Morgunblaðið - 01.12.2004, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Skoðið ávallt
leiðbeiningar um
rétta og örugga
notkun er fylgja
kertum.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄ ATVINNULÍFIÐ á Ítalíu lamaðist
í gær þegar milljónir manna lögðu
niður vinnu til að mótmæla efna-
hagsstefnu stjórnar Silvios Berl-
usconis forsætisráðherra.
Ítölsk launþegasamtök, sem
stóðu fyrir verkfallinu, sögðu að
milljónir manna hefðu tekið þátt í
mótmælagöngum um götur rúmlega
70 borga og bæja í gær. Fjölmenn-
ustu göngurnar voru í Mílanó, Tór-
ínó og Feneyjum.
Ríkisstarfsmenn lögðu niður
vinnu í átta klukkustundir í gær en
aðrir launþegar í fjórar stundir.
Strætisvagna- og lestasamgöngur
lögðust niður í fjórar klukkustundir
í gærmorgun og starfsmenn flug-
valla lögðu niður vinnu um hádegi.
Alitalia þurfti að aflýsa 136 flug-
ferðum og flugfélögin British Air-
ways, Air France, Iberia og Luft-
hansa urðu einnig að fresta eða
aflýsa ferðum á síðustu stundu.
Var þetta fjórða allsherjarverk-
fallið til að mótmæla efnahags-
stefnu stjórnar Berlusconis frá því
að hún komst til valda 2001.
Leiðtogar launþegasamtakanna
og stjórnarandstöðuflokka segja að
áform stjórnarinnar um að minnka
ríkisútgjöldin á næsta ári stefni op-
inberum störfum í hættu og dragi
úr fjárfestingum í einkageiranum,
sérstaklega á Suður-Ítalíu, þar sem
fátækt er mikil.
Launþegasamtökin hafa einnig
kvartað yfir því að efnamenn hagn-
ist mest á skattalækkunum stjórn-
arinnar á næsta ári og þær verði til
þess að minnka þurfi ríkisútgjöldin
enn meira. Stjórnarflokkarnir sam-
þykktu skattalækkanirnar í vikunni
sem leið eftir margra mánaða deil-
ur.
Ráðherrar stjórnarinnar sögðust
vera undrandi á því að launþega-
samtökin skyldu efna til verkfalls í
því skyni að mótmæla umbótum
sem ykju ráðstöfunartekjur al-
mennings.
AP
Launþegar á mótmælagöngu gegn efnahagsstefnu ítölsku ríkisstjórnarinnar í miðborg Rómar í gær.
Milljónir manna leggja
niður vinnu á Ítalíu
Róm. AP, AFP.
AÐ minnsta kosti 23 menn fórust og rúmlega 60 slösuðust þegar MD-82-
farþegaþota rann út af flugbraut eftir lendingu í bænum Solo í Indónesíu í
gær. Mikil úrkoma var og mikið vatn á flugbrautinni. Réðu flugmennirnir
ekki við neitt og stöðvaðist vélin ekki fyrr en í grafreit nokkuð frá.
Reuters
Flugslys í Indónesíu
STJÓRNVÖLD í Íran hrósuðu í gær
sigri yfir stjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta eftir að Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunin (IAEA)
ákvað að vísa ekki deilu um kjarn-
orkuáætlun Írana til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
„Við höfum sannað að við getum
einangrað Bandaríkin á alþjóðlegum
vettvangi. Og þetta er mikill sigur,“
sagði Hassan Rowhani, samninga-
maður Írana í viðræðum við IAEA.
Hann skírskotaði til þess að stjórn
Bandaríkjanna hafði beitt sér fyrir
því að málinu yrði vísað til öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna.
Rowhani bætti við að Íranar
myndu aldrei afsala sér réttinum til
að hagnýta kjarnorkuna í friðsam-
legum tilgangi. Hann lagði áherslu á
að sú ákvörðun Írana að hætta að
auðga úran væri aðeins tímabundin
og þeir áskildu sér rétt til að hefja
auðgun úrans eftir að samningavið-
ræðum við Breta, Frakka og Þjóð-
verja lyki. „Þetta ætti að vera spurn-
ing um nokkra mánuði en ekki ár,“
sagði Rowhani. Viðræðurnar eiga að
hefjast í desember og stefnt er að því
að ná samkomulagi um viðskipti,
samstarf í öryggismálum og trygg-
ingar fyrir því að Íranar reyni ekki
að framleiða kjarnavopn.
Stjórn Bandaríkjanna hefur sakað
Írana um að hafa reynt að framleiða
kjarnavopn á laun en Íranar segjast
aðeins ætla að koma sér upp kjarn-
orkuverum til orkuframleiðslu.
Bandaríkjastjórn hefur ekki útilokað
að hún óski eftir því að öryggisráðið
taki málið fyrir og ræði hugsanlegar
refsiaðgerðir gegn Íran.
Íranar hrósa sigri
yfir stjórn Bush
Teheran. AFP.
HRYÐJUVERKAMAÐUR,
sem nefndur hefur verið „Sjak-
alinn Carlos“, hefur hafið mót-
mælasvelti í fangelsi í Frakk-
landi, að sögn lögfræðings hans
og franskra fangelsisyfirvalda í
gær.
Carlos, sem er 54 ára og
fæddist í Venesúela, hóf sveltið
á fimmtudaginn til að mótmæla
því að honum hefur verið haldið
í einangrun fyrir agabrot. Carl-
os var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi árið 1997 fyrir þrjú morð
sem framin voru í París 1975.
Enn er verið að rannsaka
meinta aðild hans að fjórum
sprengjutilræðum í Frakklandi
á áttunda og níunda áratugn-
um. Isabelle Coutant-Peyre,
lögfræðingur og eiginkona
Carlosar, sagði að hann hefði
lést um 23 kílógrömm á síðustu
mánuðum vegna sykursýki sem
hann hefði fengið vegna fang-
elsisvistarinnar.
„Sjakalinn
Carlos“ í
mótmæla-
svelti
París. AFP.
MEIRA en 40 manns fórust þegar
pramma, sem var yfirfullur af fólki,
hvolfdi á Tígrisfljóti í Norður-Írak í
gær.
Sigla átti prammanum yfir Tígr-
isfljót við bæinn Zakho en hann er
skammt frá tyrknesku landamærun-
um. Haft er eftir vitnum, að meg-
inástæða fyrir slysinu hafi verið sú,
að á prammanum var allt of margt
fólk. Var aðallega um að ræða
Kúrda, sem búa erlendis og voru að
fara úr landi eftir heimsókn í átthög-
unum. Höfðu landamærin við Tyrk-
land verið lokuð um skeið en þegar
fréttist, að þau hefðu verið opnuð,
vildu allir komast burt á sama tíma.
Meira en 40
drukknuðu
Zakho. AFP.