Morgunblaðið - 01.12.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HARMAR UMMÆLI SÍN
Hallgrímur Sigurðsson, fyrrum
yfirmaður flugvallarins í Kabúl, tel-
ur orð sín „Shit happens“ óheppileg
um árásina á íslensku friðar-
gæsluliðana í Kabúl fyrir 5 vikum.
Borgin vill Sogsvirkjanir
Slitnað hefur upp úr viðræðum
eigenda Landsvirkjunar um að ríkið
kaupi hluti Reykjavíkurborgar og
Akureyrarbæjar í fyrirtækinu í
áföngum á næstu árum.
Vilji er til þess hjá Reykjavík-
urborg að hún taki til sín Sogsvirkj-
anir sem hún lagði inn í Lands-
virkjun á sínum tíma.
Enn spenna í Úkraínu
Stjórnarandstaðan í Úkraínu læt-
ur engan bilbug á sér finna en for-
setaframbjóðandi hennar, Viktor
Jústsjenkó, hafnaði í gær boði
stjórnvalda um að hann yrði forsæt-
isáðherra ef hann viðurkenndi sigur
Viktors Janúkóvítsj forsætisráð-
herra í forsetakosningunum um-
deildu sem haldnar voru í landinu
21. nóvember sl.
Ridge hættur
Tom Ridge, ráðherra heimavarna
í stjórn George W. Bush Banda-
ríkjaforseta, tilkynnti afsögn sína í
gær en hann hefur gegnt embættinu
síðan á haustdögum 2001. Ráðuneyti
heimavarna var komið á fót í kjölfar
hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin
11. september 2001 og voru þar fjöl-
mörg embætti sameinuð undir ein-
um hatti.
Y f i r l i t
Í dag
Viðskipti 14 Bréf 30
Úr verinu 15 Minningar 31/35
Erlent 16/17 Brids 35
Höfuðborgin 19 Dagbók 40
Akureyri 20 Víkverji 40
Landið 20 Velvakandi 42
Daglegt líf 22/23 Staður og stund 42
Listir 24 Menning 43/49
Umræðan 25/30 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
Viðhorf 28 Staksteinar 51
* * *
Kynningar – Blaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið Uppbygging
til framtíðar
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins
býðst að kaupa nýútkomna ljós-
myndabók Ragnars Axelssonar,
Andlit norðursins, með 33% afslætti
eða á kr 3.990. Bókin er seld í mót-
töku Morgunblaðsins í Kringlunni 1
en einnig er hægt að panta hana í
síma 569 1100.
Ragnar Axelsson hefur um árabil
verið í framvarðasveit íslenskra
fréttaljósmyndara. Hann hefur
starfað við Morgunblaðið frá 1976.
Mesta áherslu hefur Ragnar lagt á
að skrá mannlífið í N-Atlantshafi
eins og Andlit norðursins ber með
sér, en myndirnar í bókinni eru
teknar víðsvegar um Ísland, Fær-
eyjar og á Grænlandi. Á ferðum sín-
um um þessar eyjar hefur Ragnar
kynnst lífi og ólíkum lífsháttum
fólksins sem byggir þær. Myndirnar
í bókinni eru túlkun hans á upplif-
unum í þessum þremur löndum.
Tilboð til áskrifenda
Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Einar Falur
SAMKVÆMT ársreikningi Línu.nets er sam-
anlagt tap fyrirtækisins frá árinu 1999 yfir einn
milljarður króna. Guðlaugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að tap
hafi verið á rekstrinum á hverju einasta ári, og
mest hafi það verið rúmlega 471 milljón árið
2000 á verðlagi þess árs. Á fyrstu sex mánuðum
þessa árs nemur tap fyrirtækisins rúmum 48
milljónum króna. Var heildartapið þá komið upp
í 985 milljónir en sú tala hefur hækkað fram á
daginn í dag þannig að heildartalan er komin yf-
ir einn milljarð króna að sögn Guðlaugs.
Sl. föstudag skrifuðu Orkuveita Reykjavíkur
(OR) og Og Vodafone undir samning þess efnis
að stórauka ljósleiðaravæðingu heimilanna og
gagnaflutningsþjónustu fyrir fyrirtæki. Samn-
ingurinn felur einnig í sér að OR sérhæfi sig í
rekstri og áframhaldandi uppbyggingu ljósleið-
arakerfa, en Og Vodafone einbeiti sér hins veg-
ar að markaðssetningu, vöruþróun og þjónustu
við viðskiptavini, m.a. á ljósleiðaratengingum.
