líta á sem fáheyrðan safn- grip og koma um langan veg til að skoða. Auk þess er haldið úti skipi sem er yfir 30 ára gamalt. Fá mála- liðarnir ekki örugglega stórridd- arakrossinn? Fyrst eftir innrásina greindu Mbl og krossfarinn Bush samvisku- samlega frá því hversu mikið land- svæði „hefði verið frelsað“ í það og það skiptið. Í aðdraganda stríðsins var hamr- að á því að Írakar hefðu drepið 5.000 manns með gasi. Auk þess höfðu margir orðið örkumla. Upp- lýst var að Írakar fengu gasið frá Bandaríkjunum. Fyrir klaufalegan misskilning héldu bandarísk yf- irvöld að Saddam ætlaði bara að geyma gasið, svona eins og þegar maður geymir dót fyrir vini sína. Gaman var að fylgjast með mynd- um af fólki í hinum ýmsu borgum í Írak fagna bandarísku hermönn- unum sem langþráðum frelsurum. Að vísu voru myndirnar leiðinlega einhæfar í uppsetningu og sömu andlitin mátti þekkja aftur og aftur. Mbl sendi blaðamann til Íraks. Hann dvaldi í góðu yfirlæti í nokkra daga á hóteli í Bagdad og keyrði vegarspotta á þjóðvegi undir öflugri gæslu og ræddi ástandið við túlk. Blaðamaðurinn komst jafnframt á blaðamannafund bandarísku her- stjórnarinnar og allt var á besta veg. Bandarískir hermenn hafa greinilega skemmt sér afar vel í Írak. Ljósmyndir af þeim skælbros- andi við að pynta íraska fanga stað- festu að engum þurfti að leiðast. Yf- irvöld fylgdust lengi með þessari tómstundaiðju sinna manna. Og höfðu gaman af. Myndirnar urðu reyndar leiðigjarnar til lengdar. Alltaf þetta sama: Naktir fangar að drepast úr hræðslu við geltandi hunda; naktir fangar í kynferð- islegum stellingum eða raðað upp í hrúgur; blóðugir og særðir fangar að örmagnast; dauðir fangar sem höfðu ekki heilsu í svona sprell. O.s.frv. Að lokum fékk Rumsfeld leið á þessum myndum og fyrirskipaði að ekki mætti bruðla með fleiri filmur á svona lítilfjörlegt myndefni. Til að sýna að honum var alvara misstu örfáir lágt settir fangaverðir vinn- una tímabundið. Mbl sá í hendi sér að þetta staðfesti siðferðisstyrk helsta útflytjanda lýðræðisins í heiminum. Alltaf fjör og alltaf gam- an. JENS GUÐMUNDSSON, Ármúla 32, 108 Reykjavík. Morgunblaðið og innrásin í Írak Frá Jens Guðmundssyni: ÞAÐ VAR árið 1970 sem ég skrif- aði til Guyana Development Corporation um að fá land keypt eða leigt til rollubúskapar í Gu- yana. Í vinsamlegu og ítarlegu svarbréfi, sem mér barst frá þeim, var mér sagt að ríkisland væri til reiðu nálægt borginni Itune. Frá svæði því var hægt að nálgast Georgstown og Machenzie- hraðbrautina. Það var leiguland á 20 Guyana-senta ársleigu ekran, auk kostnaðar við að girða landið. Rollubúskapur er þó ekki að neinu marki stundaður í Guyana, sögðu þeir mér í bréfinu, og stofninn lítill í landinu. Enginn elur þar rollur vegna ullarinnar, vegna hitans í landinu, og því kjötframleiðslan lít- il af skepnunum. En ég vildi kaupa ódýrt land í stórgras-landsvæði ná- lægt borginni Lethem, sem er á mörkum borgarinnar Bom Fin á landamærum Gyuana og Brasilíu, nálægt hraðbrautinni þar. Og ég vildi framleiða þarna „London Lamb“ til innanlands og utanlands- neyslu í samvinnu við SÍS á Íslandi, og ullina til handavinnuvinnslu og útflutnings frá landinu til Banda- ríkjanna og annarra landa og setja upp verksmiðju fyrir þessa vinnslu í Lethem. Ég hafði líka áhuga á mýrlendissvæðum þar í landi, því mýrlendi víða í heiminum hefur verið þurrkað upp vegna byggingar stórborga, t.d. í Bandaríkjunum. Í slíkum mýrlendissvæðum er oft að finna olíulindir. Þannig hef ég farið fram fyrir sjálfan mig í hugmynda- sjónarmiðum og horft hátt til sjálfs mín. Þetta voru dagdraumar mínir í þá daga, sem ekki rættust, og fleiri af hugmyndum mínum sem draumóramanns, óvirks frum- kvöðuls og hugmyndaskálds. PÁLL HANNESSON, Ægisíðu 86, Reykjavík. Gamlir dag- draumar um rollu- búskap í Guyana Frá Páli Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.