Morgunblaðið - 01.12.2004, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Auður
í krafti
kvenna?
hverju
hefur átakið
skilað?
á morgun
ÞINGMENN Samfylkingarinnar
gagnrýndu hækkun bifreiðagjalds og
áfengis- og tóbaksgjalds í umræðum
á Alþingi í gær. Fjármálaráðherra,
Geir H. Haarde, mælti þá fyrir frum-
varpi um hækkun bifreiðagjalds um
3,5% en í fyrradag, mælti hann fyrir
frumvarpi um hækkun áfengisgjalds
á sterkum vínum um 7% og hækkun
tóbaksgjalds um 7%. Var síðarnefnda
frumvarpið samþykkt sama kvöld,
eins og fram kom í Morgunblaðinu í
gær, með atkvæðum þingmanna
Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks
og Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. Þingmenn Samfylkingar-
innar og Frjálslynda flokksins sátu
hjá.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði m.a. í
umræðunum í gær að það væri at-
hyglisvert að ríkisstjórnin skyldi
leggja fram frumvarp eftir frumvarp
um hækkun skatta og álögur á fólk „á
sama tíma og stjórnarflokkarnir eru
að reyna að láta líta svo út að þeir sé
að lækka skatta á einstaklinga,“ sagði
hún. „Við erum daglega að fjalla hér
um hundruð milljóna króna hækkanir
á skattaálögum og gjaldtöku á fólk.“
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sem kom upp í and-
svari, lagði á hinn bóginn áherslu á,
að verið væri að hækka gjöldin í sam-
ræmi við forsendur fjárlaga. „Ef
gjöld eru ekki hækkuð í verðbólgu
eru þau í raun að rýrna,“ sagði hann.
Í slíku tilfelli væri því um skattalækk-
un að ræða.
Til samræmis við
verðlagsþróun
Í máli fjármálaráðherra kom fram,
er hann mælti fyrir hækkun bifreiða-
gjaldsins, að gjaldið hefði ekki hækk-
að í samræmi við almenna verð-
lagsþróun síðustu árin. Síðast var það
hækkað 1. janúar 2002. Frá þeim
tíma hefði vísitala neysluverðs hækk-
að um tæp 7%. Áætlað er að hækk-
unin skili ríkissjóði 120 milljónum í
auknar tekjur. Gert er ráð fyrir því að
hækkunin komi til framkvæmda 1.
janúar 2005.
Sömu ástæður voru nefndar fyrir
hækkun áfengis- og tóbaksgjalds, þ.e.
hækkunin væri til samræmis við al-
mennar verðlagsbreytingar frá því
gjöldin voru síðast hækkuð í nóvem-
ber 2002. Áætlað er að sú hækkun
auki tekjur ríkissjóðs um allt að 340
milljónir á ársgrundvelli.
Samfylkingin gagn-
rýnir hækkun gjalda
Morgunblaðið/Golli
Einar Már Sigurðarson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Össur Skarp-
héðinsson, alþingismenn Samfylkingarinnar, í þingsal Alþingis.
BACARDI Breezer, sem eru áfeng-
ir gosdrykkir með styrkleika upp á
5%, eru meðal þeirra áfengra
drykkja sem hækka samkvæmt
frumvarpi til laga um áfengisgjald
á sterku víni sem samþykkt var á
Alþingi sl. mánudagskvöld. Fyrir
hækkun kostaði hver flaska 290 kr.
en kostar núna 306 kr.
Af öðrum drykkjun má nefna
Harveys Bristol Cream sérrí hækk-
ar úr 1.890 kr. í 2.000 kr og Smirn-
offvodki fer úr 2.880 kr. í 3.050 kr.
! "
#$ "
%% "
% "
%&% "
'"
Áfengir gos-
drykkir hækka
ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði í umræðum
á Alþingi í vikunni, að hann óttaðist að
skilningsleysi og níska ríkisvaldsins
gagnvart sveitarfélögunum myndi
neyða þau til að hækka gjöld eða álög-
ur eða grípa til niðurskurðar á vel-
ferðarþjónustu sinni. Árni Magnús-
son félagsmálaráðherra sagði á hinn
bóginn m.a. í andsvari sínu að ekki
væri hægt að stökkva og endurskoða
tekjustofna sveitarfélaga á nokkurra
ára fresti og bæta við milljörðum
króna í hvert sinn.
Féllu þessi umæli í umræðum utan
dagskrár um skiptingu tekna milli
ríkis og sveitarfélaga. Össur var máls-
hefjandi umræðunnar. „Fjárhagsleg
staða sveitarfélaganna er ákaflega al-
varleg um þessar mundir,“ sagði
hann. „Á síðasta ári nam þannig sam-
anlagt tap á rekstri þeirra um 2,6
milljörðum kr. Þá var 71 sveitarfélag
rekið með tapi. Staðan á 23 þeirra var
þannig að í október taldi eftirlitsnefnd
sveitarfélaga ástæðu til að skoða fjár-
hagsstöðu þeirra nánar.“ Spurði hann
félagsmálaráðherra m.a. að því í lok
ræðu sinnar hvort hann teldi ekki
ljóst að sveitarfélögin þyrftu aukið
fjármagn til að sinna lögboðnum
verkefnum sínum.