Guðlaugur segir að með þessum samningi sé
Og Vodafone að „kaupa Línu.net“ á 271 milljón
króna, en Og Vodafone keypti hlut OR í Línu.-
neti og tekur yfir IP-þjónustu fyrirtækisins
ásamt því sem það sinnir sölu- og markaðs-
setningu á gagnaþjónustu.
Enginn rekstrargrundvöllur
Guðlaugur segir OR þurfa í tengslum við
samninginn að taka lán upp á 57 milljónir króna
ásamt því að kaupa tvö ljósleiðarapör á 430
milljónir og 355 milljónir, sem það hafi enga
þörf fyrir. Guðlaugur segir þetta vera leið til
þess að Og Vodafone taki við þessum pakka.
„Fyrirtækið er algjörlega á hausnum og enginn
rekstrargrundvöllur fyrir því,“ segir Guðlaugur
um Línu.net og bætir hann við að fyrirtækið
hafi beðið á hnjánum í tvö ár eftir að Íslands-
sími keypti fyrirtækið sem Og Vodafone hafi nú
gert.
Hann segir samninginn við Og Vodafone ekki
aðeins kosta OR tæpar 600 milljónir því að auki
þurfi að fara út í fjárfestingu upp á tvo til þrjá
milljarða í ljósleiðaratengingu til heimilanna
sem sé hrein og klár viðbót.
Hann segir það fáránlegt að OR hafi keypt
þessi tvö ljósleiðarapör, því fyrir hafi fyrirtækið
átt 44 ljósleiðarapör sem væri miklu meira en
nóg. „Menn telja að þetta sé langt frá því að
vera í fullri nýtingu,“ segir Guðlaugur.
Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi og þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Yfir milljarður í tap af Línu.neti
Jarðhiti
fannst í
Húsadal
HEITT vatn hefur fundist í
Húsadal í Þórsmörk. Í til-
kynningu frá Kynnisferðum
ehf. kemur fram að tvær hol-
ur hafi verið boraðar í Húsa-
dal fyrir fjórum árum, önnur
eftir köldu neysluvatni og hin
til jarðhitaleitar, og skiluðu
báðar holurnar jákvæðum ár-
angri.
Við jarðhitaleitina var bor-
að í 276 metra dýpi og mæld-
ist 27°C hiti sem gaf góð fyr-
irheit um jarðhita. Ákveðið
var því í haust að dýpka hol-
una enn frekar og lauk þeirri
borun um síðastliðna helgi.
Holan er því rúmlega kíló-
metra djúp og gefur í sjálf-
rennsli um 2,5 lítra af um
40°C heitu vatni. Holan er nú
að jafna sig eftir borun og á
eftir að hitna eitthvað, segir í
tilkynningunni, en Ræktunar-
samband Flóa og Skeiða ehf.
sá um borunina. Talið er að
með virkjun holunnar sé lík-
legt að ná megi upp um 50–
60°C heitu vatni. Að sögn
Kynnisferða heppnaðist að-
gerðin vonum framar og mun
hún stórbæta alla aðstöðu fé-
lagsins í Þórsmörk.
„Þegar er hafin vinna við
undirbúning á virkjun borhol-
unnar og framtíðaruppbygg-
ingu á svæðinu með áherslu á
stóraukna þjónustu fyrir inn-
lenda sem erlenda ferða-
menn,“ segir í tilkynningunni.
UM 100 manns hafa þurft að fara á
slysadeildina í Fossvogi vegna
hálkuslysa bæði í gær og í fyrradag,
en töluverð hálka hefur verið á höf-
uðborgarsvæðinu undanfarna tvo
daga. Að sögn lækna á slysadeildinni
í Fossvogi er búið að vera mikið álag
á deildinni en þó sérstaklega í fyrra-
dag þar sem yfir 60 hálkuslys urðu
þá um morguninn. Áverkar fólks
hafa verið af ýmsum toga, allt frá
tognunum yfir í beinbrot.
Hjá slysadeildinni fengust þær
upplýsingar í gærkvöldi að hálku-
slysum hefði fækkað nokkuð í gær
frá því sem var í fyrradag. Meira var
um að yngra fólk hrasaði í hálkunni í
gær heldur en eldra fólk, sem hefur
að öllum líkindum haldið sig meira
heima við, að sögn læknis á slysa-
deild.
Morgunblaðið/Golli
Um 100 hálkuslys á tveimur dögum