Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Ungur
ég var ...
Söngvarinn Robertino í viðtali við
Arnar Eggert Thoroddsen | 47
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | BMW X5 3,0 d Mazda6 2,0 dísil Audi Q7
Fimm stjörnur en einn stór galli Íþróttir | Heiðar
vill Tottenham Síðasta vígið er fallið
TOM Ridge, ráð-
herra heimavarna í
stjórn George W.
Bush Bandaríkja-
forseta, tilkynnti af-
sögn sína í gær en
hann hefur gegnt
embættinu síðan á
haustdögum 2001.
Ráðuneyti heima-
varna var komið á
fót í kjölfar hryðjuverkaárásanna á
Bandaríkin 11. september 2001 og
voru þar fjölmörg embætti sam-
einuð undir einum hatti. Starfsmenn
ráðuneytisins eru um 180 þúsund en
því er ætlað að hafa yfirumsjón með
öryggismálum í Bandaríkjunum.
Tom Ridge
segir af sér
Tom Ridge
Washington. AP.
VIKTOR Jústsjenkó, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Úkraínu,
hafnaði í gær boði stjórnvalda um
að hann yrði forsætisáðherra ef
hann viðurkenndi sigur Viktors
Janúkóvítsj forsætisráðherra í for-
setakosningunum umdeildu sem
haldnar voru í landinu 21. nóvem-
ber sl. Hafnaði Jústsjenkó einnig
annarri tillögu, sem Janúkóvítsj
lagði fram, en hún fól í sér að haldn-
ar yrðu nýjar kosningar en að hvor-
ugur þeirra tvímenninga yrði þá í
kjöri.
„Ég get ekki samþykkt þessar
tillögur,“ sagði Jústsjenkó við
blaðamenn í Kíev en hann heldur
því fram að stjórnvöld hafi staðið að
kosningasvindli í því skyni að
tryggja Janúkóvítsj sigur.
Tilkynnti úkraínska stjórnarand-
staðan að hún væri hætt samninga-
viðræðum við stjórnvöld um lausn
deilunnar. Þá myndu mótmælendur
á ný hindra aðgang að stjórnar-
byggingum í Kíev.
Fyrr í gær var tekin fyrir í úkr-
aínska þinginu vantrauststillaga á
stjórn Janúkóvítsj. 196 af 410
fulltrúum á þinginu greiddu at-
kvæði með vantrauststillögunni og
taldist hún þar með felld en stjórn-
arandstaðan hefur krafist þess að
hún verði tekin fyrir á ný.
Jústsjenkó
hafnaði
tilboði
Janúkóvítsj
Kíev. AP, AFP.
Reuters
Stjórnarandstæðingar ruddust
tímabundið inn í þinghúsið í gær.
MIKIL stemning var á leikskólanum Sólhlíð í gær er
hinn árlegi piparkökubakstur leikskólans stóð sem
hæst. Þau Adam Thor, María og Jóna Lára, sem öll
eru á Rauðu deildinni, voru dugleg að rúlla út kök-
urnar og skreyta með hjálp gaffals, en að sögn
Bjarkar Kristbjörnsdóttur leiðbeinanda eru ekki
notuð nein skapalón við baksturinn. Björk segir
baksturinn ávallt mikið tilhlökkunarefni hjá krökk-
unum, en hefð er fyrir því að borða kökurnar á sér-
stökum kakódegi sem haldinn er um miðjan desem-
bermánuð, en þar ylja krakkar ásamt foreldrum og
starfsfólki sér á heitu kakói í miðju jólaamstrinu.
Hinn árlegi piparkökubakstur
Morgunblaðið/Ómar
inn í Landsvirkjun á sínum tíma.
Samkvæmt heimildum blaðsins
vildi Reykjavíkurborg tryggja að
ef lífeyrisskuldbindingar dygðu
ekki þá yrði henni bætt það upp
með fjármunum frá ríkinu. Var
ríkið tilbúið til þess en í gær kom
fram krafa um að ríkið gerði það í
formi eigna, ekki fjármuna. Höfðu
fundahöld þá staðið yfir innan
meirihluta Reykjavíkurlistans í
borgarstjórn. Búið var að boða
þingflokka stjórnarflokkanna til
fundar síðdegis í gær til að kynna
þeim viljayfirlýsinguna.
Þórólfur Árnason, fráfarandi
borgarstjóri, hafði lagt mikla
áherslu á að ljúka málinu áður en
hann hætti störfum í dag. Hann
staðfesti það í samtali við Morg-
unblaðið en sagðist ekki hafa haft
umboð til að ganga lengra en
hann var kominn.
EKKI tókst að skrifa undir vilja-
yfirlýsingu eigenda Landsvirkj-
unar í gær um kaup ríkisins á hlut
Reykjavíkurborgar og Akureyr-
arbæjar í fyrirtækinu. Var vilja-
yfirlýsing um fyrirkomulag söl-
unnar klár til undirritunar þegar
krafa kom á síðustu stundu frá
Reykjavíkurborg um að fá hluta
af eignum Landsvirkjunar í stað
fjármuna sem greiðslur frá ríkinu
fyrir lífeyrisskuldbindingar vegna
starfsmanna borgarinnar á kom-
andi árum.
Sættu fulltrúar ríkisins sig ekki
við þessa kröfu, samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins.
