Morgunblaðið - 01.12.2004, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 15
ÚR VERINU
„Andrúmsloftið í ljósmyndum Rax getur bein-
línis kallað fram gnauðið í vindinum, seltuna í
sjónum og nísting kuldans.“
Mary Ellen Mark
Ragnar Axelsson hefur um árabil verið einn
kunnasti og dáðasti ljósmyndari Íslendinga.
Á hlýjan og nærfærinn hátt veitir hann
áhorfandanum hlutdeild í lífi íbúa við Norður-
Atlantshaf á tímum örra breytinga á lífsháttum
og umhverfi.
...meira fyrir áskrifendur
Tilboð til áskrifenda
Nú býðst áskrifendum Morgunblaðsins ljósmyndabók Ragnars Axelssonar með 33% afslætti,
eða á 3.990 kr. Bókin er til sölu í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1. Einnig er hægt að
hafa samband í síma 569 1100 eða með tölvupósti á netfangið askrift@mbl.is
VERÐMÆTI þess fiskafla sem var
fluttur út ferskur í gámum jókst um
meira en helming á fyrstu 8 mánuð-
um ársins. Heildarverðmæti fiskafl-
ans á tímabilinu dróst aftur á móti
saman um 3,5% frá sama tíma í fyrra.
Samdrátturinn skýrist fyrst og
fremst af lakari loðnu- og karfaafla.
Verðmæti fiskaflans á fyrstu átta
mánuðum ársins var alls 45,9 millj-
arðar króna eða tæplega 1,7 milljörð-
um krónum minna en í á sama tíma í
fyrra, á verðlagi hvors árs fyrir sig,
samkvæmt útreikningum Hagstofu
Íslands.
Verðmæti botnfiskaflans var 30,8
milljarðar króna á fyrstu átta mán-
uðum ársins og er það örlitlu meiri
verðmæti en á árinu 2003. Verðmæti
þorsks hefur á þessu tímabili aukist
um 1,3 milljarða króna eða 7,2% og
verðmæti ýsuaflans um 900 milljónir
eða ríflega fjórðung. Karfaafli hefur
aftur á móti dregist verulega saman
eða um einn milljarð króna eða
28,7% og úthafskarfaaflinn hefur
dregist saman um tæplega 600 millj-
ónir króna eða 19,3%.
Verðmæti flatfisktegunda hefur
vaxið lítillega en verðmæti uppsjáv-
artegunda hefur dregist saman um
900 milljónir króna eða 9,8%. Þá hef-
ur verðmæti skel- og krabbadýraafl-
ans dregist saman um tæplega 900
milljónir eða 29,2% og er það að
stærstum hluta rækja.
Meira út af óunnum fiski
Á tímabilinu hefur mikil hlutfalls-
leg aukning orðið í útflutningi á
ferskum fiski í gámum sem er ríflega
55,9% aukning. Þannig nam verð-
mæti þessa afla 3,8 milljörðum
króna. Einnig hefur orðið mikil
aukning í verðmæti þess afla sem
keyptur er á innlendum fiskmörkuð-
um en er fluttur óunninn á erlenda
markaði í gámum eða 63% aukning.
Þetta kann að skýra að siglingar ís-
lenskra fiskiskipa með afla hafa
dregist saman um tæplega þriðjung.
Á Suðurnesjum var unnið úr afla
að verðmæti 8 milljarða króna og er
það aukning um 434 milljónir króna á
milli ára eða 3,3%. Annars staðar á
landinu er um samdrátt að ræða og
var hann mestur á Austurlandi eða
900 milljónir króna eða 13,5%. Norð-
urland eystra heldur einna best sínu
hlutskipti en samt varð samdráttur-
inn þar ríflega 420 milljónir króna
5,5%.
Verðmæti afla íslenskra skipa sem
unninn var erlendis jókst um 1,2
milljarða króna eða 40,1% frá fyrra
ári og var 4,1 milljarður króna á
fyrstu átta mánuðum ársins 2004.
Verðmæti fiskaflans dróst saman um 3,5%
Mun meira flutt
út af ferskfiski
)2
* *+
.3 ,43
% 4 % &
5.6 * *
7*
8++.,
* " 4 *
9
: ;5 9<<
=3 ,43
% % &
$!>?
&!# ?>
>%'#?@
&?$
#&?'
&$!!#?&
@#&?&
&!@ ?>
@!@?$
%#%%?>
>?@
&!@@'?@
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122