Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 23
UMRÆÐAN
ATHUGASEMDIR vegna um-
mæla Magnúsar Jóhannssonar
sem birtist í Mbl hinn 5/11 og Sig-
urðar Skarphéðinssonar sem birt-
ust í Mbl. hinn 4/11:
Magnús talar um þrjár afhend-
ingar og að hann hafi staðið við
allar skuldbindingar í útboðs-
gögnum.
Í útboðsgögnum stendur hins
vegar að miða eigi af-
hendingar við fjóra
tilgreinda tíma-
punkta. Þá skuli selj-
andi vera búinn að
afhenda Reykjavík-
urborg ákveðinn
fjölda af brunnlokum
og niðurföllum og við
þá tímapunkta skulu
dagsektir miðaðar ef
seljandi hefur ekki
staðið við afgreiðslur.
Ennfremur segir í
útboðsgögnum að
seljandi eigi að senda
inn reikninga til
Reykjavíkurborgar á
tveggja vikna fresti
vegna samnings-
verksins og aðgreina
reikninga fyrir af-
greiðslur til þriggja
sviða hjá Gatna-
málastofu. Það gefur
augaleið að í þessum
skilmálum felst að
seljandi haldi lager
og afgreiði af honum.
Staðreyndin er
hins vegar sú að
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar
ehf. afgreiddi Reykjavíkurborg
með 37% af heildarmagni sem
lægstbjóðandi átti að afgreiða frá
maí til 15. sept. 2004. T.d. af-
greiddi Málmsteypa Þorgríms
80% af tilgreindu magni í júní og
45% í júlí sem lægstbjóðandi átti
að afhenda. Inni í þessum tölum
er ekki magn sem tekið var út
vegna Norðlingaholts frá maí til
ágúst í ár en pantað var í ágúst
2003 og Málmsteypa Þorgríms var
með á lager óreikningsfært í tæpt
ár.
Vert er að geta þess að fyrri
hluta sumars fékk lægstbjóðandi
þriðja aðila til að kaupa umtals-
vert magn af niðurföllum af Málm-
steypu Þorgríms sem lægstbjóð-
andi afhenti síðan í eigin nafni til
Gatnamálastofu Reykjavík-
urborgar. Þetta var framkvæmt
án okkar vitneskju og mótmælt
við Gatnamálastofu strax og
Málmsteypu Þorgríms var kunn-
ugt um hvert ofangreind niðurföll
höfðu ratað. Þó að vörur Málm-
steypu Þorgríms hafi verið sam-
þykktar af Gatnamálastofu þá hef-
ur lægstbjóðandi enga heimild til
að afhenda okkar vörur í sínu
nafni þar sem Málmsteypa Þor-
gríms er ekki skráð sem und-
irverktaki í tilboðsgögnum sem
lægstbjóðanda lagði fram. Ef það
hefur verið gert þá er það án okk-
ar vitneskju og samþykkis. Þetta
er mjög gróft brot á útboðsskil-
málum og lýsir best á hvaða plani
viðskiptasiðferði lægstbjóðanda er.
Magnús talar um sparnað
Reykjavíkurborgar sem felst í því
að borgin haldi eigin lager en ekki
seljandi.
Þessu mótmælir Málmsteypa
Þorgríms Jónssonar ehf. harðlega.
Reykjavíkurborg tekur á sig mik-
inn viðbótarkostnað og samþykkir
í raun frávikstilboð þó að þessi til-
högun hafi í raun aldrei verið
kynnt bjóðendum sem frávik-
stilboð. Sparnaðurinn er hins veg-
ar hjá Magnúsi sjálfum þar sem
hann þarf ekki að sinna þessu
verkefni nema í hjáverkum og
með litlum sem engum tilkostnaði
þar sem hann sér
hvorki um lagerhald
né reglulegar af-
greiðslur.
Magnús talar um
óprófaðar íslenskar
vörur.
Þessum rang-
færslum vísar Málm-
steypa Þorgríms Jóns-
sonar ehf. harðlega á
bug. Opinberir aðilar
hafa prófað vörur okk-
ar og óháðir eftirlits-
menn Gatnamálastofu
hafa heimsótt okkur
og séð hvernig við
uppfyllum kröfur sem
settar eru fram í út-
boðsgögnum. T.d. eru
15 frumefni í málm-
bráð efnagreind og
ekkert steypt nema
það efni uppfylli
gæðakröfur. Fyr-
irtæki eins og Alcan
leitar reglulega til
okkar með efnagrein-
ingar á efni sem fer í
bak- og forskaut.
