Morgunblaðið - 15.11.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.11.2004, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 31 MENNING 5% staðgr. afsláttur Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta – Verslið þar sem þjónustan er H ön nu n: G un na rS te in þó rs so n /M ar ki ð /1 0. 20 04 Allt í heilsuræktina! Hvergi meira úrval! Hvergi betra verð!r i ir r l! r i tr r ! Trampólín Verð kr. 5.605 stgr. Boxvörur á góðu verði Boxhanskar frá kr. 3.900 Boxpúðar frá kr. 12.900 Tilboð á Þrekpöllum. Verð aðeins kr. 2.990 stgr. AB megrunarbelti. Verð frá kr. 2.375 Lyftingabekkur og járnlóð 50 kg.Tilboð kr. 27.720 stgr. Lóðasett 50 kg. frá kr.13.205 stgr. Bekkur kr. 16.055 stgr. Vönduð þrekhjól frá Kettler Verð frá kr. 38.950 stgr. Joga æfingadýnur Verð frá kr. 4.200 Handlóð margar þyngdir, Verð frá kr. 700 Borðtennisborð með neti Verð kr. 29.925 stgr. Borðtennisspaðar og kúlur Elliptical fjölþjálfi frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi. Verð frá kr. 42.750 stgr. Kettler Astro Elliptical fjölþjálfi Verð kr. 66.405 stgr. Rafdrifin hlaupabönd frá Kettler Tilboð frá kr. 129.200 stgr. Sverðberinn er titill skáldsögueftir Ragnheiði Gestsdóttursem komin er út hjá Máli og menningu. Sagan segir frá Sign- ýju, ungri Reykjavíkurstúlku, sem er í alla staði ósköp venjuleg og er að brjótast til sjálfstæðis frá of- verndandi foreldrum. Eitt aðaláhugamál hennar er að leika svokallað spunaspil með vin- um sínum og hún er algerlega hugfangin af leiknum og Ledu, persónunni sem hún hefur skapað sér. Eitt kvöld- ið sem þau eru samankomin til að spila skreppa þau út til að sækja sér pizzu og á leiðinni til baka lenda þau í bílslysi með þeim dapurlegu afleiðingum að stúlkan slasast illa og liggur síðan milli heims og helju meðvitund- arlaus á gjörgæsludeild dögum saman. Baráttan sem hún heyr fyr- ir lífi sínu fer fram jafnt í sjúkra- stofunni sem í huga hennar þar sem hún hverfur inn í þann heim sem spunaleikurinn hafði skapað og þar berst hún einnig fyrir lífi sínu sem sverðberinn Leda og les- andanum verður fljótt ljóst að sig- ur í þeim heimi mun ráða úrslitum um hvort hún lifir af slysið.    Hugmyndinni laust skyndileganiður í kollinn á mér, að tengja saman tvo heima með þess- um hætti,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir. „Fyrir nokkrum árum kynnti ég mér út á hvað spuna- spilið gekk, því einn sona minna var mjög upptekinn af þessu. Mér sýndist að það sem heillaði ung- lingana væri að þarna hefðu þau fulla stjórn á aðstæðum. Þarna fær ímyndunaraflið að njóta sín og til- gangur, gildi og markmið eru al- veg á hreinu. Í veruleikanum er þetta hinsvegar meira fljótandi og því er eins og þetta skýra og ákveðna form heilli þau. Mér fannst þetta mjög spennandi og alls ekki eins neikvætt og ég hafði tal- ið fyr- irfram.“ Æv- intýra- heimurinn sem þú skapar virð- ist að nokkru leyti kunn- uglegur. „Já, eflaust minnir hann á heim Tolkiens að einhverju leyti þar sem ég nýti forn þjóðsagna- minni og við skul- um ekki gleyma því að Tolkien nýtti sér þau óspart. Þetta er heimur sem ég þekki nokkuð vel, heimur fornra ævintýra og þjóðsagna en ég læt heimana tvo endurspegla hvor annan, og fyrir mér er hugar- heimurinn oft sannari en veruleik- inn ef svo má segja.“ Og um leið er baráttan í hug- arheiminum tengd því hvort hún muni ná sér af slysinu. „Já, baráttan í hugarheiminum tengist alltaf á einhvern hátt henn- ar líkamlegu líðan og ég skipti reglulega á milli heima, annars vegar fylgjum við henni í barátt- unni í hugarheiminum og svo erum við á sjúkrabeðnum við hlið henn- ar. Hliðstæðurnar verða því mjög ljósar og það skapar vonandi spennu með lesandanum um hvernig þessu muni lykta. Allar persónur sem koma fyrir í æv- intýraheiminum eiga sér hlið- stæður í veruleikanum og líðan þeirra í ævintýraheiminum ræðst af því hvernig þeim líður í veru- leikanum. Það má líka alveg lesa bókina þannig að Signý sé raun- verulega einhvers staðar allt ann- ars staðar og ég held að margir hugsandi unglingar muni finna sig í því. Spurningar eins og hvar er ég þegar mig dreymir og er það endilega víst að ég sé vakandi núna en ekki þegar mig dreymir. Þetta má allt tvinnast saman.