Fram hefur komið vilji til þess
hjá Reykjavíkurborg, m.a. hjá
Alfreð Þorsteinssyni, borgarfull-
trúa og stjórnarformanni Orku-
veitu Reykjavíkur, að hún taki til
sín Sogsvirkjanir sem lagðar voru
„Mér þykir það mjög miður að
ekki náðust samningar í dag
[gær] sem ég hef unnið að sleitu-
laust á undanförnum dögum, og
vildi skilja við Reykjavíkurborg
þannig að þessir samningar næð-
ust. Hins vegar ætla ég ekki að
leggja dóm á það hvor aðilinn
þurfi að teygja sig lengra. Þegar
samningar þurfa að nást þá þurfa
báðir aðilar að semja. Ég tel að í
dag [gær] hafi ekki verið lengra
komist,“ segir Þórólfur m.a. í
blaðinu í dag.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, lýsir vonbrigð-
um með að samkomulag náðist
ekki í gær. Hann telur málið þó
ekki búið. Mikil vinna sé eftir enn
þá. Undir það tekur Valgerður
Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
Borgin jók kröfur
á síðustu stundu
Samkomulag náðist ekki hjá eigendum Landsvirkjunar
Viljayfirlýsing/4
ÞAÐ var ekki ætlun mín að særa neinn og
ég sá að þetta hafði verið ákaflega óheppi-
legt,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, fyrrum
yfirmaður flugvallarins í Kabúl, um orð sín
„Shit happens“ um sjálfsmorðssprengju-
árásina í Chicken Street 23. október sl.
Hann baðst afsökunar á ummælum sínum
og segir Íslendingana sem á hlýddu hafa
tekið afsökunar-
beiðnina til greina.
Hallgrímur segist
ekki bera ábyrgð á
dauða þeirra
tveggja kvenna sem
létust í árásinni.
„Ég álít mig ekki
bera ábyrgð á dauða
vegfarendanna.
Auðvitað hefur mað-
ur hugleitt alla
þætti þessa máls og
það er auðvelt að
vera vitur eftir á. En þegar ferðin var
ákveðin áttu menn ekki von á sjálfsmorðs-
árás. Ég get því ekki séð að ég sé ábyrgur
fyrir því hvernig fór enda var ég fórn-
arlamb eins og aðrir. Ég held að það sé
eðlilegt að líta svo á að tilræðismaðurinn
eða hugsanlegir vitorðsmenn hans beri
ábyrgð á tilræðinu.“
„Við hefðum aldrei farið ef ástandið
hefði verið talið ótryggt. Ég get mjög auð-
veldlega sagt að ég hefði viljað sleppa ferð-
inni og óska þess heitast að ég hefði gert
það. En svona hlutir gera ekki boð á undan
sér, ekki frekar en önnur slys.“
Pólitísk ákvörðun
Um þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins
að skipta um flugvallarstjóra í Kabúl tveim
vikum áður en starfstími Hallgríms var á
enda segir hann: „Ég var kallaður heim
mánuði eftir árásina. Ef menn héldu að ég
hefði gert eitthvað af mér þá hefði verið
eðlilegt að kalla mig heim strax. Þótt tíma-
setningin virkaði einkennilega og kæmi
mér upphaflega þannig fyrir sjónir að það
væri verið að snupra mig fyrir eitthvað
sem ég vissi ekki hvað var, þá sá ég við
nánari skoðun að þetta var pólitísk ákvörð-
un og ég skil hana vel.“
Ekki ætlun
mín að
særa neinn
Hallgrímur Sigurðsson,
fyrrum yfirmaður flug-
vallarins í Kabúl, ræðir
atburðina í Chicken
Street 23. október sl.
Hallgrímur Sigurðsson
Hefði óskað þess/6
ALÞJÓÐA Rauði krossinn telur að fangar í
herbúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á
Kúbu hafi sætt meðferð sem jaðri við það að
vera pyntingar. Þetta mat kemur fram í leyni-
legri skýrslu sem send hefur verið bandarísk-
um stjórnvöldum og sem The New York Times
sagði frá í gær. Bandarísk stjórnvöld hafna
efnisatriðum skýrslunnar að sögn blaðsins.
Erindrekar Rauða krossins heimsóttu fanga-
búðirnar í Guantanamo í júní en þar geyma
Bandaríkjamenn um 550 einstaklinga sem
handteknir voru í hernaðaraðgerðum þeirra í
Afganistan 2001–2002 og bandarísk stjórnvöld
hafa kallað ólöglega stríðsmenn. Segjast
fulltrúar Rauða krossins í skýrslu sinni hafa
komist að raun um að unnið sé markvisst að því
að buga vilja fanganna með ýmsum aðferðum,
þeir séu niðurlægðir, sæti einangrunarvist og
þá sé hiti oft settur í hámark eða lágmark í
klefum fanganna, auk þess sem þeir séu neydd-
ir til að vera langtímum saman í tilteknum
stellingum.
Breski blaðamaðurinn David Rose segir í
viðtali við Morgunblaðið að auk þess sem al-
þjóðalög séu brotin í Guantanamo hafi lítið
gagn verið að þeim upplýsingum sem fengist
hafi hjá föngunum enda hafi fæstir þeirra
tengst hryðjuverkasamtökum.
Fangar taldir sæta illri meðferð
Miðopna
♦♦♦