Ráðherra sagði m.a. að ríkisvaldið
hefði að undanförnu komið til móts
við óskir sveitarfélaga um auknar
tekjur. „Á síðustu árum hafa tekju-
stofnar sveitarfélaga verið styrktir
verulega, m.a. með hækkun útsvars-
heimilda og auknu framlagi ríkisins í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga,“ sagði
ráðherra. Minnti hann jafnframt á að
tekjustofnanefnd, sem nú væri að
störfum, væri m.a. ætlað að skoða sér-
staklega þau sveitarfélög sem stæðu
höllum fæti.
Síðan sagði ráðherra: „Það er ekki
hægt að stökkva til þess að endur-
skoða tekjustofna sveitarfélaga á
nokkurra ára fresti og bæta við millj-
örðum króna í hvert sinn. Ríki og
sveitarfélög verða að eiga reglulegt
samráð sem er í gagnsæjum farvegi.
Þetta er hagsmunamál okkar, bæði
ríkis og sveitarfélaga.“
Ráðherra sagði ennfremur að rík-
issjóður væri ekki ótæmandi „ og ef
endalaust er gengið í hann er aðeins
hægt að brúa bilið með því að seilast í
vasa skattgreiðenda.
Við verðum að horfa heildstætt á
þjóðarbúskapinn og taka höndum
saman um að hemja vöxt opinberra
útgjalda.“
Talar af íhaldssemi
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagðist undrandi á mál-
flutningi félagsmálaráðherra; hann
yrði að horfast í augu við raunveru-
leikann. „Hæstvirtur félagsmálaráð-
herra talar eins og hann hafi verið
fjármálaráðherra í hundrað ár og tal-
ar af mikilli íhaldssemi um það að
standa verði á bremsunum,“ sagði
Steingrímur. „En hvað um t.d. skatt-
kerfisbreytingar sem kosta sveitar-
félögin á annan milljarð á hverju ein-
asta ári vegna fjölgunar einka-
hlutafélaga?“ spurði hann enn frekar.
„Og hvað um öll hin málin, hæstvirtur
félagsmálaráðherra, þar sem sannar-
lega hallar á sveitarfélögin í sam-
skiptum við ríkið?“
Gunnar Örlygsson, þingmaður
Frjálslynda flokksins, ítrekaði eins og
margir aðrir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar að stjórnarmeirihlutinn
gæti ekki vikið sér undan því að efla
núverandi tekjustofna sveitarfélag-
anna.
Skiptist í þrjá hluta
Gunnar Birgisson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði m.a. að skipta
mætti fjárhagsvanda sveitarfélag-
anna í þrjá hluta. Í fyrsta lagi hefðu
sveitarfélögin verið að auka þjónustu
sína. Í öðru lagi hefðu verið gerðir
kjarasamningar við grunnskólakenn-
ara, en fleiri slíkir samningar ættu
eftir að koma í kjölfarið. Og í þriðja
lagi snerist þetta um tekjustofnana
milli ríkis og sveitarfélaga. „Þar eru
ýmsir hlutir sem hafa verið útgjalda-
aukandi fyrir sveitarfélögin eða haft í
för með sér minnkandi tekjur, svo
sem eins og einstaklingsrekstur sem
er breytt í einkahlutafélög, húsaleigu-
bætur, félagslegar íbúðir og mörg
önnur atriði, lagalegs eðlis sem bæði
hafa verið tekin á þinginu og reglu-
gerðarbreytingar í ráðuneytunum.“
Hafa áhyggjur af sveitarfélögunum
Árni
Magnússon
Össur
Skarphéðinsson
ÞÓTT starfsmat hafi hækkað
laun ófaglærðra deildarstjóra á
leikskólum verulega standa þeir
leikskólakennaramenntuðum
deildarstjórum í Félagi leik-
skólakennara nokkuð langt að
baki hvað kjör varðar. Þetta
segir Guðrún Halldóra Sveins-
dóttir, verkefnisstjóri starfs-
matsins.
Hún segir að í kjölfar nýja
starfsmatsins hafi deildarstjórar
með háskólamenntun á sam-
bærilegu sviði og leikskólakenn-
aramenntaðir deildarstjórar
hækkað nokkuð í launum og
nálgast síðarnefnda hópinn hvað
kjör varðar.
„Deildarstjórar starfsmanna-
félagsins, sem voru að hækka í
kjölfar þessa nýja starfsmats
það mikið að þeir komast upp að
leikskólakennaramenntuðum
deildarstjórum, eru starfsmenn
sem eru með BA-próf á sam-
bærilegu sviði, þ.e. þroskaþjálf-
ar og starfsmenn sem hafa BA-
próf í uppeldis- og menntunar-
fræðum eða félagsfræði frá HÍ,“
segir Guðrún Halldóra.
Aðspurð segir Guðrún í sum-
um tilfellum um það að ræða að
deildarstjórar með aðra há-
skólamenntun en leikskólakenn-
aramenntun geti verið hærri
launaðir en síðast nefndi hóp-
urinn, en þann launamun megi
þá gjarnan rekja til t.d. lengri
starfsaldurs eða meiri endur-
menntunar, enda margir sam-
verkandi þættir sem hafa áhrif á
launin.
Segir ófaglærða
standa öðrum að
baki í launum