“    En veruleikinn sem umlykurævintýrið. Hann er ekki síður harðneskjulegur þó með öðrum hætti sé. „Slysið sem sagan hefst á er auðvitað mjög harkalegt og það hefur áhrif á alla sem í kringum hana eru. Foreldrarnir ásaka sig fyrir að hafa get- að gert eitthvað til að koma í veg fyrir slysið og systir hennar og amma koma einnig mikið við sögu.“ Ragnheiður hefur skrifað bækurnar Leik- ur á borði og 40 vikur og hlotið verð- laun fyrir. Báðar eru þær í raunsæis- stíl, gerast hér og nú, ef svo má segja. „Það er alveg rétt að lengri sög- urnar mínar hafa verið raunsæis- legar úr nútímanum. Þetta er fyrsta sagan þar sem ég fer útfyrir þann ramma. Afturámóti hef ég verið að fást við ævintýri ákaflega mikið en þá fyrir yngri börn og m.a. hef ég samið myndabækur þar sem ég endursagði gömul ís- lensk ævintýri. Fyrir stuttu var frumsýnt barna- leikrit sem ég samdi eftir sögunni um Líneik og Laufey. Ævintýri eru mér mjög hugleikin og ég hef gert talsvert af því að segja börnum ævintýri sem er alveg óskaplega gaman og þau hafa svo mikinn áhuga á því. Ævintýri birta okkur oft sannleikskorn í mjög tærri mynd og verurnar sem þar koma fyrir standa oft fyrir ýmsa eig- inleika í fari okkar manneskj- anna.“ Milli heims og helju ’Allar persónur semkoma fyrir í ævintýra- heiminum eiga sér hliðstæður í veru- leikanum. ‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Ragnheiður Gestsdóttir NÚ ERU mörk myndlistar og ann- arra skyldra greina löngum í um- ræðunni, og ekki síst það hvenær handverk verður myndlist sem er áhugavert umfjöllunarefni mynd- listargagnrýni. Einnig hefur komið til tals hvort ekki væri vænlegt að gera skýrari greinarmun á umfjöll- un um myndlist og umfjöllun um handverk og hönnun og vissulega er þó nokkuð til í því og myndi lík- lega koma öllum til góða. En svo kemur það fyrir að sýningar sem fyrirfram virðast tilheyra ein- hverri kategóríunni lenda utan hennar og þetta verður til þess að erfitt er að skipa sumum verkum í ákveðinn bás. Þannig er sýning Heidi Strand textílsýning sem að vissu marki fellur inn í ramma hefðbundins handverks en þegar hún er skoðuð nánar eru þar all- nokkur verk sem eru þannig að gæðum að þau stíga skref í aðra átt og eiga þá betur heima í um- fjöllun um myndlist en handverk. Nú verð ég að játa á mig ákveðna fordóma gagnvart bútasaumstepp- um, fordóma sem eins og alltaf eiga rætur að rekja til vanþekk- ingar. Í mínum huga eru slík teppi prýðilegt skraut á heimilum, til dæmis á rúmum bandarískra barna, en hefðin er eftir því ég best veit þaðan runnin. Námskeið í bútasaumi hafa verið afar vinsæl. Heidi Strand saumar líka búta- saumsteppi en slík er efnismeðferð hennar, litasamsetning og auga fyrir mynstri og efni að það er hreint með ólíkindum. Hér eru miklir hæfileikar á ferð. Heidi vinnur verk sín oft undir áhrifum frá löndum sem hún ferðast til og þannig er um nokkur verkanna á sýningunni, sum eru undir áhrifum frá íslensku landslagi en önnur frá umhverfi heitari landa. Það er mjög gaman að sjá það þegar lista- fólk eins og Heidi virðist hafa með- fædda hæfileika og næmi fyrir því sem það gerir, rétt eins og sumir syngja fallega og aðrir teikna lip- urlega þá leika þessi efni svo frá- bærlega í höndum listakonunnar. Heidi er ekki framúrstefnumann- eskja í myndlist og sækir ekki inn á þann vettvang en verk hennar eru engu að síður persónuleg og sýna að hún er greinilega með á nótunum í myndlist samtímans þótt hún taki ekki beinlínis þátt í umræðunni. Fyrst og fremst eru verk hennar sérlega falleg og hvert og eitt býr yfir mikilli ná- lægð, augljóslega er hjarta lista- konunnar að finna í hverju og einu þeirra. Verkið Víðerni er sér- staklega ríkt í litum og samsetn- ingu mynstra. Hér er á ferð sýning sem áhugafólk um handverk og ekki síst um möguleika bútasaums ætti ekki að missa af, en einnig sýning sem höfðar til allra þeirra sem hafa gaman af hugmyndaríku handverki. Bútasaumurinn leynir greinilega á sér. MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Til 21. nóvember. Opið á afgreiðslutíma Ráðhússins. Textílverk, Heidi Strand Ragna Sigurðardóttir Verkið Víðerni á sýningu Heidi Strand í Ráðhúsinu. Morgunblaðið/Golli Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.