Reglulega eru t.d.
brunnlok styrkleikaprófuð sem
óháðir eftirlitsmenn Gatna-
málastofu hafa verið vitni að. Ann-
ars ætti Magnús að kynna sér bet-
ur hvernig við stöndum að verki
með því að líta inn á heimasíðu
okkar www.malmsteypa.is. Þess
má einnig geta að Málmsteypa
Þorgríms selur vörur til álvera í
Noregi, Hollandi og Sviss þar sem
strangar kröfur eru gerðar til
gæðamála.
Sigurður Skarphéðinsson segir í
blaðinu í gær að „samstarfið við
Málmsteypu Þorgríms Jónssonar
hafi verið langt og farsælt, og
vissulega sé eftirsjá í því að fram-
leiðslan fari úr landi en hann geti
ekki með góðu móti séð að þetta
skuli vera íslensk framleiðsla“.
Við hjá Málmsteypu Þorgríms
tökum undir orð Sigurðar um
langt og farsælt samstarf en
hörmum um leið ummæli hans og
viðhorf sem fram koma gagnvart
íslenskum iðnaði. Í þessu sam-
bandi má vekja athygli á því að í
vor tróndi þetta umrædda útboð
Reykjavíkurborgar efst á lista
Google. Ekkert annað útboð á
þessu sviði á Evrópska efnahags-
svæðinu var sýnilegt á vefsíðu
Google. Það er því greinilegt að
Sigurður Skarphéðinsson hugsar
öðruvísi en starfsbræður hans í
Evrópu sem augsýnilega er um-
hugað um framleiðsluiðnað hver í
sínu landi.
Ekki farið eftir
útboðsgögnum
Jón Þór Þorgrímsson svarar
Magnúsi Jóhannssyni og
Sigurði Skarphéðinssyni
Jón Þór
Þorgrímsson
’T.d. afgreiddiMálmsteypa
Þorgríms 80% af
tilgreindu magni
í júní og 45% í
júlí sem lægst-
bjóðandi átti að
afhenda. ‘
Höfundur er vélaverkfræðingur með
framhaldsgráðu Lic. techn. á sviði
málmsteypu frá KTH í Stokkhólmi.
FRÉTTIR
SVOKALLAÐ slæðubann líkt og tek-
ið hefur gildi í Frakklandi getur orðið
til þess að íslamskar stúlkur einangr-
ist enn meira en ellegar. Þetta kom
fram í máli Ingvill T. Plesner en hún
hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni
Ógnar „slæðan“ lýðræðinu? á vegum
Heimspekistofnunnar Háskóla Ís-
lands.
Plesner vinnur nú að doktorsrit-
gerð sinni um trúfrelsi, mannréttindi
og samband ríkis og kirkju en hún
nemur bæði við Háskólann í Osló og
við Sorbonne í París. Að auki er hún í
vísindafélagi við félagsvísinda- og
lagadeild Háskóla Íslands og er því
búsett á Íslandi.
Mikil umræða hefur skapast um ný
lög í Frakklandi sem meina nemend-
um í ríkisreknum skólum að ganga
með áberandi trúarleg tákn. Lögin
hafa mest áhrif á múslimskar stúlkur
sem hafa þurft að skilja slæður, sem
hylja hár þeirra, eftir heima en einnig
hafa gyðingadrengir þurft að taka
niður kollhúfurnar og drengir sem að-
hyllast hindúisma ekki fengið að
ganga með túrban.
Plesner segir að í Evrópu sé mikið
rætt um hvort múslimskir nemendur
og kennarar eigi að hafa leyfi til þess
að bera slæður innan veggja skólans.
„Í skólum í Englandi er múslimum
leyfilegt að ganga með slæðu sem hyl-
ur hárið en sumir skólar gera kröfu
um að slæðan sé í sama lit og skóla-
búningurinn. Margir skólar banna þó
slæður sem hylja meira, undir þeim
formerkjum að það sé ekki leyfilegt
að klæðast fatnaði sem hylur skóla-
búninginn. Lögreglan hefur líka
hannað svarta og hvíta slæðu í stíl við
einkennisbúning lögreglumanna.“
Skuplur líka bannaðar
Plesner segir að nýju lögin í Frakk-
landi megi rekja til baka til 8. og 9.
áratugarins þegar miklar umræður
hófust um slæðunotkun í frönskum
skólum en kennurum hefur lengi ver-
ið meinað að ganga með slæður. „Í
Frakklandi er lögð mikil áhersla á að
ríki og kirkja séu aðskilin. Í lok 9. ára-
tugarins fengu skólastjórar leyfi til að
banna nemendum að nota slæður ef
slæðunotkunin var talin valda ein-
hverjum vandamálum en þá var
bannið í raun ekki vegna slæðunnar
sem slíkrar heldur einhverrar hegð-
unar eins og að neita að fara íþróttir
eða sund,“ segir Plesner og bætir við
að foreldrar hafi margir hverjir lagt
fram formlegar kvartanir og í 41 til-
viki af 49 var slæðubannið dregið til
baka.
Nýju lögin í Frakklandi ganga hins
vegar yfir alla nemendur. Ef nemandi
mætir með slæðu eða annað trúar-
tákn í skóla er hann tekinn út úr
skólastofunni og viðræður fara í gang.
Skili þær ekki árangri er nemandan-
um vísað úr skóla.
Plesner segir að sumir múslimar
hafi brugðist við með því að ganga
með skuplu í stað slæðunnar en að
það sé heldur ekki liðið. „Nú þegar
hefur nokkrum múslimum verið vísað
úr skóla. Það vekur athygli að engin
dæmi eru um að skólayfirvöld hafi
þurft að hafa afskipti af trúartáknum
kristinna nemenda. Samkvæmt lög-
unum má ganga með lítinn kross en
ekki stóran og það er víst ekki mjög
algengt að nemendur beri stóra
krossa.“
Takmarkar möguleika til náms
Plesner segir að ýmsar ástæður
liggi til grundvallar frönsku lögunum.
„Þetta snýst um að nemendur hittist í
skólanum á jafnræðisgrundvelli og
skilji því flest sem aðskilur þá eftir
heima. Um leið er þetta hugsað sem
stuðningur við stúlkur sem er þröngv-
að til að ganga með slæðu. Aftur á
móti kemst maður ekki hjá því að
velta fyrir sér hvort þessi lög séu
nauðsynleg í lýðræðissamfélagi þar
sem mannréttindi skipta miklu máli.
Fólk hefur gengið með slæður eða
önnur trúartákn í mörg ár án stórra
vandræða. Það má ekki gleyma því að
konur ganga með slæðurnar af mis-
munandi ástæðum. Sumar af fúsum
og frjálsum vilja en aðrar eru þving-
aðar.“
Plesner segir að ef því væri svo far-
ið að allar konur sem ganga með
slæðu gerðu það vegna þvingunar
þyrfti engu að síður að setja spurn-
ingarmerki við hvort lagasetning
leysti það vandamál. „Ef stúlkunum
er vísað úr skóla fyrir að ganga með
slæðu getur það leitt til þess að þær
einangrist í umhverfi sem kúgar þær
og takmarkar möguleika þeirra til
náms. Kona með menntun á betri
möguleika á atvinnu og þar af leiðandi
meira sjálfstæði.“
Plesner álítur að slæðan sé í hugum
margra Evrópubúa tákn fyrir öfgafull
trúarbrögð, óttann við hryðjuverk og
kúgun kvenna. „Alhæfingar eru
hættulegar. Ef við bönnum slæður al-
farið kemur það líka niður á þeim sem
ganga með þær af fúsum og frjálsum
vilja. Þegar allt kemur til alls snýst
þetta um hvernig við viljum hátta
hlutunum í fjölmenningarsamfélagi
og hvort við viljum að ólík trúarbrögð
séu sýnileg. Þótt franska ríkið vilji
vera hlutlaust í þessum efnum er ekki
þar með sagt að nemendur þurfi að
vera það,“ segir Plesner.
Morgunblaðið/Halla Gunnarsdóttir
Plesner bendir m.a. á að múslimar noti slæður af mismunandi ástæðum og að það geti verið hættulegt að alhæfa í
þeim efnum.
Ingvill T. Plesner er að vinna að doktorsritgerð
sinni um trúfrelsi og mannréttindi
Slæðubann getur
leitt af sér einangrun
Morgunblaðið/Kristján
Ingvill Plesner.
Fréttir í tölvupósti
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um að ríkis-
stjórninni verði falið að móta stefnu
til þess að kynna íslenska list og
hönnun í sendiskrifstofum Íslands.
Fyrsti flutningsmaður er Sigríður
Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokks.
„Með þingsályktunartillögu þess-
ari er lagt til að ríkisstjórninni
verði falið að móta stefnu til þess
að koma íslenskri list og hönnun í
víðasta skilningi á framfæri í send-
iskrifstofum Íslands,“ segir í grein-
argerð tillögunnar.
„Eitt af hlutverkum þeirra er að
sinna menningarmálum og er mark-
viss kynning á íslenskri list og
hönnun kjörinn vettvangur til þess.
Með því væri sérstöðu og sérkenn-
um íslenskrar hönnunar og listar
komið á framfæri og jafnframt
ímynd lands og þjóðar,“ segir enn-
fremur.
Meðflutningsmenn Sigríðar eru
sex þingmenn úr Sjálfstæðisflokki,
Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni
– grænu framboði.
Íslensk list verði kynnt í
sendiskrifstofum Íslands